FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Frjáls félagasamtök

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Frjáls félagasamtök

This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 16 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.01.2009 at 16:20 #203571
    Profile photo of
    Anonymous

    Frjáls félagasamtök og hagsmunabaráttan.
    ( holl lesning fyrir þá sem láta hagsmunabaráttuna sig einhverju skipta )
    .
    Ég ætla aðeins að útskíra stöðuna í hagsmunamálum útivistarfólks og hvernig þessum málum er hátta. En nokkuð mikið hefur borið á því að félagsmenn rugli saman hinum ólíku nefndum ríkisbáknsins og hvert er hlutverk þeirra. En fyrst ætla ég aðeins að útskýra titilinn. Frjálsfélagasamtök. Þegar fjallað er um umhverfismál hjá Ust og Umhverfisráðuneytinu, og myndaðra eru nefndir eða starfshópar. Þá fá frjáls félagasamtök oft að vera með. En í flestum tilfellum eru það náttúruverndarsamtök sem hljóta hnossið. T,d náttúruverndarsamtök íslands. Sem eru reyndar ekki samtök heldur félag. En af stjórnkænsku er notað nafnið samtök, til þess að fá meira vægi. Einni eig örfélög samanber NAUST og fleiri með 10-50 félagsmenn sem fá mjög góðan hljómgrunn meðal ráðmanna umhverfismála. Við útivistarfólk lendur hinsvegar í hópi hinna óæskilegu. Þetta sést mjög víða, þar sem við ættum að hafa aðkomu að málum.
    Má t.d benda á að fyrst umræða um náttúruverndaráætlun 2009-2013 rúllaði í gegnum þingið í desember. Áður en áætlunin fór fyrir þingið, höfðu tugir félaga umsagnarrétt um áætlunina. Á þeim lista var hvorki Ferðaklúbburinn 4×4 eða Samút ( samtök útivistarfólks sem telur um 30.000 félagsmenn. Þetta sýnir best hug ráðmanna til okkar. ( þessi vinnubrögð eru regla en ekki undantekning ).
    Við höfum ekkert verið mikið að bera þetta á torg enda erum við alltaf hrædd um að stygga þennan ráðmannahóp. En nú finnst mér við ekki hafa neinu að tapa, því ég er langt frá því að vera sammála þeim félagsmönnum sem hafa haldið því fram að við höfum verið að vinna einhverja sigra. Við höfum að vísu unnið smá skærur hér og þar eða geta snúið aðeins upp á ráðmenn. En línuritið sígur niður á við jafnt og þétt. Og fannst mér botninum náð um áramótin.
    ..
    Um áramótin voru 2 mál í gangi sem tengdust klúbbnum. 1. slóðamálin
    2. stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.
    .
    Þjórsárver.
    Í báðum þessum málum, máttu við éta það sem úti frís. Stækkun friðlandsins hefur verið í ferli hjá Umhverfisstofnun í um 2 ár. Undirbúningurinn fór fram með þeim hætti að margir fengu að vera með í því ferli. Nema Ferðaklúbburinn 4×4, sem er þó einn aðal hagsmunaaðilinn á umræddu svæði. Einnig horfðum við á það í fréttum þegar einn valdamesti maður á landinu í umhverfismálu sagði frá því í fréttum að haft hafi verið samráð við alla hagsmunaaðila. ( þetta var Árni Bragason ). Sumir vilja að nafn hans sé ekki dregið upp, þar sem hann er hættu að starfa fyrir Ust. En mér finnst vel við hæfi að minna á vinnubrögð hans gagnvart Ferðaklúbbnum 4×4, svo eftirmenn hans geti forðast þau ógæfuspor sem hann tók ávalt í störfum sínum. Samanber 50 tonnin af Hrafntinnu sem hann lét taka við Hrafntinnusker, eða reglugerðina sem hann kom í gegn um það að almenningur mætti einungis taka sé einhverjar steinvölur í náttúrunni. Þegar Árni þessi var mesti gerandinn sjálfur. Nú er staðan þannig í friðlandsmálinu að 4×4 fær kynningar fund um málið og líklega einhverja aðild að málinu. Þó eftir mikinn þrýsting frá formanni klúbbsins. Margir hafa haldið því fram að þetta friðlandsferli taki nokkru ár, þar sem áætlunin sé til 5 ára. Ég vill ekki treyst á það að ÞAÐ ( mörg ár ). Ég vill að klúbburinn hafi vaðið fyrir neðan sig í þessu máli. Enda höfum við verið tekinn í bólinu marg oft. T.d rúlluðu í gegn ný fjarskiptalög á ljóshraða án þessa að við vissum nokkuð af því eða fengjum nokkuð um málið að segja, þó að öllu væri snúið á hvolf í vhf málunum.
    .
    Slóðamál.
    Nú erum við búin að vera að vinna í þessum málum í nokkur ár. Og erum við inni á þriðja ári í þessum síðast áfanga. Þar vinnum við með Landmælingum íslands og er það samstarf mjög gott. Og verður vart betra. Þar vinnum við sameiginlega að því að afla sem besta gagna fyrir verkefnið og komum að öllum þáttum þess varðandi gagnaöflun.
    En þar líku líka samstarfinu. Þessi nefnd sem við köllum almennt slóðanefnd ríkisins.
    Heitir formlega ( starfshópur um utanvegaakstur ). Í þeirri nefnd sitja fulltrúar eftir talinna aðila. Landmælinga Íslands, Vegagerðarinnar, Ust og Umhverfisráðuneytisins.
    .
    Aðeins um forsöguna að málinu.
    Í tíð Sifjar Friðleifsdóttur sem umhverfisráðherra, var stofnað til þessara nefndar og var ætlunin að koma skikki á skipulagsmál vega og slóða. Var sú nefnd skipuð með sama hætti og nú. Nefndin skilaði mikilli og ágætri skýrslu og benti á marga möguleika til úrbóta. Og voru unnin prófverkefni með Rangárþingi ytra og Ásahrepp þar sem slóðir voru settar á kort og flokkaðar.Útkoman úr þessu var í raun katastrofa fyrir útivistar fólk ef þetta hefði verið endanleg niðurstaða. Því þarna vantaði inn urmul af leiðum, og einnig var lagt til að fjöldi leiða yrði lokað. Eða þeim breytt í gangnamannaleiðir. ( en það virðist vera ríkt í bændum að breyta sem flestum leiðum í gangnamannaleiðir sem þá væntanlega mætti einungis aka í göngum. Eftir að skýrslan kom út og Sigríður Anna Þórðardóttir varð ráðherra 15 júní 2004 datt botninn úr þessari vinnu. Sigríður Anna tók semsagt við sem ráðherra og gerðist ekkert í þessum málun fyrr en ljóst væri að hún myndir hætta sem ráðherra. Þá vildi hún að reisa sé bautastein og kom því í verk að hent var í loftið vegavefsíðu. En á vefsíðunni áttu að vera þeir vegir sem almenningur mætti aka. Þessi aðgerð var illa ígrunduð og stóðst engin lög. Enda gleymdist í asanum að hafa sveitarfélöginn með, sem fara með skipulagsvaldið. ( sérkennilega þar sem búið var að vinna í þessum málum í nokkur ár, að enginn virtist vita hver væri grunnurinn að málinu ). Eftir hremmingarsögu Sigríðar Önnu kom nýr ráðherra. Jónína Bjartmarz 15. júní 2006
    Jónína hafði þá stefnu að, kæfa okkur ekki í boðum og bönnum að hætti norðmanna þar sem allt er banna sem ekki er sérstaklega leift. Því ríkti friður.
    Þar til við höfðum af því njósnir að, enn væri í bígerð að halda verkefninu áfram og væri í undirbúninga samstarf tveggja aðila um það að mæla og merkja vegi. Þá var Benedikt Magnússon formaður klúbbsins og voru hafðar hraðar hendur um það að bjóða fram aðstoð klúbbsins að þessu verkefni með Landmælingum Íslands. Því augljóst varð að með aðkomu þessar ónefndu aðila að verkið færi í mjög slæman farveg. Annar vegar var aðili sem hafði sýnt Ferðaklúbbnum mikil óheilindi og hinn aðilinn hefur sýnt af sér mikla ófagmennsku.
    Eftir að Þórunn Sveinbjarnar tók við ráðherradóm 24 maí 2007, tók við gamli ferilinn og nefndin var sett á laggirnar á ný, og með sömu ríkisstofnunum og nú átti að vinna með sveitarfélögunum. Enda hafði umhverfisráðuneytið uppgötvað hverjir fóru með hið raunverulega vald yfir hálendinu ( þ e sveitarfélöginn ). Þessi uppgötun tók þó nokkur ár.

