Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Frumvarp iðnaðarráðherra.
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2005 at 20:20 #196849
AnonymousNokkuð er það merkilegt hér á vefnum hvað menn tjá sig lítið um málefni sem skipta okkur og þjóðina máli, Þ.a.s hversu málefnin geta verið á ótrúlegu plani. T.d er ekki minnst á frumvarp iðnaðarráðherra og eiginlega mætti maður ætla að umhverfisnefnd klúbbsins fjallaði um það mál og upplýsti félagsmenn um frumvarpið. Hvort sem þeir gerðu það hlutlaust eða af hlutdrægni. Skiptir svo sem ekki máli. Það skiptir svo sem ekki máli heldur hvar í flokki menn standa. Heldur hvernig menn vilja sjá framtíð hálendisins. Og væri þess vegna áhugavert að sjá menn skiptast á skoðunum um framtíð okkar. Gæti ég t.d spurt félagsmenn á þennan veg, eigum við að fórna hálendi íslands og slóðum okkar til þess að framleiða meira ál. Viljum við það að 40% af þjóðarframleiðslunni verði ál. Svo eru hér nokkrir staðir sem eru komnir í virkjunar feril.
1 Torfajökull
2 Hólmsá
3 Vestari-Jökulsá
4 Eystri-Jökulsá
5 Skjálfandafljót
6 Kerlingafjöll
7 Hágöngur
8 Langisjór
9 Við Þjórsárjökul
10 Norðlingaalda -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.12.2005 at 20:28 #535770
Ég vill benda yfirvöldum á að það má virkja lagnirnar hérna. Drenlagnir, þakrennur, niðurfallið, skólpið og þvagrásina á mér, bara svo að við missum ekki af einu einasta watti sem kreista má úr þessu skeri okkar.
Haukur Þór
12.12.2005 at 22:38 #535772Landsvirkjun er búin að reikna út hversu mikið rafmagn hver einasti vatnsdropi á Íslandi getur framleitt, og jafnvel þvagrásina í HÞS.
Þeir hafa meðal annars mælt út hversu mikilli orku Hvítá gæti skilað en bættu við að það væri ekki fýsilegur kostur útfrá náttúru, sögu og umhverfisverndarsjónarmiðum.Ég var farinn að naga á mér neglurnar talsvert þegar þeir byrjuðu að ræða um að virkja Torfajökulssvæðið, en ég hélt að það hefði verið sett einhverskonar bann á þær fyrirætlanir.
Ég held að næsti og áhugaverðasti kostur þeirra sé bora göng í gegnum Fögrufjöll og Tungnárfjallgarð og veita Skaftá í Langasjó og þaðan í Tungná sem er aðal vatnsuppistaðan í Þjórsá. Þ.a.l. geta þeir aukið framleiðsluna í virkjunum sem eru nú þegar í Þjórsá, sem sagt tiltölulega ódýrt rafmagn séð með peningalegu sjónarmiði en fokdýrt umhverfislega.
Mér fannst það grátlegt í sumar að það var verið að "sóa" tíma í tilgangslaus mótmæli við Kárahnjúka, eins og þau hefðu breytt einhverju, þegar hægt hefði verið að nota þessa orku í að benda mönnum á hvað sé næst á dagskrá hjá þessum "gullkálfi" Landsvirkjun.
Ég styð það fullshugar að reynt verði að opna augu almennings á þeirri staðreynd að Yfirvöld ætla sér að eyðileggja stærsta ósnerta landsvæði Evrópu fyrir nokkrar krónur sem fara í vasa auðvaldsins.
Og það er ekki að þessi svokallaða hreina orka sé notuð í eitthvað umhverfisvænt, heldur í eiturspúandi skrímsli. Austfjarðarþokan mun allavegna ekki minnka á næstu árum.
Kveðja
13.12.2005 at 00:14 #535774Held að þessi klúbbur ætti að láta vera að leggjast á sveif með "ósnortnum víðernum" sögnum. Á þeim eru nefnilega engir JEPPAR!
Skynsamleg nýting þessa lands þ.m.t. til útivistar ætti að vera kappsmál okkar allra.
