Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Fundarefni félagsfundarins
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 12 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.08.2012 at 21:30 #224239
Sælir félagar
Er ég einn um að finnast fundarefni komandi mánudagsfundar sérkennilegt ?
Á félagsfundi hjá Ferðaklúbbnum 4×4, er verið að fjalla um gönguferð um Vonarskarð! Því fá menn ekki einhvern/einhverja sem hafa ekið þessa leið og/eða Vikrafellsleið geta lýst henni/þeim út frá því sjónarhorni? Fyrirlestur um gönguleiðina ætti frekar erindi hjá Ferðafélagi Íslands. Og að fá Róbert Marshall til að halda það, manninn sem vann gegn okkur síðastliðin vetur, m.a. með refsivendinum sem hann átti skuldlausan….
Er þetta ekki örugglega bara grín ?
kv. Óli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.08.2012 at 21:44 #757115
Tek undir hvert orð sem Óli nefnir hér að ofan…
Þetta finnst mér vera kallað að strá salti í opið sár.
30.08.2012 at 22:42 #757117Mér ofbýður algerlega þetta með nýju refsilögin hans Róberts.
Auðvitað er rétt að refsa fyrir spjöll af völdum umferðar utanvega.
Refsingin verður þó að vera í einhverju samræmi við refsingu fyrir önnur afbrot.Þessir stjórnmálamenn treysta sér ekki til að (eða vilja ekki) setja löggjöf sem getur blakað við þeim sem byrla börnunum okkar eitur á götunum. En þeir telja sig þess umkomna að ákvarðar refsingar fyrir astur utanvega í hrópandi ósamræmi við slík afbrot.
Jafnvel upptöku ökutækja samkvæmt einhverju huglægu mati embættismanna.
31.08.2012 at 10:03 #757119Þetta þykir mér alveg furðulegt. Er félagslífið og starfsemin orðið svo fábrotin að við þurfum að fá okkar óvildarmenn til að skemmta okkur.
Mig langar að spyrja. Hvernig kom þetta til að Róbert Marshall er á okkar fyrsta fundi væntanlegs vetrarstarfs. Því miður verður þetta fundur sem ég mæti ekki á.
Elías Þorsteinsson er með góða vinnu ásamt félögum í Eyjafjarðardeild F4x4. http://www.facebook.com/groups/80694601603/ Það er gott og sterkt innlegg í ferðafélagsmálum.
Kv. SBS.
31.08.2012 at 16:08 #757121og ekki ég heldur… það er ekki gott að byrja vetrarstarfið á þessu..
31.08.2012 at 17:26 #757123Sælir strákar.
Annað hvort er þetta alger snild sem við skiljum ekki (saman ber , hafðu óvini þína hjá þér en vini þína með þér)
Eða alger fáviska og veruleika firring sem við skiljum ekki heldur. Mér kemur þetta svo sem ekki mikið á óvert en átti ekki von á að hrörnun félagsins væri hafin, en það er eithvað óskaplegt að ske að Róbert M. og gönguleiðir væru á dagskrá á fyrsta fundi félagsins , hvernig verður vetrar starfið þá með svona starti.
En vonandi fáum við skíringu á þessu og það fyr en seina.
En að mæta ekki á fundin hefur ekkert að seija, það er ekki verið að pæla í þvi hvort Pétur eða Páll mæta eða mæta ekki. Við eigum að mæta og krefjast skíringa á því sem okku finnst ekki vera í lagi , það má vel vera að þetta sé liður í einhverju sem er okkur til góða og verði skírt út síðar. Við skulum gefa þeim sem fyrir þessu standa sjens og sjá til með frammhaldið hvort það sé ástæða til einhverra aðgerða, það hljóta að vera einhverjar góðar skísingar á þessu.
S.B.
31.08.2012 at 17:28 #757125Sæl öll. Ég skal ekki segja með afstöðu félaga minna í skálanefnd ferðaklúbbsins 4×4 en ef ég væri á annað borð á landinu (sem ég er ekki þessa stundina) mundi ég örugglega ekki mæta á þennan félagsfund. Segi eins og einhver hérna að ofan, "þetta hlýtur að vera grín". Róbert Marshall af öllum,,,,,,,,, L.
