Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fyrstu jeppakaupin mín
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Olgeir Örlygsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.08.2006 at 12:47 #198374
Sælir ég er að fara að kaupa minn fyrsta jeppa. hef fengið jeppadelluna ásamt ferðamenskunni. kröfurnar sem ég geri til tilvonandi jeppans míns er:
Að hann sé þæginlegur í innanbæjarakstri (ekki mikil traktor)
ekki of eyðslufrekur
diesel
5 manna
verður að vera á 33″ til 35″ dekkÞeir sem mér dettur í hug eru eftirfarandi:
Musso
Discovery
Terrano
4Runner
Trooper
og jafnvel CherokeeÞað væri hinsvegar gaman hvaða reynslu þið hafið af þessum bílum og eða öðrum sem ykkur finnst meiga vera á þessum lista. Ég vil hinsvegar ekki stofna til trúabragðastríðs enda rýrir það bara trúverðugleika ykkar, aðeins að kommenta á bíla sem þið hafið prófað eða átt.
ps er að spá í jeppa á sona 1 millu…..
….sem verður notaður sem fjölskyldubíll og í ferðalög og þá vonandi sem mest upp á fjöll með tíð og tíma
Með fyrirfram þökk
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.08.2006 at 13:08 #557862
…ef þú finnur einhverstaðar díselrunner er ég viss um að þú verður mjög sáttur við hann. Draumaferðabílar. Cherokeeinn er líka mjög skemmtilegur en soldið lítill. Á hinn bóginn fer hann meira (lesist "næstum allt") á 35" en runnerinn.
Góða skemmtun og velkominn í bandalag þeirra ólæknandi.
Einar Elí
15.08.2006 at 13:22 #557864Manni sýnist á bílaauglýsingum að það megi fá marga þokkalega bíla af árgerðunum 1996 til og með 2000 á verði sem samræmist þínum hugmyndum. Því miður hef ég ekki persónulega reynslu af neinni þeirra tegunda sem þú telur upp og mér sýnist þess utan að þú sért ekki að leita að pick-up. Ég sé hinsvegar að þú minnist hvorki á Land Cruiser né Pajero sem möguleika og auðvitað er það nú svo að þokkalegur LandCruiser er líklega ekki fáanlegur á því verðbili sem þú ert að nefna. Hinsvegar er vafalaust hægt að ná í 1995 – 1998 model af Pajero á þessu verði. Kosturinn við þá er vel hönnuð og smíðuð vél og skemmtilegur millikassi. Ég er svolítið hræddur um að Discovery sé vart fáanlegur á verðbilinu sem þú nefnir, en ég hef heyrt vel af þeim látið. AF þessu sem þú nefnir líst mér best á 4Runner með diesel, en þeir eru reyndar ekkert óskaplega margir til.
15.08.2006 at 13:49 #557866aðeins einu get ég svarað 100% rétt og það er að það er ekki hægt að spyrja svona spurningar án þess að stofna til trúabragðastíðs.
Spurningunum skal ég reyna að svara trúverðulega.
Ég hef ekki verið þess heiðurs aðnjótandi að hafa átt allar þær bílategundir sem um er spurt, og ég stór efa að það finnist einhver sem það hefur.
Allir bílar hafa galla bara mismunandi marga og mismunandi dýra.
Musso er sennilega sá bíll í upptalningunni sem notar minnst af olíu við ákveðna vegalengd. Musso er hinnsvegar sá bíll sem virðist vera lang mest af mjög misjöfnum útgáfum og líkurnar af því að lenda á handónýtu eintaki eru mestar. Menn hafa aftur á móti verið að halda því fram að það sé hægt að sjá það á hver flytur bílinn inn hvort hann sé gallað eintak eða ekki því margir af mússó bílum eru fluttir inn af öðrum en Benna og þeir séu fluttir inn frá mörkuðum með lélegri standarda en evrópa.
Trúper er bíll sem hefur ekki verið framleiddur í 6 ár og er því frekar hár í verði þar sem nýrri bílar hafa ekki verið að yfirtaka þá gömlu á markaðnum. Annars er trúperinn ágætis bíll rúmgóður, þægilegur, hljóðlátur og fallegur.
