Forsíða › Forums › Almennt › GPS Grunnur F4x4 › Almennt um GPS Grunninn › G, J, N og O fælar
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 13 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.09.2011 at 20:35 #220484
G, J, N og O fælar verða ekki aðgengilegir í smá tíma vegna uppfærslu
Kv Ferlaráð f4x4 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.09.2011 at 21:34 #737643
Hvenær er von á uppfærðu (ritskoðuðu?) ferlunum?
22.09.2011 at 21:50 #737645ég er búin að ritskoða 2. Á morgun koma þeir klárir í sparifötunum.
23.09.2011 at 08:33 #737647Snilld. :o)
23.09.2011 at 18:42 #737649Getur þú ekki merkt slóðana sem Umhverfisstofnun telur hættulega. Ég stóð alltaf í þeirri trú að vegur #1 væri hættulegur, en hann er á öllum opinberum kortum.
Kveðja
Heiðar
23.09.2011 at 19:22 #737651Mér er bannað að merkja slóðirnar rauðar. þ.e sama sem lokaðar. Ég á að eyða þeim út. Er búin að senda vefnefnd O,J og G fæl. Sendi þeim N fæl á eftir. Búin að eyða út 46 leiðum í Vatnajökulsgarði göngumannana og voru þetta samtals 279.4 kílómetrar.
23.09.2011 at 19:33 #737653En, hvað um að hafa þá vofubleika? Þá getur landsvættar-dísin okkar svifið yfir og gætt þeirra.
Kv. SBS.
23.09.2011 at 20:47 #737655[quote="Ofsi":2n56xqa1]Mér er bannað að merkja slóðirnar rauðar. þ.e sama sem lokaðar. Ég á að eyða þeim út.[/quote:2n56xqa1]
Hver bannar?
kv.
ÞÞ
23.09.2011 at 21:41 #737657Það hefði nú verið gott að þið fengjuð virkilega að sjá hverju er verið að eyða út. En hluta þess sést á feisinu hjá mér. Það er líka hægt að sjá tómu Garminleiðirnar þar sem vantar ferla ofaná. http://www.facebook.com/profile.php?id=1019074319
23.09.2011 at 21:42 #737659[quote="Rangur":39qhb9ts][quote="Ofsi":39qhb9ts]Mér er bannað að merkja slóðirnar rauðar. þ.e sama sem lokaðar. Ég á að eyða þeim út.[/quote:39qhb9ts]
Hver bannar?
kv.
ÞÞ[/quote:39qhb9ts]
Bannað er ekki rétt orð í þessu samhengi, við vorum beðin um að taka þessa slóða út. Sú beiðni kom frá fleiri en einum aðila, meðal annars frá einum félagsmanni okkar sem lenti í vandræðum í nefnd sem hún starfar í fyrir okkur. Mér finnst ekki rétt að nafngreina aðilana í opnu spjalli.
Í sjálfu sér má deila endalaust um það hvort slóðar sem eru lokaðir eigi að vera með eður ei, sem dæmi þá held ég að enginn færi að krefjast þess að Austurstræti væri tekið út af götukortum Reykjavíkur þó akstur sé bannaður þar, af hverju á ekki sama að gilda um slóða? Þessir umræddu slóðar eru í augnablikinu lokaðir fyrir umferð vélknúinna ökutækja, en ég veit ekki til þess að bannað sé að ganga eftir þeim.
Kv. hsm
23.09.2011 at 21:51 #737661Hættið að týna út einhverja slóða. Þetta er slóða safn F4x4 eins og það er. Það er ekki hlutverk F4x4 að taka að sér að auglýsa hvaða slóða má ekki keyra lengur. Þetta er einfaldlega safn og það getur innihaldið slóða sem má eða má ekki keyra. Það er annarra að sjá um að auglýsa það.
24.09.2011 at 00:08 #737663Þetta sem kom í síðasta innleggi hér er það sem málið snýst um. Ferlarnir eru upplýsingar sem eiga að vera aðgengilegar og með leiðbeiningum um að hver aðili noti þær á eigin ábyrgð. Það er nefnilega réttilega ekki hlutverk Ferðaklúbbsins 4×4 að vera upplýsingaraðili fyrir þá sem ganga fram með offorsi um að ganga á rétt hins almenna ferðamanns á Íslandi. Ferðaklúbburinn 4×4 á ekki að taka við fyrirmælum frá aðilum sem loka leiðum eins og Vonarskarði sem er ein af elstu þjóðleiðum landsins, Vikrafellsleið þar sem lokun hefur ekkert með náttúruvernd að gera og fullt af öðrum leiðum um hálendið sem hefur verið lokað án þess að nokkur ástæða sé fyrir hendi.
Enn og aftur er klúbburinn okkar ekki að standa með málstað sem er að berjast gegn ofríki og yfirgangi stjórnvalda sem vaða áfram án samráðs og samstarfs um þessi málefni. Við eigum að gera kröfu til þess að fá aðild að málum sem hafa grundvallaráhrif til framtíðar um okkar frelsi til að ferðast um landið okkar. Við stöndum frammi fyrir því að troðið sé á okkar sjónarmiðum og litið niður á okkar athugasemdir um stór mál eins og Vatnajökulsþjóðgarð. Framundan er að berjast við breytingar á náttúruverndarlögum og meira að segja að að tryggja aðgengi að skálanum okkar í Þjórsárverum.
