This topic contains 3 replies, has 3 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 10 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll.
Ég og Baldur Harðarson ásamt föruneyti fórum, Gljúfurleitina, í Setrið um liðna helgi. Færið er orðið gott þar en við athuguðum ekki hvernig leiðin um Kerlingafjöll er þar sem veðrið á laugardaginn var í vetraham með 1°C og slyddu. Húsið kemur vel undan vetri sýnist okkur. Nefndin leggur áherslu á að koma sturtunni í ganga að nýju og virðist það vera mjög auðvelt mál og komi til með að kosta lítið. Við tókum gashitarann með í bæinn til að yfirfara hann þannig að hægt sé að setja hann upp í næstu ferð. Við þrifum húsið hátt og lágt og tókum allar drykkjarumbúðir og annan úrgang í bæinn svo allt líti sem snyrtilegast út.
Ég vil hveðja félagsmenn á að taka þátt í vinnuferðum í Setrið í sumar þar sem nóg er að gera við að halda húsinu í góðu standi, það er margt sem þarf að gera í svona stóru og flottu húsi.
Með kveðju
Guðmundur Geir Sigurðsson
formaður skálnefndar.
The forum ‘Skálanefnd’ is closed to new topics and replies.