Terrano (terror, terrable) segir ýmislegt. þóg er margt gott í Terrano bara ekki neitt í drifbúnaði og hjólastelli að framan, og algjör terror að fá varahluti.
Cherokee er amerískt og maður getur þolað það ef nægt er aflið til að maður fái notið einhvers. Cherokee með díselvél hefur ekki nægt afl og því er ekki neins að njóta.
4runner er góður bíll og sennilega kraftmestur af þeim bílum sem þú nefnir ef þú finnur hann 3. lítra dísel. Aðrar vélar frá toyota eru hálfgert drasl.
Landrover er sennilega sá bíll sem hefur flesta af þeim eginleikum sem þú nefnir mjög góður bíll sem gott er að keyra.
Annars ættiru líka að athuga LC90 og Pajero, af þessum bílum eru þeir sennilega liprastir í innanbæjarakstri, pajero 2,8 disel eiðir aðeins meira en LC90 3,0 dísel annars hörku bílar með hörku kram.
Ég vil taka það fram aftur að ég hef ekki átt allar þessar jeppategundir en er með alvarlega jeppadellu og forvitinn með eindæmum og hef prófað allt, þarfyrir utan eru þessar lýsingar bara mínar skoðanir.
Kveðja siggias74 E1841
15.08.2006 at 13:57 #557868
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Verð að mæla með terrano2 hef átt og ferðast í mörgum gerðum en þegar maður 90% innanbæar eða á malbiki 10% utan malbiks þá finnst mér terrano koma vel út ekki of stór ekki of lítill, 2,7 L disel vélin skilar skemmtilegu afli en eyðir litlu (9L akureyri reykjavík, 12L með hjólhýsi. bíll á 31"), tregðulás í afturdrifi kemur skemtilega á óvart í torfæum og hjálpar ótrúlega mikið, skemmtilegur begjuradíus og nett húdd fyrir innanbæar skak, svo sakar ekki að þetta eru tiltölulega ódýrir bílar.
Þó ég hafi ekki átt bílinn lengi þá hef ég ferðast mikið á honum á hálendinu í sumar, farið erfiðar leiðir og hefur hann staðist það með prýði.
15.08.2006 at 19:57 #557870… er ekki Terranoinn svo afskaplega lítill og einfaldur. Mér hefur sýnst það að hann hafi svo ofskaplega stutt á milli hjóla og sé afar einfaldur (jafnvel hrár) að innan; ekki nógu vel hlúð að manni og allt svo opið og asnalega langt frá manni.
15.08.2006 at 20:56 #557872ætti pajero sport ekki líka heima í þessari umræðu, ekki hef ég nú átt svoleiðis bíl sjálfur reyndar en pældi mikið í þeim á sínum tíma. 2.5 dísill og til slatti af þeim á 35" held ég… ef maðurinn er að leita að 35" bíl…
15.08.2006 at 21:58 #557874[url=http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&BILASALA=13&BILAR_ID=204009&FRAMLEIDANDI=MITSUBISHI&GERD=PAJERO%20SPORT%20(%2036:4ap01nx3][b:4ap01nx3]hér er einn svoleiðis[/b:4ap01nx3][/url:4ap01nx3]
og líka á þess fína verði. Svo er hann með leðri.
15.08.2006 at 23:13 #557876Á sjálfur Terrano II 1999 módel. Óbreyttan. Mjög ánægður með hann. Haugur af plássi, getur verið 7 manna ef með þarf. Hef spáð í að breyta honum en að sögn "góðra" manna er óviturlegt að setja stærra en 31 tommu dekk undir þar sem klippa þarf mikið úr að framan sem veikir lamir í framhurðum. Sel það ekki dýrar en ég keypti. Reynsla mín af Musso takmarkast við þrjár ferðir á þremur mismunandi árgerðum. Enginn ferðinn kláraðist þar sem bilanir komu fram, ró losnaði í skiptingunni á einum. Spíss lak í öðrum og stýrishjöruliðskross gaf sig í þeim þriðja. Reynsla mín af Pajero sport er sú að maður af minni stærð, 184 cm á í erfiðleikum með að setjast inn í hann án þess að reka höfuðið í og fótaplássið hentar mér alls ekki. Þú skilur hvað ég á við þegar þú prufukeyrir hann. Mín ráðlegging er að þú farir á bílasölurnar á kletthálsi og prófir að keyra þá sem þér líst á og dragir þínar eigin ályktanir. Kveðja, Sveinbjörn
15.08.2006 at 23:19 #557878
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
júbb terrano er lítill og einfaldur sem ég tel vera kostur hann er ekki ofvaxinn en samt 7manna hentar því betur sem allra handa bíll.
