Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fróðir menn um fellhýsi
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Freyr Jónsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.06.2006 at 21:18 #198080
Sælir félagar,
Ég var að velta því fyrir mér að fá mér núna mitt fyrsta fellhýsi og hafði hug á einu Rockwood hvernig hefur það reinst? Eru þau e-h verri en Palmino eða Viking? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.06.2006 at 21:23 #554424
1. Viking eru ekki góð fellihýsi.
2. Palomino eru góð fellihýsi, Coleman eru líka góð fellihýsi, ég þekki ekki Rokwood enn hef látið vel af þeim, ég set samt spurningarmerki við þyngdina á þeim.
12.06.2006 at 21:33 #554426Lúther ekki lengi að thessu, hvað ætli hann hafi svo fyrir sér núna….?…sjálfur á ég pínulítinn Viking model 97 og er hann bara ágætur í alla staði, ferðast helling með mér og mínum og það vandræðalaust..
einu sinni var nóg að eiga tjald, allir sáttir með sitt tjald skipti engu hvaða tegund það var eða árgerð, allir áttu sitt tjald skuldlaust, nú er þetta öðruvísu, nú spyrja menn að tegund og árgerð með fullt fullt áhvílandi svona skuldahali hangandi aftaní hinni skuldinni…. jamm Luther hvaða tegund er þinn og hvaða árgerð ?
jamm
kv
Jon
12.06.2006 at 21:36 #554428bara fara varlega
12.06.2006 at 22:08 #554430Ég skulda eitthvað í Palomino Yerling árgerð 2003. Fór í miklar pælingar þegar sá vagn var keyptur, reyndar keypti ég hann notaðann með ábyrgð hjá Seglagerðinni. þar sögðu menn mér að þeir tækju til dæmis ekki Viking upp í aðra vagna þar, einnig fussa og sveija Ellingsen yfir Viking, seiga erfitt að selja eitthvað sem ekki heldur vatni né vindi.
Enn þessi out of order pistill þinn Jón botna ég ekkert í…..
Lúther
13.06.2006 at 00:55 #554432Er búin að vera með Colemann í 10 ár.
Við kaup á fellihýsi skaltu hafa í huga ef þú ætlar með það á möl verður fjaðrabúnaður að vera nógu góður í það.
Nörg Víking fellihýsin eru aðeins með 2 fjaðrablöð undir allavega þau elstu (hvoru megin) algjört lágmark er 3.
Viking fellihýsin voru að brotna mikið á tímabili 97-99
bæði fjaðrir og beysli á malarvegum. Beislin á Coleman vögnunum eru miklu sterkari.
Annað sem þú skalt hafa í huga eru uppistöður fyrir þakið
td á polomino eru uppistöður fyrir þakið mun grennri en á Colemann allavega flestum gerðum. svo er vírinn sem hífir þakið upp missterkur í þessum vögnum.
Þar sem það vill stöku sinnum vera rok á Íslandi þá skiptir þetta máli að hafa þetta bara nógu gott og nógu sterkt.
Ef þú ætlar svo að fara fjallvegi með vagninn þá mæli ég nú með betri fjöðrum og loftpúðum eða einhv í þá áttina og allavega 15" skóm.
eitt sem þú skalt skoða líka er að tjaldið á vagninum sem þú kaupir lokið öllum rifum. Tjaldaðu vagninum og sjáðu hvernig dúkurinn lekst við allar hurðir og samskeyti það er stundum kalt á klakanum og hitnn fljótur að leka út ef það er glufa 😉
Tjaldkveðjur
bjarki
13.06.2006 at 10:30 #554434Tvö eða þrjú smáatriði enn.
Ég var með Coleman Yukon (sem eru framleidd af Fleetwood) á loftpúðafjöðrun í nokkur ár og var ákaflega ánægður með það. Loftpúðafjöðrunin er að mínu viti algert skilyrði ef húsið á að fara á möl. Það gjörbreytist líka í akstri og innréttingarnar endast mörgum árum lengur. Svo er hægt að hleypa mismikið úr púðunum ef tjaldað er í brekku.
