FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fundurinn í kvöld

by Freyr Þórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Fundurinn í kvöld

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 13 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.05.2012 at 17:14 #223451
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant

    Sæl öll

    Kemst ekki á fundinn á eftir vegna prófalesturs en mér þykir eftirfarandi erindi fróðlegt:

    „Sif Gylfadóttir flytur áhugavert erindi um lengri kyrrsetu í bílum og áhrif þess á líkamann.“

    Yrði þakklátur ef einnhver sem fer á fundinn á eftir væri til í að setja hingað inn einhverja punkta um þetta.

    Kv. Freyr

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 08.05.2012 at 07:10 #754025
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Rétt hjá þér að setja prófin í forgang. Ég reyndi að setja glærurnar hennar Sifjar í viðhengi í þetta innlegg en skráin reyndist of stór, skráin má ekki vera stærri en 513Mb (mætti lyfta þessu í 1000Mb, ef tæknilega fýsilegt). Ég sendi þér þær í tp.

    ÓE





    08.05.2012 at 09:07 #754027
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Ég skildi fyrirlesturinn hennar þannig að maður ætti að sleppa því að keyra og ganga eða hjóla í staðin.

    En ef maður þyrfti nauðsynlega að keyra að stoppa þá á amk klukkustundar fresti og ganga eða gera æfingar til að koma blóðinu á hreyfingu, svo maður fái ekki blóðtappa. Sú hreyfing á ekki að vera í formi þess að standa fyrir utan bílinn og kveikja sér í sígó, heldur hreyfa sig rösklega í nokkrar mínútur.

    Hún ráðlagði að skipuleggja ferðirnar þannig að gert sé ráð fyrir mörgum stoppum.

    kv. Óli





    08.05.2012 at 09:41 #754029
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Óskar var svo hjálplegur að hann sendi mér fyrirlesturinn

    Ég las fyrirlesturinn og verð að segja að hann er frekar marklaus að mínu mati. Það vantar alveg tölfræðilegar upplýsingar til að þetta skýri í raun hversu mikil hættan er. Hún tekur eitt dæmi og það kemur úr skýrslu frá 2003 – "European Journal of Emergency Medicine. 2003,".

    Sjálfsagt er hættan til staðar en ef hún væri raunveruleg þá hefðu fylgt tölulegar upplýsingar frá okkur hérna á klakanum en ekki 9 ára gamalt stakt dæmi frá Evrópu.

    Þó má ekki gleyma því að ég get einungis lesið pdf skjalið en ekki hlustað á hana tala. Komu meiri upplýsingar frá henni á fundinum um umfang vandans hér á landi?

    Kv. Freyr





    08.05.2012 at 10:28 #754031
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ekki sammála því að fyrirlesturinn hafi verið marklaus. Skortur á tölfræðilegum upplýsingum getur t.d. stafað af því að tölfræðin hafi ekki verið tekin saman, en hættan getur alveg verið til staðar engu að síður. Held t.d. að ekki séu til tölfræðilegar upplýsingar um vélaskipti í Patrol, en það þýðir ekki að það hafi aldrei farið hedd í þeim. Eða öxulbrot í Landróver, það kemur samt alveg fyrir að þeir brotna. Ég hafði ekki hugsað út í þessa hættu áður og hef of oft keyrt án stoppa í fjölda klukkustunda og verið farinn að finna fyrir doða í fótum af kyrrstöðu, en þetta kveikti allavega á perum hjá mér með að það sé kannski ekki svo góð hugmynd. Mesta hættan kannski þegar maður er kominn niður á malbik og á fyrir höndum langa og leiðinlega keyrslu heim.
    Kv – Skúli





    08.05.2012 at 11:49 #754033
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sammála Skúla. Þetta var góður fyrirlestur. Góð atriði svo sem hvernig bláæðakerfið vinnur. Hreifing vöðva í útlimum hjálpar blóði í bláæðum leiðina að lungunum til að mettast súrefni á ný. Annars ef menn hlusta og fara eftir því sem líkaminn segir okkur þá kemur þetta að sjálfum sér. Foreldrar mínir höfðu þetta fyrir reglu að stopa til að hleypa okkur krökkunum út og var þá andrúmsloftið allt annað á eftir í bílnum. Ósjálfrátt hef ég gert þetta sjálfur þótt á klukkutíma fresti hafi ekki verið fastheldið.

    Kv. SBS.





    08.05.2012 at 12:39 #754035
    Profile photo of Árni Bergsson
    Árni Bergsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 308

    Sæll Freyr.
    Athyglisvert að þér finnst fyrirlesturinn frekar marklaus þótt þú hafir ekki heyrt hann. Sif fékk 20 – 30 mín. til að tala um þetta efni. Sjálfsagt hefði hún getað verið eingöngu með tölulegar upplýsingar á þeim tíma. En hún tengdi þetta okkar ferðum og útskýrði einkenni sem við ættum að þekkja. Hún talar út frá glærunum svo það kemur margt annað framm. Þetta á við margt annað, oftast tengt löngu flugi.
    Gott að stoppa og hreyfa sig öðru hvoru, gætum lengt í spilvírnum til að fá aðeins meiri hreyfingu !
    mbk. Árni B.





