FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Friðlýsing jökla

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Friðlýsing jökla

This topic contains 60 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 21 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.05.2003 at 12:13 #192592
    Profile photo of
    Anonymous

    Það hefur verið nokkur umræða um friðlýsingu Snæfellsjökuls og hvaða þýðingu hún hefur. Þessi umræða kom m.a. upp inni í Mörk í gær, en það hefur verið hlutverk umhverfisnefndar að fylgjast með þessari umræðu og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Það gerir spurninguna ekki síður áleitna ef sömu reglur koma til með að gilda um Vatnajökulsþjóðgarð. Það væri ekki gott mál ef tekið væri upp á því að banna akstur á jöklum alveg.

    Í reglugerð um Snæfellsjökulsþjóðgarðinn er tilgreint nákvæmlega hvað má og hvað ekki. Þar er tekið fram t.d. að meðferð skotvopna sé bönnuð, bannað að tjalda nema hvað göngumenn og hjólreiðamenn geta fengi leyfi til þess, hestaumferð utan reiðleiða bönnuð (heyr heyr!) og akstur vélknúinna ökutækja aðeins heimil á vegum og bílastæðum. Hins vegar er svo tekið sérstaklega fram að akstur á jökli sé leyfilegur með leyfi þjóðgarðsvarðar.

    Þetta gætu sjálfsagt öfgafullir jeppaandstæðingar túlkað á þann veg að í hvert skipti sem menn ætla á jökulinn þurfi að sækja sér skriflegt leyfi þjóðgarðvarðar. Það er hins vegar margstaðfest að þeir aðilar sem ætlað er að framfylgja reglugerðinni (þjóðgarðsvörður og Náttúruvernd) leggja alls ekki þann skilning í þessa grein. Þetta höfum við í umhverfisnefndinni fengið margstaðfest bæði af þjóðgarðsverði og forstöðumanni Náttúruverndar. Þjóðgarðsvörður hefur gefið leyfi til aksturs á jöklinum og það leyfi gildir meðan annað er ekki ákveðið. Því verður ekki breytt nema eitthvað sérstakt kalli á það.

    Ég fór fyrir hönd klúbbsins á borgarafund sem Náttúruvernd hélt í Ólafsvík um þjóðgarðinn fyrir u.þ.b. ári síðan. Þar kom nokkuð vel fram hvernig Náttúruvernd hugsar þetta. Það kom mjög skýrt fram að þau sjá tilgang þjóðgarðsins fyrst og fremst þann að fólk geti notið hans, hvaða ferðamáta sem menn kjósa sér, en reglurnar eru til þess að koma í veg fyrir skemmdir á náttúru eða minjum og jafnframt koma í veg fyrir árekstra milli fólks. Í spjalli við Árna eftir fundinn heyrði ég líka greinilega á honum að sá góði orðstýr sem f4x4 hefur tekist að skapa jeppamönnum gerir það að verkum að við njótum talsverðs trausts af hans hálfu. Þarna er því áþreifanlegur og ótvíræður árangur af þeirri hugarfarsbreytingu sem klúbburinn hefur unnið að í gegnum tíðina.

    Á fundinum voru örfáir fulltrúar öfgaafla (kallast það ekki nöldurkellingar!) sem helst vildu banna alla jeppaumferð á jöklinum og voru eitthvað að reyna að hafa sig í frammi með slíkar skoðanir, vildu m.a. meina að það væri svo mikil mengun af bílunum. Árni Bragason gerði þeim ljóst að slíkt stæði alls ekki til og benti jafnframt réttilega á það að í raun væri mun meiri mengun frá vélsleðum og snjóbílnum heldur en bílum og jeppamenn hefðu sama rétt og aðrir til að njóta þjóðgarðsins. Hann semsagt sló á allar svona hugmyndir. Það var líka athyglisvert að hann sagði ítarlega frá því hvernig fyrirkomulagið væri víða í þjóðgörðum erlendis þar sem allt er bannað og lagði áherslu á að slíkt sé dæmi um hvernig við viljum EKKI hafa hlutina hér, hér gildi allt önnur lögmál og íslensk ferðamennska gjörólík.