Coleman húsin eru svo með nokkuð sem onnur skarta ekki, svo ég viti, en það er dúkur sem andar. Aldrei kom neinn saggi inn í húsið, nokkuð sem ég hef orðið var við í öðrum húsum. Sum eru með þaklúgum til að lofta út, og sérstökum svefntjöldum innan í rúmstæðunum, svo ekki rigni svitanum í hausinn á manni aftur eftir nóttina. Mín reynsla er sú að Coleman húsin anda það vel í gagnum dúkinn (sem er massíft vínil hjá mörgum öðrum framleiðendum) að þar sést aldrei saggi.
Ekki ætla ég að kasta (mikilli) rýrð á önnur fellihýsi en Coleman húsin eru að mér finnst lang best smíðuðu húsin. Þau eru með lokuðum prófílum í grind, og 4 vírum í að halda uppi þaki. Einnig hefur mér fundist minnst mál að tjalda þeim af þeim sem ég hef prufað (kannski vaninn spili þar inn í).
Kv, Lalli (á engra hagsmuna að gæta)!
13.06.2006 at 14:08 #554436ekki get ég nú gúterað þetta hjá þér með uppítökuna, allavegana er ekki vandamál með vöruskipti hjá Seglagerðinni Ægi upp í yngra eða nýtt þó svo að vagninn sé Viking sem lagður væri á móti þetta eru nú viðskipti Luther og það hjálpar ekki að ætla sér að útiloka einn frekar en annan eða hvað, er þó ekki að skipta strax þó svo að mig langi í nýjan PC, olíverzlun íslands eflaust mundu þeir bjóða svipað enda nokkrir í oliuviðskiptum við þá enn þrátt fyrir allt 😉
Ég þekki aðeins til Yarling líka og var sá vagn mjög framþungur og lá óþarflega þungt á beizlinu og erfitt að manuera vagninum þegar búið var að húkka úr króknum sökum þess, en ágætis vagn annars
Enn hefur ekki brotnað hjá mér fjöður þó svo að ég sé búinn að hækka hann upp þ.e. setja þær ofaná öxul, kanski slepp ég og kanski ekki…..auðvitað væri glæsilegt að vera með loftpúðafjöðrun en það er ekki á allra færi að græja svoleiðis luxus, nú svo eru þeir sem eru ekki að fara mikið í ófærur og þurfa þess síður, eða þeir sem fara í ófærur og fara bara varlega með vagninn sinn og kanski þurfa ekki þesskonar búnaðar ?
kv
Jon
13.06.2006 at 15:03 #554438Við hjónin eigum 1997 árgerð af Palomino Colt. Hann kom upphaflega á flexitorum, en við gáfumst upp á þeim og Árni Páll Árnason á Eldshöfða 15 breytti því fyrir okkur og setti vandaðan ás undir með blaðfjöðrum og góðum bremsum, en ég hefði nú eftirá að hyggja heldur átt að fá hann til að selja mér loftpúðafjöðrun. Mín vitleysa. Hinsvegar er það hárrétt sem fram hefur komið hér að ofan, að Coleman-fellihýsi eru lang vönduðust, enda dýrust.
Galli finnst mér á Palomino hvað þau súlda að innan eins og einhver minnist á hér að ofan líka. En þessi vagn hefur svo sem ekkert bilað en við höfum farið með hann hálendisvegi og hvað sem er eftir að fjaðrabúnaði var breytt. Það hefur í sjálfu sér ekkert bilað í honum enn, hvað sem verður. Þetta er sumsé tíunda sumarið sem við erum að fara inn í með þennan vagn. Annað sem ég myndi finna að vagninum er að hann var ekki rykþéttur og það getur verið bagalegt ef maður er að flækjast með þetta á fjöllum. Við höfum nú lagað það að mestu. Ég held að Coleman séu miklu betri með þetta.
13.06.2006 at 19:20 #554440Vitiði hvernig Aliner eða A húsin hafa verið að koma út, það er fljótlegra að reisa þau og fella, heldur vel hita og enginn dúkur sem slæast í roki.
14.06.2006 at 00:33 #554442loftpúðafjöðrun undir ekki spurning.
getur talað við G.K Viðgerðir í mosó þeir eru með super hönnun fyrir fellihýsi… enda búnir að setja undir mörg hýsi…
sími: 5666257kv.
Davíð Dekkjakall
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.