Einnig var maðurinn að leita að bíl sem átti að kosta í kringum 1 mill og ætti að geta fundið terrano á því verði, jafnvel með leðri og sjálfskiftan sem væri kostur því þeir eru skemtilegri í innanbæar akstri.
16.08.2006 at 00:00 #557880Sælir,
ég er enginn reynslubolti í þessu, en hef átt nokkra sliddujeppa. Smá sýnishorn:
Bronco ’66 og ’74. Snilldin eina á þeim tíma.
Chevy Blaser S-10 með 2.8 V6. Máttlaus og eyðslukló. Annan með 4,3 V6 vél. Mjög skemmtilegur bíll sem fór vel með mann og hafði kraftinn til að koma sér á ótrúlegustu staði á 32" Lenti samt í töluverðu viðhaldi með seinni bílinn.
Pajero ’92 V6 sjálfskiptur. Þarna náði ég í gott eintak sem ég sé ennþá, jafnvel útlítandi á götunni í dag og hann var þegar ég átti hann. Mjög skemmtilegur bíll, ók honum mikið og lenti aldrei í vandræðum.
hLandRover Discovery 96 á 33", með 2.5 dísel að mig minnir. Mér fannst hann frekar máttlaus, gott pláss á milli farþega en maður sat við hurðina eða úti á götu þegar keyrt var (upplifði það þannig). Það fór heddpakkning í þessum.
Pajero ’96 2.5 beinskiptur. Þessi bíll var frekar hár original þannig að ég kom 33" undir hann án þess að breyta neinu fyrir utan að saga aðeins úr framstuðaranum. Mjög þægilegt að ferðast á þessum bíl sem og nota hann innanbæjar. Ég keyrði hann um 150 þús (þá kominn í tæp 300) þegar ég seldi. Eina sem ég lenti í var að legur fóru í gírkassa. Skilst að gírkassinn á þessum bílum hafi verið eitthvað slappur á þessum tíma. Annar sagði mér að þetta væri vegna þess að sum smurverkstæði landsmanna vönduðu ekki til verksins og notuðu of þykka olíu sem kæmist ekki að lokuðu legunum (sel það ekki dýrara en ég keypti það).
Í dag er ég á pajero’05, 3,2 dísel á 33". mjög skemmtilegur bíll. Er búinn að eiga hann innan við 8 mánuði og er kominn í 30 þús km (and still counting).
Mér finnst mjög þægilegt að hafa þessi 2 aukasæti sem eru í honum. Í eldri útgáfunni sem ég átti hengu þau reyndar til hliðanna, en í þessum nýrri eru þau í gólfinu. 3’ja farrýmið eins og ég kalla það er mjög vinsælt hjá börnunum.
kv,
Bjarni
16.08.2006 at 00:29 #557882Daginn
Þú nefndir að þig vantaði jeppa sem væri lipur innanbæjar. Það er hugarástand í mínum augum. Ég átti einu sinni Subaru justy og þótti fínn í innanbæjarsnattið en keypti stuttu seinna gamlann volvo og þótti hann ekki síðri. Enn seinna keypti ég gamlann Trooper, og á enn, og þótti hann albestur í laugavegsrúntinn. Bíllinn var einstaklega kassalaga og maður gat vitað upp á hár hvað bíllinn var stór.
Ég get verið sammála flestu ofantöldu, að 3l TD toyota er líklega skemmtilegasta eignin í þessum flokki en þar á eftir kemur líklega diskóinn. Hann færðu varla á undir milljón en kannski athugandi. Trooperinn færðu ekki undir milljón nema alelstu árgerðirnar en Isuzu er án efa albesti bíllinn í þessum flokki. 3l TDi vélarnar eru fyrstu og einu Isuzu vélarnar sem hafa reynst svikular.
Musso finnst mér tæplega framtíðareign nema manni finnist gaman að gera við furðulegar bilanir sem tengjast rafmagni. En Pajeróinn með 2.8 TD vélinni gæti verið að síga niður í þetta verð. Það er skemmtilegur jeppi og sérstaklega ef hann er sjálfskiptur.
