Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Fundargerð aðalfundar.
This topic contains 122 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldóra Ingvarsdóttir 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.05.2008 at 21:37 #202402
Hvar er hægt að lesa fundargerð síðasta aðalfundar og er rétt að loka eigi spjallinu eins og kemur fram á öðrum þræði, ef rétt er finnst mér það fráleit ákvörðun. Bestu kveðjur Björn A 720
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.05.2008 at 01:34 #622232
Það er rétt að við Erlingur komum frá sömu deild og höfum ólíkar skoðanir hvað þetta varðar. Við erum meira að segja saman í stjórn og hefur gengið vel að vinna saman. Erum samt sem betur fer það þroskaðir að geta virt skoðanir hvors annars. Þó að hafi átt að reyna að útiloka landsbyggðadeildirnar frá því að meiga greiða atkvæði á þessum aðalfundi þá þurftu menn ekki að hræðast okkur svona mikið og dæmin sanna með t.d. okkur Erling að við erum ekkert alltaf sammála. En hvaða skilning sem Stefanía hefur á tillögum á aðalfundi þá er ekki nokkur vafi á því að þarna var samþykkt að hafa spjallvefinn eingöngu fyrir fullgilda félagsmenn og það er ekki af ástæðulausu. Þetta var líka niðurstaða landsfundar í sumar sem á að vera stefnumarkandi fyrir starfsemina. Aðalfundur er okkar lýðræði og þar var meirihluti sem þetta samþykkti. Það er stundum óþægilegt þetta lýðræði þegar það er gegn manns skoðun.
kv,
Halldór
06.05.2008 at 02:28 #622234Það er greinilega mikill misskilingur hjá félögum í landsbyggðadeildum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að fundurinn hafi samþykkt að þín tillaga Halldór yrði send til skoðunar til stjórnar en ekki að hún hafi verið samþykkt og bindandi að því leyti að það væri búið að loka spjallinu.
Það væri hins vegar gaman ef að hægt væri að birta afrit af tillögunni þannig að menn viti nú hvað um er verið að ræða.
–
Hvað varðar lög ferðaklúbbsins 4×4 þá eru margir búnir að benda á það að þau eru illa orðuð, meingölluð, misvísandi og einmitt til þess fallin að valda misskilningi sem að er ekki gott. Ef að menn túlka það að fá úr því skorið hvort að það sé verið að fara eftir lögum félagsins sem svo að það hafi verið að meina einum eða öðrum að kjósa þá verða menn að eiga það við sjálfan sig. En lög eru lög og rétt skal vera rétt hvort sem að það séu landsbyggðardeildir eða einhverjir aðrir sem að eiga í hlut. Og ekkert óeðlilegt við það að fá úr því skorið…. nema landsbyggðadeildirnar vilji fá sér meðferð þá er örugglega hægt að koma með lagabreytingu þess eðlis að ári liðnu.
–kv. Stef…
06.05.2008 at 08:14 #622236Verið sniðugt á neinn hátt ef eftir aðalfund hefðði verið hægt að ógilda allar hans gerðir vegna þessa ákvæðis um atkvæðisréttinn.mér skilst að landsbyggðarfélagar hafi sjálfir verið að gera alvarlegar athugasemdir um einmitt þessa grein laga klúbbsins og ekki verið hressir með þessa breytingu á orðalagi 19 greinar,sem í dag stangast algjörlega á við 3 grein.
Kv Klakinn
06.05.2008 at 08:59 #622238Mig langar aðeins að tjá mig um þessa umræddu 19. grein laganna sem nefnd var á aðalfundinum og er enn að dúkka upp hér. Miðað við fundargerð fundarins í fyrra var fellt út ákvæði sem segir að allir félagsmenn hafi jafnan atkvæðarétt á aðalfundi.
Eftir stendur 19. grein laganna, í kaflanum um landsbyggðarfélög svohljóðandi:
19. grein.
Öllum félögum er heimill aðgangur að almennum fundum, hvar sem er á landinu. Þeir
hafa málfrelsi og tillögurétt á þessum fundum, en eingöngu atkvæðisrétt hjá sinni
heimadeild.Hér er skýrt tekið fram að verið er að tala um almenna fundi landsbyggðadeilda en ekki aðalfund móðurfélags. Þannig að hér er ekkert sem bannar félögum úr landsbyggðardeildum að greiða atkvæði á aðalfundi móðurfélagsins. Ef það hefði verið vilji fundarmanna í fyrra hefði þurft að setja inn ákvæði um það að einungis félagar í Reykjavík hefðu atkvæðisrétt á aðalfundi. Ef slíkt ákvæði væri inni, ætti það að vera í kaflanum um félagsfundi en ég gat ekki fundið neitt slíkt ákvæði í þeim kafla, og í raun ekkert ákvæði um það hverjir hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Nefnt er hér að ósamræmi sé milli þessarar 19. greinar og 3. greinar laganna sem er svohljóðandi:
3. grein.
Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Hann skal haldinn árlega í maí
mánuði.
Fundurinn skal boðaður félagsmönnum skriflega með minnst sjö daga fyrirvara og með
auglýsingum í blöðum. Í fundarboði skal greina fundarefni svo og allar tillögur, sem
ætlast er til að bornar verði undir atkvæði. Rétt til setu á aðalfundi hafa einungis þeir sem
hafa staðið full skil á gjöldum til félagsins.Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki ósamræmið, því hér er einungis sagt að allir þeir sem borgað hafa sín gjöld mega sitja aðalfund og engin ákvæði hér sem takmarka rétt landsbyggðarfólks til þess að greiða atkvæði.
En nú langar mig til þess að benda á að undir liðnum Fróðleikur -> Fundarskrár er útgáfa af lögum félagsins frá 2004, en ekki nýjasta útgáfa þeirra. Það finnst mér frekar bagalegt að ekki sé hægt að finna nýjustu heildarútgáfu laganna á vef félagsins.
Annars ætti maður að vera á fjöllum, en ekki liggja yfir einhverjum lagabókstaf.
Kveðja
Tryggvi Már
06.05.2008 at 09:28 #622240Sæll Tryggvi
Núgildandi lög eru á [b:3a1qswup][url=http://www.f4x4.is/new/files/archive/Log_Ferdaklubbsins_mai_2006.pdf:3a1qswup]annarsstaðar á síðunni[/url:3a1qswup][/b:3a1qswup]
Ef maður ber saman 19. greinina eins og hún var fyrir og eftir aðalfund 2007, þá liggur beint við að álykta að atkvæðisréttur (og líklega kjörgengi) landsbyggða manna hafi (óvart) verið afnuminn 2007. Ef ekki hefði verið tekið á þessu á fundinum hefði verið hætta á að allur fundurinn yrði ógiltur. Ég vona að úrskurður fundarstjóra standist, en ég hef enn ekki lagst yfir lögin aftur til að sannreyna þetta.
Ég tel að þarna sé alvarlegur galli á lögunum, sem þurfi að laga fyrir næsta aðalfund.-Einar
06.05.2008 at 09:30 #622242Hins vegar þá eru lög þau sem hægt er að prenta út hérna á síðunni með breytingum frá aðalfundi 24,4,07
Og ég held að þessi mismunur á túlkun á þessari grein,eða möguleiki á mismunandi túlkun,undirstriki það enn og aftur að það tímabært að fara í heilstæða og gagngera endurskoðun laga klúbbsins.
Því þessi uppsettning eins og nú blasir við gefur möguleika á og jafnvel ýtir undir mismunandi túlkun á þessum greinum,og ef menn nenna þá er hægt að finna grunn ágreinings í kjarasamningum um land allt einmitt í svona greinum sem og reglugerðum þar sem æ ofaní æ deilur standa um túlkun þeirra,þar sem á einn vegin allir eru undir sama ákvæði sem kemur svo í ljós við nánari skoðun að sumir eru ekki og hvet ég menn til að skoða þetta og meta.
Einu sinni tók kunningi minn sig til (hann er lögmaður)er hann vildi sýna mér fram á mismunandi túlkun laga ákvæða og í öllum tilvikum gat hann sýnt fram á mismunandi dóma,og það var hreint út sagt ótrúlegt hvernig hægt var að nálgast málið frá ólikri túlkun um sömu lagagrein og fá dóma því til staðfestingar.Kv Klakinn.
Sammála um að það væri best að vera uppí fjöllum þessa dagana.
06.05.2008 at 09:31 #622244Var tillaga um lokun spjallsins getið í skriflegu fundarboði?
Í 3. grein laga klúbbsins stendur að svo þurfi að vera.
Hef ekki séð fundarboðið þar sem ég er ekki á landinu.
Bestu kveðjur Björn A 720
06.05.2008 at 09:42 #622246Sælir
Takk fyrir að benda mér á nýjustu útgáfu laganna, gott að hafa þetta svona í heild sinni.