    Þetta hlýtur að geta slegið nokkuð á áhyggjur manna um að friðlýsingin verði til þess að banna alla jeppaumferð, hvort sem er á Snæfellsjökli eða öðrum jöklum. Það er í höndum Náttúruverndar að framkvæma reglugerðina og meðan aðilar sem þar stjórna hafa þessa túlkun er varla ástæða fyrir okkur að túlka þetta þrengra (nema við viljum skipa okkur í hóp nöldurkellinganna). Auðvitað er hugsanlegt að settar verði einhverjar reglur um umferð á jöklinum. Þannig hafa verið vangaveltur um að koma ákveðnu skipulagi á umferðina þannig að það séu ákveðnar leiðir eða svæði sem leyfilegt sé að aka, ákveðin svæði ætluð fyrir skíðafólk og ákveðin svæði fyrir göngufólk. Við þurfum auðvitað að taka tillit til þess að við erum ekki ein um að vilja njóta jökulsins og þarf að taka tillit til annarra hópa. T.d. getur skapast stórhætta af djúpum jeppaförum í skíðabrautinni, allir sem hafa stundað svigskíði sjá það í hendi sér. Eins er lítið spennandi að ganga þarna upp sömu leið og jeppar og vélsleðar fara, það þekki ég af eigin raun þar sem ég labbaði þarna upp fyrir nokkrum árum. Eftir þá göngu hét ég mér því að fara aldrei aftur á Snæfellsjökul nema akandi, en vel má vera að nú séu forsendur fyrir mig að breyta þeirri ákvörðun. Fínt ef þjóðgarðsvörður getur komið í veg fyrir að árekstrar verði milli hópa þarna og örugglega full ástæða til að draga úr hættu á náttúruskemmdum. Þarna í fyrra höfðu t.d. einhverjir húsbílamenn verið á ferð þarna og farið út fyrir slóða og skildu eftir sig ljót för, þannig að eftirlit er ekki alveg tilefnislaust á svona stað þar sem mikil traffík er margskonar hópa. Jafnframt kemur þetta vald þjóðgarðsvarðar í veg fyrir að þeir aðilar sem eru með skipulagðar ferðir þarna geti agnúast útí okkar umferð eða reynt að halda því fram að þeir hafi einhvern einkarétt á jöklinum, en sögur fóru af tilraunum þeirra í þá átt. Núna höfum við staðfestingu á að þeir eru algjörlega réttlausir hvað það varðar.

    Kveðja,
    Skúli H. Skúlason
    umhverfisnefnd

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 60 total)
← 1 2 3
  • Author
    Replies
  • 23.05.2003 at 15:52 #473520
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég prentaði nú þetta út til gamans og þetta var orðið á fjórða tug síðna. Spurning um að finna útgefanda fyrir næstu jól. Ég held að áhuginn á málefninu sýni það svo ekki verði um villst að það er full ástæða til að ræða skipulagsmál hálendisins innan félagsins, því óneitanlega er þetta eitt af stóru málunum í þeim pælingum. Hvar friðun og hvar ekki og hvað friðun felur í sér, hvað þjóðgarður felur í sér, hvaða rétt við höfum á friðuðu landi, í þjóðgörðum og hvaða rétt við höfum gagnvart hinum ýmsu landeigendum. Í mínum ferðum hefur þetta síðast talda oftar verið vandamál heldur en samskipti við landverði og þjóðgarðsverði, en núverandi náttúruverndarlög tryggja ákveðin rétt gagnvart þeim.

    Kv – Skúli H.





    23.05.2003 at 16:30 #473522
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þar sem Júrovisíion eða hvað sá gjörningur heitir er að ganga í garð er ekki í vegi að gefa mannskapnum Skúrivison stig 0-12 stig.

    Rúnar- 12 stig ( Fyrir að vera málefnalegastur og koma með hnit miðuðustu athugasemdina.)

    Glanni 11 stig ( Fyrir að vilja banna almenningsvagna )

    Einar 8 stig ( Fyrir að fara aðeins útaf sporinu og hreyta ónotum í lögfræðing, það yljar okkur um hjartarætur sem slugsumst alltaf með að borga afnotagjöld Rúv )

    Ólsarinn helling af stigum bara fyrir að vera Ólsari þegar allir eru Snæfellsbæingar eða eitthvað svoleiðis. )

    Paji -40 ( Fyrir að vera ekki búin að biðja Hlyn um að skrifa ferðasögu í Setrið frá Grænlandi eða fá Sing til þess að segja okkur meira frá þeim Hollensku og ekki síst þjóðgarðsögu frá Afríku eftir Skúla.

