FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Friðlýsing jökla

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Friðlýsing jökla

This topic contains 60 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 21 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.05.2003 at 12:13 #192592
    Profile photo of
    Anonymous

    Það hefur verið nokkur umræða um friðlýsingu Snæfellsjökuls og hvaða þýðingu hún hefur. Þessi umræða kom m.a. upp inni í Mörk í gær, en það hefur verið hlutverk umhverfisnefndar að fylgjast með þessari umræðu og koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Það gerir spurninguna ekki síður áleitna ef sömu reglur koma til með að gilda um Vatnajökulsþjóðgarð. Það væri ekki gott mál ef tekið væri upp á því að banna akstur á jöklum alveg.

    Í reglugerð um Snæfellsjökulsþjóðgarðinn er tilgreint nákvæmlega hvað má og hvað ekki. Þar er tekið fram t.d. að meðferð skotvopna sé bönnuð, bannað að tjalda nema hvað göngumenn og hjólreiðamenn geta fengi leyfi til þess, hestaumferð utan reiðleiða bönnuð (heyr heyr!) og akstur vélknúinna ökutækja aðeins heimil á vegum og bílastæðum. Hins vegar er svo tekið sérstaklega fram að akstur á jökli sé leyfilegur með leyfi þjóðgarðsvarðar.

    Þetta gætu sjálfsagt öfgafullir jeppaandstæðingar túlkað á þann veg að í hvert skipti sem menn ætla á jökulinn þurfi að sækja sér skriflegt leyfi þjóðgarðvarðar. Það er hins vegar margstaðfest að þeir aðilar sem ætlað er að framfylgja reglugerðinni (þjóðgarðsvörður og Náttúruvernd) leggja alls ekki þann skilning í þessa grein. Þetta höfum við í umhverfisnefndinni fengið margstaðfest bæði af þjóðgarðsverði og forstöðumanni Náttúruverndar. Þjóðgarðsvörður hefur gefið leyfi til aksturs á jöklinum og það leyfi gildir meðan annað er ekki ákveðið. Því verður ekki breytt nema eitthvað sérstakt kalli á það.

    Ég fór fyrir hönd klúbbsins á borgarafund sem Náttúruvernd hélt í Ólafsvík um þjóðgarðinn fyrir u.þ.b. ári síðan. Þar kom nokkuð vel fram hvernig Náttúruvernd hugsar þetta. Það kom mjög skýrt fram að þau sjá tilgang þjóðgarðsins fyrst og fremst þann að fólk geti notið hans, hvaða ferðamáta sem menn kjósa sér, en reglurnar eru til þess að koma í veg fyrir skemmdir á náttúru eða minjum og jafnframt koma í veg fyrir árekstra milli fólks. Í spjalli við Árna eftir fundinn heyrði ég líka greinilega á honum að sá góði orðstýr sem f4x4 hefur tekist að skapa jeppamönnum gerir það að verkum að við njótum talsverðs trausts af hans hálfu. Þarna er því áþreifanlegur og ótvíræður árangur af þeirri hugarfarsbreytingu sem klúbburinn hefur unnið að í gegnum tíðina.

    Á fundinum voru örfáir fulltrúar öfgaafla (kallast það ekki nöldurkellingar!) sem helst vildu banna alla jeppaumferð á jöklinum og voru eitthvað að reyna að hafa sig í frammi með slíkar skoðanir, vildu m.a. meina að það væri svo mikil mengun af bílunum. Árni Bragason gerði þeim ljóst að slíkt stæði alls ekki til og benti jafnframt réttilega á það að í raun væri mun meiri mengun frá vélsleðum og snjóbílnum heldur en bílum og jeppamenn hefðu sama rétt og aðrir til að njóta þjóðgarðsins. Hann semsagt sló á allar svona hugmyndir. Það var líka athyglisvert að hann sagði ítarlega frá því hvernig fyrirkomulagið væri víða í þjóðgörðum erlendis þar sem allt er bannað og lagði áherslu á að slíkt sé dæmi um hvernig við viljum EKKI hafa hlutina hér, hér gildi allt önnur lögmál og íslensk ferðamennska gjörólík.