31.08.2012 at 19:27 #757127Ég vildi óska að hér væri einhver herkænska í gangi en tel þó að svo sé ekki. Tel þetta vera eitt það lágkúrulegasta sem stjórn [i:1kr3arqc]fundarins [/i:1kr3arqc]hefur boðið félagsmönnum uppá. Ég segi fundarins vegna þess að ég lít svo á að þetta sé ekki vilji félagsmanna. Ég og fleiri eigum fullt af myndum að ferðum okkar á bílum um Vonarskarð og Vikrafellsleið og tel ég að það ætti frekar að kynna það.
Spurning hvort maður fer að finna sér einhvern [b:1kr3arqc]jeppaklúbb [/b:1kr3arqc]til að ganga í…
Við berjumst hér í ferðafrelsisnefndum um allt land og svo er þetta haft sem kynning fyrir félagsmenn. Ég segi bara; Vatnajökulsþjóðgarður = 1, F4x4 = 0
31.08.2012 at 20:46 #757129samála mæti ekki
31.08.2012 at 21:46 #757131Sælir.
Hvað á að fara í fýlu, hvernig væri að mæta og ræða málin vi ðhann. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að ræða við Róbert ef enginn mætir. Loksins gefur hann kost á sér, ekki var hann viljugur að hringja í mig þegar þetta gekk á. Mætum frekar og látum heyra í okkur, auðvita á hann rétt á að svara fyrir sig, en núna kemur í ljós hvort hann getur útskýrt máli og hvers vegna honum datt þetta í hug.
Munið þið fundinn sem sýslumaðurinn mætti á þá fékk hann að svara fyrir sig en við fengu líka að spyrja hann, láum sjá okkur spyrjum spurninga og nú ef hann getur ekki svarað nokkrum afdönkuðum jeppaköllum og konum þá er spurning hvað hann sé að gera. Ég ætla að mæta ég er með spurningar til hans, bæði varðandi afstöðu hans til VÞJ. lokana og nyju refsilöginn.
kveðja
Sveinbjörn
31.08.2012 at 21:49 #757133Sæl, ég gleymdi reyndar ein ég hef engar spurningar um gönguferðir, hvorki í Vonarskarðinu né annarstaðar.
kveðja
Sveinbjörn
31.08.2012 at 22:25 #757135Sveinbjörn. Þessi spurningaþáttur er ekki á dagskrá fundarins. Út með manninn og þá mæti ég. Þetta er ótrúleg ósvífni. Ég veit ekki hvers vegna ég er að leggja á mig alla þessa vinnu til hagsbóta fyrir félagsskapinn!!!
Kv. SBS.
31.08.2012 at 23:47 #757137Sammála Sveinbirni ég mæti mig langar að fræðast um það sem Robert hefur að segja. Mikið þykir mér sumir taka stórt uppí sig með neikvæðum ummælum gegn honum hann hefur verið dyggur stuðningsmaður okkar og er líka jeppamaður, en við eigum hann ekki. Hvað vitið þið nema hann ætli að segja og sýna okkur í máli og myndum frá því hversu slæm ákvörðun það var að loka vonarskarði!!! Eða eru þið kannski skyggn?? Ef við getum ekki séð báðar hliðar þá náum við aldrei lausn í ferðafrelsismálum, en það er kannski það sem sumir vilja.
kv Gísli Þór
01.09.2012 at 00:47 #757139Sum okkar eru löngu búnin að sjá "hina" hliðina. Hún hefur alla tíð verið sýnileg okkur sem standa í báða fætur á jörðinni.
01.09.2012 at 01:44 #757141Það er margt annað sem ég óska mér að heyra um á fyrsta félagsfundi Ferðaklúbbsins 4×4- lesist jeppaklúbbur – haustið 2012 – já annað en umfjöllun um gönguferð um Vonarskarðið, þó svo fjallað verði um ferðina í máli og myndum.