    Staðan í þessu máli nákvæmlega í dag. Er sú að við höfum fengið vilyrði fyrir því að fá upplýsinga um hvar og hvernig málið er statt hjá nefndinni. Og einnig vilyrði um aðkomu að málinu almennt. Þó höfum við ekki fengið fundarboð.
    En hvar er málið statt samkvæmt okkar vitneskju. Jú nefndin er búin að vera að senda einum 8 sveitarfélögum ferilgögn og hafa einhver þeirra fengið tíma takmörk til þess að skila inn skilgreiningu á slóðunu, þ e að flokka þá og koma með tilögur um lokanir. Því má segja að við sé að falla á tíma. Og stórslys sé enn í farvatninu.
    .
    Til hvers ( starfshópur um utanvegaakstur ). Jú hann er stofnaður til þess að sporna gegn utanvegaakstri. En þá má velta því fyrir sé af hverju það er einungis lögð áhersla á landsvæðið innan miðhálendislínunnar. En meiningin er að klára að mæla alla slóða á miðhálendinu sumarið 2009. Miðhálendislínan virðist vera fenginn pólitískt og tilfinningalega Þ e semsagt í raun algjör þvæla í tilliti til verkefnisins. Því línan fylgir ekki neinni hálendislínu einsog mætti halda. Hún virðist byggð á allmörgu öðru. Sennilega byggð, ofl. Sem kemur þessu máli í raun ekkert við. T.d má geta þess að allt hálendið á norðausturlandi er utan hálendislínunnar svo og Tröllaskagi, Tindafjallasvæðið, Vestfirðir, Snæfellsnes ofl ofl. Því ef verkefnið væri það eitt að sporna við utanvegaakstri. Þá færu mælingarnar auðvita fram þar sem mesta hættan væri á utanvegaakstri. Og mætti þá nefna landsvæði einsog Reykjarnes og nágrenni við þéttbýli. Fjallabakssvæðið, við veiðivötn og svo við aðal leiðir þvert yfir hálendið ( Sprengisandsleið, Kjalveg og Öskjuslóð ).
    .
    En þó er verkefni ekki alslæmt því með mælingunum eflum við verulega kortagerð, og einnig ættu mælingarnar að nýtast viðbragsaðilum. Auðvita er einnig, kominn tími til á árinu 2009 að skipulagsyfirvöld fá vitneskju um það hvernig slóðanetið á landinu lýtur út.
    En aftur að utanvegaakstri. Ef stjórnvöld vilja gera eittvað vitrænt í því að sporna gegn meintum auknum utanvegaakstri, sem hrópað er svo mikið á og þá sérstaklega að aðilum sem hafa kannski ekki sérlega mikla þekkingu á málinu. Þá þarf fyrst að vita:

