Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Fundarefni félagsfundarins
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 12 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.08.2012 at 21:30 #224239
Sælir félagar
Er ég einn um að finnast fundarefni komandi mánudagsfundar sérkennilegt ?
Á félagsfundi hjá Ferðaklúbbnum 4×4, er verið að fjalla um gönguferð um Vonarskarð! Því fá menn ekki einhvern/einhverja sem hafa ekið þessa leið og/eða Vikrafellsleið geta lýst henni/þeim út frá því sjónarhorni? Fyrirlestur um gönguleiðina ætti frekar erindi hjá Ferðafélagi Íslands. Og að fá Róbert Marshall til að halda það, manninn sem vann gegn okkur síðastliðin vetur, m.a. með refsivendinum sem hann átti skuldlausan….
Er þetta ekki örugglega bara grín ?
kv. Óli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.09.2012 at 01:39 #757155
Innlegg Arnþórs var kærkomin vonarglæta, gefur smá von um að þessi klúbbur sé ekki algjörlega úti á túni. Nógu mikil vonarglæta til þess að ég gróf upp lykilorðið að þessum vef.
En ekki skil ég hvað það er sem menn hræðast, við alvöru sektum við tjóni af völdum utanvegaaksturs. Sérstaklega þegar tekið er fram að þessar sektir og hugsanlegt eignarnám á við þegar um er að ræða "alvarleg spjöll á náttúru landsins".
Við "vægari" brotum eru samt sem áður sektir (þó þær séu langt frá 350.000 kr.) og þeir sem fylgst hafa með fréttum hafa sjálfsagt heyrt af slíkum málum í sumar.Ef þetta gefur mönnum ástæðu til að hræðast – þá tel ég það vera hið besta mál. Tjón af völdum tanvegaaksturs er óþolandi vandamál, það þýðir ekkert að benda bara á útlendinga þó þeir eigi vissulega stóran þátt í því.
Eitt enn – svona til umhugsunar. Það er ekki einu sinni, og ekki tvisvar, heldur mun oftar, sem ég hef heyrt minnst á "freku jeppakallana"… það skildi þó ekki eitthvað liggja að baki því?
03.09.2012 at 12:43 #757157Áður en lengra er haldið er rétt að taka það fram að undirritaður hefur unnið gegn akstri utan vega í 40 ár, og er náttúruunnandi sem vill geta ferðast um landið í sátt við sjálfan sig og aðra.
Eins og allir félagsmenn eiga að vita þá var Ferðaklúbburinn 4×4 stofnaður með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Annað var að sporna við utanvegaakstri og bæta umgengni um landið. Hitt var að fá að nota breytta jeppa á löglegan hátt. Þessi markmið eru tilgreind í lögum klúbbsins.
Ferðaklúbburinn hefur tekið hart á félagsmönnum sem hafa gerst sekir um landspjöll af völdum utanvega aksturs. Ef ég man rétt var einum vikið úr félagsskapnum fyrir slíkt brot.Það er ýmislegt í pistli gjaldkera Ferðaklúbbsins sem kemur undirrituðum undarlega fyrir sjónir. Hæst bera þó liðir 4 og 5
Í lið 4 segir gjaldkerinn:
„Enda eru viðurlög (refsing, sektir eða eignaupptaka) við lögbrotum ekki áhyggjuefni annarra en þeirra sem geta hugsað sér að brjóta lögin.“
Slíkar dylgjur í garð félagsmanna eru að mínu mati afar ósmekklegar og ekki sæmandi fyrir stjórnarmann að láta svona lagað frá sér í fullri alvöru.
Þetta er ekki alveg svona í pottinn búið.