Mér finnst líka erfitt að hugsa til þess að sá aðili, sem fengin er til að fjalla um gönguferðina sé sá hinn sami og stóð fyrir nýrri, mjög umdeildri breytingu á náttúruvernda löggjöf um auknar refsingar, en hluti þeirra voru settar til höfuðs jeppafólks. Jafnframt á að gefa okkur tóninn um hvernig hann vill upplifa „sambúð“ jeppa og göngufólks.
Eflaust hefur hann eitthvað til síns máls en í mínum huga er hér verið að boða til óvinafagnaðar.Mér finnst gott og blessað að viðurlög séu við því að aka utanvegar með tilheyrandi landsspjöllum. En náttúruverndar lög 44/1999 veittu þessa heimild í eins og sjá má í 17. greininni, en þar stendur:
„Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu, sbr. 76. gr.“
og 76. greinin tiltekur refsinguna og segir:
„Hver sá sem brýtur gegn ákvæðum laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Sektir renna í ríkissjóð“
Ég spyr hinsvegar hvar er sanngirnin með refsingum um upptöku ökutækis?
Í nýjum ákvæðum í náttúruverndarlögum, sem fyrirlesari um Vonarskarðið var flutningsmaður fyrir, stendur;Upptaka ökutækis.
„Þegar alvarleg spjöll verða á náttúru landsins við akstur eða hann telst sérlega vítaverður að öðru leyti má gera upptækt með dómi vélknúið ökutæki sem notað hefur verið við framningu brots gegn ákvæðum laga þessara, nema ökutækið sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn." (tekið upp úr þingskjali 865 en samþ. lög eru samhljóða því skjali og tóku skv. því gildi 01.05.2012)
Já sæll beinast þessi lög gegn miðaldra Íslenskum körlum sem eiga góða breytta jeppa. Karla sem ferðast um á gömlum þekktum slóðum sem hafa verið eknir í tugi ára. Ef þeir slysast til að keyra lokaðan slóða geta þeir lent í basli (þó svo þeir hafi keyrt slóðan í fjölda skipta). Ekki verða alvarleg spjöll við verknaðinn, en verknaðurinn gæti í meðförum dómara, sem ekki veit betur, talist sérlega vítaverður.
Bíllinn sem eigandinn hefur eytt góðum tíma í að breyta fyrir fjallaferðir sínar er tekinn eignarnámi af ríkinu.Máli mínu til stuðnings skal athuga, að skv. sömu ákvæðum í nýju viðbótinni;
Þá má ekki hirða bíla útlendinga á bílaleigubílum sem framkvæma sama brot!! Þeir eiga jú ekki bílinn
Og ekki má gera upptæka bíla útlendra fyrirtækja sem framkvæma sama verknað því ökumaðurinn sem skutlaði bílnum um sömu slóð er ekki tengdur fyrirtækinu og er ekki að aka leiðina skv beiðni eiganda bílsins.
Sko skv. þessu hefði ekki verið hægt að hirða bílinn sem fór í Blautulón hér um árið.Ég spyr mig hvort ákvæðið um upptöku ökutækja komi til af því að þingmenn telja að fælingamátturinn sé mestur ef fólk er lamið þar sem það er sárast fyrir? Verðum við jeppafólk ekki aum ef akstur eftir lokuðum slóða kosti okkur jeppadósina.
Ef öll önnur refsilöggjöf á Íslandi myndi byggjast upp á sömu hugmyndafræði (að refsa Íslendingum þar sem vöndurinn hittir hinn aumasta stað) – þá værum við ekki góðum málum.Ég hefði viljað sjá þá aðila sem telja sig talsmenn útivistarfólks/jeppafólks á alþingi berjast fyrir því að auka fræðslu til þeirra sem nýta sér fallegt og skemmtilegt slóðakerfi í óbyggðum. Gott væri að leggja mikla áherslu á fræðslu til þeirra sem hugsanlega verða framtíðar ferðalangar – þ.e afkomendurnir. Markmið fræðslunnar væri að akstur utan slóða myndi leggjast af, eða heyra til algerra undantekninga. Slík fræðsla myndi gera það að verkum að ferðalangar verða meðvitaðir um umhverfið og tilbúnir til að taka aukaskrefið til að vera ábyrgt ferðafólk. Ég held að með slíkan fjársjóð í farteskinu gætum við líka skapað réttlátari löggjöf sem fólk væri sátt við og bæri fulla virðingu fyrir.