    Þetta hlýtur að geta slegið nokkuð á áhyggjur manna um að friðlýsingin verði til þess að banna alla jeppaumferð, hvort sem er á Snæfellsjökli eða öðrum jöklum. Það er í höndum Náttúruverndar að framkvæma reglugerðina og meðan aðilar sem þar stjórna hafa þessa túlkun er varla ástæða fyrir okkur að túlka þetta þrengra (nema við viljum skipa okkur í hóp nöldurkellinganna). Auðvitað er hugsanlegt að settar verði einhverjar reglur um umferð á jöklinum. Þannig hafa verið vangaveltur um að koma ákveðnu skipulagi á umferðina þannig að það séu ákveðnar leiðir eða svæði sem leyfilegt sé að aka, ákveðin svæði ætluð fyrir skíðafólk og ákveðin svæði fyrir göngufólk. Við þurfum auðvitað að taka tillit til þess að við erum ekki ein um að vilja njóta jökulsins og þarf að taka tillit til annarra hópa. T.d. getur skapast stórhætta af djúpum jeppaförum í skíðabrautinni, allir sem hafa stundað svigskíði sjá það í hendi sér. Eins er lítið spennandi að ganga þarna upp sömu leið og jeppar og vélsleðar fara, það þekki ég af eigin raun þar sem ég labbaði þarna upp fyrir nokkrum árum. Eftir þá göngu hét ég mér því að fara aldrei aftur á Snæfellsjökul nema akandi, en vel má vera að nú séu forsendur fyrir mig að breyta þeirri ákvörðun. Fínt ef þjóðgarðsvörður getur komið í veg fyrir að árekstrar verði milli hópa þarna og örugglega full ástæða til að draga úr hættu á náttúruskemmdum. Þarna í fyrra höfðu t.d. einhverjir húsbílamenn verið á ferð þarna og farið út fyrir slóða og skildu eftir sig ljót för, þannig að eftirlit er ekki alveg tilefnislaust á svona stað þar sem mikil traffík er margskonar hópa. Jafnframt kemur þetta vald þjóðgarðsvarðar í veg fyrir að þeir aðilar sem eru með skipulagðar ferðir þarna geti agnúast útí okkar umferð eða reynt að halda því fram að þeir hafi einhvern einkarétt á jöklinum, en sögur fóru af tilraunum þeirra í þá átt. Núna höfum við staðfestingu á að þeir eru algjörlega réttlausir hvað það varðar.

    Kveðja,
    Skúli H. Skúlason
    umhverfisnefnd

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 60 total)
← 1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 20.05.2003 at 14:51 #473480
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Í síðasta pistli sínum kemur Björn Þorri inn á hina raunverulegu ástæðu fyrir árásum sínum á umhverfisnefndina. Hann virðist óttast að umfjöllun um skipulagsmál hálendisins innan klúbbsins, kunni að leiða til niðurstaða sem eru honum (eða umbjóðendum hans) ekki að skapi.

    Meðal þess sem fellur undir skipulagsmál hálendisins eru friðlýsingar og þjóðgarðar en einnig framkvæmdir eins og vegagerð, línulagnir og orkuver. Björn telur að klúbburinn megi alls ekki tjá sig um sum þessara mála, hann hótaði t.d. að segja sig úr klúbbnum, á fundi með stjórn og nefndum klúbbsins síðastliðinn fimmtudag. Mér er raunar ekki ljóst hvar Björn dregur mörkin en þó virðist ekki mega segja neitt sem ekki hentar Landsvirkjun.

    Mín skoðun er sú að klúbburinn eigi að halda áfram að vinna að því að við og börnin okkar eigum þess kost, framvegis sem hingað til, að ferðast og njóta óspilltrar náttúru á hálendi Íslands.