Ég er sammála því að með vísan til þeirrar breytingar sem gerð var í fyrra er hægt að búa til vafa um atkvæðisrétt landsbyggðardeilda á aðalfundi. Ég, sem ekki var á þeim fundi, get hins vegar ekki séð þann vafa með vísan til þeirra laga sem nú gilda í klúbbnum.
Ég er hins vegar sammála því að klúbburinn ætti að taka af allan vafa um atkvæðisrétt með því að setja inn klausu í 3. greinina um að rétti til setu á aðalfundi fylgi atkvæðisréttur. Þannig að allt sé klárt í þeim efnum og að svona uppákomur endurtaki sig ekki.
En það er kannski aðeins of snemmt að leggja fram lagabreytingatillögur fyrir aðalfund 2009 núna
Með kveðju
Tryggvi Már, sem hlakkar til löglegra fjallaferða í sumar
06.05.2008 at 11:10 #622248Ég er hjartanlega sammála að það að fella út þessa setningu í 19. gr. skapar [b:l3rj1i4a]óþarfa óvissu[/b:l3rj1i4a] en túlkun mín og margra annarra, því þetta var rætt á fjölmörgum aðalfundum landsbyggðadeilda 2007 er sú sama og fundarstjóra aðalfundar núna á föstudaginn. Einfaldasta nálgun er sú að 19. gr. er undir IV. kafla sem tekur sérstaklega á landsbyggðardeildum og því eingöngu verið að tala um aðalfundi landsbyggðardeilda en ekki "móðurfélags" sem er í 3.gr. Hún mætti hins vegar vera betri t.d. að tilgreina hverjir hafi kjörgengi og atkvæðisrétt en ekki bara rétt til setu til að útrýma þessum vafa.
Hvort þetta sé réttlátt er annað og flóknara mál, það má færa fyrir því ágætis rök að þarna séum við landsbyggðarmenn (og konur) að fá tvö atkvæði fyrir eitt félagsgjald (eitt heima í héraði og annað á landsvísu) meðan R-deildar félagi getur bara kosið á einum aðalfundi í Reykjavíkinni. Sama má segja um atkvæðisrétt aukafélaga, það er líka svona tveir fyrir einn og má deila um réttlætið í því. Vandinn tvöfaldast svo gagnvart aukafélaga í landsbyggðardeild því þar má segja að fáist fjögur atkvæði fyrir eitt gjald.
Ábending EIK á fundinum var mjög þörf og ég tel úrskurð fundarstjóra réttan og á von á að hann standist. Breytingar á lögum félaga eru flókin mál og þetta er gott dæmi að smávægileg breyting getur skapað mikla og algerlega óþarfa óvissu. Annað slíkt dæmi sem bent var á, og hafði verið bent á áður á starfsárinu, var breytingin á fjárhagsárinu.
Ég hef trú á að nýja stjórnin okkar hafi nú tekið eftir þessum málum og muni koma því í farveg að unnið verði að endurbótum á lögunum fyrir næsta aðalfund, slíkt er ekki hrist fram úr erminni korteri fyrir aðalfund.
06.05.2008 at 11:35 #622250Þetta er að verða stórskemmtilegt….
Það er rétt sem að bent er á hér að ofan að tillaga Halla Gulla var ekki send með fundarboði og því ólöglegt að bera hana undir atkvæði á aðalfundi og því hefur sú ákvörðun ekkert gildi. Sama á við um allar aðrar tillögur sem að kunna að hafa verið bornar upp á fundinum en voru ekki með í fundarboði….
Hafi þetta hins vegar verið ályktun eða sambærilegt sem að komið hafi fram undir önnur mál þá er það gott og gilt en hefur enga þýðingu í stjórnsýslu klúbbsins.
En varðandi atkvæðisréttinn og mismunandi vægi á milli landsbyggðar og R-svæðis þá er þetta vissulega til staðar og að mörgu leiti ekki réttlátt – þó svo að mér finnist þessi túlkun á 19. gr vera útúrsnúningar.
En lausnin er til – aðskilnaður Reykjavíkurdeildar og móðurfélags myndi leysa öll þessi mál og því legg ég til að hin nýja stjórn fari að vinna í slíkri lausn strax enda mjög margt sem mælir með því annað en þessi atkvæðisréttur á aðalfundi.