Í mínum huga taka talsmenn sem vilja auka fræðslu ekki strax upp refsivöndinn og slá honum til félaga sinna.
Er það ekki líka oftast þannig að þeir sem stunda landspjöll á vélknúnum ökutækjum, eru sjaldnast gómaðir og þurfa því ekki að svara til saka. Þá spyr ég mig oft – hefði ekki verið betra að fræða og landið hefði áfram verið fagurt og fríttHeld líka að mér sé slétt sama um hvort framsögumaður telji að það eigi eingöngu að labba eða keyra um Vonarskarðið.
Þegar ég kynni mér góðar gönguleiðir fer ég til þeirra sem hafa eitthvað um þær að segja, en ekki til prófessjónal atkvæðaveiðara sem mæta á fjöldafundi korter í kosningar.Kveðja
Didda sem hugsar alltaf í lausnum – líka íferðafrelsismálum
R-3756
01.09.2012 at 12:10 #757143Gæti ekki verið meira sammála Diddu…
Það er bara gjörsamlega út í hróa hött að ég mæti á meðan þessi maður er i húsinu.. að honum skildi detta í hug að leggja þessi drög í lög er jafn heimskulegt að mínu mati og höggva lappir af göngumanni sem gengur utanvega.
01.09.2012 at 17:40 #757145Svona svona, það er nú kannski óþarfi að sleppa því að mæta á fundinn. Það er spennandi að vita hvert stjórnin ætlar með klúbbinn í vetur, en þeir hljóta að hafa markað stefnuna varðandi starfið og ekki síst ferðafrelsismálin. Ekki er síður spennandi að heyra hvað nefndirnar sjá fyrir sér í sínu starfi í vetur.
Ef fólki misbýður ákveðin fundarefni eða ræðumenn, þá er nú ekkert flókið að víkja af fundinum um stundarsakir á meðan slíkt efni fer fram. Ég sé amk fram á að víkja þegar höfundur refsivandarins ætlar að segja frá labbitúrnum sínum.
kv. Óli
02.09.2012 at 10:12 #757147Enn einu sinni sjáum við þann ljóta leik hér á spjalli klúbbsins að efnt er til æsinga í okkar röðum og ekkert til sparað: Sannleikanum hagrætt, rýrð kastað á stjórn klúbbsins og sem alvarlegast er: illa talað um gest þann sem boðinn er á fund okkar á mánudaginn. Í þetta sinn heppnaðist þessi leikur svo vel að leikstjóranum sjálfum er brugðið.
Gott er þó að sjá að ekki gleypa allir vitleysuna hráa. Einnig er gott að sjá hve fáir nenna að taka þátt enda er hér lágt lagst hvað dylgjur og niðrandi tal varðar. Til að verja heiður okkar ágæta félagsskapar gagnvart Róbert Marshall sting ég nú niður penna.
1 Ég átti hugmyndina að því að fá Róbert Marshall til að flytja erindi og var það strax ákveðið í stjórninni að fá hann til að koma á fundinn. Það er algerlega rangt og ótrúlegt að heyra menn tyggja upp hver eftir öðrum að Róbert Marshall sé óvinur Ferðaklúbbsins eða óvinur jeppamanna. Hvílík endemis della! Í þingmannahópnum er Róbert nú sá sem hefur einna besta innsýn í starf Ferðaklúbbsins og er trúlega eini þingmaðurinn sem ekur um á 38 tommu jeppa. Róbert er félagi í klúbbnum og hefur tekið þátt í starfi hans, t.d. stikuferð fyrir um einu ári. Róbert er baráttumaður gegn utanvegaakstri, sem er nákvæmlega það sem Ferðaklúbburinn berst líka gegn. Barátta gegn utanvegaakstri er um leið mjög öflug barátta fyrir ferðafrelsi sem er eitt af markmiðum Ferða-klúbbsins.