    1 Hvar fer utanvegaakstur fram
    2 Hverjir stunda utanvegaakstur
    3 Hvernig á að bregðast við

    Kv Jón G Snæland
    .
    Smá PS
    Það væri gaman að fá komment frá félagsmönnum um þessi mál. T,d hafa margir haldið því fram að við hefðum aldrei átt að aðstoða ríkið í þessu. Þeir hafa vafalaust eitthvað til sýns máls. En ef við stöndum frami fyrir því að óvinu klúbbsins nr 1 ætlaði að leiða starfið, þá voru ekki margir kosti í stöðunni. Einnig hlýtur það að skipta máli að við sjálf mælum. Við hljótum að treyst okkur sjálfum ekki satt. Það hefur komið gagnrýni á það að of mikið sé mælt. Það er kannski ekki alveg réttlátt. Því betra er að mæla meir en minna, til þess að minka hættuna á því að eitthvað gleymist. Og svo er ekki heldur verið að leggja mat á mælda slóða á staðnum. Það verkefni er þeirra sem koma að ákvörðunartöku á síðari stigum. Þessi gagnrýni hefur snúist um einhverja smá stubba sem eru í raun einsog krækiber í helvíti í heildar ferlinu. Og hefur ekki snúist um nema einhverjar ca 5 leiðir sem er fjandi aumt að gera vesen úr þegar á fjórða þúsund leiða er um að ræða. Þá hljótum við að vera vel innan við öll eðlilega skekkjumörk. Einhverjir hafa minnst á það að gott væri að fá til liðs við okkur gangnamenn og refaskyttur og fleiri slíka aðila. Það væri auðvita mjög æskilegt. Og auglýsi ég hér með eftir þeim.

    Að lokum
    15 dagar til stefnu, ég og fleiri hafa varað við þessu skipulagsferli það sem er af þessari öld. Þ e í rúmlega átt ár. Viðbrögð klúbbsins hafa verðið einsog hjá dauðvona risaeðlu, nánast engin. Nú er málið komið í verkferli og byrjar fyrsta stigið 1 ferbrúar næstkomandi. Okkur vantar því hjálp. T.d vantar okkur aðstoð þeirra sem þekkja skipulagsferli sveitarfélaga. Þeir mættu hringja í mig í síma 6997477 eða senda póst á rotta01@gmail.com

  • Creator
    Topic
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)
  • Author
    Replies
  • 16.01.2009 at 17:45 #638142
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Amen





    16.01.2009 at 17:57 #638144
    Profile photo of Aron Reynisson
    Aron Reynisson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 52

    … nefnd sem Jónina Bjartmars stofnaði um málefni hálendisvega sem Friðrik Pálsson átti að veita forstöðu. Engum úr hópi Samút var boðin seta í þeirri nefnd. Sem betur fer gufaði hún upp í reyk.

    Að öðru leiti er ég fullkomlega sammála þér. Það er verið að taka okkur í bólinu af ásettu ráði.

    Hinsvegar er það síðan svo að það er meira en að segja það að loka slóðum. Boð og bönn virka illa þegar kemur að þessum málum ef menn eru ósammála gjörningnum.

    Þetta fólk sem heldur um valdataumana mun reka sig á veggi ef það ætlar að ganga fram með þeim hætti að loka slóðum án samþykkis Samút félaga.

    Það verður að vera samstaða um lokanir, annars verða þær einfaldlega ekki virtar.





