This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 16 years ago.
-
Topic
-
Frjáls félagasamtök og hagsmunabaráttan.
( holl lesning fyrir þá sem láta hagsmunabaráttuna sig einhverju skipta )
.
Ég ætla aðeins að útskíra stöðuna í hagsmunamálum útivistarfólks og hvernig þessum málum er hátta. En nokkuð mikið hefur borið á því að félagsmenn rugli saman hinum ólíku nefndum ríkisbáknsins og hvert er hlutverk þeirra. En fyrst ætla ég aðeins að útskýra titilinn. Frjálsfélagasamtök. Þegar fjallað er um umhverfismál hjá Ust og Umhverfisráðuneytinu, og myndaðra eru nefndir eða starfshópar. Þá fá frjáls félagasamtök oft að vera með. En í flestum tilfellum eru það náttúruverndarsamtök sem hljóta hnossið. T,d náttúruverndarsamtök íslands. Sem eru reyndar ekki samtök heldur félag. En af stjórnkænsku er notað nafnið samtök, til þess að fá meira vægi. Einni eig örfélög samanber NAUST og fleiri með 10-50 félagsmenn sem fá mjög góðan hljómgrunn meðal ráðmanna umhverfismála. Við útivistarfólk lendur hinsvegar í hópi hinna óæskilegu. Þetta sést mjög víða, þar sem við ættum að hafa aðkomu að málum.
Má t.d benda á að fyrst umræða um náttúruverndaráætlun 2009-2013 rúllaði í gegnum þingið í desember. Áður en áætlunin fór fyrir þingið, höfðu tugir félaga umsagnarrétt um áætlunina. Á þeim lista var hvorki Ferðaklúbburinn 4×4 eða Samút ( samtök útivistarfólks sem telur um 30.000 félagsmenn. Þetta sýnir best hug ráðmanna til okkar. ( þessi vinnubrögð eru regla en ekki undantekning ).
Við höfum ekkert verið mikið að bera þetta á torg enda erum við alltaf hrædd um að stygga þennan ráðmannahóp. En nú finnst mér við ekki hafa neinu að tapa, því ég er langt frá því að vera sammála þeim félagsmönnum sem hafa haldið því fram að við höfum verið að vinna einhverja sigra. Við höfum að vísu unnið smá skærur hér og þar eða geta snúið aðeins upp á ráðmenn. En línuritið sígur niður á við jafnt og þétt. Og fannst mér botninum náð um áramótin.
..
Um áramótin voru 2 mál í gangi sem tengdust klúbbnum. 1. slóðamálin
2. stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.
.
Þjórsárver.
Í báðum þessum málum, máttu við éta það sem úti frís. Stækkun friðlandsins hefur verið í ferli hjá Umhverfisstofnun í um 2 ár. Undirbúningurinn fór fram með þeim hætti að margir fengu að vera með í því ferli. Nema Ferðaklúbburinn 4×4, sem er þó einn aðal hagsmunaaðilinn á umræddu svæði. Einnig horfðum við á það í fréttum þegar einn valdamesti maður á landinu í umhverfismálu sagði frá því í fréttum að haft hafi verið samráð við alla hagsmunaaðila. ( þetta var Árni Bragason ). Sumir vilja að nafn hans sé ekki dregið upp, þar sem hann er hættu að starfa fyrir Ust. En mér finnst vel við hæfi að minna á vinnubrögð hans gagnvart Ferðaklúbbnum 4×4, svo eftirmenn hans geti forðast þau ógæfuspor sem hann tók ávalt í störfum sínum. Samanber 50 tonnin af Hrafntinnu sem hann lét taka við Hrafntinnusker, eða reglugerðina sem hann kom í gegn um það að almenningur mætti einungis taka sé einhverjar steinvölur í náttúrunni. Þegar Árni þessi var mesti gerandinn sjálfur. Nú er staðan þannig í friðlandsmálinu að 4×4 fær kynningar fund um málið og líklega einhverja aðild að málinu. Þó eftir mikinn þrýsting frá formanni klúbbsins. Margir hafa haldið því fram að þetta friðlandsferli taki nokkru ár, þar sem áætlunin sé til 5 ára. Ég vill ekki treyst á það að ÞAÐ ( mörg ár ). Ég vill að klúbburinn hafi vaðið fyrir neðan sig í þessu máli. Enda höfum við verið tekinn í bólinu marg oft. T.d rúlluðu í gegn ný fjarskiptalög á ljóshraða án þessa að við vissum nokkuð af því eða fengjum nokkuð um málið að segja, þó að öllu væri snúið á hvolf í vhf málunum.