Benni
06.05.2008 at 12:06 #622252Það má lengi deila um þessa grein um atkvæðisréttinn og sitt sýnist hverjum,þarft eða óþarft þá var orðalagsbreytingin óheppileg og til þess fallin að valda deilum,þótt einum finnist útúrsnúningur sem öðrum finnst rétt,og hver á þá að dæma?’ Er ekki langbest að lagfæra þessi mál og þar sem ár er til næsta aðalfundar er nægur tími.
Ég eiginlega verð að spyrja Benna hvað hann á við með að allar aðrar tillögur en þær sem birtar eru í fundarboði séu ógildar,á það þá líka við um frávísunartillögur????????
Fundarstjóri úrskurðaði að bera skyldi þessa tillögu um lokun undir atkvæði og var hún eins og fundarstjóri sagði "samþykkt með þorra atkvæða" ég veit að það voru 14 atkv á móti(tek fram að ég var og er á móti lokuninni)og úrskurður fundarstjóra var að tillagan væri samþykkt.
Kv KlakinnEf svo er rétt hjá Benna,má þá ekki líta svo á að aðalfundur hafi veitt stjórn heimild til lokunar á vefspjalli
Ég er ekki alveg viss hvernig ég á að leiðrétta mig en reikna með að eitthverjir hafi lesið þennann póst og ættla því að láta leiðréttinguna koma hér.
Og vona að mér verði fyrirgefin mistökin.
Mér var einfaldlega bennt á að þessi tillaga fékk þrátt fyrir atkvæðagreiðslu ekki löglega afgreiðslu,og var misskilningur hjá sumum um hvað væri verið að greiða atkvæði um,tillögu norðanmanna eður Sveinbjarna,og fundarstjóri vísaði þessu máli til stjórnar.svo ég er ekki viss um hvaða afgreiðslu málið fékk,og ættla þar af leiðandi ekki að rökræða það meir fyrr en búið er að úrskurða um það,en mér skilst að fundurinn hafi verið tekin upp,allavega minntist fundarstjóri á það,og ætti því að vera hægur vandi að
fá úr málinu skorið.
Vona að menn virði við mig mistökin.En svona fyrst við erum að tala um fundinn þá langar mig til að koma því á framfæri að ungliðahreyfing innann klúbbsins er að komast á laggirnar og verður spennandi að fylgjast með því máli
Kv Klakinn
06.05.2008 at 12:22 #622254Skv. 3.gr laga klúbbsins skal senda allar tillögur sem að ætlast er til að bornar séu undir atkvæði með skriflegu fundarboði. Þetta er algerlega skýrt og hefur tillögum verið vísað frá áður á aðalfundi vegna þess að þær voru ekki sendar.
Frávísunartillögur á tillögur sem að hafa verið kynntar félagsmönnum með fundarboði eru allt annars eðlis og eiga samkvæmt öllum eðlilegum fundarsköpum ekki að þurfa að vera kynntar félagsmönnum sérstaklega áður. Enda geta tillögur sem að hafa verið kynntar bæði hlotið samþykki eða verið synjað. Ég sem félagsmaður á val um að mæta á fund til að fjalla um tillögur sem mér hafa verið kynntar í fundarboði. Ég á ekkert val um tillögur sem að koma fram á fundi og skv. lögum klúbbsins er slíkt ólöglegt og það er mjög eðlilegt að svo sé.
Fundarstjóri hefur ekki heimild til að breyta út frá algerlega skýrum lögum klúbbsins um þessi efni og hafi hann gert það sýnir það svart á hvítu að hann hafi ekki kynnt sér lög klúbbsins til hlýtar og því tæplega verið starfi sínu vaxinn.
Benni
06.05.2008 at 12:36 #622256Benni minn ,Margt skrítið í kýrhausnum.
Kv Klakinn
06.05.2008 at 12:53 #622258Þetta mun auðvitað ekki komast á hreint fyrr en fundargerð aðalfundar kemur fram. Mitt minni er í nokkuð góðu samræmi við orð Lauga hér að framan. Fundarstjóri sérstaklega sagði að ekki væri hægt að taka ákvörðun af þessu tagi á þessum fundi, vísaði þar til 3. gr. laganna. Var þessi tillaga borin upp undir liðnum önnur mál.
Nú var tekin upptaka af fundinum og ætti því að vera auðvelt að komast að hinu rétta og skora ég á þá sem aðgang hafa að þeirri upptöku að skera úr um þetta því minnið er brigðult. Þ.e. hvaða [b:13op2nnf]afgreiðslu[/b:13op2nnf] tillaga Halla Gulla og Sveinbjarnar hafi fengið og hvernig hún hljóðaði orðrétt.