Við eigum ekki að taka við fyrirmælum frá stjórnvöldum um hvað við birtum á okkar vefsíðu. Það er ekki ólöglegt að birta ferla yfir leiðir sem voru opnar og stjórnvöld hafa lokað þrátt fyrir athugasemdir frá ótal félagasamtökum og hundruðum, ef ekki þúsundum einstaklinga. Við eigum að standa í lappirnar í þessu og ekki gefa neitt eftir þar til stjórnvöld eru tilbúin að vinna þessi mál í góðu samstarfi við okkur, almenning og önnur félagasamtök samkvæmt Árósarsáttmálanum sem Alþingi samþykkti nýlega.
Guðmundur G. Kristinsson
24.09.2011 at 12:10 #737665Væri ekki ráð að hafa þessa ferla í sér skrá, jafnvel á sér stað á vefnum, þar sem vel og rækilega væri tekið fram að óheimilt væri að aka þessa slóða. Þar með gætu venjulegir kallar eins og ég séð hvaða slóðar þetta eru, auk þess sem við værum þá einnig að sinna upplýsingagjöf fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Þannig væri ekki væri með nokkru móti hægt að saka klúbbinn um að vera að hvetja til þess að þeir slóðar væru eknir.
kv.
ÞÞ
24.09.2011 at 18:43 #737667Reynið að halda haus í þessu, það er allt í lagi að vita hvaða slóðar eru lokaðir. Það hefur ekki verið svo mikið um samráð hingað til af þessu hyski sem vill loka öllu án ástæðu og hefur jafnvel aldrei komið á þessa staði og mun aldrei koma á þá staði sem er verið að torvelda aðkomu að. Svo er gott að hafa þá sem viðmið að vetrarlagi, en þá má keyra.
Kveðja Heiðar
24.09.2011 at 19:38 #737669Sæl(ir) félagar,
Ég þarf að byrja á að þakka fyrir það sem vel er gert í baráttunni, þ.e. að taka af skarið og birta alla ferlana sem verið er að pukrast með innan stjórnkerfisins og meiningin er að banna mönnum að aka, flesta hverja án þess að nokkur nothæf rök séu fyrir því. Ég held að það útspil klúbbsins, eftir langa bið eftir samráði stjórnenda og ferðamanna, hafi verið það besta í stöðunni. Því miður virðist þó að menn hafi ekki fyllilega gert sér grein fyrir því að þessu útspili myndi hugsanlega fylgja hörð viðbrögð stjórnvalda og því hafi menn ekki búið sig undir það að mæta því með vandlega hugsuðum rökum og staðfestu. Nú ríður á að bogna ekki þó reynt sé að snúa upp á handleggi einstakra aðila. Ferðamenn Íslands, hvort sem þeir eru gangandi, ríðandi, akandi eða hjólandi eiga allt undir því að félagasamtök þeirra standi sig í að berjast fyrir opinni, gagnrýnni umræðu og að ákvarðanir stjórnvalda séu teknar á upplýstan hátt af þekkingu og með það að leiðarljósi að skerða ekki ferðafrelsi og rétt manna án brýnnar ástæðu eða þarfar.Ég skora á stjórn klúbbsins að standa föst fyrir og birta alla slóðaferla áfram, það er enginn sem getur á löglegan hátt bannað birtingu þeirra og ég sé engin haldbær rök fyrir því að birta þá ekki. Hafi einhver rök verið sett fram í því samhengi vildi ég gjarnan sjá þau hér á vefnum svo félagsmenn og aðrir geti sjálfir tekið afstöðu til þeirra og fengið að ræða þá opinskátt.
Nú er lag því með þessu útspili klúbbsins virðast stjórnvöld loks hafa fengið á tilfinninguna að hér sé fólk sem er tilbúið að berjast fyrir rétti sínum. Við megum ekki bogna undan álaginu og gefa strax eftir. Birting ferlanna kallar á betri vinnubrögð stjórnvalda þar sem þau geta síður látið eins og þessir slóðar séu ekki til og verða því væntanlega að sýna faglegri vinnubrögð við að skoða þá og banna akstur á einhverjum þeirra.
Ég stend með ykkur í baráttunni og hvet ykkur áfram. Tökum slaginn núna, tíminn kemur ekki til með að vinna með okkur.
Barbara Ósk Ólafsdóttir
félagi í Suðurnesjadeild 4×4
25.09.2011 at 13:04 #737671Mér finnst miður að ákveðnir ferlar hafi verið hreinsaðir út þegar nóg hefði verið að merkja þá rauða og lokaða!
