This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Freyr Jónsson 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
á hinu háa Alþingi er komið fram frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð.
Markmið frumvarpsins er: Auðvelda skal almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess
að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins.
Umferð verður háð leifi:
Umferð í þjóðgarðinum.
Setja skal í reglugerð ákvæði um umferð gangandi vegfarenda, ríðandi eða hjólandi manna
og um umferð vélknúinna ökutækja í Vatnajökulsþjóðgarði.
Akstur vélknúinna ökutækja utan vega í Vatnajökulsþjóðgarði er bannaður. Þó er heimilt
að aka slíkum tækjum á jöklum og á leyfðum vetrarakstursleiðum, sbr. 3. mgr., svo fremi
sem jörð er snævi þakin og frosin. Í reglugerð er heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja
á einstökum svæðum á Vatnajökli allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins.
Í reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð skal gerð sérstök grein fyrir öllum vegum sem
heimilt er að aka innan þjóðgarðsins. Enn fremur skal skilgreina þau svæði þar sem heimilt
er að aka að vetri á snjó eða frosinni jörð og hvaða skilyrðum slíkur akstur er bundinn. Heimilt
er að takmarka umferð á einstökum vegum, slóðum eða svæðum við tiltekinn tíma ársins
eða binda hana við tiltekna notkun, svo sem vegna veiða, smölunar búfjár eða annarra landbúnaðarstarfa
eða vegna rannsókna, ef það er talið nauðsynlegt vegna verndunar viðkomandi
landsvæðis.
Liggi landsvæði undir skemmdum og talið er nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða
getur viðkomandi þjóðgarðsvörður tekið ákvörðun um tímabundna lokun afmarkaðs svæðis
fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Ákvörðun þjóðgarðsvarðar um tímabundna lokun svæðis
skal birt í B-deild Stjórnartíðinda og með öðrum áberandi hætti í dagblöðum og á vefsíðu
þjóðgarðsins.
Ákvæði þessara laga um akstur utan vega í Vatnajökulsþjóðgarði ganga framar ákvæðum
náttúruverndarlaga um sama efni og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.
Gjald:
Gjaldtaka.
Í reglugerð má ákveða að taka gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu
og aðgang að svæðinu til að mæta kostnaði við þjónustu og eftirlit með dvalargestum.
Fjárhæð gjaldsins skal birt í reglugerð og byggjast á rekstraráætlun þjóðgarðsins alls sem
stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur fyrir umhverfisráðherra til samþykktar. Heimilt er að
ákveða að gjaldið sé föst fjárhæð miðað við dagsdvöl í þjóðgarðinum og veiti aðgang að
þjónustu á vegum þjóðgarðsins á öllum rekstrarsvæðum hans. Heimilt er þó að innheimta
sérstaklega fyrir aðgang að tjaldstæðum innan þjóðgarðsins. Heimilt er að veita afslátt af
gjaldinu ef greitt er fyrir lengri tíma í senn eða ef greitt er fyrir marga aðila í einu. Gestagjöld
skulu renna til Vatnajökulsþjóðgarðs óháð því á hvaða rekstrarsvæði þau eru innheimt. Ráðherra
ákveður nánara fyrirkomulag gjaldtöku í reglugerð að fengnum tillögum stjórnar þjóðgarðsins.
Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
12. gr.
Verndaráætlun.
Eigi síðar en tveimur árum eftir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs skal lokið gerð verndaráætlunar
fyrir þjóðgarðinn.
4
Í verndaráætlun skal gerð grein fyrir markmiðum verndar á einstökum svæðum innan
Vatnajökulsþjóðgarðs, einstökum verndaraðgerðum, landnýtingu og mannvirkjagerð, vegum,
reiðstígum, göngubrúm og helstu gönguleiðum, umferðarrétti almennings og aðgengi ferðamanna
að svæðinu.
Svæðisráðin, hvert á sínu svæði, skulu vinna tillögu að verndaráætlun í samráði við
Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Tillaga hvers svæðisráðs skal send stjórn
eigi síðar en 18 mánuðum eftir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Við gerð verndaráætlunar skal
svæðisráð hafa samráð við eigendur lands innan þjóðgarðs á viðkomandi svæði, sveitarstjórnir
og aðra hagsmunaaðila á svæðinu.
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fer yfir tillögur svæðisráða og vinnur á grundvelli þeirra
verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Stjórn skal gæta þess að verndaráætlun samræmist
ákvæðum laga og reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð. Stjórn getur gert breytingar á tillögum
svæðisráða. Tillaga stjórnar að verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð skal unnin í
samráði við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Tillagan skal auglýst opinberlega
og almenningi og hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir áður en endanleg
tillaga er send ráðherra. Frestur til að gera athugasemdir við tillögu að verndaráætlun skal
a.m.k. vera sex vikur frá birtingu auglýsingar.
Tillaga stjórnar að verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð skal send umhverfisráðherra
til staðfestingar. Umhverfisráðherra getur gert breytingar á verndaráætlun telji hann hana eða
einstaka hluta hennar fara í bága við lög þessi, reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð eða
verndarmarkmið þjóðgarðsins. Þegar umhverfisráðherra hefur staðfest verndaráætlun fyrir
Vatnajökulsþjóðgarð skal hún auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og tekur hún gildi við
birtingu.
Heimilt er að gera breytingar á verndaráætlun og fer um málsmeðferð samkvæmt ákvæðum
3.-5. mgr. Stjórn þjóðgarðsins getur lagt til breytingar á verndaráætlun án þess að um það
berist tillaga frá viðkomandi svæðisráði. Í þeim tilvikum skal ávallt leita umsagnar svæðisráðs
áður en tillagan er send umhverfisráðherra. Verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð
skal endurskoðuð eigi sjaldnar en á 10 ára fresti.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um efni verndaráætlunar og málsmeðferð við
gerð og staðfestingu hennar.
13. gr.
Réttaráhrif verndaráætlunar.
Sveitarstjórnir eru bundnar af efni verndaráætlunar við gerð skipulagsáætlana fyrir landsvæði
innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
Þessi verndaráætlun virðst eingöngu á valdi UST og allir aðrir eru bundnir af henni og hafa þá lítið sem ekkert að segja um það hvað er heimilt og hvað ekki.
Ákvæði til bráðabirgða.
1. Stjórn og svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs skulu skipuð fyrir 1. júní 2007.
2. Unnið skal að kortlagningu vega og heimilla vetrarakstursleiða í Vatnajökulsþjóðgarði,
sbr. 3. mgr. 15. gr., samhliða gerð verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn.
og svo framvegis.Ég tel þetta frumvarp eins og það byrtist nú vera sértstaklaga til að hefta okkar ferðir á jökulinn án nokkurar sýnilegrar ástæðu og verðum því að gera alvarlegar athugasemdir við það.
Kveðja Dagur
You must be logged in to reply to this topic.