2 Sumir gætu af lestri hér að framan haldið að nú verði refsað fyrir utanvegaakstur með 350 þús kr sekt og eignaupptöku. Það er ekki svo. Ég hvet þá sem vilja hafa það sem rétt er varðandi nýlega breytingu á lögum um umhverfisvernd að fara á vef Alþingis. Þar má lesa um aðdragandann, umræðuna, umsagnirnar, atkvæðagreiðslur ofl. Þetta er fljótgert enda frumvarpið stutt og einfalt, vakti engar deilur og var samþykkt einróma.
3 Hér koma nokkrar staðreyndir/leiðréttingar: Lagasetning á Alþingi er ekki eins manns verk. Fjórir þingmenn lögðu fram umrætt frumvarp og 29 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu við fyrstu atkvæðagreiðslu. Margir þingmenn sátu hjá en enginn greiddi atkvæði á móti því. Þannig var það í allri meðferð þingsins: engin mótatkvæði. Alls bárust Alþingi 12 umsagnir um frumvarpið (frá Félagi leiðsögumanna, Landmælingum Íslands, Landsvirkjun, Landvernd, Náttúrufræðistofnun Íslands, ríkislögreglustjóra, Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Skipulagsstofnun, Skógrækt ríkisins, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni). Í engum þessara umsagna er mælt gegn lagabreytingunni. Frumvarpinu var þó breytt lítillega í meðförum þingnefndar m.t.t. framkominna umsagna. Allt þetta má sjá á vef Alþingis.
4 Það sér því hver maður að það er beinlínis rangt sem skrifað er hér að framan að lagabreytingin hafi verið umdeild á þingi eða í þjóðfélaginu. Þvert á móti. Enda eru viðurlög (refsing, sektir eða eignaupptaka) við lögbrotum ekki áhyggjuefni annarra en þeirra sem geta hugsað sér að brjóta lögin.
5 Þá verð ég að segja hér að mér vitanlega kannast ég ekki við að þáverandi umhverfisnefnd klúbbsins né aðrar nefndir klúbbsins hafi lagt til við stjórn F4x4 neins konar mótmæli eða athugasemdir við þetta frumvarp. Stjórn F4x4 fjallaði um þetta mál en sá ekki ástæðu til aðgerða. Innan klúbbsins voru semsagt heldur engar deilur um þetta mál. Aldrei kom til greina að klúbburinn mótmælti þessari lagasetningu enda hefði það orðið gífurlegur álitshnekkir og skaði fyrir klúbbinn og vatn á myllu þeirra sem vinna gegn jeppaferðalögum.
6 Störf og stefna stjórnar klúbbsins í fyrravetur var að mínu mati farsæl og virtist falla öllum þorra félagsmanna í geð. Aðalfundur okkar í vor fór fram í þessum anda. Þetta var staðfest í hressilegu lófaklappi á aðalfundi klúbbsins í maí sl. þegar stjórnin var einróma endurkjörin og án mótframboðs, fáum dögum eftir að frumvarpið varð að lögum.
7 Best gæti ég trúað að þeir félagsmenn sem fylgdust með starfi klúbbsins í fyrravetur geti búist við meira af því sama: Klúbburinn mun vinna verkin af stillingu, hófsemd og virðingu, áfram verður unnið að því að bæta samskipti út á við og ástunda málefnalega umræðu. Eftir þessu verklagi hefur verið tekið bæði innan klúbbsins og utan. Á aðalfundinum okkar síðasta fékk stjórnin 100% stuðning til áframhandandi setu. 100% stuðning til að keyra áfram á þessari sömu línu.
