Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fyrstu breytingar á Hilux
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 20 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2005 at 17:41 #195170
AnonymousÉg gerði þá stórmerku uppgötvun, á Hellisheiðinni síðustu helgi, að Hilux DC á 32″ fer ekki lengra en eina bíllengd eða svo í snjóakstri.
Ég ætla því að ráðast í það að skella stærri blöðrum undir bílinn og einhverjum læsingum.Vita menn hvað þessir bílar eru að fara á 35″ dekkjum í vetrarfæri? Er kannski vitleysa að fara ekki upp í 38″ þegar ég er að hugsa um snjóakstur?
Svo er þetta að sjálfsögðu alltaf spurning um fjárupphæðir.
Einn heiðgrænn.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2005 at 18:05 #512474
Bíll í þessum þyngdarflokki (1700 kg eigin þyngd) kemst helling á 32" dekkjum að því gefnu að menn séu óragir við að hleypa loftinu úr dekkjunum.
32"
05.01.2005 at 18:13 #512476
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Átti 35" v6 bil sem var 35"breyttur og virkaði fint,svo þurftað kaupa ný dekk og þá fékk eg 38" veikina og smellti undir með sma vinnu, ca 2 tima vinna og tilbuin, eg myndi mæla með að ef þú ætlar að setja 35" undir að klára strax undir 38" því þá er hann bara tilbuin, því maður þarf ekkert að vera alltaf a 38" og færð eflaust meira fyrir hann i endursölu ef hann er meira breyttur.
05.01.2005 at 18:14 #512478Bíll í þessum þyngdarflokki (1700 kg eigin þyngd) kemst helling á 32" dekkjum að því gefnu að menn séu óragir við að hleypa loftinu úr dekkjunum. Eftirfarandi gefur hugmynd um það hlutfall aðstæðna sem lagnir ökumenn komast utan hjólfara í djúpum snjó.
32" 70%
35" 90%
38" 95%35" og stærri dekk ráða yfirleitt við að aka í förum eftir öflugri bíla en bílar á minni dekkjum geta lent í vandræðum í djúpum hjólförum og eru þá stundum betur settir utan hjólfara.
Þetta er minna vandamál ef þeir með stóru dekkin fást til að hleypa almennilega úr.Færið um síðustu helgi var frekar erfitt, í Þjófahrauni fóru 38" bílar ekki hratt yfir utan slóða.
-Einar
05.01.2005 at 18:54 #512480
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
‘Eg er með minn á 35" dekkjum 12" breiðum felgum og búinn að keyra á í 3 ár og fer ekkert minna en 38" breyttir stundum meira:) ekki hækka á boddýi minn er ekkert hækkaður á boddýi það er bara klift nógu mikið úr reyndar á hásingu að framan og rekst hvergi í ekki einusinni þegar hann fjaðrar kem 36" undir á 14" breyðum felgum og þarf ekkert að gera svo aað mínu mati er 35" feiki nóg allavega í bili svo er ekkert það mikið afl í þessum græjum til að drífa þetta áframm en allveg nóg
05.01.2005 at 19:08 #512482Suzuki (notandi á síðunni) er á 35" og ég hef ferðast aðeins með honum á mínum á 38". Þriðji ferðafélaginn er svo ýmist á 35 eða 36.
Þú getur séð í myndaalbúmum Suzuki og Ion (og á http://www.undarlegt.com) að þeir fara nú glettilega mikið og ef bílstjórinn kann eitthvað fyrir sér og passar að halda bílnum léttum þá getur hann verið í notkun næstum allt árið.
Auðvitað munar aðeins um þessar 3 tommur upp í 38" en ekki nærri eins miklu og ef bíllinn væri t.d. 400 kg. þyngri.
kv.
Einar Elí
05.01.2005 at 20:07 #512484
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvað eru menn að tala um að það sé óhætt að fara neðarlega í því að hleypa úr á 32-33" dekkjum.. 2-3-4-5 pund eða eitthvað álíka.. eða á maður bara að fikra sig áfram í þessu og fara alltaf neðar og neðar alveg þangað til að maður kemst af stað ?
06.01.2005 at 00:45 #512486
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Farðu beint í 38" hvað sem að þessir smádekkja kallar segja.
EF þú ferð í 35" og ætlar að bíað með 38" þá áttu alltaf eftir að sjá eftir því, treystu mér.Ég er búinn að eiga bíl á 35", 36", 37", 38", 38,5" og 44" ef ég ætlaði að fara að breyta bíl í snjóakstur í dag myndi ég fara beint í 44" hvað sem hver segir eða stærri dekk.