Það er annars spaugilegt hvað allir eru á móti virkjununum akandi um á jeppum sem þeir keyptu á óvenjugóðu gengi fyrir aukin kaupmátt sem að stærstum hluta er greitt fyrir með fjáfestignunum í stór- og orkuiðnaðnum.
Mér hefur lögnum þótt að þeir sem eru á móti "áfengi" ættu ekki að "drekka".
mbk. l.
13.12.2005 at 01:51 #535776Hvaðan kemur sú kenning að jeppar og ósnortin víðerni fari ekki saman? Það finnst mér skrítin fræði. Ég get kannski fallist á að fólksbíll og ósnortin víðerni fari illa saman því fólksbílinn þarf oftast meiri mannvirkjagerð til að komast um en jeppar þurfa ekki nema ógreinilega slóð sem samanstendur af tveimur vel troðnum hjólförum og ekki einu sinni það að vetrarlagi. Hins vegar er jeppi í mínum huga lítils virði ef engin eru ósnortin víðerni og ósnortin víðerni lítils virði ef enginn er jeppinn, því gagnsemi jeppans er fyrst og fremst að hann er frábært tæki til að ferðast um ónsnortin víðerni og ef enginn væri að ferðast um þessi ósnortnu víðerni væri ábygglega öllum sama um þau. Þannig hangir þetta allt saman og allir eða allavega því sem næst allir sem ferðast um þann hluta hálendisins sem enn getur talist ósnortinn nota einhvers konar fjórhjóladrifsbíl. Fólkbílar duga hins vegar vel til að ferðast um virkjanasvæðin.
Og ekki koma með þessa tuggu um að það sé álverum að þakka að við getum keypt okkur jeppa, sú hagfræði að það sé aðeins ein leið til að afla fjármagns í þjóðarbúið er að vísu Íslendingum töm en bara stenst ekki. Það væri hægt að gera hina ótrúlegustu hluti í fjölda atvinnugreina fyrir það fjármagn sem sett er í virkjanaframkvæmdir.
Það er staðreynd að orkuvinnslan gerir stöðugt tilkall til fleiri og fleiri svæða á hálendinu, meðan ferðamenn og náttúruunendur hreyfa hvorki legg né lið. En núna þegar farið er að tala um virkjanaframkvæmdir á Torfajökulssvæðinu held ég það hljóti að fara verða einhver vakning og menn geri sér grein fyrir því að meðan ekkert heyrist í okkur heldur þessi þróun bara áfram þar verðum farin að tala um íslenska náttúru í þátíð.
Kv – Skúli
13.12.2005 at 02:05 #535778Þetta fór alveg ágætlega af stað hjá þér en svo varðstu alveg Vinstri grænn þegar þetta kom…
"Og ekki koma með þessa tuggu um að það sé álverum að þakka að við getum keypt okkur jeppa, sú hagfræði að það sé aðeins ein leið til að afla fjármagns í þjóðarbúið er að vísu Íslendingum töm en bara stenst ekki. Það væri hægt að gera hina ótrúlegustu hluti í fjölda atvinnugreina fyrir það fjármagn sem sett er í virkjanaframkvæmdir."
Þessi "bara eitthvað annað" málflutningur bara getur ekki gengið mjög lengi né hljómað gáfulegur – sama hversu oft er sagt og af hvaða snillingi.
Menn verða að átta sig á því að þegar fjármagn kom inn í landið til að byggja álver á austurlandi þá var ekkert annað í boði – það þarf erlenda fjárfesta inn í landið til að geta staðið undir jafn mikilli fjárfestingu og stóriðjuframkvæmdir eru og menn geta einfaldlega ekki dælt fjármagni í hinar og þessar atvinnugreinar til að gera ótrúlegustu hluti ef að ekkert er erlent fjármagnið til að bakka þessa hluti upp…
Þó svo að ég sé allt annað en sáttur við Kárahnjúka þá hef ég þó mjög ákveðin skilning á arðsemi þeirrar framkvæmdar og það er alveg ljóst og þarf engan prófessor í hagfræði til að átta sig á því að stærstur hluti núverandi uppsveiflu skrifast á framkvæmdirnar fyrir austan – hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.