    BÞV ??? ( Fær fullt af stigum fyrir að koma okkur í skilning um að það sem við lesum sé það sem við lesum en ekki það sem við höldum að við séum ekki að lesa, einsog gamla konan sagði þegar hún dó. En hann fær fullt af mínusum fyrir að tvísmella á sendtakkan,
    Einnig fær hann bunka af stigum fyrir að ráðast á saklausa umhverfisnefndina og enn meira af stigum fyrir að reina að hleypa þræðinum upp.

    Hlynur fær -100 stig ( Fyrir að Dratthalast ekki með dóminn á vefspjallið.

    Skúli H ( Fær djöfuls helling af stigum fyrir að vera jafn langorður og Vinstri-Grænir
    En þó fullt af mínusum fyrir að verin nánast kominn í hring og vera orðinn samála sjálfum sér, og kominn í bræðralag með BÞV.

    Lúter 1 stig ( Fær stig fyrir að vera Lúter )

    Sing 10 stig ( Fyrir langbestu söguna )

    Eiki -2 stig ( Fyrir að hræða okkur svona )

    G7729 -9 stig ( Fyrir það að ætla að selja jeppann á 100 kall og kaupa sér göngustafi )

    Ofsi 0 stig ( Fyrir að vera gjörsamlega steiktur vanviti sem ætti kannski að fara að taka sér frí frá ritstörfum áður en skaði hlýst af.

    Dómnefnd Það er greinilegt á öllu að Skúli, BÞV og Ólsarinn berjast um bikarinn þar sem mjótt er á mununum BÞV með fullt af stigum Ólsarinn með Helling en þó virðist Skúli vera sjónarmund á undan með djöfuls helling af stigum.
    Hlynur rekur að sjálfsögðu lestina einsog svo oft til fjalla, en hann á þó enn von ef hann kemur með góða ferðasögu í Setrið

    Úrskurðarnefndvefspjallspislaferðaklúbbsins 4×4.





    23.05.2003 at 23:14 #473524
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Í tilefni morgundagsins, þá heyrði ég eitt sinn sögu af göngufólki sem var komið eftir langa mæðu upp á Öræfajökul. Þarna mitt í kyrrðinni og óbyggðunum gengu þeir fram á Toyota Xcab sem stóð einn undir Hnúknum. Afturí lágu tveir þekktir jeppamenn og voru að horfa á Eurovision í sjónvarpinu.

    Gaman væri að vita hvort þessi saga sé sönn, mennirnir voru nafngreindir en ég ætla að bíða með að upplýsa nöfnin ef þetta fæst ekki staðfest.

    Lýsi hér með eftir staðfestingu, ef þetta er satt þá þarf það á komast í annála jeppaferðanna.

    Sing





    24.05.2003 at 05:14 #473526
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Kærar þakkir félagar fyrir upplýsandi og málefnalega umræðu. Hér er hægt að vera sammála svo mörgu að flokksþing kínverska kommonistaflokksins koma í hug!

    Þessi mál snúast um hvernig klúbburinn skal nálgast það viðfangsefni að tryggja hagsmuni okkar jeppafólks í dag og um komandi daga. Mér sýnist í fljótu bragði að áherslumunurinn liggi milli manna hér liggi einfaldlega í hvaða taktík henti best. Vitaskuld erum við sammála um að öfgar henta ekki, og betra er að nálgast þá aðila sem höndla þessi mál með vinsemd og virðingu. Í dag virkar bærilega sú aðferð sem ég les úr skrifum SkulaH (fyrirfefðu skúli ef ég geng of langt í túlkun). Sem sagt að velvild og skynsemi þeirra sem ráða ferðinni dugi til að tryggja t.d aðgang að snæfellsjökli, og vonandi jöklum landisns. Þrátt fyrir að reglurnar! Ég verð hinsvegar að vera sammála Birni í því að reglurnar eru ekki okkur í hag, að það standi skrifað að umferð sé bönnuð á Snæfellsjökli nema með leyfi þjóðgarðsvarðar er óásættanlegt að mínu viti. Hér að ofan er margbúið að rekja það allt saman. Ég kysi að sjá ákvæðið þannig að umferð sé leyfð, en að þjóðgarðsvörður geti bannað umferð undir sérstökum kringumstæðum, og þá hvaða kringumstæðum.

