Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Frumherji+Aðalskoðun
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.02.2007 at 21:37 #199602
Jæja hvað segja menn um þessi kaup frumherja á Aðalskoðun?
Haldiði að þetta breyti einhverju fyrir okkur? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.02.2007 at 21:40 #579326
nú er maður svo lítið inn í þesum skoðunarmálum.
Er þá orðin einokun á þessu eða ?
06.02.2007 at 21:43 #579328vona bara að verðin hækki ekki se betur fer sleppur maður við að fara einu sinni á ári í skoðun nema þeir finni eitthvað að
06.02.2007 at 22:39 #579330
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ekki gott, samþjöppun er ekki það sem þurfti í þessu……..
06.02.2007 at 23:53 #579332Hafið bara bílana í lagi þá eru allir sáttir
06.02.2007 at 23:58 #579334
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er bara einokun á hæsta stigi….. hvar er þessi fjandans samkeppnisstofnun?????? alveg ótrulegt hvernig nokkrir utvaldir komast endalaust afram a þessu skeri og niðast a almennum borgurum….. þið vitið allir hvernig það hefur verið að eiga við frumherja og það á ekkert eftir að skána!!!!!!!!!! þetta er að verða einum of mikið fyrir mitt leiti og virðist eina vitið að koma ser bara úr landi… nema menn fari að taka sig saman og gera einhver læti
07.02.2007 at 08:42 #579336hlýtur að stöðva þetta rugl, en þetta er að sjálfsögðu undir henni komið.
Mín skoðun er sú að ef hún samþykkir þetta þá má bara leggja hana niður.
Kv. Trausti
07.02.2007 at 12:55 #579338Þetta skapar hagræðingu í þessum geira sem mun án efa skila sér til neitenda. Frumherji hefur ætíð reynst mér vel og get ekki séð neitt sem mun breyta því. Þetta er lögbundin skoðun sem bílarnir fara í og því mun þessi breyting ekki hafa áhrif á tíðni skoðana eða neitt í þeim dúr.
Svo er bara málið, eins og fram kemur hér að ofan, hafið bílana í lagi þá er þetta ekkert vesen.
07.02.2007 at 12:59 #579340Við þurfum að borga fyrir árlega skoðun ökutækja, er nú ekki allt í lagi þótt þar gildi ekki endilega einokun? Það er einn maður sem á þetta allt saman og nú ræður hann í raun verðlagningunni. Sagði einhver einkavinavæðing?
07.02.2007 at 13:01 #579342þetta mál snýst ekki um það að menn geti "sloppið" með eitthvað í skoðuninni heldur hvað skoðunin sjálf kostar, enginn samkeppni til að halda verðinu niðri.
07.02.2007 at 16:59 #579344Ég get engan veginn áttað mig á því hvað fær þig til þess að halda að þetta sé hagræðing sem eigi eftir að skila sér til neytenda. Það eina sem skilar lægra verði til neytenda er SAMKEPPNI og þetta er í þveröfuga átt og ég held að við megum alveg búast við því að skoðunin hækki um svona 2-3 þúsund kall og 4×4 afsláttinum verði hent beint í ruslið.
07.02.2007 at 17:05 #579346hvaða æsingur er þetta, er eitthvað búið að hækka verðið, það gerir ekki mikið gagn að hoppa upp í loftið og verða alveg brjálaður af því að maður hefur gefið sér að þeir muni hækka verðið og breyta öllu, væri ekki ágætt að sjá bara hvað gerist og ef með þarf að verða alveg brjálaður þá?
07.02.2007 at 17:30 #579348það muna nú held ég flestir eftir því hversu mikið verð á skoðun lækkaði þegar Aðalskoðun var stofnuð á sínum tíma í samkepni við frumherja. þannig að líkurnar á að skoðun hækki í verði við það að frumherji kaupi samkepnisaðilann eru nú nokkuð miklar.
07.02.2007 at 18:50 #579350Blessaðir eru of ungir til þess að muna eftir því þegar þetta var ríkisrekið batterí.
Og það versta sem maður lenti í var að þurfa að fara með bílinn í skoðun. Bæði hvað það var dýrt og hversu ósanngjarnir skoðunarmennirnir voru í mörgum tilfellum. Og þá var ekki hægt að leita á önnur mið eftir skinnsamlegum skoðunarmönnum. Nú verður það sama uppí á teningnum. Einn staður með alræðisvald. Spurning hvort þið hafið ekki verið að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni undanfarinn misseri, þar sem orðið fákeppni í þessu og hinu kemur alltaf upp á borðið.Andri maður byrgir brunninn til þess að barni detti ekki ofaní hann, ekki satt
07.02.2007 at 19:03 #579352
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skora bara á þessa "ungu" menn að fara með bilinn sinn i skoðun til dæmis uppa hestháls……… ef þeir sem þar vinna fengju að ráða væru engir bilar á götunum nema 2-3 ára gamlir bilar að fara með 5-6 ára gamlan bil til þeirra kostar tugi þúsunda því það er alvega sama hversu smavægilegt það er að það er sett út á það…..
þó er þetta ríkisbatterí ekki stöðugra enn það að eg hef heyrt sögur þar sem kunningjar skoðunarmanna hafa tekið bilana Í "SÉRSTAKA" skoðun og hafa menn komist upp með ymislegt á þeim bænum….. gegn LOFORÐI um betrumbætur þar erum við að tala um td slit og bilanir i styrisgangi og bremsum sem þó ætti aldrei að fara i gegn………..
07.02.2007 at 19:03 #579354Við búum á Íslandi þar sem íbúar eru aðeins 300.000 talsins. Þetta er svipaður fjöldi og býr í hverfum stórborga. Það er því nokkuð ljóst að markaðurinn er of lítill og við getum nú varla ætlast til of mikils, spurning að þakka bara fyrir að við höfum þó einhverja samkeppni sbr. Pepsi og Coke.
–
Verð að bæta við eftir síðasta svar
–
Ég fór með ´98 corollu á Hestháls með ónýta dembara, óstillt ljós og ekkert númeraljós og fékk skoðun. Maðurinn var með skegg, mæli með honum.
07.02.2007 at 19:06 #579356er þá að verða eins og Bifreiðaeftirlitið var þar sem var sett út á verðandi bilanir svo að maður yrði að koma aftur ÚFF þetta gæti endað með strætó
07.02.2007 at 19:08 #579358
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég kalla það að vera í draumalandinu að treysta Frumherja einum fyrirtækja fyrir hagsmunum bíleigenda, ég mun aldrei gleyma hvernig þetta fyrirtæki hagaði sér á markaðnum á sínum tíma, og ég spyr: hvenær hefur kostnaður okkar bíleigenda lækkað með svona samþjöppun?
07.02.2007 at 19:10 #579360hvað með ef mann fjandinn raka sig, hver á þá að fara ???????
07.02.2007 at 19:12 #579362
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta snýst ekki um það að komast með bílana bilaða gegnum skoðun, þvert á móti á að skoða bílana vel, en hugsið ykkur hvað skoðunargjöldin koma til með að hækka…
07.02.2007 at 19:17 #579364það þótti óbryggðult trix í gamla daga að láta konuna klæða sig upp í eggjandi klæðnað, mála sig og helst lita hárið ljóst og láta þær svo fara með bílinn í skoðun ef vitað var um eitthvað alvarlegt að.
Kannski maður þurfi að fara að beita svoleiðis trixum aftur. það er bara verst að ég er ekki viss um að konan samþyggji að gera þetta í dag.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.