    16.01.2009 at 18:31 #638146
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Hinsvegar er ekki hægt að telja allt upp. Nefndin sem þú minnist á Aron, var stofnuð að undirlagi Sturlu Böðvarssonar þá verandi samgönguráðherra. Ferðaklúbburinn 4×4 fékk mann inn í nefndina og var Dagur Bragason tilnefndur. Nefndin hélt aldrei fund hvað við vitum og Dagur fékk aldrei fundarboð. Nefndinn semsagt dó í fæðingu





    16.01.2009 at 21:46 #638148
    Profile photo of Baldvin Zarioh
    Baldvin Zarioh
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 218

    Ég held að Ofsi hafi rétt fyrir sér. Á meðan við erum "bara klúbbur" þá verður ekki tekið mikið mark á okkur af stjórnvöldum. Ég held að það sé brýnt að við bætum einhverjum undirtitli á nafn félagsins til að undirstrika það að við erum stór (mannmörg) hagsmunasamtök sem ber að taka alvarlega





    16.01.2009 at 22:08 #638150
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sæll Jón Ofsi.

    Það er ekki of sögum sagt, að þú ert ofvirkur…

    En ég er búinn að halda því fram um nokkurt skeið, að þetta mál er það stórt að hinn venjulegi Jón hreinlega ráði ekki við það. Eini sjensinn okkar í þessu er að ráða okkur LÖGMANN sem fer í málið að fullum krafti. Klúbburinn á til nóga peninga í að halda uppi okkar sjónarmiðum. Það er rétt sem hér kemur fram, að það er verið að svæfa málin og halda okkur úti í horni, því þá ná önnur öfl því í gegn sem þeir vilja. Stjórnin á að finna einhvern góðan lögmann í þetta á mánudaginn, setja í þetta eina eða tvær millur, svo rödd okkar heyrist. Í félaginu okkar eru auðvitað lögmenn, en þau eins og við hin getum ekki gert svona í sjálfboðavinnu. Hér er ég td að tala um Soffíu eða Björn Þorra, sem þekkja klúbbinn afar vel.

    Öll hin öflin eru með fólk í þessu á launum.

    Kv
    Palli





    16.01.2009 at 22:43 #638152
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Áfram Jón Ofsi, við hvetjum þig til dáða.

    Snorri
    R16





    16.01.2009 at 22:46 #638154
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Einn lögfræðingur = enginn slagkraftur
    4000 félagsmenn = slagkraftur
    Lögfræðingar = vandamál
    4000 félagsmenn og samstaða um lausnir = sigur
    kv Ofsi





    16.01.2009 at 23:09 #638156
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Það er eitt rétt í því sem Palli segir nefnilega að ´… þetta mál er það stórt að hinn venjulegi Jón hreinlega ráði ekki við það´. En við erum ekki með neinn venjulega Jón í þessu. Þegar Jón dregur úr þeim sigrum sem unnist hafa er það nokkur hægverska því það er ekki nokkur vafi í mínum huga að þeir eru talsverðir. Við búum kannski ekki í fullkomnum heimi þar sem öll okkar hjartans mál eru gulltryggð, en staðan er gjörólík því sem var fyrir svona 6 árum síðan. Bara það að klúbburinn sé fenginn til samvinnu við LMI við að ferla allar slóðir er eitthvað sem var óhugsandi fyrir nokkrum árum. Þetta er bara eitt dæmi um hvernig klúbburinn er metinn af verðleikum. Annað dæmi má kannski nefna, nefnilega að umhverfisnefndin sótti um fjármagn til Alþingis til verkefna gegn utanvegaakstri (stikun, merkingar og áróðursaðgerðir). Þrátt fyrir botnlausan niðurskurð á fjárlögum og yfirlýsta stefnu um að ekki sé sett fjármagn í ný verkefni, var ákveðið að gera undanþágu frá þessu og leggja okkur til milljón. Þetta er ávinningur ímyndarstarfs og lobbíisma. Það mætti týna ýmislegt fleira til af ávinningum og sigrum en þá yrði pistillinn minn lengri en Jóns og þá yrði hann afskaplega sár.
    Auðvitað er samt ýmislegt óunnið og útivistarfólk almennt þarf virkilega að standa vörð um hagsmuni sína, í því er ég algjörlega sammála Jóni.
    Kv – Skúli





    16.01.2009 at 23:15 #638158
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Hæ Jón.

    Ertu ekki sofnaður enn ?

    Ég styð þig 100 %, þú ert flottastur. En því miður á ég (og margir aðrir) ekki mikinn tíma, amk ekki á milli kl 8 og 18 virka daga. Það er eiginlega vandamál okkar flestra.