Hitt er annað mál að ég er alveg sammála Ofsa og fleirum um að við verðum að vera vel vakandi til að við fáum ekki yfir okkur stórfelld umhverfisslys í næstu virkjunum – ef einhverjar verða – en ef skynsamlegir virkjunarkostir koma fram þar sem fórnarkostnaður er í lágmarki á móti þeim ávinningi sem felst í framkvæmdinni þá tel ég rétt að nýta slíka kosti …… Ekki það að ég hafi kynnt mér þessa kosti sem taldir eru upp að framan og þaðan af síður myndað mér skoðun á þeim.
En þetta með ósnortnu víðernin – þá er það nú þannig að þeir sem hafa hingað til haft hæst í að mótmæla virkjunum telja flestir að hálendið eigi að vera fyrir gæsir og göngufólk. Er það ekki sama liðið og kom því í gegn að það er bannað að aka að Hvannadalshnjúk og niður Skeiðarárjökul – vegna bílfara í snjónum og hávaðamengunar…. Eru bílför í sandi, ógreinilegur slóði ekki alveg sama eitrið í beinum þessa fólks ?
Benni
13.12.2005 at 03:38 #535780Hagfræði Benna er röng á svo margan hátt að maður veit ekki hvar á byrja. Ef Kárahnjúkaframkvæmdirnar eru skoðaðar eingöngu út frá efnahagslegum forsendum þá uppfylla þær ekki þær kröfur um arðsemi sem fjármagnsmarkaðurinn gerir. Forsenda framkvæmdanna er ábyrgð eigandanna (almennings í landinu) á fjármögnum þeirra. Við erum að borga með virkjuninni í formi hærra orkuverðs og minni uppbyggingar í atvinnugreinum sem byggja á þekkingu, útsjónarsemi og frumkvæði okkar sjálfra.
Hér er á ferðinni atvinnuuppbygging í anda Stalíns sáluga, uppbygging á þungaiðnaði samkvæmt fyrirskipun frá miðstýrðu ríkisvaldi, þar sem ekkert tillit er tekið arðsemi, umhverfis eða mannlífs.
Þegar fyrirtæki eins og Flaga eða CCP ákveða að færa starfsemi sína úr landi, þá þýðir það verri lífskjör á Íslandi til frambúðar. Þegar fjármunum er sóað í óarbærar fjárfestingar, hvort sem það er í virkjunum, loðdýrum eða fiskeldi, þá þýðir það verri lífskjör á Íslandi.Það tapa allir á Kárahnjúkum.
-Einar
13.12.2005 at 07:05 #535782Jæja þetta stefnir bara í að verða langur og skemtilegur þrætu þráður <;o)
En svona persnulega er ég sammála Benna og fleirum. Efnhags sveiflan er að miklu leiti þessu erlenda fjármagni að þakka. En ég er ekkert sáttur við þessa Kárahnjúka virkjun en ég hef samt skilning á henni. Og ef við ættlum að halda uppi sömu lífsgæðum á landinu verðum við að skapa atvinnu. Til þess að getað skapað atvinnu þurfum við tækifærin þea fyrirtæki til að starfa. Nú til þess að fyrirtækin geti starfað þurfum við orku. Nú jæja ég veit að smá fyrirtæki þurfa ekki mikla orku, en stórfyrirtæki sem hefur margt fólk í vinnu hlýtur að vera álitlegri kostur og hagkvæmari svona peningalega. Þá er það aðal spurningin …. hvernig eigum við að framleiða orku ef við getum ekki virkjað ??? Er betra að setja upp helling af smávirkjunum ?? eigum við að setja upp kjarnorkuver ??? Nei ég spyr bara.
Nóg af röfli ( ég er ekki búinn að fá mér kaffi = Ekki vaknaður )
13.12.2005 at 08:16 #535784Sælir félagar
Til þess að við getum stundað okkar jeppasport og breytt okkar jeppum sem streyma nú til landsins þá þurfum við atvinnu. Það eru ekki meira en 10 ár síðan það var bullandi atvinnuleysi hér á Íslandi líka á höfuðborgarsvæðinu. Ísal breytti miklu fyrir atvinnumál í Hafnafirði á sínum tíma.
