This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Nokkuð er það merkilegt hér á vefnum hvað menn tjá sig lítið um málefni sem skipta okkur og þjóðina máli, Þ.a.s hversu málefnin geta verið á ótrúlegu plani. T.d er ekki minnst á frumvarp iðnaðarráðherra og eiginlega mætti maður ætla að umhverfisnefnd klúbbsins fjallaði um það mál og upplýsti félagsmenn um frumvarpið. Hvort sem þeir gerðu það hlutlaust eða af hlutdrægni. Skiptir svo sem ekki máli. Það skiptir svo sem ekki máli heldur hvar í flokki menn standa. Heldur hvernig menn vilja sjá framtíð hálendisins. Og væri þess vegna áhugavert að sjá menn skiptast á skoðunum um framtíð okkar. Gæti ég t.d spurt félagsmenn á þennan veg, eigum við að fórna hálendi íslands og slóðum okkar til þess að framleiða meira ál. Viljum við það að 40% af þjóðarframleiðslunni verði ál. Svo eru hér nokkrir staðir sem eru komnir í virkjunar feril.
1 Torfajökull
2 Hólmsá
3 Vestari-Jökulsá
4 Eystri-Jökulsá
5 Skjálfandafljót
6 Kerlingafjöll
7 Hágöngur
8 Langisjór
9 Við Þjórsárjökul
10 Norðlingaalda
You must be logged in to reply to this topic.