Þótt að einhver hafi einhverntíman farið jafn langt og 38" bíll á 35" bílnum sínum þá er það staðreynd að 38" bíllinn fer lengra við mikið fleiri aðstæður, ef ekki allar.Þegar menn segja við mig "Þú þarft ekkert 44" dekk, 38" dugar alveg er það ekki ?" þá er svarið alltaf NEI. Ég hefði aldrei farið það sama á 38" og ég fer á 44" það er staðreynd.
En ég er ekki að segja að það sé rugl að vera á minni dekkjum alls ekki, 38" bíll og 44" eða 35" bíll í sömu ferð enda oftast á saman stað, oftast ekki alltaf, bílarnir sem eru á minni dekkjum þurfa yfirleitt bara að hafa meira fyrir hlutunum.
Nýars kveðja Baldur.
06.01.2005 at 00:59 #512488Það er ekki mjög flókið að komast að því hvað hægt er að fara langt niður í þrýstingi. Ein aðferð er að að hleypa öllu lofti úr dekkinu og dæla síðan í lofti þangað til felgan byrjar að lyftast frá jörðu. Sá þrýstingur sem þá er í dekkjunum er minnsti þrýstingur sem gagn er í að nota í snjó akstri. Ég býst við þetta séu um 3 psi fyrir hilux á 32" dekkjum.
-Einar
06.01.2005 at 01:09 #512490Sæll Örninn.
Mín skoðun er sú að koma dekkjunum vel og vandlega á felguna.
Þegar ég skipti um dekk á súkkuni minni, þá málaði ég rönd með grunni, blönduðum með mjög fínum sandi (svipað og notað er þegar verið er að sandblása) rétt fyrir innan þar sem dekkið liggur. Það þarf að vanda sig við að það fari ekki sandblanda þar sem dekkið legst því annars er hætta á smá leka.Svo hleypti ég strax úr niður í 3 pund þegar var einhver snjór og svo hiklaust niður í 1 pund þegar færið var leiðinlegt. Það munaði ótrúlega mikið um þessi 2 pund…
En þetta fer auðvitað mikið eftir þýngd bílsins. Bara að fikta sig áfram við aðstæður þar sem maður lendir ekki í vandræðum ef maður affelgar. Og svo auðvitað að passa sig að djöflast ekki og mikið þegar nær allt loft er farið úr dekkinu.
Ég er ekkert búin að eiga við felgurnar á Cherokee´num mínum en hef þó oft farið niður fyrir 1 pund og aldrei hef ég affelgað á hvorugum bílnum.
Kveðja
IzemanPs. Súkkan var á 33" og Cherokee á 35"
Báðir bílar á 12" breiðum felgum.
06.01.2005 at 10:00 #512492Bara hleypa úr niðri 2-3 pund 1sta og lága og standa kvikindið!! Ég var hér áður á 33" vitöru ásamt félaga mínum sem var alltaf á 31" hillux og við vorum alltaf eitthvað að þvælast útum allt og þá vorum við meira seiga svo grænir að við hleyptum ekki úr!! 😉
Myndir í mínu albúmi af súkkunni og oskar83 á að vera með einhverjar myndir af lo-lux sem reyndar fór svo í þertí-eigt eða 38" eins og maðurinn sagði..
En aldrei dreif hann meira en súkkan hehheheheheh… 😉
Svo skapar æfinginn góðann bílstjóra í snjó…Benni R-3370
06.01.2005 at 14:23 #512494
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta gæti kannski verið spurning um hversu mikið þú notar bílinn innanbæjar. Ef þú notar hann mikið á malbikinu og síðan í einstaka skreppi "út að leika" þá væri eflaust lang skynsamlegast að láta 35" breytingu nægja. Og varðandi það að keyra á 35" dekkjum á bíl sem er búið að breyta fyrir 38" þá hefur mér allavega hingað til þótt það skelfilega ljótt enda sér maður ekki mikið af svoleiðis.
kv jón.
06.01.2005 at 18:35 #512496
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Frábært að fá svona mörg svör frá notendum hérna =)
Ég geri ráð fyrir því að kostnaður við breytinguna muni ráða því hvað ég fer út í. Nú hef ég hvorki kunnáttu né aðstöðu til að framkvæma þetta sjálfur þannig að mæla menn með einhverjum sérstökum aðilum sem gætu gert þetta fyrir mig?
Artic trucks eru í það minnsta mjög liðlegir gegnum síma en ég á eftir að ræða við fleiri.