    08.05.2012 at 14:51 #754037
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Ég er sammála því sem fram hefur komið hér að ofan, mér fannst þetta áhugavert og vekur mann aðeins til umhugsunar. Þetta er eitthvað sem maður hefur kannski ekki hugsað svo mikið út í, en líklegt að maður breyti ferðatilhögun sinni eitthvað í framtíðinni mtt. þessara upplýsinga. Enda alltaf gaman að stoppa, spjalla, taka myndir og ná kannski blóðinu á smá hreyfingu í leiðinni.

    Verð svo að hrósa Skúla fyrir flotta kynningu á Útivist, kynningu sem kveikti amk í okkur hjónum að ganga í þann félagsskap :-)

    kv. Óli





    08.05.2012 at 20:33 #754039
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    [quote="abni":rh70grdw]Sæll Freyr.
    Athyglisvert að þér finnst fyrirlesturinn frekar marklaus þótt þú hafir ekki heyrt hann. Sif fékk 20 – 30 mín. til að tala um þetta efni. Sjálfsagt hefði hún getað verið eingöngu með tölulegar upplýsingar á þeim tíma. En hún tengdi þetta okkar ferðum og útskýrði einkenni sem við ættum að þekkja. Hún talar út frá glærunum svo það kemur margt annað framm. Þetta á við margt annað, oftast tengt löngu flugi.
    Gott að stoppa og hreyfa sig öðru hvoru, gætum lengt í spilvírnum til að fá aðeins meiri hreyfingu !
    mbk. Árni B.[/quote:rh70grdw]

    "Þó má ekki gleyma því að ég get einungis lesið pdf skjalið en ekki hlustað á hana tala. Komu meiri upplýsingar frá henni á fundinum um umfang vandans hér á landi?"

    Skúli: Góð samlíkingin við bilanir, s.s. hedd í Patrol og öxla í rover, fékk mig til að hugsa…. Þó má ekki gleyma því að það er áþreifanlegur vandi sem við öll/flest þekkjum sem ferðumst á jeppum þar sem við höfum séð þá hluti margsinnis meðan ég þekki enginn dæmi um það sem um er að ræða hér og efast um að þið gerið það heldur?

    Kveðja, Freyr





    09.05.2012 at 16:49 #754041
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Freyr þú ert greinilega maður efasemdanna og auðvitað á maður ekki að láta telja sér trú um hvað sem er. Í þessu tilfelli sér maður samt rökrétt orsakasamhengi og hef einhvern vegin ekki trú á að það sé verið að fullyrða þetta út í bláinn. Reyndar rétt hjá þér að ég hafði ekki heyrt um skýr dæmi um blóðtappa af þessum sökum en hef heyrt um að menn hafi fengið blóðtappa án þess að vita neitt um orsökina. Núna þegar ég hef verið að segja fólki frá þessu hef ég heyrt hins vegar um allavega eitt dæmi, þá að vísu eftir flug en ekki akstur.
    Kv – Skúli
    P.s. takk fyrir hrósið Óli, gott að heyra að einhverjir hafi haft ánægju af að hlusta og þið Didda að sjálfsögðu velkomin í Útivist :o)





    11.05.2012 at 18:35 #754043
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    [quote="SkuliH":3471be51]Freyr þú ert greinilega maður efasemdanna og auðvitað á maður ekki að láta telja sér trú um hvað sem er. Í þessu tilfelli sér maður samt rökrétt orsakasamhengi og hef einhvern vegin ekki trú á að það sé verið að fullyrða þetta út í bláinn. Reyndar rétt hjá þér að ég hafði ekki heyrt um skýr dæmi um blóðtappa af þessum sökum en hef heyrt um að menn hafi fengið blóðtappa án þess að vita neitt um orsökina. Núna þegar ég hef verið að segja fólki frá þessu hef ég heyrt hins vegar um allavega eitt dæmi, þá að vísu eftir flug en ekki akstur.
    Kv – Skúli
    P.s. takk fyrir hrósið Óli, gott að heyra að einhverjir hafi haft ánægju af að hlusta og þið Didda að sjálfsögðu velkomin í Útivist :o)[/quote:3471be51]

    Þar hittir þú naglann á höfuðið, ég er svokallaður Einstein-isti "doubt everything". Sá hugsunarháttur hefur reynst mér vel í námi, starfi og bara almennt séð en fyrr vikið fer ég líka stundum í taugarnar á fólki…..;-)

    Það er áreiðanlega ekki verið að fullyrða neitt út í bláinn og þessi umræða á fyllilega rétt á sér. Sjálfur þekki ég konu á besta aldri sem fékk blóðtappa í fót á löngu flugi (London-Tansanía) og ef ég man rétt fór tappinn m.a.s.af stað og fór upp í höfuðið en skemmdi sem betur fer ekki neitt.

    Eftir þessar vangaveltur er ég að hugsa um að hafa samband við fyrirlesarann og spyrjast fyrir um þetta. Mun setja svörin hingað inn ef einhver eru.

    Kv. Freyr





    11.05.2012 at 20:57 #754045
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Rétt há þér Freyr að fá svörin "straight from the horse’s mouth" og ef Sif hefur ekki svörin getur hún ábyggilega leiðbeint þér hvert er best að snúa sér.

    ÓE





    11.05.2012 at 21:01 #754047
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Endilega póstaðu niðurstöðum þínum hér á spjallinu.

    ÓE





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.