Hvað varðar fundarstjórann þá var hann bæði vel að sér í okkar lögum og venjum í fundarsköpum félaga af þessu tagi. Tel ég hann hafa staðið sig mjög vel og stýrt fundi af hlutleysi og fagmennsku.
06.05.2008 at 14:00 #622260Ég er sammála Tryggva varðandi frammistöðu fundarstjstjóra. En mér sýnist að það sé rétt hjá Benna, að samkvæmt 3. grein sé stjórn ekki bundin af efni ályktunar, ef hún kemur ekki fram fundarboði. Þá er niðurstaðan sú að stjórn hefur hvorki afsalað sér valdi né ábyrgð.
-Einar
06.05.2008 at 14:51 #622262Hefði hann ekki í för með sér að:
1. Að félagið væri ekki lengur áhugamannafélag og því orðið fyrirtæki skv. skattalögum?
2. Eignir félagsins væru þá ekki allra heldur fyrirtækisins?
3. Sjálfboðaliðsstarf mundi deyja?
4. Félagið yrði þá smám saman eins og FÍB? (óvirk hagsmunasamtök)Bara pælingar.
Bkv. Magnús G
06.05.2008 at 15:06 #622264Ef stofnuð yrði R-deild, sé ég ekki afhverju félagið ætti ekki að vera áhugamannafélag eftir sem áður.
Setrið sem er aðal eign félagsins yrði að mér finndist eign R-deildar. Svo væri stjórn yfir öllum deildunum, svipað og hjá vélsleðamönnum.
Sjálfboðaliðsstarf mundi deyja? er það ekki í áttina að deyja þegar ekki næst að manna allar nefndir ?
Félagið yrði þá smám saman eins og FÍB? (óvirk hagsmunasamtök) Er Ferðaklúbburinn 4×4 virk hagsmunasamtök í dag ? Er ekki aðalstarf klúbbsins daggæsla á fjöllum og sandkassaleikur hér á lyklaborðiu.Bara að spekúlera.
Lella
06.05.2008 at 16:09 #622266Samkvæmt lögum þá er þetta hárrétt, hjá Birni félaga vorum, að tillögur þurfi að berast í fundarboði. En sér einhver einhversstaðar eitthvað um lagabreytingar hvenær þær eiga að berast eða flokkast laga breytingar undir tillögur?
En við verðum bara að fá að sjá fundargerðina til að geta skorið úr um þetta. En stjórn klúbbsins hefur valdið hvað þeir gera eftir sem áður en samkvæmt þessu þá ber þeim ekki skylda til þess.
Bið þá sem ég hef verið að ergja út af þessu innilegra afsökunar. Það hafa reyndar komið út úr þessu hinar ágætustu ábendingar um að hluti vefsins yrði lokaður þ.e.a.s. meira en bara innanfélagsmál eins og t.d. skálamál og fl. sem engum koma við nema okkur.
En þessi tillaga eða ályktun kemur fyrst og fremst fram vegna óeyrða á spjallinu sem hafa ekki verið til fyrirmyndar á opinberum vettvangi.Ég er sammála að fundarstjóri stóð sig vel og hann var einmitt valinn þar sem hann var bæði óháður og talinn einn sá besti enda að kenna þetta.
kv,
Halldór
06.05.2008 at 16:23 #622268Í 25 grein stendur: [b:13ycv8bp]
Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 15. apríl og skulu þær kynntar í aðalfundarboði. [/b:13ycv8bp]Þessi grein rímar ekki alveg við 4. grein því þar stendur: [b:13ycv8bp]
Stjórn hefur heimild til að boða til auka aðalfundar ef þörf krefur og gildir þá um hann sömu reglur og um aðalfund sé að ræða.[/b:13ycv8bp]Ég er ekki hlynntur allsherjarendurskoðun laganna, en það þarf að fara vandlega yfir þau og laga svona ósamræmi.
-Einar
06.05.2008 at 16:35 #622270Óháð því hvað mönnum finnst um lokun á spjallinu þá samþykkti meirihluti aðalfundar þetta og stjórnin hefur því umboð meirihlutans til að loka. Þetta er meira að segja meira en umboð, þetta er í raun beiðni frá meirihlutanum. Svona virkar lýðræði og meirihlutinn ræður sama hvað háværir minnihlutahópar æpa hátt.
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.