This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 23 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ég hef verið að lesa þessar greinar sem ýmsir menn hafa verið að setja inn á netið og þótt æði skrýtið hvernig menn hafa tekið á málum sem þeir greinilega vita ekkert um. Þannig er nú málum háttað hjá mér að ég skoða málin ofan í kjölin áður en ég hef upp raust mína og læt skoðanir mínar í ljós. Ég er örugglega einn af fáum ef ekki sá eini hér á spjallrásinni sem hef sett FuelMAX í bílinn hjá mér og niðurstöðurnar komu mér skemmtilega á óvart. Ég er með nýlega VW Boru árg. 2000, sem var keyrður um 20.000 km., þegar ég setti segulinn í bílinn, reiknaði ég ekki með miklum árangri því þetta er nýr bíll og taldi ég bílinn ná fullri nýtingu á eldsneytinu, en var samt spenntur að sjá hvort þetta gerði eitthvað til að ná eyðslunni niður. Því kom það mér verulega á óvart að þessi segull virkaði nákvæmlega eins og sagt hafði verið, meðaleyðslan innanbæjar var áður um 10,3 – 10,5 en er nú um 9,1-9,3 og í langkeyrslunni eyddi hann áður um ca. 9,2 – 9,4 lítrum á hundraði en eyðir nú um 7,9 – 8,2. Einnig lét ég mæla mengunina áður og eftir að ég setti segulinn í bílinn, en þær tölur get ég því miður ekki sett á blað því þeim hef ég glatað einhvers staðar og vil ég því ekki setja einhverjar tölur fram sem ég get ekki staðið við, en ég get hins vegar fullyrt að þær komu mjög vel út. Þetta er frekar ódýr búnaður, búnaður sem ég sé ekki eftir að hafa sett í bílinn minn, búnaður sem ég ætla að hafa í bílum mínum framveigis. Þetta eru þær niðurstöður sem ég hef komist að með því að skoða málið og prófa hlutinn og þarf því engan til að segja mér hvað virkar og hvað ekki, því mæli ég með að menn hætti að tala niðrandi um hluti sem þeir hafa aldrei prófað. En eins og ég hef sagt þá hefur þetta reynst mér vel og mæli ég með að fleiri prófi þetta, sérstaklega á tímum sem þessum, þar sem bensín kostar 91 – 95 kr/lítrinn og þar sem við viljum minni mengun. Ég segi FuelMax takk fyrir mig.
You must be logged in to reply to this topic.