    Ég vil benda á þórðargleði manna yfir því að hestaumferð sé bönnuð í þjóðgarðinum, ég efast um að það hestafólk sem ferðast um eitt og sér með tvo til reiðar sé sátt við þá niðurstöðu. Ég hef aldrei séð flag eftir slíkann ferðamáta. Hér er það gamla sagan, mínir hagsmunir og hinna sem koma mér ekki við. Kannski eiga jeppamenn að líta sér nær þegar talað er um hættur öfgafólks og alhæfingar?

    Markmið klúbbsins ætti ávallt að vera að stuðla að sem mestu frelsi félaga hans og gjarnan framtíðarsýn í ferðamálum. Vissulega með ábyrga og "sjálfbæra" ferðamennsku að leiðarljósi. Látum aðra um að þrengja að okkur, það eru nógir um það. Með allt þetta frábæra hæfileikafólk innanborðs hefur klúbburinn bolmagn til að vera umsagnaraðili þegar kemur að stofnun þjóðgarða. Við eigum undir högg að sækja þegar kemur að tali um mengun jeppanna t.d mér segir svo hugur að tæknimenn í klúbbnum gætu leitt fólki það fyrir sjónir að sú mengun sem stafar af okkar ferðamennsku er innan velsæmismarka sé hún sett í "rétt" samhengi.

    Ég efast um að það sé okkar málstað til framdráttar að hafa skoðanir á heitum málum varðandi nýtingu hálendisins, og er aftur sammála Birni þar. Sem betur fer er nægt úrval af félagasamtökum þar sem fólk getur fengið útrás skoðanna sinna á þeim vettvangi. Ferðaklúbbur hlýtur að hafa það að markmiði að tryggja félögum sínum aðgang að landinu, þannig að þeir geti skoðað það án þess að spor þeirra sjáist. Ekki að ákveða hvernig það skal líta út áður en lagt er af stað, eða hvað??

    Kv Óli "jeppamaður" sem skv lýsingu hér að ofan er ekta jeppamaður. Feitur af hreyfingarleysi, með vindil, stundum skítugur upp fyrir haus og mein illa við að ganga það sem hægt er að fara akandi.





    24.05.2003 at 23:51 #473528
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Þetta eru mjög fróðlegar lesningar er meiningin að fá sjónarmið frá sem flestum stöðum í júní-heftið af Setrinu. En það hefst ekki mikið með því að vera að skrifa hvorki hér né í Setrinu. Þessi friðlýsinga og þjóðgarðamál fara til umræðu og atkvæðagreiðslu á þingi í haust. Eru félögin sem eru að stunda hálendið að gera eitthvað saman? Eða eru allir að tuða hver í sínu horni?





    26.05.2003 at 09:38 #473530
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Einhver samantekt í Setrið held ég að sé ágæt hugmynd, einnig væri fróðlegt að sjá umfjöllun um muninn á friðlýsingu og þjóðgarði, það er nefnilega talsvert sem skilur þar á milli. Í dag eru stórir hlutar af okkar helstu "leiksvæðum" á friðlýstum svæðum.

    Eitt sem ég vil nefna enn í tilefni af ágætri ábendingu frá Óla. Þrátt fyrir tal mitt um að menn eigi ekki að láta ráðast af fordómum, gerist ég alvarlega sekur um það gagnvart hestamönnum. Auðvitað er það rétt að yfirleitt ferðast hestamenn um landið án þess að valda spjöllum og þeir eiga að hafa fullan rétt til ferðalaga um landið innan þeirra takmarkana sem nauðsynlegar kunna að vera til að koma í veg fyrir skemmdir. Það sitja hins vegar í mér nokkur atvik þar sem ég hef séð til hestaferða þar sem stóðið er rekið yfir gróðursvæði og hvað sem fyrir er (þessir hópar reiða ekki aukahestana heldur reka stóðið á undan sér) og skilja við svörðinn útsparkaðan. Ég veit ekki hvað hestamenn eru að gera í málunum, en þeir þurfa að fara í smá áróðursaðgerðir, þannig að þeir séu ekki allir dæmdir útfrá hugsanlega nokkrum aðilum sem spilla fyrir hópnum.