06.01.2005 at 23:03 #512498
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
‘Eg er ekki allveg sammála honum litrík með að 38" breyttir hiluxar fari mikið meira ekki allavega hef ég ekki orðið var við það og þarf ég ekkert að hafa mikið við að hafa í 38" nema þeir séu með bensínrokk í húddinu og hef ég ferðast nokkuð mikið með 38" hilux patrol cheroki og cruser á 44" og jú á 44" ferðu meira og með meira afl en með hilux disel eða bensín þá ferðu ekkert meira á 38" en 35" og get ég tekið annsi mörg dæmi um það:)
06.01.2005 at 23:38 #512500Ég er nú á því að 35" dekkin séu nú engin dekk til að vera að fara í einhverjar rosa ferðir á.. og ég veit það nú alveg fyrir víst hvort sem það er á patrol, hilux eða einhverju öðru að þú kemst meira eftir því sem dekkin eru stærri. Þú hlýtur bara að sjá það að það er meira flatarmál á t.d. 38 heldur en 35 sem snertir jörðina og þess vegna hlýtur bíllinn að fljóta betur. Ég held að ef maður ætlar að vera á einhverjum fjalla jeppa sem kemst e-ð verði maður bara að henda 38" eða 44" undir.
Kv.
Kristján Krossdal
(sem fer að keyra um miðjan janúar)
06.01.2005 at 23:58 #512502
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það getur vel verið en ég er bara segja frá minni reynslu á minni toyotu og hef ég aldrei lennt í vandræðum ekkert meiri vandræðum en 38" jeppar og þá er ég að tala bæði um stuttar ferðir og langferðir í góðu og erfiðu færi púðri krapa og mjöll ég er allavega sáttur við minn og hef verið í 3 ár er á 35" en það er kominn tími á ný dekk og ég ætla mér í 36" þar sem ég kem þeim undir ég þarf ekki stærri dekk:) Bara mín reynsla og hef átt 38" bronco líka svo ég er ekki bara littludekkjajeppakall:)
07.01.2005 at 03:11 #512504Sælir
Talandi um dekkjastærð, þá gerðist það nú oftar en einu sinni að bæði gamla Súkkan mín á 33" og núverandi Cherokee á 35" hafi farið meira en t.d 38" Patrol.
Krossdal:
Þetta snýst auðvitað um þýngd á bíl. Erfitt að standa undir því, að fullyrða að maður komist minna á dekkjum minni en 38" þegar þýngd á bíl er ekki tekin fram….T.d þá skal ég fullyrða að þessi [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=album&albumid=862:1qzfqqqu]bíll[/url:1qzfqqqu] komist meira en margir 44" bílar þegar hann klár.
Landrover boddý sem er að mestu úr áli og Range Rover grind. Max 1600 kg ásamt nóg af afli og lág hlutföll…
Í flestum tilfellum þá eru menn með 15" felgur og svo þegar hleypt er vel úr þá er hæðin orðin svipuð og gripið nokkuð í samræmi við þýngd bíls…
Kveðja
Izeman
07.01.2005 at 13:57 #512506
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já latur minn ef að ég myndi taka mark á þér væri ég sennilega búinn að setja stóran bensínmotor í húddið og skrúfa 35" á 12" breiðum felgum undir Wilhjálm og þá fyrst færi hann að drífa.
En það mun aldrei ske 😉Kv. Baldur
07.01.2005 at 15:58 #512508
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Enda var ég ekkert að tala um það litríkur þú ert með þína reynslu og ég mína og er ég bara að miðla að minni reynslu á toyotu og dekkjastærð:)
08.01.2005 at 14:29 #512510Jæja.. þú varst að tala um að þyngdin á bílunum skipti máli í sambandi við stærri dekk.. en er þá ekki soldið vitlaust að fara að líkja súkku á 33" við 38" þar sem að ég held að súkkan sé hlutfallslega léttari miðað við dekkjastærð heldur en patrolin.. Ef þú ætlar að líkja súkku á 33" við patrol á þá verður maður nú að áætla að patrolinn sé á 44" til að hafa jafnmikkla þyngd á hvern cm2 sem dekkið snertir jörðina.
Kv.
Kristján Krossdal
01.02.2005 at 17:16 #512512
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skellti mér aftur upp á Hellisheiði betur búinn í þetta sinn og hleypti í þetta skiptið alveg niður í 4 pund og það var alveg ótrúlegt hvað bílinn sveif áfram í snjónum. Ég rúllaði meira að segja framhjá stærri bílum á 38" þar sem þeir sátu pikkfastir. Alveg greinilegt líka að æfingin skapar meistarann því ég hef farið nokkur skipti eftir þetta og fer alltaf lengra og lengra =)
Synd og skömm hvað það hefur verið hlýtt undanfarið.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.