Ég segi X við atvinnu.
fv. formaður Atvinnuþróunarfélags í Garðabæ.
Guðmundur
13.12.2005 at 10:17 #535786Það er stór spurning hvort hægt sé að telja uppsveifluna núna til jákvæðra afleiðinga af virkjanastefnunni, því þetta leiðir til ójafnvægis og óróa í hagkerfinu, m.a. með þeim afleiðingum að fyrirtæki flýja land eins og Eik bendir á. Og þá eru ekki nefnd þau sprotafyrirtæki og nýjungar í atvinnulífi Íslendinga sem ekki hafa náð að vaxa. Það er misskilningur stjórnmálamanna í líklega öllum þessum framsóknarflokkum á þingi að atvinnustig þjóðarinnar byggist á því að þeir “skapi störf“. Það er það versta sem gerist þegar þeir taka upp á slíku og það er gömul saga og ný að stóriðjustökkin þeirra rústa lífsskilyrðum annarra fyrirtækja. Eins og eik segir, stalínismi.
En þetta er almenn pólitík, en hitt sem Benni segir stendur okkur nær. Það er að “… þá er það nú þannig að þeir sem hafa hingað til haft hæst í að mótmæla virkjunum telja flestir að hálendið eigi að vera fyrir gæsir og göngufólk.“ Það er kannski sannleikskorn í þessu, þó auðvitað fer göngufólk á jeppum og fjórhjóladrifnum rútum inn á hálendið, þó það labbi svo þegar þangað er komið. Slóðar eru því jafn nauðsynlegir göngufólki og öðrum, en auðvitað komast gæsirnar af án þeirra. En sé þetta málið með þá sem hafa verið að mótmæla virkjunum, að það sé einhverjir sértrúarsöfnuðir, hvernig væri þá að breyta því og láta fleiri raddir heyrast í þessum efnum. Gera raunverulega kröfu um að hálendinu eða svæðum á hálendinu sé ráðstafað til náttúruskoðunar og ferðalaga fyrir hinn almenna Íslending sem vill geta farið á sínum jeppa og notið ósnortinna víðerna.
Kv – Skúli
13.12.2005 at 10:34 #535788Það er rétt hjá Benna og Páli, að þenslan sem er og hefur verið í hagkerfinu undanfarin missiri stafar af erlendu fjármagni, nánar tiltekið erlendum lántökum sem m.a. hafa farið í Kárahnjúka og íbúðalán. Því miður er í hvorugu tilfellinu um að ræða fjárfestingar sem skila nægilega góðum arði í framtíðinni, til þess að standa undir vöxtum og afborgunum. Því er hætt við því að timburmennirnir verði erfiðir þegar veislunni líkur.
Meðal forsenda fyrir áframhaldandi hagvexti er að fjárfestgingar séu arðbærar og þokkalegt jafnvæi ríki í hagkerfinu. Þensla á vinnumarkaði eins og nú er, með tilheyrandi innflutingi á farandverkafólki, er ekki ástand sem haldist getur til framtíðar.Fyrir skömmu voru birtar tölur um samanburð á lífkjörum milli landa. Ísland var ofarlega á þeim lista, en það er athyglisvert flest þau lönd sem voru fyrir ofan Ísland á listanum (Lúxemburg, Sviss, Danmörk og Írland) eru mjög fátæk af náttúrulegum auðlíndum. Það sem ræður úrslitum um velgengi þjóða, er það hversu vel þeim tekst að nýta hugvit, útsjónarsemi og framtak þegnnna, en ekki það hversu mikið er flutt út af hráefnum, (orku, áli eða fiski t.d.)
Það er rétt að nútíma þjóðfélag þarf á raforku að halda. Nú þegar er búið að gera umhverfismat á tveimur stórum virkjunum i neðrihluta Þjórsar, sem geta fullnægt fyrirsjánlegri raforkuþörf í marga áratugi, ef ekki bætast við ný álver.