    Kv – Skúli H.





    26.05.2003 at 12:53 #473532
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    þetta er inná heimasíðunni hjá umhverfisstofnun
    það er mótmælafrestur til 10 júní næstkomandi :-)

    Drög að náttúruverndaráætlun
    Óskað er eftir athugasemdum við fyrstu drög að náttúruverndaráætlun

    Samkvæmt lögum nr. 44/1999, um náttúruvernd, skal umhverfisráðherra láta vinna náttúruverndaráætlun fyrir landið allt á fimm ára fresti og leggja hana fyrir Alþingi. Umhverfisstofnun, áður Náttúru­vernd ríkisins, hefur gegnt veigamiklu hlutverki í undirbúningi ­áætlunarinnar og aflað gagna vegna hennar í samráði við fræðistofnanir, eink­um Náttúru­fræði­stofnun Íslands, og náttúru­verndar­nefndir sveitarfélaga. Undirbúning­ur náttúruverndaráætlunar hefur staðið síðan árið 2000 en markmiðið var að áætlunin yrði full­unnin og lögð fram á Alþingi eigi síðar en haustið 2002. Vinnan tók þó lengri tíma en áætlað var og er nú fyrirhugað að áætlunin verði lögð fram sem tillaga til þingsályktunar á næsta haustþingi.

    Fyrstu drög að náttúruverndaráætlun hefur nú litið dagsins ljós en með áætluninni er ætlað að koma á fót skipulegu neti verndarsvæða hér á landi. Í áætluninni eru tillögur um verndun náttúruminja grundvallaðar á tiltækum náttúrufarsgögnum þar sem áhersla er lögð á heildaryfirsýn og verndun þess sem sérstaklega er verndar þurfi samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum verndarviðmiðum, auk sértækra viðmiða í lögum um náttúruvernd. Drögin eru send út til allra sveitarfélaga landsins, fagstofnana á sviði náttúruvísinda, náttúrustofa, félagasamtaka og hagsmunaaðila. Hér með er óskað eftir athugasemdum við þessi fyrstu drög að náttúruverndaráætlun. Einkum er óskað eftir athugasemdum við umfjöllun um einstök svæði (viðaukar I­?VII), þ.e. mörk þeirra, svæðislýsingar, forsendur fyrir verndun og annað sem þurfa þykir. Óskað er eftir skriflegum og rökstuddum athugasemdum og þurfa þær að berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 10. júní n.k.





    26.05.2003 at 14:16 #473534
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta var góð ábending. Nú þurfum við að taka okkur saman í andlitinu og er það ekki rétt skilið hjá mér að umhverfisnefnd okkar skili tillögum til stjórnar klúbbsins um hvernig þessu verður svarað af okkar hálfu? Ef eitthvað er nýtilegt í þessum þræði, þá geta þeir notað það sem ítarefni. Það hafa trúlega flestir skoðað eitthvað þessa tillögu, sem var víst upphafið að þessum þræði í byrjun, held ég.
    kv.
    ólsarinn (K650)





    27.05.2003 at 13:50 #473536
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég hef litið lauslega yfir [url=http://www.ust.is/NyttEfni/nr/662:n9xudo8i]Drög að náttúruverndaráætlun[/url:n9xudo8i] á vefsíðu [url=http://www.ust.is:n9xudo8i]Umhverfisstofnunar[/url:n9xudo8i]. Það sem ég las var allt frekar almennt orðað, ég rakst ekki á neitt sem benti til skerðinga á ferðafrelsi okkar. Ef þið rekist á eitthvað slíkt, endilega komið því á framfæri. Athugasemdir þurfa að berast Umhverfisstofnun fyrir 10. júní.

    Ef eitthvað það kemur í ljós sem kallar á athugasemdir frá klúbbnum, og Björn Þorri segir sig úr honum, þá getum við huggað okkur við það að spjallið er opið utanfélagsmönnum en hann mun þá líklega að hætta að nota [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1334:n9xudo8i]VHF[/url:n9xudo8i] stöðina sína.