    Ég er td formaður í tveimum félögum og ég fæ ansi oft bakþanka um eitt og annað, helst vegna þess að mér finnst ég ekki standa mig nógu vel og sé ekki að gefa þessu mikinn tíma. Sum mál þurfa að vinnast í dagvinnu og vinnuveitandinn ekki of hress með allt skrópið. Þá er fínt að geta gefið skipanir og menn æða í verkin ;o)

    kv P





    17.01.2009 at 10:57 #638160
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Páli Halldóri. Ofsinn okkar er eiginlega miklu meira virði fyrir félagsskapinn en bæði Jón og séra Jón til samans í öðru veldi. En við ættum að athuga þá hugmynd vandlega, að fá lögfræðilega aðstoð. Ekki væri það lakara, ef sá hinn sami væri í félaginu og þar með nógu kunnugur, til að þurfa ekki að eyða miklum tíma í að setja sig inn í málin. Maður talar nú ekki um ef við værum að tala t.d. um Björn Þorra, sem er meira að segja búinn að vera formaður. Soffíu þekki ég ekki, en gef mér að hún væri ekki síðri fyrst búið er að nefna hana. En við verðum að gera okkur ljóst, að þau gætu ekki gert þetta nema að fá greiðslu fyrir, og hér er um sjálfa tilvist klúbbsins að ræða, þannig að mér finnst í sjálfu sér að slíkt ætti að vera forgangsmál, fram yfir mörg önnur.





    17.01.2009 at 13:18 #638162
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Hér fyrir neðan er tilvitnun í skýrslu Starfshóps um stækkun friðlands Þjórsárvera:

    "Í starfshópnum voru Árni Bragason frá
    Umhverfisstofnun formaður, Egill Sigurðsson, tilnefndur af Ásahreppi, Þorgils Torfi Jónsson,
    tilnefndur af Rangárþingi ytra og Gunnar Örn Marteinsson, tilnefndur af Skeiða- og
    Gnúpverjahreppi. Starfshópurinn hélt fjóra vinnufundi, hitti helstu hagsmunaaðila og hefur nú
    lokið störfum og leggur til meðfylgjandi breytingar á mörkum og friðlýsingu."

    "Breytt reglugerð um friðlandið.
    Reglugerð friðlandsins verði breytt þannig að öll umfjöllun um lónhæð falli út og
    eftirfarandi reglur verði settar:
    1. Sérstök ráðgjafanefnd er Umhverfisstofnun til ráðuneytis um málefni friðlandsins. Hún skal
    þannig skipuð, að Umhverfisstofnun, Landsvirkjun, sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps,
    stjórn Afréttamálafélags Flóa- og Skeiðamanna, Ásahreppur og Rangárþing Ytra tilnefna einn
    mann hver. Frjáls félagasamtök tilnefni einn fulltrúa. Starfstímabil fulltrúa er hið sama og
    kjörtímabil sveitarstjórna. Umhverfisstofnun skipar formann ráðgjafarnefndar.
    2. Mannvirkjagerð, jarðrask og aðrar breytingar á landi, svo og breytingar á rennsli vatna og
    vatnsborðshæð, eru óheimilar nema til komi leyfi Umhverfisstofnunar.
    3. Óheimilt er að skaða gróður og trufla dýralíf, svo og að hrófla við jarðmyndunum,
    gæsaréttum og öðrum minjum.
    4. Umferð ökutækja er óheimil utan merktra ökuslóða. Þó skal heimilt að nota bíla og vélsleða
    á jökli og einnig á snjó og hjarni þegar gróðri stafar ekki hætta af.
    5. Á tímabilinu 1. maí til 10. júní er umferð um varplönd heiðargæsar bönnuð.
    6. Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið á hefðbundnum leiðum í samráði við
    sveitarstjórn. Þjórsárveranefnd og sveitarstjórn geta takmarkað ríðandi umferð um viðkvæm
    svæði vegna gróðurverndar.
    7. Flug neðan 3.000 feta hæðar yfir friðlandinu utan jökuls er óheimilt á tímabilinu 1. maí til
    10. ágúst.
    8. Reglur þessar hagga ekki hefðbundnum rétti bænda til umferðar vegna nytja og leita á
    svæðinu. Um upprekstur á svæðið fer eftir reglum, sem viðkomandi sveitarstjórn eða stjórnir
    afréttarmála setja að fengnum tillögum Þjórsárveranefndar.
    9. Notkun skotvopna er óheimil á friðlandinu nema til minka- og refaveiða og skal hún vera í
    samráði við sveitarfélögin."

    Það virðist nú þegar verið ákveðið hver þessi eini fulltrúi frjálsra félagasamtaka er:
    Áhugahópur um verndun Þjórsárvera.
    Fulltrú þeirra á fundum starfshópsins var Sigþrúður Jónsdóttir. starfsmaður Landgræðslunar.

    Fjallað var um skýrslu nefndarinnar í fjölmiðlum og tók Árni það skýrt fram að nefndin hefði talað við ALLA hagsmunaaðila á svæðinu.

    Þannig að ljóst er að fulltrúi F4x4 eða annara útivistarsamtaka á hvergi að koma þarna nærri.