-Einar
13.12.2005 at 13:28 #535790Það breytist seint að þjóðin skiptist í tvær filkingar í þessu máli. ,,þessi“ Kárahnjúkavirkjun sem menn tala um mun klárlega ekki borga sig m.v. hlutlausar útektir hagfræðinga. Virkjunin mun valda umhverfisspjöllum í gríðarlegu mæli. Uppistöðulónið mun valda mikilli koltvísýringsmyndum þegar lífverurnar (setið) á botni lónsins mun rotna. Við munum horfa á hræðilegt leirfok úr botni lónsins yfir sumartímann sem mun að öllum líkindum auka á austfjarðaþokuna, sem Birkir mynnist á.
Sú staðhæfing að þeir sem eru mótfallnir þessari stóriðjustefnu séu að einblína, röksemdalaust, á virkjanalaust land án tillits til hags þjóðarinnar er orðin langþreytt. Er ekki jafnmikil rökfærsla að segja þá sem einblína á stóriðju sjái ekki heildarmyndina og möguleikana sem felast í landsins gæðum og hugviti landanns?
Það er alveg klárt að vegna afskiptaleysis eru hátæknifyrirtæki að flýja land, þar hverfa tekjur og störf, fyrir 0,1% af þeim kostnaði sem fer í að reisa Kárahnjúkavirkjun mætti gera alveg ótrúlega margt til að létta undir hagkvæmari og vistvænni atvinnugreinum hvað þá 1%. Þess má geta að 0,1% af áætluðum kostnaði Kárahnjúkavirkjunar eru 100 milljónir. Það er svigrúm til að skoða aðrar leiðir til að fjármagna jeppakaup og það er að mínu mati betra en að einblína á Stalínisman þ.e. stóriðjustefna. Það er líka hættulegt hagkerfinu að treysta á einn atvinnuveg í landinu, hvað ef menn fynna nú upp nýtt og betra efni í stað áls? Þá er stór hópur fólks í vanda, sbr. Stáliðnaðinn í Englandi og breytingar á fiskvinnslu hér á Íslandi.
Það talaði einhver um það að sá sem er á móti áfengi ætti ekki að drekka. Ég drekk, ég er ekkert á móti því en ég veit að ef ég drekk of mikið þá getur farið illa hjá mér.Kv. Davíð
13.12.2005 at 16:52 #535792Við þurfum að varast að dilkadraga menn í flokka eftir því hvort þeir eru með eða á móti virkjunum. Frekar leiðingjarnt að ef maður kýs Framsókn eða Sjálfstæðið þá beri manni skylda til að vera með virkjunum. Einnig hugsa menn allt út frá peningum sem nóg var af fyrir.
Eins og einhver benti á að það væri til hagræðingar fyrir okkur í sambandi við jeppakaup að það væri verið að virkja. Ég veit ekki annað en maður kaupi sér bara jeppa þegar hann vantar. Fólk þarf líka að fara mynda sér sjálfstæða skoðun á þessu burt séð frá því hvaða flokki menn eftirláta atkvæði sitt. Aðrir tala um afturhaldsseggi þ.e.a.s. ef þú ert á móti en ég verð að segja að það er akkurat öfugt. Það er gamaldags hugsunarháttur að vilja virkja og skemma allt í kringum sig. Framtíðin er ekki virkjanir og það er bara komið nóg af þeim nú þegar. þær virkjanir sem eru þegar til staðar eru ekki einu sinni fullnýttar. Ég reyndar held að þessi þrýstingur í kerfinu að virkja endalaust sé komin víða að. Það eru margir áhrifamiklir menn sem eiga stórfyrirtæki og fullt af stórum tækjum sem þeir verða einfaldlega að hafa verkefni fyrir. Ég á líka bágt með að trúa því að alþingismenn séu að gera þetta fyrir fólk til að bæta atvinnuástand. Þeir hafa ekki verið iðnir við að bæta hag fólks fram að þessu nema sinna eigin og sinna vina.kv
HG
13.12.2005 at 23:41 #535794Sammála Skúla í megindráttum, er þó ekki vinstri grænn.
