FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fundargerð, fundar með Ráðherra

by Sveinbjörn Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Fundargerð, fundar með Ráðherra

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Sigurðsson Guðmundur Sigurðsson 14 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.09.2010 at 15:58 #214645
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster

    Hér fyrir neðan er smá fundargerð eftir fund með Ráðherra, því miður þá skrifuðum við ekkert niður en höfum verið að rifja upp hvað við sögðum á fundinum. Þetta eru helstu punktar sem við mundum.
    Fundurinn með Ráðherra og ráðuneytisfólkinu var góður og létt yfir mannskapnum. Eina spurningin er hvort einhverjar breitingar veri á ferlinu og hvort við sjáum málið sent til baka og verði unnið upp og okkar athugasemdir skoðaðar og einhvað tillit tekið til þeirra.

    Fundur með umhverfisráðherra 15. september 2010 kl. 10:30

    Fulltrúar Ferðaklúbbsins 4×4 fóru á fund með ráðherra í morgun (15. september) kl. 13:30.
    Á fundinn mættu fyrir hönd klúbbsins Sveinbjörn Halldórsson formaður, Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri og Óskar Erlingsson meðstjórnandi og formaður Ferðafrelsisnefndar klúbbsins.
    Frá ráðuneytinu voru mætt Svandís Svavarsdóttir Umhverfisráðherra, Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Hugi Ólafsson og Sigurður Ármann Þráinsson.

    Í upphafi fundar afhenti formaður Ferðaklúbbsins aðstoðarmanni ráðherra (þar sem ráðherra var vant við látin) mótmælaskjal með undirritun yfir 5000 aðila sem mótmæltu lokunum vegna stækkunnar Vatnajökulsþjóðgarðs.

    Við fórum yfir athugasemdir okkar og að verkferlið við gerð verndaráætlunar þjóðgarðsins hafi verið keyrt of hratt. Frjáls félagasamtök fengu ekki nægilaga aðkomu og líður niðurstaðan fyrir það.

    Fljótlega eftir að fundurinn hófst kom ráðherra af öðrum fundi og gaf sér góðan tíma með okkur. Ráðherra tók við mótmælaskjalinu með nafnalistanum frá aðstoðarmanni sínum og leit yfir nafnalistann.

    Það sem helst var rætt á fundinum var:
    • Akstur í Vonarskarði og bentum á lokun fyrir akstur tímabundið, frekar en algjört bann.
    • Vikrafelssleið norðan Öskju, gild rök vantar fyrir þeirri lokun.
    • Leiðir í Veiðivatnahrauni og nágrenni, misræami milli þess sem sveitafélagið á svæðinu telur rétt og niðurstöðu verndaráætlunar. Lokaðar leiðir sem eru að litlu leyti innan þjóðgarðs, en hefjast þar. Lýst yfir vilja til að setjast niður með yfirvöldum og fara yfir svæðið leið fyrir leið.
    • Framkvæmdin á ferlinu og hversu mikið lægi á að koma verndaráætluninni í gegn til samþykktar.
    • Samskipti við útivistarhópa og aðila sem hagsmuna hafa að gæta, misfórust í ferlinu.
    • Einnig var rætt um tjón af völdum utanvegaraksturs og hvernig stikun leiða og góð fræðsla útivistarfélaga hefur haft góð áhrif. Það væri áhrifaríkari aðferð en „boð og bönn“.
    • Minnt á að leyfilegur utanvegarakstur væri ekki kortlagður þ.e. akstur aðila sem hafa heimild til utanvega aksturs og bennt á að slíkir aðilar gætu skilið eftir sig ljót för.
    • Einnig var Ráðherra spurður að því hvað eða hvort hún gæti gert eitthvað með þessar atugasemdir okkar eða er þessi fundur tímasóun.
    • Einnig ýtrekuðum við að við vildum fá rökstudd svör við greinagerðinni okkar en ekki fjölpóst.
    • Einnig fórum við framm á að Ráðherrra vísaði málinu aftur til baka og farið væri betur yfir málið og lögð meiri áheyrsla á samstarf.

    Við hvöttum ráðherra að beyta sér fyrir því eftir öllum formlegum og óformlegum leiðum sem Ráðherra hefur yfir að ráða, svo meiri sátt verði um niðurstöðuna. Það liggur mikil þekking og praktísk reynsla hjá frjálsum félagasamtökum og hagsmuna aðilum sem á eftir að skila sér í verndaráætlunina, því er áætlunin ekki tilbúinn til staðfestingar óbreytt.
    Við bentum ráðherra einnig á að frjáls félagasamtök hafa ekki þann tíma né fjármuni til að halda í við ríkisstofnanir í svona vinnu, þar sem slíkr aðilar eru jafna drifnir af áhugamennsku.
    Ráðherra sagðist ætla að fara yfir áherslu atriði okkar og einnig annara hagsmunaaðila sem hún ræðir við. Ráðherrann sagði jafnfarmt að það þyrft mjög sterk rök fyrir sinjun staðfestingar eða breytingum á tillögunni frá stjórn þjóðgarðsins.

    Að lokum óskaði undirritaður eftir því að ráðherra myndi friða hinn almenna jeppamann (útivistarmann) þar sem hann væri nánast í útrýmingarhættu vegna lokana og hafta á hálendinu, þessi sérstaki stofn „jeppamaður“ væri mjög sérstakur auk þess sem hann fyrirfinnst hvergi annarstaðar í heiminum. Því bæri að friða hann og hlúa að honum.

    Sveinbjörn Halldórsson

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 20.09.2010 at 16:20 #703368
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég vil fá styttu af mér við hliðina á Geirfuglinum…..