8 Varðandi val á fundarefni á mánudagsfundum finnst mér klúbburinn hafa verið víðsýnn og frjálslyndur gegnum árin. Þótt maður segi stundum, stórkarlalega, að maður gangi nú helst ekki lengra en spilvírinn nær hef tekið eftir því að margir jeppamenn eiga vandaða (og stundum vel notaða) gönguskó og stunda því einnig gönguferðir. Það er því alls ekki óviðeigandi í okkar félagsskap að fá stöku sinnum erindi um gönguferðir og annan ferðamáta, einkum um óvenjuleg svæði og umdeild eins og Vonarskarðið er. Ég heyrði t.d. um skemmtilega jeppa+fjallahjólaferð á Syðra-Fjallabaki sem farin var nýlega og verður etv. verður fundarefni einhvern daginn.
9 Þá má ekki gleyma að á mánudaginn verður á dagskrá annar góður fyrirlesari: Einar Jónsson frá Skipulagsstofnun fjallar um skipulagsmál á miðhálendi Íslands. Málefni sem mikilvægt er fyrir okkur að fylgjast vel með og taka þátt ef við á.
10 Þeir þekkja það sem starfað hafa í stjórn klúbbsins að gott fundarefni er ekki tínt upp af götunni. Það sýnir sig á mánudaginn hvort vel hafi tekist til í þetta sinn.
Arnþór Þórðarson – R1727
gjaldkeri í stjórn Ferðaklúbbsins 4×4
02.09.2012 at 15:52 #757149Það má segja um viðbrögð mín hér að framan að ég fari offari. Líklega er ég að kenna Róberti M. um vonbryggði mín með stjórnmálamenn síðustu 4 – 5 áratugi en það kemur ekki þessum fundi við. Ég bið Róbert því afsökunar á þessari hörku.
Reiði mín byggir á miklum vonbryggðum með stjórnmálamenn. Nú þegar þeir hafa gert stóran hluta þjóðarinnar að öreigum, gert ungum verðandi hjónum ókleift að eignast eigið heimili nema að steipa sér í ævarandi skuldafen. Hvað gera þeir nú? Þeir eru að selja sjálfstæði þjóðarinnar erlendis. Það flokka ég undir landráð. Það er sjálfsagt að samhæfa lög og reglur ríkja að vissu marki.
Ef erindi Róberts M. hefði verið að svara spurningum um ferðfrelsi er málið annað en ekki til að stytta okkur stundir og gera okkur glaða kvöldstund með frásögn í máli og myndum um stað sem búið er að loka nema fyrir gangandi. Arnþór minn og félagi í F4x4 ég á bara ekki orð yfir þessari hugmynd. Vefnefndarfundir verða þeir einu sem ég sæki á þessu ári.
Kv. SBS.
02.09.2012 at 16:14 #757151Djísess Arnþór, stundum held ég að við séum bara ekki í sama klúbbi við höfum svo ólíkar skoðanir en það er líka bara dásamlegt að fá svona blúndubeibí í stjórn!!
Já ég er ekki sammála þeirri hugmynd þinni og samþykki stjórnar á því að fá Róbert Marshal inn á fund í Ferðaklúbbnum 4×4 til að fjalla um gönguferðina sína.
Já ég skrifa um þá óánægju mína á vef Ferðaklúbbsins 4×4
Já ég sé að það eru ekki margir sem tjá sig um málið en ég er búin að koma mínum skoðunum á framfæri. (Það eru yfir höfuð ekki margir að tjá skoðanir sínar hér á vefnum. Hann er soldið dauður hvað það varðar).
Já það má vera að skoðun mín vekji viðbrögð á vefnum…þó fá séu, en að hún sé sett fram til að efna til æsinga – þeirri skoðun er ég ekki sammála. Ég fer ekki framá að allir séu í „já“ flokki með mér, en tek fagnandi því fólki sem sýnir skoðun minni áhuga.
Já ég veit að það er oft erfitt að fá hugmynd að góðum fyrirlestrum. En í þessu tilviki er í mínum huga ljóst að ekki eru allir með fingurna á púlsinum.