    Það er allavega minn skilningur að náttúrverndaráætlunin varði [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1494#9444:n9xudo8i]nýtingarmál hálendisins[/url:n9xudo8i].





    27.05.2003 at 16:07 #473538
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég hef líka litið aðeins á þetta plagg og sammála Eik um að í sjálfu sér er ekkert þarna sem beinlínis skerðir ferðafrelsi okkar eða annars ferðafólks. Raunar getur margt í þessum tillögum aukið möguleika ferðafólks ef eitthvað er. Hins vegar skiptir verulegu máli hvernig þær friðlýsingar sem þarna eru reifaðar eru framkvæmdar. Þarna segir einmitt á einum stað að "Eðli og ákvæði friðlýsinga eru misjöfn eftir flokkum og því samkomulagi sem næst við rétthafa." Rétthafar geta t.d. verið landeigendur sem hafa auðvitað verulegra hagsmuna að gæta, en á þjóðlendum gæti ferðafólk auðvitað allt eins verið "rétthafar" eða hvað!

    Ég held að það væri ágætt að fara aðeins í gegnum plaggið og skoða hverja tillögu fyrir sig, spá í hvernig við sem ferðamenn á hálendinu "nýtum" viðkomandi svæði og sendum inn athugasemd þar sem við leggjum áherslu á að þessi nýting svæðisins sé höfð í huga. Ferðamennska er vissulega ein tegund nýtingar hálendisins og þá ekki bara ferðamennska á vegum ferðaþjónustuaðila. Eitt af markmiðunum með gerð náttúruverndaráætlunar er að samræma margvíslega nýtingu landsins og verndun. Þannig að ég segi enn og aftur, ef þetta er ekki eitthvað sem okkur ber að skipta okkur af, þá er eitthvað að!

    Kv – Skúli H.





    27.05.2003 at 17:05 #473540
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sælir félagar.

    Hef því miður ekki mátt vera að því að hér að skifa á þennan þráð, en hef lesið flest alla þræði, enda málefnið þarft. Tek heilshugar undir það, að það þarf að ræða þessi mál og stúdera frá öllum hliðum. Þannig verður til rödd þeirra sem eru umhugað um þessi mál. En eins og flestir eru jú á, er að klúbbur sem okkar verði að gæta sín hvað er sagt í nafni hans út á við.

    Hins vegar sé ég ekki alveg ástæður þess að EIK vinur okkar virðist vera með BÞV á heilanum og er með alskonar dylgjur um ástæður skrifa hans á þessum vettvangi. Ég bara átta mig alls ekki á því hvað EIK er að fara með þessum málflutningi. Að vera halda því fram að BÞV sé málsvari Landsvirkjunar í þessu máli er nú meiri rakalausa þvælan og auðvitað vita það allir sem þekkja Björn að svo er að sjálfsögðu ekki.

    Auðvitað getur BÞV svarað fyrir sig sjálfur og fer létt með, en þar sem ég þekki drenginn mjög vel og sennilega best af öllum sem hér eru að tjá sig, frábið ég mér skrif sem þessi. Björn sem er fyrrverandi formaður okkar, hefur ætíð hugsað um hag félagsins, bæði þá sem nú.

    Það er líka umhugsunarefni ef menn í félaginu eru farnir að hringja í mig á vinnutíma til þess að tjá sig um skrif Einars um BÞV á þessum þræði. Menn sem ég þekki ekki mikið.

    Kv
    Palli.





    27.05.2003 at 17:50 #473542
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég ætlaði nú ekki að blanda mér í deilu þeirra Eik og BÞV, þ.e. þann hluta hennar sem Palli er að vísa til þarna, enda lítil sem enginn kynni haft af BÞV og hef því engar forsendur til að meta hverra hagsmuna hann gætir. Hvað þennan ritstíl varðar eru þeir báðir svolítið sér á parti og reyndar undir sömu sök seldir. Af því þú nefnir Palli að Eik saki BÞV um að vera málpípu Landsvirkjunar, þá sakaði BÞV mig um að vera málpípu Náttúruverndar ríkisins. Mér fannst reyndar ekki taka því að bera af mér þær sakir að vera hér að sinna einhverjum annarlegum hagsmunum og vona að ég þurfi þess ekki. Heyrist á þínum skrifum að BÞV þurfi ekki heldur að hafa áhyggjur af því.

