This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur G. Kristinsson 14 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Á fundi ferðafrelsinefndar (með aðkomu fjölda félagasamtaka) í kvöld var skipað í framkvæmdanefnd fyrir verkefni útivistarfélaga á Íslandi um að halda stærstu jarðarför fyrr og síðar í Vonarskarði 2. október kl. 13:00. Í nefndinni eru Unnar Garðarsson, Davíð Ingason, Einar Haraldsson, Jón Snæland, Guðmundur G. Kristinsson og Sveinbjörn Halldórsson sem fer fyrir nefndinni.
Fyrsta verkefni nefndarinnar verður að undirbúa stærstu jarðarför fyrr og síðar á Íslandi þar sem jarða á ferðafrelsi á Íslandi með táknrænum hætti með tilvísun í væntanlega lokun á Vonarskarði.
Stefnt er að því að þúsundir áhugafólks um ferðafrelsi hittist á ákveðnum stað í Vonarskarði 2. október (nánari staðsetning kemur síðar) og fulltrúar fjölda útivistarfélaga reisi þar saman einn stærsta kross á Íslandi með áletrun um hin geræðislegu vinnubrögð stjórnvalda sem hafa verið viðhöfð í undirbúningsvinnu að Vatnajökulsþjóðgarði og stækkun friðlands í Þjórsárverum.
Mörg önnur verkefni eru í farvatninu og verður þeim gerð skil næstu daga hér á vefnum hjá Ferðaklúbbnum 4×4 og á vefsíðu fjölda annarra útivistarfélaga á landinu. Má þar til dæmis nefna sjónvarpsþátt um vinnubrögð stjórnvalda, kæru til umboðsmanns alþingis, stjórnvaldskæru á stjórnvöld og fleira.
Hér er opnaður spjallþráður um þetta málefni og við hvetjum alla sem hafa áhuga á ferðafrelsi til að tjá sig hér.
Guðmundur G. Kristinsson
Ferðafrelsinefnd
You must be logged in to reply to this topic.