Nei ég get ekki verið sammála um að það sé ljótur leikur að hafa aðra skoðun en stjórn og tjá hana í spjallþræði. Frekar er það skoðun mín að slíkt veiti aðhald til stjórnar og gefi stjórn tækifæri til umhugsunar í áframhaldandi ákvarðanatökum.
Þar sem lítilega er komið inn á athugasemdina mína, sem að miklu leyti fjallar um breytingar á 76 gr. laga um náttúruvernd 44/1999 (refsingar fyrir náttúruspjöll). Vil ég gera athugasemdir við athugasemdirnar
• Róbert Marshal var framsögumaður frumvarpsins – og þannig er það skráð á vef þingsins. Umhverfis og samgöngunefnd alþingis samþykkti einnig að svo skyldi vera. Að flutningsmenn væru fleiri er óáhugavert. Enda er framsögumaðurinn jeppakarlinn á 38“
• Róbert Marshal og félagar leituðu eftir athugasemdum frá 67 aðilum. En ekki leitaði hann eftir athugasemdum frá [u:ev5cnkd1]vinum sínum í Ferðaklúbbnum 4×4[/u:ev5cnkd1] . Aðgerðarleysi getur líka verið ástæða viðbragða annara [u:ev5cnkd1]vina hans[/u:ev5cnkd1].
• 29 þingmenn samþykktu frumvarpið en 34 þingmenn sátu hjá eða greiddu ekki atkvæði – Er ég með ýkjur þegar ég segi mjög umdeilanlegt – ég hef allavega ekki hitt margt jeppafólk sem er fyllilega ánægt með þessa viðbót inn í náttúruverndarlög og setja spurningarmerki við væntanlega framkvæmd þeirra og hugsanlegt óréttlæti sem þau skapa. Athugasemdir hafa bæði verið gerðar í mín eyru og á alþingi um að best væri ef breytingar á náttúruverndarlögum væru heildstæðar og ekki væri gott að að sauma bætur á lögin rétt áður en þau væru skoðuð í heild sinni.
• Ekki gerði ég athugasemd, í pistli mínum hér að framan, um auknar sektir vegna náttúruspjalla heldur við ákvæði um eignaupptöku við „vítaverðar aðstæður“. Þar kom ég með dæmi, þar sem brot er framið af þekkingarleysi á því hvaða slóðir eru opnar og hverjar lokaðar. Einnig bendi ég á þá staðreynd að lögin bera í sér mikla mismunun. Það er leikur einn að smíða léleg lög og lagaviðbætur sem eru götótt og ná ekki að uppfylla það markmið sem farið var af stað með í upphafi. Áhyggjuefnið er óréttlæti og mismunun en ekki „ljótir“ lögbrjótar.
• Þá vil ég benda á að þann 07.12.2011 sat ég fund hjá Umhverfis og samgöngunefnd alþingis vegna breytinga á 17. grein laga, 44/1999. Var það að eigin frumkvæði að á þessum fundi fjallaði ég lítilega um refsivönd Róberts. Athugasemd um óánægjuna með refsivöndinn má lesa í skýrslu sem send var stjórnar Ferðaklúbbsins 4×4 14.12.2011. Ekki um formlegar athugasemdir að ræða til handa Umhverfis og samgöngunefnd, end var refsivöndurinn ekki umræðuefni fundarins. Í framhaldinu var ekki kallað eftir frekari viðbrögðum af hendi alþingis frá Ferðaklúbbnum 4×4 vegna refsivandarins. Að stjórn skyldi dusta málið út af borðinu í stað þess að sýna viðbrögð er eitthvað sem stjórn verður að lifa með. Ég held að í núverandi stjórn séu margir flottir aðilar sem geta vel gert greinarmun á því að mótmæla lagabreytingu, með tilheyrandi álitshnekki á klúbbnum og því að koma með vel valdar rökstuddar athugasemdir til Umhverfis og samgöngunefnar alþingis. En öllu tali um að athugasemdir hafi ekki verið gerðar er vísað til föðurhúsa, enda var ég á þessum tíma formaður Umhverfisnefndar klúbbsins og leyfi mér að líta svo á að með skýrsluskilum hafi verið um formlega athugasemd Umhverfisnefndar til stjórnar að ræða.