Munum að núverandi þensla vegna virkjanaframkvæmda breytir vart öðru um jeppaeign okkar en því hvort við ökum á jeppum með venjulegum sætum og 3ja hraða miðstöðvum eða leðurklæddum með "climat control". Í báðum tilvikum getum við ferðast, hefðum kannski meiri tíma til að ferðast ef ekki væri þessi þensla ;
Full ástæða er til að fylgjast vel með öllum framtíðarpælingum Landsvirkjunar og yfirvalda og blanda okkur í umræðuna áður en það verður of seint. Og á raunhæfan hátt, án öfga.
Ég hrökk við undir kvöldfréttunum þegar fram kom að iðnaðarráðherra virðist vera að opna fyrir að afhenda "gæðingum" virkjanlegar auðlindir með ráðherravaldi. Er ekki komið nóg að þessari svokölluðu einkavinavæðingu ?
Allavega þarf almenningur (eða þeir sem hugsa) að fylgjast vel með þessu.Snorri.
14.12.2005 at 16:08 #535796framtíðarsýn virkjunarsinna, spurning hvort virkjunnasinnaðir jeppamenn fari ekki að leita sér að sporti í byggð, t.d golf eða einhverju slíku
slíku.http://gullhver.os.is/website/hpf/orkus … rkukostir/
14.12.2005 at 16:51 #535798Ef ég man rétt, þá eru [url=http://gullhver.os.is/website/hpf/orkustofnun_windows/vatnsorkukostir/vatnsorkukostir.pdf:1vwoxk4g]þetta gögn vegna fyrsta áfanga Rammaáætlunar.[/url:1vwoxk4g] Ékki veit ég hvað er næstu áfögnum, en þetta er ekki tæmandi listi, bara þeir kostir sem þeim þóttu álitlegastir.
-Einar
14.12.2005 at 17:00 #535800Einar þarna vantar inn gufuaflið. T.d ef ég man rétt Þeistareyki, Brennisteinsfjöll og Tofajökulssvæðið og vafalaust fleira. Það er sérkennileg tilviljum að leggja slíka áherslu á það að við ökum ekki inn að Strútslaug og áfram inn að Syðri Ófæru. Þegar það á hvort eð er að tortíma þessu svæði með mynnst tveim virkjunnum.
14.12.2005 at 17:47 #535802Jarðhitinn er [url=http://gullhver.os.is/website/hpf/orkustofnun_windows/jardhitakostir/jardhitakostir_allt.pdf:bqqq1kg2]hér[/url:bqqq1kg2]
-Einar
17.12.2005 at 23:02 #535804Nú er álverksmiðja á Eyrarbakka að flýja land. Ef það væru góð skilyrði fyrir svona iðnað hérna þá værum við að tala um 50-100 störf þar, en nei nei hér snýst allt um stóriðjudellu.
Hvað get ég sauðsvarturalmúgadrengkjáninn gert í þessu? Ég get ómögulega horft upp á þessa helvítis dellu án þess að reyna að gera eitthvað í þessu…Ps. er ekki hægt að keyra frá Kanada til Grænlands á ís? mér sýnist það eina vitið að flytja bara til kanada ef maður vill ekki búa í kaffistofunni á stærsta álveri í heimi…
17.12.2005 at 23:11 #535806fari það í fúlann pitt að þessir menn nauðgi landinu meira nú er komið nóg af straum og stíflum nú verður bara að fynna upp á einhverju öðru, við höfum sýnt umburðarlyndi hingað til vegna landsbyggðarinnar en nú breytist Kalli kærulausi illskeittan umhvervisverndarsinna. Hingað og ekki lengra.
Kv:Kalli hugsandi
17.12.2005 at 23:46 #535808Mælið manna heilastir
Víð austlendingar erum ekki allir fallnir í þann fúla pitt
sem aðdáun á stóriðju er
Enda er útkoman í besta falli hræðileg
Gerum alt sem hægt er til að stoppa þetta.
Kveðja Þórir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.