This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Ægir Sævarsson 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Jæja drengir og stúlkur þá verðið er í höfn og komið að því að hittast og funda vegna dekkjainnkaupa.
Staðan er sú í dag að í upphafi hafði ég samband við Gúmmívinnsluna á Akureyri og bað þá að flytja fyrir mig inn gám með 44″ dekkjum. Ég sagði þeim að ég ætlaði að reyna að safna saman kaupendum og reiknaði með að ná ca. 50 dekkjum. Þeim leist alveg frábærlega á þetta og voru hinir almennilegustu í því að hjálpa mér með þetta. Þetta gekk nú betur en ég reiknaði með og endaði í 108 dekkjum.Þegar hér var komið spjallaði ég við þá hjá Gúmmívinnslunni og spurði þá hvort þeim væri ekki sama hvort ég hefði samband við Arctic Trucks og byði þeim að bjóða í þennan dekkjapakka. Þeir hjá Gúmmívinnslunni voru alveg sáttir við það og þá sérstaklega þar sem Arctic Trucks er með umboðið fyrir þessum dekkjum. Ég hafði síðan samband við þá hjá Arctic Trucks og þeir voru hinir almennilegustu og buðu okkur að gera þetta fyrir okkur á sömu forsendum og upp var lagt með. Þær forsendur eru jú að við greiðum 50% af dekkjaverðinu við staðfestingu á kaupum og rest þegar dekkin koma til landsins.
Næst á dagskrá er að þeir sem skráðu sig á 100% listann mæti sem flestir á fund hjá Arctic Trucks á þriðjudagskvöld (21.des 2004) klukkan 18:30. Á þessum fundi ræðum við um dekkjaábyrgð og þess háttar mál.
Eftir þennan fund mun ég síðan setja inn á netið upplýsngar um niðurstöðu fundarins fyrir þá sem voru á listanum en náðu ekki að mæta.Kveðja í bili og skila ég þakklæti til þeirra hjá Gúmmívinnslunni fyrir norðan að vilja vera með í þessu í upphafi og eins þeim hjá Arctic Trucks fyrir að taka svona vel í þessa hugmynd.
Þeim hjá GVS (Gúmmívinnustofunni) óska ég alls hins besta og væri bara gaman ef þeir gæfu okkur tilboð í að setja þetta á felgur, míkróskera og þess háttar fínerí.
Theodór Kristjánsson.
R2290
You must be logged in to reply to this topic.