Ég bara fæ mig ekki hinsvegar til að vera sammála ofantöldum álitum um cherokee. Málið er að ef þú finnur vel með farinn bíl á kristilegu verði þá er cjeffinn ágætisbíll. Það er líka ódýrt að kaupa varahluti (allavega miðað við Patrol) og þeim bíl er hægt að breyta með tiltölulega einföldum hætti í algerann rudda fjallatrukk.
Kv Izan
16.08.2006 at 08:36 #557884þegar menn eru að huga að því að fá sér breittan bíl, ættu menn að athuga hvað heldur hjólunum undir bílnum.
Flestir þeir bílar sem þú spyrð um eru á klöfum að framan og allnokkrir eiga við það vandamál að þurfa alltaf að vera í hjólastillingu, jafnvel óbreyttir.
Ef þú lítur undir bílinn að framan sérðu hvernig klafabúnaðurinn er uppbyggður og hversu sterklegur hann er, sem endurspeglar án alls vafa endingu.
Pajero er með langsterkasta klafabúnaðinn af öllum þessum bílum, þar sem svert rör er á milli neðri klafa og heldur þeim saman og réttum, einnig eru sverari öxlar, stærra drif og sverari spindlar í Pajero en flestum þeim bílum sem þú telur upp, jafnvel þó útí hásingabíla sé farið.
Terror og toyota eru þeir bílar sem mesta vandamálið hefur verið með hjólabúnað að framan og eru tíðir gestir hjólastillingaverkstæðum landsinns. Þú getur líka flett í gegnum myndaalbúm þessa ágæta vefs og fundið til allar þær myndir sem eru til að klafabílum í keng að framan, hjólalausir eða með hjólið uppí innrabretti. Allflestar þessar myndir eru af Toyota en mig minnir að einhverjar séu af Musso.
17.08.2006 at 18:07 #557886já takk fyrir að bjóða mig velkomin, þetta verður vonandi spennandi og skemmtilegt sport.
ég ættlaði engan að móðga þegar ég skrifaði listan hér að ofan og þá serstaklega ekki pajero eigendur. ég einfaldlega gleymdi honum.
hinsvegar er ástæðan einföld af hverju ég minntist ekki á land cruser….. toyota er of dýr að mínu mati. ég lét hinsvegar 4runner fylgj með bara sona til að spæsa listan en 4runner diesel er svakalega dýr og sjaldséðir, kannski þess vegna sem þeir eru svo dýrir meðal annars?
hvað varðar pajero sport þá er hann of þröngur einsog komið var ínn á hér áðan, ég er 189cm á hæð.
þeir jeppar sem ég var farinn að renna hýru auga til fengu svo verstu útreiðina í þessari fyrirspurn minni.
annar þeirra er musso, en ég þekki 2 núverandi eigendur musso og 2 fyrverandi, og allir bera þeir þessum jeppum söguna vel. einnig hefur vinnustaðurinn minn 2 musso í sinni þjónustu annar þeirra í bæjarsnatti og hinn á kárahnjúkum, og segir eigandi fyrirtækisins þeir hafa verið til friðs þeas allavega kramið. í öðrum þeirra var eitthvað að þjófavörninni sem búið er að laga núna. annars mælti hann alveg með þeim. svo finnst mér mjög gott að keyra þá sem ég bjóst ekkert endilega við.
hinn sem ég renndi hýru auga til var discovery, en mér finnst bara land rover svo mikil karakter og klassi. en þess má geta að ég veit ekkert um þessa bíla, og jú það er hægt að fá þá á 1 millu
svo var reyndar 3ðji bíllin sem mér leist vel á en það var cherokee, ég hef fengið það á tilfinninguna eftir að hafa rennt í gegnum f4x4.is að þeir séu öflugir fjallajeppar en samt ekki of dýrir, þeas ódýrar breytingar osfv, hinsvegar er konan mín ekkert hrifin af þeim.
vinnufélagi minn á terrano II á 33" og er hann mög hrifinn af honum hefur ferðast mikið á honum meðal annars upp á fjöll með fellihýsi í eftirdragi, samt fær þessi jeppi ekki góða umsögn hjá mörgum á netinu…… meðal annars hjá leoemm.com
pajero er eitthvað svo…….. æjj ég veit það ekki, virkar soldið einsog sleði á mig, annars veit ég ekkert um þá,
það er víst að eftir að ég fór að leita ráða hjá fólki bæði á netinu og hjá vinum, kunningjum og vinnufélögum að ég hef orðið enn meira ringlaðari, akkúrat öfugt við það sem ég stefndi að. ég býst við því að ég þurfi bara að reynslu aka sem flestum jeppum og reyna draga mínar ályktanir af því. og kýla svo á kaupinn.