• Við erum heppin að margir aðilar hafa í gegnum tíðina tekið þátt í allskyns starfi með Ferðaklúbbnum 4×4. Að Róbert Marshal hafi kíkt í stikuferð á síðasta ári er vel gert hjá honum. Eflaust greinir okkur Róbert ekki á um markmið varðandi utanvegaakstur, en ágreiningur er um leiðir að þeim markmiðum – refsing vs. fræðsla.
• Því miður tel ég að barátta Ferðaklúbbsins 4×4 gegn utanvegaakstri vegi sífellt léttar á vogarskálar ferðafrelsisins. En það er rétt að sú barátta er í gangi og bíð ég spennt eftir nýjum hugmyndum frá stjórn til að þyngja okkar hlut í þeirri vegferð.
• Að stjórn velji sér að auka virðingu Ferðaklúbbsins 4×4 með því að vinna verkin í stillingu og hófsemd er gott mál sem ég styð af heilum hug. En aðgerðarleysi styð ég ekki og ekki þá óvirðingu sem bæði Róbert Marshal og öðrum félagsmönnum í Ferðaklúbbnum 4×4 er sýnd með óviðeigandi vali á umræðuefni félagsfundarins.
Með ljúfri kveðju
Didda
R-3756
Handritshöfundur og aðstoðarleikstjóri.
02.09.2012 at 23:24 #757153VÁ hvað þetta er lang frá því að vera sá klúbbur sem ég skráði mig í. Ég ætla ekki að mæta á þennan fund því ég ætla að skrá mig úr þessum klúbb. Þvílík hræsni og ógeð sem kemur fram í þessum þræði blöskrar mér.
Það eru ótrúlegustu hlutir sem kynntir hafa verið á fundum í 4×4 í gegnum árin en aldrei hef ég séð sýnda jafn mikla ókurteisi gagnvart umræddum Róberti eins og ákveðnir félagar þessa klúbbs eins og gert hefur verið á þessum þræði og það af fólki sem bæði er í umhverfisnefnd og fl nefndum innan klúbbsins núna og áður. Viljum við að okkur sé gefinn sami séns á að koma okkar hobbýi/áhugamennsku/áhugamáli á framfæri ? Vilji þið að okkur sé tekið svona annars staðar? Skrifað er á forsíðu "Dagskrá Innanfélagsmál Róbert Marshall segir frá gönguferð um Vonarskarð í mál og myndum og verður með hugleiðingu um sambúð göngufólks og jeppafólks"
Róbert hefur sjálfsagt sínar skoðanir eins og við, eru þær þá rangar því við erum ekki sammála þeim? eigum við ekki að hlusta á göngusögur því við erum bara jeppamenn? Þarna kemur líka fram að hann sé með hugleiðingu um sambúð jeppa og göngufólks, er það slæmt? vill enginn hlusta á það? Ég endurtek MARGIR hafa komið og kynnt MÖRG MISMUNANDI málefni á fundum hjá okkur var það kannski líka vitleisa? Ég hef setið undir mörgum leiðinlegum fyrirlestrum á fundum þar sem fólki hefur orðið tíðrætt um hversu ÆÐISLEGT það er og hversu vel hefur gengið að smala nýliðum í klúbbinn í gegnum þeirra deild. Kannski er ég sá eini sem vildi hlusta á Robert og það ætti að vera nóg fyrir hina! ekki væli ég þegar þeir blása hversu vel þeir eru að standa sig. Nei ég segi hingað og ekki lengra ef þetta er það sem félagsmenn vilja að aðeins sé sögð önnur hliðin á ferðamennsku þá er mér nóg boðið þar vil ég ekki vera.
Einræði=fáfræði þið viljið fá ótakmarkaðann frið og athygli til að tjá eina hlið án þess að þurfa að hlusta á hina.
kv Gísli Þór R3337
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.