    Skýrslu starfshópsins má sjá

    [url=http://http://www.mbl.is/morgunbladid/itarefni/469.pdf:2zmnhv3d][b:2zmnhv3d]hér[/b:2zmnhv3d][/url:2zmnhv3d]

    kveðja Dagur





    17.01.2009 at 14:01 #638164
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Hér að neðan er viðtal við Árna Bragason, þá forstöðunanns útivistarsviðs UST.
    Í viðtalinu kemur greinilega fram að útivistarsamtök og almenningur yfirleitt á ekki að skipta sér af skipulagningu hálendisins fyrr en eftir að ákvarðanaferlinu er lokið.
    Þó að Árni er hættur hjá UST þá virðist þessi verklagsregla í fullu gild hjá slóðanefnd ríkisins.
    Þetta verklag getur aðeins leitt til ófriðar um alla ákvarðanatöku og er ekki til þess fallið að skapa sátt í þjóðfélaginu.

    kveðja Dagur

    9.9.2005

    Rás 2
    Dægurmálaútvarpið

    Óstjórn á hálendi Íslands

    Það ríkir óstjórn á hálendi Íslands þar sem félag jeppamanna veður uppi og tekur sér vald til að merkja leiðir. Vald sem það hefur alls ekki. Páll Ásgeir ræddi viðkvæm mál og umdeild við Árna Bragason en hann er forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar.

    Við fjölluðum hér fyrr í vikunni um jeppamenn eða það er réttara sagt félag jeppamanna sem heitir 4X4 sem að hugðist um þessa helgi fara í svokallaða árlega stikuferð félagsins og ætlunin var að stika leiðina milli Jökulheima og Vonarskarðs. Það kom svolítið babb í bátinn vegna þess að eftir tilmæli ef ekki beinlínis neitun frá oddvita Ásahrepps þá var hætt við þessa fyrirætlun og oddviti Ásahrepps, Jónas Jónsson, taldi reyndar að framkvæmdaleyfi þyrfti til þess að leggja niður þessar stikur en jeppamenn voru honum reyndar algjörlega ósammála. Hjá mér situr Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar.

    Páll Ásgeir Ásgeirsson: Velkominn Árni.

    Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar: Takk fyrir.

    Páll: Hvað er svona hið rétta í þessu? Útskýrðu það fyrir okkur aðeins.

    Árni Bragason: Ja þetta er skipulagsmál. Vegir eru fyrst og fremst skipulagsmál og á forræði sveitarfélaganna. Þannig að það sem Jónas segir þessum mönnum er að mínu áliti rétt.

    Páll: Burtséð frá því, nú skilst mér að það sé deilt aðeins um sko hvaða framkvæmdir þurfi framkvæmdaleyfi.

    Árni Bragason: Já en það sem að er kannski aðalmálið og þetta er jú hluti af miklu stærra máli sem er þessir vegir sem að, það eru vegslóðar um allt land sem ekki er búið að taka ákvörðun um. Það var starfandi hér nefnd síðast liðinn vetur sem skilaði af sér tillögum til umhverfisráðherra um að taka á þessum málum, reyna að ljúka þessum málum á næstu tveimur árum. Og ein af tillögunum var sú að það yrði endað með því að þetta færi allt í gegnum skipulagsferli sveitarfélaga og hreinlega inn í aðalskipulag.

    Páll: Það var sem sagt niðurstaða nefndarinnar að þessi mál yrðu í rauninni á forræði sveitarfélaga.

    Árni Bragason: Ja það er það samkvæmt lögum í dag og þarna var verið að ræða um eða leggja upp ákveðið verkefli sem ætti að fara eftir og það er alveg klárt að 4X4 menn hafa verið að ákveða ýmislegt upp á sitt einsdæmi. Ákveða að það væri betra að hafa þennan vegslóða frekar en hinn og ákveðið þá að merkja hann. Þeir hafa verið að gera verulega mikið gagn mjög víða með þessu en málið er að þeir eru bara ekkert að fara að lögum, þeir eru að taka sér vald sem þeir hafa ekki, taka sér vald sem sveitarfélögin hafa. Þannig að það rétta í þessu máli er það að sveitarfélagið ákveði hvar vegir og vegslóðar eiga að vera og síðan geta 4X4 menn tekið það verkefni fyrir sveitarfélagið að merkja.

    Páll: Þessi lög hafa, þetta lagaumhverfi hefur verið í gildi lengi.

    Árni Bragason: Já, já.

    Páll: Nú kom það skýrt farm í samtölum mínum við fulltrúa jeppamanna að þeir virtust standa margir í þeirri trú að þeir þyrftu ekki leyfi neins til þess að gera þetta, þar sem að slóðinn væri þarna og það þyrfti bara að merkja hann.

    Árni Bragason: Ja það er nú málið. Hvernig mynduðust þessar leiðir?

    Páll: Með akstri.

    Árni Bragason: Með akstri og akstri hverra?

    Páll: Jeppamanna geri ég ráð fyrir. Þetta eru ekki beinlínis fólksbílaleiðir.