    -Einar Kjartansson





    20.05.2003 at 15:28 #473482
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Því verður varla haldið fram að Einar tali ekki beint út um sínar ályktanir af málunum. Vissulega ákveðinn mannkostur en ég persónulega vil ég ekki gera mönnum það upp að stjórnast af annarlegum hagsmunum sem ég veit ekkert um. Ég er þó sammála Einari að ég lít á það sem hlutverk klúbbsins að stuðla að því að við og afkomendur okkar geti ferðast frjálst um óspillta náttúru og þess vegna finnst mér það falla beint undir hlutverk hans að fjalla um nýtingarmál á hálendinu, jafnt lagningu uppbyggðra stofnbrauta um þvert og endilangt hálendið sem annað. En það er nú eiginlega efni í annan þráð og hefur reyndar fengið nokkra umfjöllun.

    En það má líka segja að ólsarinn tali nokkuð hreint út með athyglisverða punkta. Ég verð að játa að ég er svo hrekklaus að ég hef haldið að þeir sem vilji banna alla umferð vélknúinna ökutækja á jöklum séu lítill hópur í hraðri útrýmingahættu og enginn málsmetandi hlusti á þá. Vaxandi hópur fólks stundar jöfnum höndum gönguferðir og jeppaferðir og raunar allavega útivist og meðal útivistarfólks almennt held ég jöklaakstur sé orðið viðurkennt sport, þeir tímar sem Snorri lýsti hérna að ofan liðnir. Reyndar eins og ég sagði hér að ofan voru ein eða tvær svona öfgaraddir á borgarafundinum sem ég fór á þarna í Ólafsvík og fannst mjög ánægjulegt að heyra Árna slá á öll þeirra rök. Af sumum er Kári landvörður talinn með hörðustu náttúruverndarmönnum og má vera að hann gangi stundum nokkuð langt (þó megin starf hans snúist ekki um annað en að koma í veg fyrir að menn stundi skemmdir á náttúrunni), en engu að síður hef ég hitt hann í jeppaferð á jökli, þannig að tæpast er hann í þessum hóp. Ég vona allavega að ég hafi þarna rétt fyrir mér, en kannski er þetta bara mitt hrekkleysi.

    Kveðja – Skúli





    20.05.2003 at 15:50 #473484
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Skúli er einn af þessum heiðursmönnum sem hægt er að eiga orðastað við án þess það leiðist út í óþörf gífuryrði og á hann heiður skilinn fyrir. Í stórum dráttum held ég við séum sammála, við erum kannski báðir að misskilja hinn í smærri atriðunum. Það er allavega mín meining, að klúbburinn okkar eigi að vera málsvari ferðafrelsis okkar á hálendinu, svo fremi við förum sjálf að okkar eigin markmiðum um góða umgengni og náttúruvernd. Það sem mér dettur í hug að okkur geti greint á um er (og undirstrika að ég HELD þetta, er ekki viss) hvar við eigum að draga mörkin. Ég vil takmarka umsvif og athafnir klúbbsins við ferðalög okkar og athafnafrelsi okkar hvað þau snertir, en ekki að taka mjög harða afstöðu í stórpólitískum deilumálum, sem hafa ekki bein áhrif á þetta umtalaða frelsi, svo sem eins og hvar og hvernig er virkjað. Ég er að gera mér vonir um að með því eigum við betri möguleika á því að við verðum kvödd til sem álitsgjafar og áhrifaaðilar á setningu reglna um umferð á hálendi Íslands, sem er jú meginmálið ekki satt? Ef við förum svo geyst að við fáum á okkur öfgamannastimpil, þá erum við búin að stimpla okkur út á því sviði. Er ég að misskilja þig Skúli? Ég ætla ekki að eiga orðastað við eik, það snýr beint að BÞV og hann svarar fyrir sig.
    kv.
    Ólsarinn , félagi nr. K 650





