Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Frostþol á dísilolíu
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Birgir Þór Kristinsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.11.2006 at 21:45 #198987
Ég lenti í því að fæðisdælan (eldsneytisdælan) fór að skæla og væla hjá mér, og sá ég fyrir mér tugi spíra fjúka út um gluggann. En var mér þá bent á að sjússa bílin með Própanóli, sem ég og gerði.
Bingó, vælið hætti og ég skipti bara um hráolíusíu og sjússaði svo 2 lítrum bensíni út í næstu fyllingu á tanknum hjá mér.Hvaða skoðun hafið þið á þessu og hvað er frostþolið á olíunni sem verið er að selja hér?
Alla vega virkuðu þessu „húsráð“ allveg prýðilega.
Eru einhverjir hér sem bensínsjússa dísilinn hjá sér á fjöllum þegar mjög kalt er?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.11.2006 at 00:13 #568616
Þetta lýsir sér nú eins og smávægilegur raki í olíunni. Própanól leysir bæði vatn og olíu, þannig að það er miðill sem hálfpartinn þurrkar olíuna.
Ef raunverulegt frostþol skortir í olíuna, þá ,,vaxar" hluti hennar við of hátt hitastig með tilheyrandi síuveseni.kv
Grímur
18.11.2006 at 00:14 #568618Sæll, minnir á gamla daga:o) já ég og mínir vorum stundum í olíuvandræðum fyrir um 10-15 árum, var þá líklega kaldara í veðri á hálendinu, þá virkaði vél að setja bensín í olíuna eftir að það fraus í olíuni og dó á draslinu. Bensínið hreinsar vaxið úr olíuni, en ef maður hafði vit á því að setja ca 20L á móti 100L af steinolíu út í olíuna þá var aldrei vesen. Líka fór maður oft í koju ángandi eins og olíutunna:o)
18.11.2006 at 00:18 #568620Olían sem við fáum í dag er mikið betri en það sem var í boði fyrir 10-15 árum. Þetta vax vandamál virðist að mestu úr söguni í dag, ef menn passa að skipta um síu á haustin, og hella einum brúsa af ísvara í tankin.
18.11.2006 at 00:21 #568622
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sjalfur hef eg bara sett slatta af steinoliu úti diselinn og passað mig á að vera með síurnar í lagi….. og aldrei lennt i veseni… soldið seint að ætlað fara að redda malunum þegar allt er orðið frosið svo maður þarf að soldið forsjáll….
verst að maður fær hveri steinoliu orðið nema a einhverjum brúsum sem er rándýrirkv Mikki.
18.11.2006 at 00:44 #568624Ég sá held ég steinolíudælu á Esso-Ártúnsbrekku um daginn…það nýtist náttúrulega ekki þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins…..
18.11.2006 at 11:38 #568626Sælir.
Fyrir stuttu var mér tjáð að það er minna frostþol á díselolíu sem kemur með vor og sumarskipunum eða rétt um 0 til -1. Frostþol á díselolíu sem flutt er til landsins með haust og vetrarskipum er talsvert bætt eða um -15 til -18gr minnir mig. Þetta þýðir að olían sem við fáum til landsins á veturnar er dýrari fyrir olíufélögin en þau standa straum af kostnaði vegna aukningar á frostþoli. Það er meðal annara ástæðna fyrir því að þegar olíugjaldið var sett á var það gert miðsumars,, með það að markmiði að menn myndu ekki hamstra 😉
Skipagasolíuna (marindisel) er ekki þörf á að blanda með bætiefnum til aukningar á frostþoli vegna þessa að olían er yfirleitt geymd í síðu eða botntönkum skipa og sjórinn sem umleikur skipið er jú aldrey fyrir neða frostmark.