Ég skora á klúbbinn að birta nýja skrá þar sem verða allir bönnuðu ferlarnir saman komnir og maður geti þá séð á einni skrá hvaða leiðum er búið að loka og akstur ekki heimill. Þetta hefði mikið upplýsingagildi svo við vitum nákvæmlega hvar er bannað að aka! Það gæti m.a. komið í veg fyrir að maður aki óvart lokaðar leiðir!
mbk
Ólafur Arnar Gunnarsson
R-2170
25.09.2011 at 14:59 #737673Er búin að fara í gegnum fælana N-O-G og J sem þekja m.a leiðir á hálendinu í Vatnajökulsþjóðgarði. Þarna er ég búin að grisja eftir kortum Landmælinga íslands. Eftir að ég var búinn að því kom í ljós að það var ekki nægjanlegt þar sem Landmælingar íslands hafa ekki uppfært hjá sér grunnin. Voru því víða villur í grunninum hjá mér. Varð ég því að yfirfara grunninn aftur og þá eftir þeim kortagrunni sem aðgengilegur er hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Við þá uppfærslu kom í ljós að veglengd lokaðra leiða styttist, en hinsvegar fjölgaði lokuðum leiðum úr 46 í 67. Nú hafa semsagt verið teknar út 67 leiðir sem eru 185 km að lengd. Þ.e þær hafa verið fjarlægðar en ekki rauðmerktar
26.09.2011 at 13:51 #737675Þessi birting á ferlum hefur fengið þokkalega umfjöllun sem er í sjálfu sér ágætt þó sjónarmið séu mismunandi og eflaust megi gagnrýna ýmislegt. Það er t.d. alveg hægt með réttu að setja spurningamerki við birtingu vetrarferlana, enda var það í sjálfu sér "aukaafurð" í þessu. Hefðu þeir verið birtir fyrir t.d. 3 árum hefði það sjálfsagt ekki þótt tiltökumál, en auðvitað hefði verið rétt að vinna birtingu á þeim í samræmi við sprungukortaverkefnið sem er í gangi. En eins og margir hafa bent á er birting á vetrarferlum aldrei annað en sagnfræðileg heimild.
Það hins vegar vakti athygli mína það sem stóð í fréttinni frá Umhverfisstofnun (birtist í blöðum og er líka á ust.is). Þar segir:
"Á vegum ráðuneytisins er starfrækt nefnd sem vinnur að því að gera miðlæga skrá yfir allar löglegar akstursleiðir á Íslandi og [b:21b3g09r]telur stofnunin að upplýsingum og ábendingum eigi að koma á framfæri á þeim vettvangi[/b:21b3g09r] en ekki með birtingu GPS kortagrunns sem hætt er við að margir muni nota sem ferðakort. "
Það sem mér leikur forvitni á að vita og mætti kannski spyrjast fyrir um hjá stofnuninni er með hvaða hætti ráðuneytið hafi boðið upp á að athugasemdum sé komið á framfæri og út frá hvaða gögnum maður geti gert athugasemdir. Það hefur allavega farið framhjá mér og ég get ekki gert athugasemdir við þessa vinnu nema vita hvað er verið að ræða og hvaða mynd slóðakort ráðuneytisins er að taka á sig. Ég held að því miður hafi hreinlega verið mikil tregða hjá ráðuneytinu að upplýsa það. Einmitt þess vegna fagnaði ég birtingu ferlanna hér á f4x4, en ef ráðuneytið býður upp á upplýsingar um þessa vinnu væri það auðvitað lang best og birting ferlanna hérna með öllu óþörf. Mér hefur hins vegar ekki dottið í hug að þessi grunnur sé að segja mér eitthvað um hvar ég megi aka og hvar ekki og held að fæstir séu að taka þessu þannig.
26.09.2011 at 18:43 #737677Sælir félagar.
Frekar miður að fara þá leið að taka þessa slóða út. Eitthvernvegin verðum við að merkja þá slóða sem ekki eru opnir lengur eða ekki með góðu móti færir.
Það er ekki nóg að merkja inn það sem má heldur hvar ekki má fara yfir. Ég vill fagna þessum birtingum ferla hjá klúbbnum og við viljum halda ferðafrelsinu fyrir komandi kynslóðir, handa öllum þeim sem langar að njóta ALLS Íslands.Matthías Sigbjörnsson
Ö1218 Suðurnesjadeild
26.09.2011 at 19:17 #737679Mjög svo áhugaverður pistill frá Skúla hér að ofan en hann vísar í frétt á heimsíðu UST [url:2snpgn9y]http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2011/09/22/GPS-kortagrunnur-med-lokudum-leidum/[/url:2snpgn9y] þar sem gagnrýnd er birting F4x4 á slóðasafninu.
Tilvitnun:
"Á vegum ráðuneytisins er starfrækt nefnd sem vinnur að því að gera miðlæga skrá yfir allar löglegar akstursleiðir á Íslandi og telur stofnunin að upplýsingum og ábendingum eigi að koma á framfæri á þeim vettvangi en ekki með birtingu GPS kortagrunns sem hætt er við að margir muni nota sem ferðakort."Þessi nefnd hefur hefur alls ekki verið samvinnuþýð við útivistarfólk og ekki hefur verið óskað eftir athugasemdum eða birt gögn sem fólk getur gert athugasemdir við.
kveðja
Dagur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.