    Árni Bragason: Já það er auðvitað málið en margar þessar leiðir hafa orðið til sem smalaleiðir bænda, eru að leita að fé, fara kannski einu sinni tvisvar á haustinu. Svo dettur einhverjum jeppamönnum í hug að það sé nú gaman að fara þessa leið og þá ákveða þeir bara að byrja að keyra og síðan bætist við og það fer að koma sumarumferð inn á leiðir sem engan veginn þola umferð. Þannig hafa margar þessar leiðir orðið til. Vissulega viljum við ferðast um landið okkar en það eru líka ákveðin svæði sem eru þannig að þau þola kannski ekki mikla umferð. Margar þessar leiðir eru líka þannig að þær verða bara mjög slæmar, sérstaklega við mikla notkun og ef það eru bleytur. Fyrri part sumars eftir að snjóa leysir þá þola þessar leiðir kannski enga umferð. Bændur kvarta yfir því að jeppamenn eru að fara inn í ja, t.d. rjúpnaveiðar margar þessar leiðir sem að eingöngu voru hugsaðar sem smalaleiðir. Þetta kallar á viðhald og hver á að sjá um þetta viðhald? Ekki er það Vegagerðin vegna þess að þetta eru ekki vegir. Þá lendir það á sveitarfélögunum. Þannig að við erum að kalla yfir okkur óstjórn og menn hafa leyft sér að haga sér bara að eigin geðþótta.

    Páll: Það hefur ríkt óstjórn í þessu máli.

    Árni Bragason: Já, það er alveg rétt og það eru ýmsir, það er ákveðinn hópur manna sem að telur sig vera í fullum rétti með að merkja en það er bara alls ekkert rétt. Þetta er mál sveitarfélaganna og það eru lög í landinu.

    Páll: Þegar að þessir slóðanefnd sem að stundum er kölluð svo manna á milli, þegar hún skilar af sér þessu verkefni og leggur til að það verði komið böndum á þetta innan tveggja ára, breytir það núverandi ástandi?

    Árni Bragason: Ja það þarf að fara í ákveðna vinnu. Það þarf að kortleggja leiðir og það þarf að taka ákvarðanir og það er kannski fyrst og fremst það sem er tímafrekt og kostnaðarsamt.

    Páll: Og skilgreina þá hálendið eftir ferðamennsku?

    Árni Bragason: Hvað viljum við? Hvar viljum við hafa vegi og hvar viljum við ekki hafa vegi. Það þarf að taka meðvitaðar ákvarðanir um það.

    Páll: Er þessi vinna í gangi?

    Árni Bragason: Hún er ekki í gangi í augnablikinu, nei.

    Páll: Er það ekki vont?

    Árni Bragason: Ja ég segi nei. Það er ákveðin vinna í gangi sem er vinna Landmælinga og Vegagerðarinnar við það að ljúka kortlagningu.

    Páll: Kortlagningu þessara slóða.

    Árni Bragason: Já.

    Páll: Svo að það sé hægt að ákveða hverja þeirra má nota og hverja ekki.

    Árni Bragason: Já. En vissulega gætu sveitarfélögin tekið til hendinni. Það eru upplýsingar, heilmikið af upplýsingum sem að liggja þegar fyrir þannig að það væri hægt að fara af stað en þetta er spurning um ja, ég held fyrst og fremst tíma og peninga. Getum við ætlast til þess að lítil sveitarfélög leggi mikla krafta í þetta?

    Páll: En meðan að þessu verki er ekki lokið að þá er það, það er landið sem að líður fyrir það er það ekki?

    Árni Bragason: Já fyrst og fremst, fyrst og fremst.

    Páll: Ég heyrði líka í samræðum mínum bæði við jeppamenn og fulltrúa fjallamanna í ferðaþjónustu, nokkra gagnrýni á að þeir, meintir hagsmunaaðilar í þessu sambandi, fengju ekki að koma nógu mikið að þessari vinnu. Er það réttmæt gagnrýni?

    Árni Bragason: Það er nú þannig þegar um er að ræða skipulag og skipulagsmál að þá er jú skipulagið auglýst og þar er aðkoma almennings, það er búið að tryggja það með lögunum. Þessir menn hafa ekki rétt samkvæmt lögum til þess að ákveða þetta fyrir sveitarfélögin, bara alls ekki, það er bara ekki þannig í skipulagsmálum. Það er jú skipulagsvaldið sem að á að leggja upp dæmið, kynna það fyrir almenningi sem getur komið með athugasemdir og síðan er það sveitarfélagsins að taka endanlega ákvörðun og síðan er slíkt skipulag staðfest af ráðherra.

    Páll: Einmitt. Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar, þakka þér fyrir.