Skipagasið hinsvegar er vaxríkara en diselolían, en við 0 gráður á Celsius fellur vaxið.Kv Ragnar Karl
18.11.2006 at 16:38 #568628sælir
ég nota steinolíu útí græna dieselinn sem ég nota í fjallaskálanum sem ég sé um. Virkar alveg príðilega með svona 20% steinolíu. En ég er vanur að kaupa þetta á dælu hjá Olís við álfheima/suðurlandsbraut. Maður væri nú fljótur að fara á hausinn við að kaupa þetta á 5 lítra brúsum.kv
Baldur
18.11.2006 at 22:09 #568630Nú er undirritaður alls ekki handhafi prófa eða sérþekkingar á eldsneytiskerfum né dieselolíu. Reynslan kennir mönnum þó eitt og annað gegn um tíðina. Hér fyrir fleiri árum en ég þori að nefna man ég eftir að í leiðarvísi með Scania 76 og 56 typunum (sem sjást reyndar ekki lengur nema á stöku brotajárnshaug býst ég við) að þegar frostið færi niður fyrir -10 C° ætti að byrja að blanda með steinolíu (kerosene stóð reyndar í bæklingnum, þetta mun vera eitt og hið sama) en helst ætti ekki að fara fram yfir 10% íblöndunarhlutfall. Það sem meira var, það átti að bæta í allt saman tvígengisolíu, sem svaraði 10% af því magni af steinolíu, sem bætt var við eldsneytið. Vaxefnið, (paraffín) sem þykknar í olíunni í kulda, var ætlað til að smyrja hreyfanlega hluta eldsneytiskerfisins, en þessir hlutar fá ekki aðra smurningu en frá eldsneytinu sjálfu. Þetta, ásamt því að setja öðru hvoru ísvara (stundum bara ísoprópanol) á tankinn, dugði manni lengst af til þess að komast hjá vandamálum eins og stífluðum síum, sem oft gátu gert manni lífið leitt í frosti. Nú til dags er að því olíufélögin segja manni, blandað sérstökum efnum í olíuna til þess að minnka áhrif kulda á paraffínið, auk þess sem hlutfall þess í svonefndri "vetrarolíu" hefur verið lækkað. Manni er hinsvegar sagt, að hin elektrónísku eldsneytiskerfi, sem eru í flestum bílvélum nú til dags, þoli ekki að í eldsneytið sé blandað bensíni eða steinolíu. Ég hef því í seinni tíð látið ísvara duga, enda er full þörf á að nota hann, því talsverð rakaþétting verður alltaf innan á tönkunum í íslenska veðurfarinu, og þá ekki síður á bílum sem eru t.d. látnir standa inni í hlýjum bílskúrum á nóttunni, en bíða úti allan daginn á bílastæðum eftir eigendunum. Þótt þessi rakaþétting (condensation) sé ekki mikil að magni til, getur hún yfir lengri tíma safnast upp og endar með því að valda vandræðum þegar rakinn frýs og þá oftast á verstu stöðum í kerfinu. Ég endurtek að ég er ekki að leika neinn kunnáttumann í þessum efnum, þetta er fyrst og fremst fróðleikur, sem ég hef eftir mönnum sem vita og kunna að viðbættum smá skammti af reynsluvísindum.
kv. Ólsarinn.
19.11.2006 at 12:19 #568632Strákar eitt heillaráð “aldrei að setja dropa af bensíni út í diselinn“. Mér varð á að setja bensín á minn bíl og kostnaðurinn farinn að telja í hundraðþús. köllum þrátt fyrir að ég vinn alla vinnuna sjálfur og ekki búinn en.
Frostþol díselolíu á að vera um -24°C á veturnar svona cirka og ef menn eru hræddir þá er allt í lagi að nota Steinoliu en ef ég sé ástæðu til að setja Steinolíu á minn bíl læt ég aðeins af tvígengisolíu með til að tryggja smurningu á verkinu og dísunum. Ef óhapp verður og bensin fer í diselin þá er þumalputtareglan sú að ef bensín er undir 10% á að vera nóg að setja slatta (1/2Líter) af tvígengisólíu á tankin, ef það er meira en 10% verður að tappa draslinu af komið því í Sorpu og fylla á með disel + smá af tvígengisolíu. Eftir þessar hremingar hjá mér verður það þannig að ef það fer 2% af bensín í tankinn á mínu bíl fer drasli af, þrátt fyrir þumalputtareglu.
Ráðið hérna að ofan um að stetja besín út í diselin svipar til ráða sem menn notuðust við hér áður fyrr í verbúðum en þá þótti það allra meina bót að fá sér einn slurk af steinolíu á hverjum morgni, ég stór efa að í dag myndi nokkur þiggja sopan þó hann yrði boðinn.
kv. vals.
