This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Sigurðsson 14 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Hér fyrir neðan er smá fundargerð eftir fund með Ráðherra, því miður þá skrifuðum við ekkert niður en höfum verið að rifja upp hvað við sögðum á fundinum. Þetta eru helstu punktar sem við mundum.
Fundurinn með Ráðherra og ráðuneytisfólkinu var góður og létt yfir mannskapnum. Eina spurningin er hvort einhverjar breitingar veri á ferlinu og hvort við sjáum málið sent til baka og verði unnið upp og okkar athugasemdir skoðaðar og einhvað tillit tekið til þeirra.Fundur með umhverfisráðherra 15. september 2010 kl. 10:30
Fulltrúar Ferðaklúbbsins 4×4 fóru á fund með ráðherra í morgun (15. september) kl. 13:30.
Á fundinn mættu fyrir hönd klúbbsins Sveinbjörn Halldórsson formaður, Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri og Óskar Erlingsson meðstjórnandi og formaður Ferðafrelsisnefndar klúbbsins.
Frá ráðuneytinu voru mætt Svandís Svavarsdóttir Umhverfisráðherra, Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður umhverfisráðherra, Hugi Ólafsson og Sigurður Ármann Þráinsson.Í upphafi fundar afhenti formaður Ferðaklúbbsins aðstoðarmanni ráðherra (þar sem ráðherra var vant við látin) mótmælaskjal með undirritun yfir 5000 aðila sem mótmæltu lokunum vegna stækkunnar Vatnajökulsþjóðgarðs.
Við fórum yfir athugasemdir okkar og að verkferlið við gerð verndaráætlunar þjóðgarðsins hafi verið keyrt of hratt. Frjáls félagasamtök fengu ekki nægilaga aðkomu og líður niðurstaðan fyrir það.
Fljótlega eftir að fundurinn hófst kom ráðherra af öðrum fundi og gaf sér góðan tíma með okkur. Ráðherra tók við mótmælaskjalinu með nafnalistanum frá aðstoðarmanni sínum og leit yfir nafnalistann.
Það sem helst var rætt á fundinum var:
• Akstur í Vonarskarði og bentum á lokun fyrir akstur tímabundið, frekar en algjört bann.
• Vikrafelssleið norðan Öskju, gild rök vantar fyrir þeirri lokun.
• Leiðir í Veiðivatnahrauni og nágrenni, misræami milli þess sem sveitafélagið á svæðinu telur rétt og niðurstöðu verndaráætlunar. Lokaðar leiðir sem eru að litlu leyti innan þjóðgarðs, en hefjast þar. Lýst yfir vilja til að setjast niður með yfirvöldum og fara yfir svæðið leið fyrir leið.
• Framkvæmdin á ferlinu og hversu mikið lægi á að koma verndaráætluninni í gegn til samþykktar.
• Samskipti við útivistarhópa og aðila sem hagsmuna hafa að gæta, misfórust í ferlinu.
• Einnig var rætt um tjón af völdum utanvegaraksturs og hvernig stikun leiða og góð fræðsla útivistarfélaga hefur haft góð áhrif. Það væri áhrifaríkari aðferð en „boð og bönn“.
• Minnt á að leyfilegur utanvegarakstur væri ekki kortlagður þ.e. akstur aðila sem hafa heimild til utanvega aksturs og bennt á að slíkir aðilar gætu skilið eftir sig ljót för.
• Einnig var Ráðherra spurður að því hvað eða hvort hún gæti gert eitthvað með þessar atugasemdir okkar eða er þessi fundur tímasóun.
• Einnig ýtrekuðum við að við vildum fá rökstudd svör við greinagerðinni okkar en ekki fjölpóst.
• Einnig fórum við framm á að Ráðherrra vísaði málinu aftur til baka og farið væri betur yfir málið og lögð meiri áheyrsla á samstarf.Við hvöttum ráðherra að beyta sér fyrir því eftir öllum formlegum og óformlegum leiðum sem Ráðherra hefur yfir að ráða, svo meiri sátt verði um niðurstöðuna. Það liggur mikil þekking og praktísk reynsla hjá frjálsum félagasamtökum og hagsmuna aðilum sem á eftir að skila sér í verndaráætlunina, því er áætlunin ekki tilbúinn til staðfestingar óbreytt.
Við bentum ráðherra einnig á að frjáls félagasamtök hafa ekki þann tíma né fjármuni til að halda í við ríkisstofnanir í svona vinnu, þar sem slíkr aðilar eru jafna drifnir af áhugamennsku.
Ráðherra sagðist ætla að fara yfir áherslu atriði okkar og einnig annara hagsmunaaðila sem hún ræðir við. Ráðherrann sagði jafnfarmt að það þyrft mjög sterk rök fyrir sinjun staðfestingar eða breytingum á tillögunni frá stjórn þjóðgarðsins.Að lokum óskaði undirritaður eftir því að ráðherra myndi friða hinn almenna jeppamann (útivistarmann) þar sem hann væri nánast í útrýmingarhættu vegna lokana og hafta á hálendinu, þessi sérstaki stofn „jeppamaður“ væri mjög sérstakur auk þess sem hann fyrirfinnst hvergi annarstaðar í heiminum. Því bæri að friða hann og hlúa að honum.
Sveinbjörn Halldórsson
You must be logged in to reply to this topic.