    17.01.2009 at 17:22 #638166
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Það er auðvitað margt um þetta að segja. Í fyrsta lagi er það sú afstaða, að þeir sem flokkast sem "jeppamenn" séu með einhverju móti ekki hluti af því fyrirbrigði, sem embættismenn kalla "almenning". Skv. hugsanagangi embættismannavaldsins er almenningur eitthvert lið, sem þeir eiga að stjórna og ráðskast með. Sýna vald sitt. Engum þeirra dettur í hug að þeir séu raunar þjónar þessa almennings. Alls ekki. Svo er annað atriði. Af hverju á t.d. Ásahreppur í Rangárvallasýslu að hafa skipulagsvald milli Jökulheima og Vonarskarðs? Með tilliti til laga um þjóðlendur, þá skyldi maður ætla að allur sá málarekstur, sem þeim lögum hefur fylgt, eigi að verða til þess að skilgreina þessar þjóðlendur sem þjóðareign og þar með jafn fráleitt að Miðhálendið sé undir skipulagsvaldi fjölmargra, smárra sveitarfélaga, sem hafa enga möguleika á að framfylgja þessum málum, hvorki fjárhagslega né tæknilega. Eðlilegast væri að þetta skipulagsvald væri á könnu eins aðila, þ.e. Alþingis. Ekki að maður treysti því betur heldur hinu, að það væri þá á sviði eins aðila, þar sem öll þjóðin hefði að orði kveðnu a.m.k. sömu möguleika á kjósa þá fulltrúa sem um málin véla.





    17.01.2009 at 18:39 #638168
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þó ég sé ekki mikill stjórnsýslufræðingur þá held ég að ef þetta vald færi til ríkisvaldsins þá væri það framkvæmdavaldið en ekki löggjafinn sem fengi það. Það er líka í samræmi við hugmyndir sem umhverfisráðherra setti fram á síðasta ári um að einhvers konar yfirskipulagsvald á hálendissvæðum væri hjá ráðuneytinu. Sú hugmynd fékk hins vegar ekki hljómgrunn og margir þingmenn og sveitarstjórnir töluðu ákveðið gegn þeim. Ég skal ekki fullyrða um hvort fyrirkomulagið sé eðlilegra eða betra, sjálfsagt ýmsar hliðar á því en vissulega væri það nokkur einföldun að þetta vald sé á einni hendi en ekki tuttugu.
    Kv – Skúli





    17.01.2009 at 19:31 #638170
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þar af eru um 23 sem eiga land innan hálendislínunnar. Það gefur útivistarfélögum 23 sinnum meiri möguleika að finna skynsamt fólk en það að eiga við eina stofnun í Reykjarvík. Af tvennu illu er núverandi kerfi betra. Þó svo að mörgum finnist það óeðlilegt að 150 manna sveitafélag einsog Ásahreppur fari nánast með alræðisvald á Sprengisandssvæðinu.





    18.01.2009 at 00:54 #638172
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Í þessu tilfelli er slóðanefnd ríkisins að pressa á sveitarfélögin til að taka ákvörðun um mál sem kanski fæst sveitafélög eru eru tilbúin til.
    Varðandi gagnasöfnun þá eru slóðir mældar af LMI og F4x4, en umsagnir vantar og þegar notendur koma kvergi að umsagnarferlinu, þá má vænta þess að ákvarðanir eru teknar án umsagnar og umræðu, eða eins og sagt er á götunni, út í bláinn.
    kveðja Dagur





    18.01.2009 at 20:22 #638174
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Góða kvöldið félagar.

    Það er gott að Ólsarinn og fl eru á svipaðri línu og ég í þessu máli. Hvet hér með stjórn að leita sér aðstoðar í þessu máli. Amk styð ég það heilshugar að setja aur í verkefnið. Er alls ekki að gera lítið úr þeim sem hafa hingað til með þessi mál að gera, þeir hafa svo sannarlega staðið plikt sína.

    Við megum ekki við því að það sé valtað yfir okkur, félagið deyr auðvitað, ef menn mega ekki breyta jeppum áfram, eða mönnum bannað að ferðast. Það er allt of margir sem vilja okkur þann farveg.

    K
    Palli





    21.01.2009 at 23:05 #638176
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Hluti af stjórn F4x4 og hluti af umhverfisnefnd 4×4 ásamt lögfræðilegum ráðunaut, áttum fund hjá UST í dag.
    Fjallað var um stækkun friðlands við Þjórsárver,4 þar sem Setrið er sýnt innan stækkunarinnar.
    Fullyrt var af hálfu UST að fullt samráð verði við klúbbinn varðandi stækkun friðlandsins en fjallað verður um stækkunina 2010-11.
    Rætt var um Slóðanefnd ríkisins og var einnig fullyrt að samráð verði við útivistarsamtök á borð við F4x4 um hvaða slóða skal haldið opnum og hverjum ekki.
    Einnig var fullyrt að þau vinnubrögð, sem lýst er hér að ofan, eigi við um eldri slóðanefndir en ekki þessa sem er í dag.
    Þetta var alvarlegur en ánægjulegur fundur.

    kveðja Dagur Umhverfisnefnd F4x4





    22.01.2009 at 16:45 #638178
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Gott að lesa þetta. Sýnir manni að umhverfisnefndin er að vinna vinnuna sína. Klúbbfélagar halda þessu áreiðanlega vakandi og standa bak við sína menn í umhverfisnefnd.





  • Author
    Replies
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.