    Hafa þeir vinirnir ekki bara svona sérkennilegan ritstíl!

    En þetta er auðvitað algjör aukaatriði þessa máls.

    Kv – Skúli H.





    27.05.2003 at 22:29 #473544
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Í guðs bænum ekki hafa áhyggjur af mér þótt eik vinur minn hnýti aðeins í mig annað slagið og bulli jafnvel aðeins á köflum. Ég tók sumu af því alvarlega í fyrstu, en er fyrir löngu hættur að taka eftir því…

    Einar ætti nú að halda aðeins aftur af sér í fagnaðarlátum sínum vegna úrsagnar minnar, því ég hef ekki trú á að ég segi mig úr klúbbnum á næstunni. Ég tel litla hættu á því að almennir félagsmenn eða forsvarsmenn klúbbsinns láti öfgamenn í þessum málum draga klúbbinn sem heild inn í pólitíska umræðu um þessi mál. Það er ekki tilgangur klúbbsins skv. lögum hans.

    Aðeins til þín Skúli, af því að ég sé að þú segir að ég hafi "sakað þig um að vera málpípu Náttúruverndar ríkisins", þá hafði ég hingað til haldið að engum dytti í hug að ég héldi það í raun og veru, þetta átti að vera líking. En ef þú hefur skilið það svo að um raunverulega ásökun væri að ræða, þá bið ég þig hér með afsökunar, því það var alls ekki meiningin.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    28.05.2003 at 08:58 #473546
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég sé að Björn Þorri er nú að reyna að lægja öldurnar. Samt tekst honum ekki að losna undan þeim kæk sínum að persónugera málin og uppnefna þá sem eru ekki á sama máli og hann. Hér kallar hann mig öfgamann, áður hefur hann á spjallinu kallað mig "mesta niðurrifsmann", sakað mig mig um "sleggjudóma" og bendlað mig við "moldargólf" og "Vinstri græna"

    Það er hinsvegar langt í frá að ég sé sá eini sem hef orðið fyrir þessu. Björn Þorri er bæði mælskur og prýðilega ritfær en hann fer oft mjög ógætilega með þessa hæfileika, það dugir ekki alltaf að afsaka sig eftir á með því að þetta hafi ekki verið meint í alvöru. Það þarf ekki að hafa áhyggjur of okkur Skúla persónulega, við getum alveg svarað fyrir okkur, en ég þekki fleiri en eitt dæmi þar sem framganga Björns Þorra og félaga hefur valdið sárindum sem ekki hafa gróið.

    Það tel líka að það sé alvarlegt mál að með árásum sínum á umhverfisnefndina er Björn ekki bara að ráðast á okkur Skúla, heldur líka aðra sem komið hafa að starfi nefndainnar í gegnum tíðina. Þetta stór hópur, ég þekki þá ekki alla, en meðal þeirra sem ég hef rætt við hefur aldrei komið fram ágreiningur um áherslur í starfi nefndarinnar.

    Einar Kjartansson,
    Umhverfisnefnd 4×4





    28.05.2003 at 16:28 #473548
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Einar.

    Þú ert snillingur og ég á ekki frekar við þig heldur en nokkurn annan þegar ég tala um öfgamenn, það ert þú sjálfur sem fellir þig undir þá skilgreiningu.

    Ekki reyna að snúa mismunandi sjónarmiðum okkar og áherslum í þessum málum á þann veg að ég sé að deila á Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins (bæði núverandi og fyrrverandi) í málflutningi mínum. Ég hef hins vegar áhyggjur af stöðunni nú, vegna þess að þið Skúli eruð jú báðir aðsópsmiklir í núverandi nefnd og fáið þar væntanlega nokkru ráðið. Auðvitað er það svo nefndarinnar allrar sem heildar að vinna úr málunum.

    Bara til gamans, af því að þú ert ennþá í stuði, þá minni ég þig á orðin sem þú hafðir um Tækninefndina eftir að þú rakst það réttilega ofan í Sigga okkar Tæknó að hafa mistalið stífurnar í Patrol… :)

    Hvað er "slóði"?