    20.05.2003 at 16:30 #473486
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Já ég held að það sé rétt að við séum býsna nærri því að vera sammála, þetta er kannski einhver hárfín lína, þarf þó ekki að vera. Ég hugsa að það sé rétt að klúbburinn getur aldrei tekið harða og klára afstöðu í heitustu deilumálum þjóðarinnar og jafnvel ekki heldur málum sem er hugsanlega ekki eins "heit". Varðandi t.d. stofnbrautirnar um hálendið þá er það í mínum huga eitt það hættulegasta sem nú er í gangi fyrir okkar sport (og margra annarra hópa, bæði áhugamanna um útivist og ferðaþjónustu). Mér finnst nánast sjálfgefið að klúbbsmeðlimir eigi að ræða þetta innan síns hóps út frá öllum mögulegum hliðum og jafnvel æskilegt að klúbburinn sendi eitthvað frá sér um málið. En það sem fer út frá klúbbnum þarf ekki að fela í sér harða og klára afstöðu. Hins vegar getur það falið í sér mat á því hverju þessi mannvirki breyta fyrir okkar áhugamál. Það er hins vegar aðeins einn þáttur málsins og við getum haft margvíslegar skoðanir á öðrum þáttum eins og hvort ávinningurinn í formi betri samgangna milli landshluta réttlæti þær fórnir. Um það ályktar klúbburinn tæpast. Við hljótum engu að síður að geta verið sammála um í hverju fórnin væri fólgin og við bendum ekki á það höfum við enga tryggingu fyrir því að þau rök séu tekin á vogarskálarnar.

    Kv – Skúli





    20.05.2003 at 17:07 #473488
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Einar Kjartansson.

    Ég vil taka það fram, að skoðanir mínar eru reistar á málefnalegum sjónarmiðum sem ég er að reyna að koma á framfæri. Þær eru á engan hátt hugsaðar sem árásir á umhverfisnefndina, en ég tel að meðlimir hennar eins og aðrir sem tjá sig og hafa skoðanir, verði að þola að allir séu ekki alltaf sammála.

    Þeir sem mig þekkja vita að ég er síður en svo handgenginn Landsvirkjun eða þeim sjónarmiðum sem hún beerst fyrir, né heldur öfgum í hina áttina. Ég er almennt þeirrar skoðunar að við eigum að fara varlega í allar öfgar og skoða málin á gagnrýnin hátt. Ég veit ekki betur Einar en ég hafi tekið á margan hátt undir þínar kröftugu skoðanir hér á spjallinu varðandi umræður um Kárahnjúkavirkjun, þótt þú fáir mig nú ekki til að skrifa undir allt.

    Ég mæli með að við persónugerum ekki þessa umræðu, þótt mörgum sé þetta mikið hitamál. Til þess er málefnið allt of mikilvægt, enda varðar það grundvallarhagsmuni okkar allra.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    20.05.2003 at 18:48 #473490
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ja hérna þið eruð aldeilis komnir á flug svona rétt á meðan ég skrapp í vinnuna til þess að byggja yfir þessa fáu sem eiga eftir að flytja til borgarinnar. Hvernig er það hafið þið ekkert að gera í vinnuni. Þið eruð ornir svo háfleigir að við óbreyttir allmúga menn sem vart kunnum að draga til stafs þorum vart að blanda okkur í þessi átök spekinganna, enda hræddir um að verða ó málefnalegir eða jafnvel kallaðir öfgamenn.

    Þó langar mig að spyrja í allra mestri hæversku hefur stjórnin bara enga skoðun á þessu máli????????????

    Eða eru bara 2 menn í Umhverfisnefnd svona svo kallaðir talsmenn einsog i þessum appelsínugula lúseraflokki.

    Eða þá og ekki síst hafa aðrir félagar í 4×4 ekkert um þessi mál að segja, eru þeir kanski ákveðnir í því að halda sig innan þéttbýlismarkanna í framtíðinni.