Annars er ykkur velkomið að kveða mig í kútin með kommentin mína að ofan eða bæta við það sem þegar hefur komið, úr viskubrunn ykkar……
kv gfs
17.08.2006 at 18:43 #557888Svo er það nú þannig með þessi bílamál að menn eru jafn ósammála og þeir eru margir svo þegar upp er staðið þá ættirðu að velja þann bíl sem þér líkar best við. Það verður aldrei svo mikill munur rekstrarlega á þessum bílum að það muni öllu, frekar bara kaupa þann sem þú verður ánægður með að keyra.
Freyr
17.08.2006 at 19:13 #557890Sæll Guðmundur
Ég skil þig gríðarlega vel, enda fór ég í gegnum þennan pakka nýlega að velja fyrsta jeppann og trúðu mér að það er alveg hægt að fara í marga marga hringi. Aðalmálið er að skipta nógu andsk… oft um skoðun og "máta" alla bíla sem maður kemst yfir. Fyrst og fremst er það hvernig manni sjálfum líkar við þetta sem skiptir máli, það bilar [b:2wj3z8ky]allt[/b:2wj3z8ky] líka Toyota 😉 En það getur borgað sig að hlusta á alla en taka því sem sagt er með fyrirvara og meta svo sjálfur sannleiksgildið. Svo þegar maður er búinn að velja þá er hægt að fara að elta uppi nothæf eintök af viðkomandi tegund. Það er stundum meiri einstaklingsmunur en tegundamunur á þessum bílum sem eru til sölu.
Fyrir mig (sem er tæplega 190cm líka) var Cherokee leiðinlega þröngur en það gæti líka verið ökustellingin sem ég vil vera í, aðrar stellingar (aka GT-style) gætu hentað hærri mönnum betur. Sem er leiðinlegt því ég var (og er) rosalega veikur fyrir Cherokee, þá sérstaklega Grandinum (’98 árgerðinni með 5,9L vélinni.. nammi nammi namm…).
Ég held að 4Runner með dísel væri rosalega skemmtilegt tæki, passlega stór, þungur o.s.frv. Ég prófaði nokkra Diskó með dísel og fannst þeir allir máttlausir og dálítið landbúnaðartækjalegir. Ég prófaði ekki Troopera né Pajero vegna umboðanna (sérviska … það má er það ekki?). Foreldrar mínir áttu Terrano II í mörg ár og fóru á honum víða og líkaði sæmilega, hann var alls óbreyttur.
Svo er hin spurningin viltu bíl til að keyra á 33-35" og skipta svo um bíl ef þú vilt fara í +38" (sem er bara tímaspursmál.. believe me…). Skynsemin segir að það sé betra að skipta bara, það er ódýrara en að fara í aðgerðir sjálfur.
En til að bæta einu við í "mixið" hvað með gamla (kassa)bodíið af Patrol?
17.08.2006 at 19:42 #557892Ég mæli með musso við höfum átt 1 ’97 á 31" og einn 98" á 35" sem við áttum í 4 ár og svo áttu við nýlega 35" musso sports af 04′ árg. Þetta eru mjög þægilegir ferðabílar, eyða u.þ.b 10-11 lítrum og eru sterkbyggðir. Frábærir bílar.
Kv. Gunnar
PS. þú getur örugglega fengið 98-00 bíl á 33-35 fyrir 1-1,3 millu.