.
Slóðamál.
Nú erum við búin að vera að vinna í þessum málum í nokkur ár. Og erum við inni á þriðja ári í þessum síðast áfanga. Þar vinnum við með Landmælingum íslands og er það samstarf mjög gott. Og verður vart betra. Þar vinnum við sameiginlega að því að afla sem besta gagna fyrir verkefnið og komum að öllum þáttum þess varðandi gagnaöflun.
En þar líku líka samstarfinu. Þessi nefnd sem við köllum almennt slóðanefnd ríkisins.
Heitir formlega ( starfshópur um utanvegaakstur ). Í þeirri nefnd sitja fulltrúar eftir talinna aðila. Landmælinga Íslands, Vegagerðarinnar, Ust og Umhverfisráðuneytisins.
.
Aðeins um forsöguna að málinu.
Í tíð Sifjar Friðleifsdóttur sem umhverfisráðherra, var stofnað til þessara nefndar og var ætlunin að koma skikki á skipulagsmál vega og slóða. Var sú nefnd skipuð með sama hætti og nú. Nefndin skilaði mikilli og ágætri skýrslu og benti á marga möguleika til úrbóta. Og voru unnin prófverkefni með Rangárþingi ytra og Ásahrepp þar sem slóðir voru settar á kort og flokkaðar.Útkoman úr þessu var í raun katastrofa fyrir útivistar fólk ef þetta hefði verið endanleg niðurstaða. Því þarna vantaði inn urmul af leiðum, og einnig var lagt til að fjöldi leiða yrði lokað. Eða þeim breytt í gangnamannaleiðir. ( en það virðist vera ríkt í bændum að breyta sem flestum leiðum í gangnamannaleiðir sem þá væntanlega mætti einungis aka í göngum. Eftir að skýrslan kom út og Sigríður Anna Þórðardóttir varð ráðherra 15 júní 2004 datt botninn úr þessari vinnu. Sigríður Anna tók semsagt við sem ráðherra og gerðist ekkert í þessum málun fyrr en ljóst væri að hún myndir hætta sem ráðherra. Þá vildi hún að reisa sé bautastein og kom því í verk að hent var í loftið vegavefsíðu. En á vefsíðunni áttu að vera þeir vegir sem almenningur mætti aka. Þessi aðgerð var illa ígrunduð og stóðst engin lög. Enda gleymdist í asanum að hafa sveitarfélöginn með, sem fara með skipulagsvaldið. ( sérkennilega þar sem búið var að vinna í þessum málum í nokkur ár, að enginn virtist vita hver væri grunnurinn að málinu ). Eftir hremmingarsögu Sigríðar Önnu kom nýr ráðherra. Jónína Bjartmarz 15. júní 2006
Jónína hafði þá stefnu að, kæfa okkur ekki í boðum og bönnum að hætti norðmanna þar sem allt er banna sem ekki er sérstaklega leift. Því ríkti friður.
Þar til við höfðum af því njósnir að, enn væri í bígerð að halda verkefninu áfram og væri í undirbúninga samstarf tveggja aðila um það að mæla og merkja vegi. Þá var Benedikt Magnússon formaður klúbbsins og voru hafðar hraðar hendur um það að bjóða fram aðstoð klúbbsins að þessu verkefni með Landmælingum Íslands. Því augljóst varð að með aðkomu þessar ónefndu aðila að verkið færi í mjög slæman farveg. Annar vegar var aðili sem hafði sýnt Ferðaklúbbnum mikil óheilindi og hinn aðilinn hefur sýnt af sér mikla ófagmennsku.
Eftir að Þórunn Sveinbjarnar tók við ráðherradóm 24 maí 2007, tók við gamli ferilinn og nefndin var sett á laggirnar á ný, og með sömu ríkisstofnunum og nú átti að vinna með sveitarfélögunum. Enda hafði umhverfisráðuneytið uppgötvað hverjir fóru með hið raunverulega vald yfir hálendinu ( þ e sveitarfélöginn ). Þessi uppgötun tók þó nokkur ár.Staðan í þessu máli nákvæmlega í dag. Er sú að við höfum fengið vilyrði fyrir því að fá upplýsinga um hvar og hvernig málið er statt hjá nefndinni. Og einnig vilyrði um aðkomu að málinu almennt. Þó höfum við ekki fengið fundarboð.