Skilgreingar á utanvega akstri eru óljósar og í reynd ógerningur að fara eftir þeim til hins ýtrasta. Leiðir sem við ferðumst um á hálendinu og höfum gert í áratugi eru í sumra augum akstur utan vega. Ef einhverjar þessara leiða komast ekki inn í opinbert ferlasafn sökum tímaskorts eða duttlunga einhverra þá er hægt að kæra okkur fyrir akstur utan vega þó svo að við séum að aka á greinilegri slóð eða vegi. Það fer síðan eftir mati dómara hvort þessi akstur á vegi eða slóð telst vítaverður. Það er því hægt að refsa okkur grimmilega fyrir litlar eða engar sakir. Til dæmis væri hægt að kæra fyrir akstur utan vega þegar leitað er að vaði yfir á.Í 5. Lið segir gjaldkerinn:
„Aldrei kom til greina að klúbburinn mótmælti þessari lagasetningu enda hefði það orðið gífurlegur álitshnekkir og skaði fyrir klúbbinn og vatn á myllu þeirra sem vinna gegn jeppaferðalögum.“Þarna get ég ekki verið sammála. Hvernig getur það verið álitshnekkir fyrir hagsmunafélag eins og Ferðaklúbbinn 4×4 að standa vörð um hagsmuni félagsmanna? Auðvitað á að verja félagsmenn fyrir heimskulegum og illa unnum reglum og lögum.
Að mínu mati er það hins vegar álitshnekkir að láta valta yfir sig og standa ekki vörð um þá hagsmuni sem menn eru kosnir til að verja.Við erum ekki að styðja eða samþykkja utanvegaakstur þó að við viljum ekki láta hirða af okkur bílana okkar, eða greiða himinháar sektir fyrir litlar eða engar sakir.
Við erum ekki að mótmæla því að menn taki út refsingu gerist þeir sekir um lögbrot.
Hins vegar eru þessi viðurlög við akstri utan vega allt of hörð og heimild stjórnvalda til að gera ökutæki upptæk er fáránleg . Sektarákvæði eru einnig allt of há.Eru gerð upptæk ökutæki manna sem stofna lífi samborgara sinna í stórhættu með ofsaakstri eða akstri undir áhrifum áfengis eða vímuefna, hvað þá ef þeir valda limlestingum eða dauða þeirra?
Er ekki rétt að það gæti samræmis í refsingum eftir alvarleika brotanna ?.Hjalti R-14
03.09.2012 at 13:00 #757159[quote:tp08lawj]Eru gerð upptæk ökutæki manna sem stofna lífi samborgara sinna í stórhættu með ofsaakstri eða akstri undir áhrifum áfengis eða vímuefna, hvað þá ef þeir valda limlestingum eða dauða þeirra?
Er ekki rétt að það gæti samræmis í refsingum eftir alvarleika brotanna ?.[/quote:tp08lawj]Það er heimild til þess í lögum og einhver tilvik rámar mig í að hafa heyrt um að lögregla/saksóknari hafi farið fram á að ökutæki yrði gert upptækt. Hef ekki fylgst með niðurstöðu dómstóla.
kv.
ÞÞ
03.09.2012 at 17:51 #757161Sælir.
Ef mig minnir rétt til þá fór sýslumaðurinn á Selfossi fram á það að vélhjól vélhjólamannanna sem þeir eltu á ofsahraða Hellisheiðina yrðu gerð upptæk. En það gekk ekki eftir, eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á þjóðinni og blöðin voru á móti eignarupptöku. Ég held að þetta hafi fallið um sjálft sig þar sem brotalamir voru í refsilögunum. Sem er ekki í í nýju lögunum, þar getur einn maður þ.e.a.s. dómari kveðið á um eignarupptöku á ökutæki. Ef menn hugsa málið þá snýr þetta líka að málum eins og samskiptum. Ég var formaður Ferðaklúbbsins 4×4 þegar ég frétti af þessu máli og hafði þá strax samband við Róbert Marshal en hann var mjög upptekinn og lofaði alltaf að hringja en það stóð hann ekki við. Ég er viss um ef hann hefði hringt og við spjallað um málið þá hefði kanski verið hægt að afstýra að þessi lög færu í gegn óbreytt. Ég segi eins og Hjalti ég er á móti tjóni af völdum utanvegaraksturs og mun halda áfram að berjast fyrir bættri umgengni um hálendið, en bara ekki í formi lokana og refsilaga.