    En flottur fundur hjá ykkur og gott að vita að það er verið að vinna í málunum af festu. Vona bara að þetta skili einhverjum árangri.

    Það er hins vegar staðreynd að ef að ekkert verður að gert af hálfu ráðherra og þessi áætlun tekur gildi lítið eða óbreytt þá mun virðing manna fyrir þjóðgarðinum og þeim reglum sem settar eru innan hans, verða lítil sem engin. Þetta heyrir maður frá gríðarlega breiðum hópi útivistarunnenda – hvort sem þeir ferðast um á hestum, jeppum, hjólum eða sleðum. Menn ætla almennt að virða þessa áætlun og hennar boð og bönn algerlega að vettugi og láta þá frekar á það reyna að láta hirða sig.

    Ég fæ ekki séð að það geti á nokkurn hátt þjónað hagsmunum nokkurs manns né náttúrunnar að setja slíkar reglur að megin þorri þeira sem ferðast um svæðið séu ósátt við þær.

    Í svari við athugasemdum sem að ég sendi inn var alloft vísað í hinar og þessar reglugerðirnar sem að þegar eru í gildi og sagt að þær væru ástæðan fyrir boðum og bönnum. Þetta eru engin rök sem að halda, þó svo að vitleysunni hafi verið lætt inn með reglugerðum sem að settar voru án þess að nokkur útivistarunnandi eða félagasamtök þeirra hafi fengið að gera athugasemdir. Það á einfaldlega að breyta vitlausum reglugerðum og það getur ráðherra gert.

    Benni





    20.09.2010 at 17:31 #703370
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Svo má líka benda á grein sem Leifur Þorsteinsson skrifar í Moggan seinasta laugardag. Þetta er fulltrúi okkar í SAMÚT og hans niðurstaða er sú að það hafi verið mistök að reyna ekki að ná betri sátt við þá aðila sem málið varðar.

    Ég er alveg sammála honum.

    Góðar stundir





    21.09.2010 at 10:25 #703372
    Profile photo of Atli Lýðsson
    Atli Lýðsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 85

    Sælir og takk fyrir upplýsingarnar, það er mjög mikilvægt fyrir okkur sem erum á hliðarlínunni að fá að fylgjast með framvindu þessara mála.

    Ég er að velta fyrir mér hvort það sé framkvæmanlegt að ná samstöðu stærstu útivistarsamtakanna eins og 4X4, Skotvís, Ferðafélaginu og Útivist (ég er til dæmis félagsmaður í öllum þessum félögum og það eru örugglega margir fleiri). Það væru mjög sterk skilaboð ef samtök sem rúma nánast alla íslendinga sem eru notendur/njótendur þjóðgarðsins gætu sameinast um áskorun til ráðherra.

    Baráttukveðjur, Atli Lýðsson, jeppa-, skotveiði- og göngumaður





    21.09.2010 at 12:19 #703374
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Sæl.
    Eins og er er verið að fara yfir málin og skoða frá öllum hliðum. Fyrir mér fannst mér fundurinn ekki hafa mikla þýðingu og fannst manni eins og búið væri að taka ákvörðun í málinu. Allar þær upplýsingar sem eru að koma fram núna varaðndi ákvörðunartöku td. um lokun Vonarskarðs eru alveg út úr korti. Að svæðisráðið hafi viljað hafa opið en stjórn þjóðgarðins sett fram lokun á svæðið. Þó má benda á að Ráðherra gaf okkur mjög góðan tíma og hlustaði á rökin frá okkur, að hennar sögn hélt hún að okkur hefði verið svarað en eina svaið sem við fengum var dreifibréf sent á alla aðila. Persónulega hélt ég að þegar send er inn greinagerð vegna einhvers í sjórnsýslunni þá hélt ég að þeir þyrftu að svara greinagerðinni með rökstuddum svörum og gera grein fyrir sinni ákvörðun. Þetta var ekki gert og sýnir hvernig vinnan við málið er búin að vera. Því er haldið fram að allir þeir sem hefðu hagsmuni að gæta hafi fengið að koma með innlegg í málið og má vera að það sé satt en greinagerðum var hent beint í ruslið og hafa ekki þótt svaraverðar. Kanski er ég að taka of mikið upp í mig varðandi þetta mál en ég er mjög pirraður á hvernig þetta mál er unnið. Það réttasta sem Ráðherra gerði væri að senda málið aftur til baka (tilföðurhúsana) og óska eftir að málið yrði unnið á fagmannlegan hátt með aðkomu allra þeirra sem hagsmuni hafa að gæta og fá niðurstöðu sem hægt væri að fara eftir. EF ÞETTA VERÐUR SAMÞYKKT ÓBREITT ÞÁ ER ÉG HRÆDDUR UM AÐ ÉG EINS OG MARGIR AÐRIR EIGI ERFITT AÐ HLÍTA REGLUM SEM EKKI ER HÆGT AÐ FARA EFTIR.
    Kveðja
    Sveinbjörn (Ath. þetta er allt komið frá mér og endurspeglar ekki endilga samskipti klúbbsins við stjórnvöld)





    21.09.2010 at 22:40 #703376
    Profile photo of Guðmundur Sigurðsson
    Guðmundur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 42

    Ef ráðherra gerir ekkert með þær athugasemdir sem við og aðrir lögðum fyrir hana. þá er niðurstaðan þessi það er í lagi að setja reglur um þjóðgarð án þess að rökstyðja eitt né neitt þó svo að yfir 5.000,- mans fari fram á það. En það er ekki hægt að láta laga órökstudd ákvæði í sömu reglum því þá þarf ráðherra að rökstyðja það.

    Þetta er mín skoðun.
    Guðmundur





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.