En hvar er málið statt samkvæmt okkar vitneskju. Jú nefndin er búin að vera að senda einum 8 sveitarfélögum ferilgögn og hafa einhver þeirra fengið tíma takmörk til þess að skila inn skilgreiningu á slóðunu, þ e að flokka þá og koma með tilögur um lokanir. Því má segja að við sé að falla á tíma. Og stórslys sé enn í farvatninu.
.
Til hvers ( starfshópur um utanvegaakstur ). Jú hann er stofnaður til þess að sporna gegn utanvegaakstri. En þá má velta því fyrir sé af hverju það er einungis lögð áhersla á landsvæðið innan miðhálendislínunnar. En meiningin er að klára að mæla alla slóða á miðhálendinu sumarið 2009. Miðhálendislínan virðist vera fenginn pólitískt og tilfinningalega Þ e semsagt í raun algjör þvæla í tilliti til verkefnisins. Því línan fylgir ekki neinni hálendislínu einsog mætti halda. Hún virðist byggð á allmörgu öðru. Sennilega byggð, ofl. Sem kemur þessu máli í raun ekkert við. T.d má geta þess að allt hálendið á norðausturlandi er utan hálendislínunnar svo og Tröllaskagi, Tindafjallasvæðið, Vestfirðir, Snæfellsnes ofl ofl. Því ef verkefnið væri það eitt að sporna við utanvegaakstri. Þá færu mælingarnar auðvita fram þar sem mesta hættan væri á utanvegaakstri. Og mætti þá nefna landsvæði einsog Reykjarnes og nágrenni við þéttbýli. Fjallabakssvæðið, við veiðivötn og svo við aðal leiðir þvert yfir hálendið ( Sprengisandsleið, Kjalveg og Öskjuslóð ).
.
En þó er verkefni ekki alslæmt því með mælingunum eflum við verulega kortagerð, og einnig ættu mælingarnar að nýtast viðbragsaðilum. Auðvita er einnig, kominn tími til á árinu 2009 að skipulagsyfirvöld fá vitneskju um það hvernig slóðanetið á landinu lýtur út.
En aftur að utanvegaakstri. Ef stjórnvöld vilja gera eittvað vitrænt í því að sporna gegn meintum auknum utanvegaakstri, sem hrópað er svo mikið á og þá sérstaklega að aðilum sem hafa kannski ekki sérlega mikla þekkingu á málinu. Þá þarf fyrst að vita:1 Hvar fer utanvegaakstur fram
2 Hverjir stunda utanvegaakstur
3 Hvernig á að bregðast viðKv Jón G Snæland
.
Smá PS
Það væri gaman að fá komment frá félagsmönnum um þessi mál. T,d hafa margir haldið því fram að við hefðum aldrei átt að aðstoða ríkið í þessu. Þeir hafa vafalaust eitthvað til sýns máls. En ef við stöndum frami fyrir því að óvinu klúbbsins nr 1 ætlaði að leiða starfið, þá voru ekki margir kosti í stöðunni. Einnig hlýtur það að skipta máli að við sjálf mælum. Við hljótum að treyst okkur sjálfum ekki satt. Það hefur komið gagnrýni á það að of mikið sé mælt. Það er kannski ekki alveg réttlátt. Því betra er að mæla meir en minna, til þess að minka hættuna á því að eitthvað gleymist. Og svo er ekki heldur verið að leggja mat á mælda slóða á staðnum. Það verkefni er þeirra sem koma að ákvörðunartöku á síðari stigum. Þessi gagnrýni hefur snúist um einhverja smá stubba sem eru í raun einsog krækiber í helvíti í heildar ferlinu. Og hefur ekki snúist um nema einhverjar ca 5 leiðir sem er fjandi aumt að gera vesen úr þegar á fjórða þúsund leiða er um að ræða. Þá hljótum við að vera vel innan við öll eðlilega skekkjumörk. Einhverjir hafa minnst á það að gott væri að fá til liðs við okkur gangnamenn og refaskyttur og fleiri slíka aðila. Það væri auðvita mjög æskilegt. Og auglýsi ég hér með eftir þeim.Að lokum
15 dagar til stefnu, ég og fleiri hafa varað við þessu skipulagsferli það sem er af þessari öld. Þ e í rúmlega átt ár. Viðbrögð klúbbsins hafa verðið einsog hjá dauðvona risaeðlu, nánast engin. Nú er málið komið í verkferli og byrjar fyrsta stigið 1 ferbrúar næstkomandi. Okkur vantar því hjálp. T.d vantar okkur aðstoð þeirra sem þekkja skipulagsferli sveitarfélaga. Þeir mættu hringja í mig í síma 6997477 eða senda póst á rotta01@gmail.com
You must be logged in to reply to this topic.