19.11.2006 at 12:22 #568634hvaða vandræðum lentir þú í með vélina ?vegna bensíns
19.11.2006 at 15:09 #568636Gamli Pajeróinn minn hefur ekki verið í mikilli notkun upp á síðkastið og ég hef ekki tekið á hann díselolíu síðan einhvern tíma í sumar. Í gær reyndi ég að setja hann í gang í 16 stiga frosti. Svolítið líf var í vélinni fyrstu hringina sem ég startaði, en síðan fjaraði það út þótt rafmagnið væri nóg og startarinn þeytti vélinni hring eftir hring. Í dag var frostið komið niður fyrir 5 gráður og mér datt í hug að reyna aftur. Bingó. Minn rauk í gang í fyrsta starti eins og hann á að sér. Ég renndi út á bensínstöð og bætti góðum slatta af ferskri vetrarolíu á tankinn.
Nú er ég með blöndu af sumar- og vetrarolíu á tankinum og er að velta fyrir mér hvort útkoman sé olía sem þolir eitthvað í hlutfalli við blönduhlutföllin eða hvort lélegri olían ráði. Veit þetta einhver ?
19.11.2006 at 17:30 #568638Ég hef heyrt að nýrri spíssar séu viðkvæmir fyrir ísvara og á einni vél hafi þurft að skipta um alla spíssana vegna ísvara (og það var víst ekki ódýrt).
.
Ég myndi því ráðfæra mig við umboðið áður en ég setti eitthvað annað en díselolíu á nýrra dótið (allt annað með gömlu jálkana).
.
JHG
19.11.2006 at 21:32 #568640Þakka þér vals að undirstrika það sem ég gleymdi í langhundi mínum hér ofar um að láta aldrei bensín saman við diesel. Varðandi ísvara, þá eru til tegundir af ísvara, sem nýju eldsneytiskerfin (þ.m.t. spíssar og dýsur) þola. Þetta eru reyndar alveg fokdýr efni, en sama er um, eitthvað verður að gera til að eyða þeim raka sem þéttist innan á tönkunum. En það má minnka líkurnar á rakaþéttingu með því að gæta þess að hafa tankinn ævinlega því sem næst fullan. Nýjustu bílar eru einnig útbúnir þannig, að ýmsar gildrur eru á önduninni, bæði til að hindra að gufur frá eldsneytinu berist út í loftið, sem og að minnka rakann í því lofti sem tankurinn dregur inn á sig þegar hann tæmist. En það verður sennilega seint hægt að útiloka alveg að loft með eðlilegu rakastigi komist í einhverjum mæli inn í tankana.
19.11.2006 at 21:59 #568642hmm
19.11.2006 at 22:00 #568644Ég var að koma heim af Grímsfjalli og í þessu túr fór frostið niður í 28°C og var lengi vel yfir 20°C.
Síðan var í dag -15°C og töluverður vindur. Við vorum á fjórum bílum og höfðum hver um sig notað sína tegundina af Ísvörum. Þ.e. Kondensfjerner frá Shell – STP frá Essó og svo var ég með eitthvað nýtt frá Stillingu á Ford (fæst á Shell) . Allt var þetta bara sett á tankana skv. leiðbeiningum á brúsunum og þetta bara virkaði, ekki eitt feilpúst í einum einasta bíl… Þarna voru bílar með gömlu gerðina af olíverki og líka Common rail….
En ég myndi ekki setja steinolíu né bensín á neina nýlega díselvél nema í neið. Þessir ísvarar eru orðnir það góðir að þeir virka alveg nógu vel fyrir okkur.
Benni
26.12.2006 at 13:29 #568646Frostþolið á sumarolíuinni á að vera í kringum -17 gráður og vetrarolíunni um -24, svo Ágúst Pajeróinn þinn hefur verið á mörkunum með sumarolíuna og -16 gráður úti.
26.12.2006 at 18:59 #568648Gott ráð til að losna við raka úr eldsneitiskerfum
er að setja 1 milleliter af Asetoni í Líter af eldsneiti
Vatnið hverfur eins og dögg firir sólu.
Kveðja Þórir,
26.12.2006 at 23:08 #568650Ég hef aldrei skipt um olíu síu á vélini hjá mér síðan bílin var tekin í gegn fyrir sona 5 árum og hann hefur aldrei stopað né lent í neinu sona var á kafi í snjó og 13gr frost og hann rauk af stað.
27.12.2006 at 01:14 #568652bara setja hálfan brúsa af tvígengis olíu í annað hvert skipti er þú tankar á og þá losnar maður við raka og smyr allt verkið líka og málið dautt , allavega geri ég það og ekkert vesen með mótor eða gangsetningu
kv…Birgir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.