17.08.2006 at 21:12 #557894Ég þekki ekki litla Cherokee en ég átti Grand sem er núna því miður seldur (ég flutti úr landi) og ég get alveg mælt með honum. Ég er 190 og það fór vel um mig í honum þannig að það er að mínu áliti ekki vandamál. Farangurspláss í honum er svona í lagi og ef þú ert ekki hrifin af amerískum bílum þá skaltu leita að einum sem er með km. tölurnar í hraðamælinum stærri en mílu-tölurnar, þá eru að kaupa bíl sem er settur saman í Evrópu nánar til tekið í Austurríki jafnvel þó að það standi í skráningarskírteininu að hann sé framleiddur í USA. Minn var 4L sex sílendra og það var allt í lagi en eins og einhver sagði hérna áður ef þú finnur 1998 mótel 5.9L , nammi nammm Í innanbæjar akstri eins og fólksbíll en á fjöllum alvöru jeppi og hann vigtar bara um 1700kg óbreittur. Bestu kaupinn.
18.08.2006 at 08:26 #557896sem er flottastur á litinn, en umfram allt með best útfylltu þjónustubókina…..!
kv
Rúnar.
18.08.2006 at 11:27 #557898ég er sammála því að velja þann sem þér fynnst flottastur á litinn. þú verður aldrei ánægður með bíl sem þér fynnst ljótur á litinn.
annars mæli ég með að þú prófir að keyra pajero, bara til að fynna að hann er ekki sá sleði sem þú heldur. heldur er hann mjög lipur jafnt útálandi sem innanbæjar. svo máttu fá þér það sem þú villt, bara að þú hafir ekki ranghugmyndir um pajero.
annars er alveg sama hversu lélegt umboð hekla er pajeroeigendur þurfa aldrei að hafa viðskipti við það:)
kveðja siggias74 E1841
18.08.2006 at 20:51 #557900að ég tel mig hafa fengið svörin sem ég sóttist eftir í þessum þræði, bara ekki í því formi sem ég bjóst við.
en fyrst er til gamans að geta þess að ég bjó til próf handa konunni og mér til að átta okkur á því hvernig bíl okkur langaði í.
niðurstaðan var: dökkur musso eða 4runner á 33" dekkjum. draumajeppeinn minn er nú samt nokkuð vígalegri 38" að sjálfsögðu 😉svörin sem ég tel mig hafa fengið er skrifað af mikilli og djúpri visku, hvort sem skrifarar hafa áttað sig á því eða ekki. en þau eru:
frá svenni
Mín ráðlegging er að þú farir á bílasölurnar á kletthálsi og prófir að keyra þá sem þér líst á og dragir þínar eigin ályktanir. Kveðja, Sveinbjörnfrá izan
Þú nefndir að þig vantaði jeppa sem væri lipur innanbæjar. Það er hugarástand í mínum augum.frá freyr þórsson
Svo er það nú þannig með þessi bílamál að menn eru jafn ósammála og þeir eru margir svo þegar upp er staðið þá ættirðu að velja þann bíl sem þér líkar best við. Það verður aldrei svo mikill munur rekstrarlega á þessum bílum að það muni öllu, frekar bara kaupa þann sem þú verður ánægður með að keyra.Freyr
frá tryggvi r jónsson
Það er stundum meiri einstaklingsmunur en tegundamunur á þessum bílum sem eru til sölu.frá runar
Keyptu bara þann18. ágúst 2006 – 08:26 | runar, 803 póstar
sem er flottastur á litinn, en umfram allt með best útfylltu þjónustubókina…..!
kv
Rúnar.
svarið við þessum spurningum mínum sem ég varpaði fram hér efst er þá svona: ég mun koma til með að kapupa mér jeppa sem ég tel að henti mínum aðstæðum best, finnst flottur og líkar vel við í akstri og innréttingu.
sem sagt enginn sérstök tegund bara besti jeppinn fyrir mig………………
Annars fara annasamir tímar í hönd (helgar) þar sem ég mun koma til með að reynsluaka mörgum jeppum, en þar sem ég er enn að safna fyrir útborgun að þá verður ekki af þessum kaupum alveg strax. þannig að það er kannski möguleiki að ég stofni þráð sem fjallar um reynslu akstra á jeppum sem ég tel að henti mér, gæti verið gaman hehe 😉
En fólk má ennþá koma með komment um reynslu sína af jeppum ef það vill og það bara endilega….
ps siggias74 ég skal reyna að þurrka út ímynd minni af pajero og reyna finna eintak til að reynsluaka fljótlega….. haha
kv gfs
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.