    Ferðakveðja,

    BÞV





    28.05.2003 at 18:41 #473550
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Ég vil byrja á að ítreka þá skoðun mína, að Ferðaklúbburinn 4×4 eigi ekki að blanda sér í pólitískar þrætur um nýtingu hálendisins og hvort eigi að virkja eða ekki.
    Ég er sammála Birni Þorra og fleirum um að æskilegra væri að það kæmi skýrt fram í lögum um þjóðgarða, að öll umferð jeppa á jöklum sé heimil, svo fremi að ekki verði af því náttúruspjöll.
    Ekki er gott að eiga þetta undir einhverri geðþóttaákvörðun þjóðgarðsvarðar. Ég tel að við eigum að ræða við yfirvöld og koma áhyggjum okkar á framfæri.
    Við skulum samt varast að mála skrattann á vegginn og sjá óvini í hverju horni.

    Ferðaklúbburinn 4×4 fékk því framgengt að akstur á snjó er heimill samkvæmt lögum, og kannski er hægt að fá því framgengt að akstur á jöklum í þjóðgörðum sé heimill, nema að þjóðgarðsvörður banni það, og þá sé bannið stutt með rökum.

    KG





    03.07.2003 at 18:09 #473552
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Af mbl.is:

    "Í nýútkomnum drögum að náttúruverndaráætlun sem umhverfisráðherra hefur látið vinna, er gert ráð fyrir verndun þriggja svæða á Vestfjörðum. Lagt er til að friðland Hornstranda verði stækkað svo það nái suður fyrir Drangajökul og hin nýju mörk þess verði frá Kaldá í Kaldalóni í vestri og með hæstu brúnum Drangavíkurfjalls til sjávar í austri.

    Í drögunum er einnig gert ráð fyrir því að Ingólfsfjörður, Trékyllisvík og Reykjarfjörður á Ströndum verði gerðir að svokölluðu búsvæði til verndunar sérstæðu gróðurfari og sjaldgæfum plöntutegundum."

    Ég fékk nú næstum hjartastopp þegar ég las þetta. Er klúbburinn að reyna að hafa áhrif á þessa vinnu eða má maður búast við að komast ekki á Drangajökul nema á gönguskíðum???

    Ef ég man rétt þá hefur verið reynt að fylgja eftir akstursbanni í friðlandinu á Hornströndum.





    04.07.2003 at 11:16 #473554
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta er nú einmitt málið og það sem maður hefur óttast. Af því ég kynntist þeim hópi sem að þessu stendur innanfrá vegna vissra skyldustarfa fyrir fáum árum, þá kemur þetta manni ekki á óvart. Það er áreiðanlega mikilvægt að Umhverfisnefndin okkar láti málið til sín taka. Þessi staða gæti nefnilega komið upp – og ekkert líklegra en hún geri það á einhverjum stigum – varðandi væntanlega friðlýsingu Vatnajökuls og e.t.v. hinna jöklanna líka.





    04.07.2003 at 12:31 #473556
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ef menn kynna sér náttúruverndarlögin og kynna sér reglur um efni friðlýsinga þá má sjá að það verður að taka fram í friðlýsingu ef takmarka á umferð um svæðið að einhverju leyti. Friðlýsing þýðir ekki sjálfkrafa bann við akstri vélknúinna ökutækja á snjó og jöklum. Það er engin ástæða til að ætla bannað verði að aka um svæðið nema talið verði að umferð vélknúinna ökutækja verði talinn hafa truflandi áhrif á gróður og dýralíf.
    kk
    ÓH





    04.07.2003 at 14:47 #473558
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Flestar friðlýsingar miðast við óbreytta landnotkun frá því sem verið hefur. Því hafa þær yfirleitt ekki neikvæð áhrif á ferðalög um þau svæði sem friðlýst eru, heldur stuðla að því varðveita þau fyrir röskun vegna framkvæmda í framtíðinni. Því eru friðlýsingar almennt séð af því góða, frá okkar bæjardyrum séð. Mörg af þeim svæðum sem við ferðumst um, eru nú þegar friðlýst. En það geta alltaf orðið slys, reglugerðin um Skaftafells þjóðgarðinn er eitt slíkt dæmi. Því vinnur klúbburinn að því að koma að málum áður en reglur eru settar. Klúbburinn sendi m.a. inn umsögn varðandi Náttúruverndaráætlunina í júní.

    Einar Kjartansson





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 60 total)
← 1 2 3

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.