Það þarf að efla fræðslu og koma með meiri skilvirkni í ferðaþjónustu hjá einstaklingum.Kveðja
Sveinbjörn R-043
04.09.2012 at 09:50 #757163Til hamingju með góðan og fræðandi fund. Frétti af honum og gangi mála en við eigum eftir að lenda þessu öllu saman á næstu árum.
Kv. SBS.
04.09.2012 at 11:04 #757165Sæl,
Eftir framsögu Róberts Marshal í gær vil ég ítreka að ekki var farð þess á leit við klúbbinn að gera athugasemdir við breytingu á 76. grein laga um náttúruvernd(refsingar). Það var því beinlínis rangt sem fram kom á fundinum 03.09.2012 að fulltrúar klúbbsins hafi verið kallaðir fyrir Umhverfis og samgöngunefnd alþingis, til að tjá sig um refsivöndinn
Skv. fundarboði frá alþingi, var einungis verið að fjalla um breytingar á 17. og 37 . grein laganna.
Formleg beinðni stjórnvalda um athugasemdir frá Ferðaklúbbnum 4×4 vegna 76.gr. hefur því aldrei borist,hvorki skriflega né í fundarboði.
Þessi klausa kom fram í fundarboði frá alþingi
[u:8xmgcz2x]"Fulltrúi Ferðaklúbbsins 4×4 er beðinn að mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, á morgun miðvikudaginn 7. des. kl. 9.00.
Umræðuefnið er frv. til laga um náttúruvernd, 225. mál.
http://www.althingi.is/altext/140/s/0231.html" [/u:8xmgcz2x]Hinsvegar er rétt að komið var inn á 76. greinina . Þar sem þáverandi formaður Umhverfisnefndar í Ferðaklúbbnum 4×4 var ekki fyllilega sátt við lagabreytinguna.
Sú umræða og athugasemd skilaði sér inn í skýrslu til stjórnar.
kveðja
Didda alltaf jafn böggandi
05.09.2012 at 17:04 #757167Sæl.
Takk fyrir góðan fund á mánudagskvöldið, ég fór nú með hálfum hug og hélt að allt færi upp í loft á fundinum en hann var málefnalegur og góð skoðanaskipti sem komu framm. Ég vill meina að ef við hlustum ekki á báðar hliðar málsins þá getum við alls ekki unnið sigra í þessu máli. Fyrirlestur Róberts um gönguferðir um Vonarskarðið var góð, hún sýndi enn og aftur að það er ótrúlegt að ekki sé leyfilegt að aka Vonarskarðið líka. Mér finnst frábært ef göngumenn geta gengið Vonarskarðið um sumartímann en sé ekki fyrir mér að það séu margir sem verði þarna í september eins og verðið er búið að vera undanfarna daga. Opnun Vonarskarð í september fyrri akandi umferð myndi aldrei trufla gangandi vegfarenda (í raun yrði hann eflaust himinlifandi að hitta einhvern).
Varðandi greinina í náttúrverndalögunum um upptöku ökutækis þá minnir mig að Róbert hafi sagt á fundinum að það hafi [b:tmdvybrn]ekki verið óskað eftir athugasemdum frá Ferðaklúbbnum 4×4[/b:tmdvybrn], þetta var ekki sagt hátt en við á fyrstu borðunum heyrðum það. Það sem mér kemur alltaf á óvart það er hvað þeir sem aðhyllast lokun Vonarskaðsins trúa og treysta því að "[b:tmdvybrn]óháða[/b:tmdvybrn]" rannsóknarnefnd Svandísar Svavars komi með rétta niðurstöðu sem verður unnin á faglegum nótum. Ég held að það sé búið að skipa í rannsóknarnefndina til þolmarkaprófunar á Vonarskarðinu en á eftir að fá að vita hverjir það eru.Kveðja
Sveinbjörn
R-043
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.