    Skúli hvernig stóð á því að Kári Landöfgavörður kom til tals ég verð bara sorgmæddur að heyra nafnið.

    Slóðríkur





    20.05.2003 at 20:17 #473492
    Profile photo of Eiríkur Þór Eiríksson
    Eiríkur Þór Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 354

    Sælir félagar

    Sem smá innlegg í þessa umræðu ætla ég að pósta hérna skeyti sem ég sendi dagsrkrárgerðarmanni á RÚV nú í vetur eftir að hafa hlustað á þátt í hennar umsjá.

    Skeyti mitt til hennar var svo hljóðandi:

    Sæl og blessuð Steinunn

    Ég hlustaði á þátt þinn á laugardagsmorguninn síðastliðinn, þar sem þú talaðir meðal annars við Hjörleif Guttormsson, og konu sem ég man nú ekki hvað heitir en sér um "Green Globe" vottun eftir því sem mér skildist.

    Mér fannst koma fram í báðum þessum tilfellum ekki síst þegar þú talaðir við konuna frá Green Globe, mikil andúð á ferðamennsku sem tengdist jeppum. Þetta finnst mér með öllu óviðunandi, að dagskrárgerðarmaður hjá ríkisútvarpinu ráðist með slíkum hætti að einni tegund ferðamennsku, og kannski ekki síst einni tegund atvinnugreinar í landinu, því mikil vöxtur hefur verið í jeppatengdri ferðamennsku.

    Ég vil með þessu skeyti lýsa andúð minni á slíkum vinnubrögðum, sem eru hvorki þér né ríkisútvarpinu til sóma.

    Eiríkur Þór Eiríksson
    Akranesi

    Ég fékk svar frá þessari ágætu konu sem hljóði á þessa leið:

    akk fyrir bréfið Eiríkur mér þykir alltaf gott að fá athugasemdir frá fólki og vil gjarnan gefa því tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Ég er alls ekki á móti ferðaþjónustu á jeppum nema síður sé og hef sjálf tekið þátt í slíku sem leiðsögumaður. En mér finst nokkuð stjórnleysi í þeim efnum hér af hálfu stjórnvalda . Hvað varðar Sjálfbærni þá vitum við að útblástur frá jeppum er mjög mikill og þeir brenna miklu eldsneyti.Það er líka staðreynd að jeppar eins og hér eru svo algengir hafa víða verið bannaðir á götum úti og strangar reglur eru um notkun þeirra. Nýverið komu fréttir um slíkt en í bili man ég ekki hvaðað land það er. Það er líka staðreynd að þeir sem elska að ganga um náttúruna í óbyggðum vilja ekki eiga hættu að mæta jeppalest á ferðum sínum sem bæði hljóð og loftmenga . Því er mikilvægt td á Vatnajökli að settar verði reglur um hvar megi fara á jeppum og vélsleðum og hvar ekki . Þú ert alltaf velkomin í þáttin til mín til að koma þínum sjónarmiðum á framfæri og ég hef gegnum árin ekki síður talað við jeppamenn hér í þættinum en fólk með aðra tegund ferðamennsku. Vonast til að heyra frá þér kveðja Steinunn H

    Það er því fullljóst í mínum huga að við verðum að vera mjög á varðbergi í þessum málum, og umfram allt þarf félagið stöðugt að láta heyra í sér varðandi óheft aðgengi að hálendinu, því staðreynin er sú að þeir sem hafa hæst koma smám saman skilaboðum sínum á framfæri. Um það á okkar vinna að snúast, knýja á um óheft aðgengi að hálendinu, slóðum á sumrin og sem víðast á snjó á veturna. Hvort það er brú hér eða þar, virkjun einhversstaðar annarsstaðar er alls ekki mál klúbbsins og má ekki verða, burtséð hvaða skoðanir menn hafa á því persónulega.

    kveðja,
    Eiríkur





    20.05.2003 at 21:52 #473494
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Nú er mikið búið að skrifa síðan ég leit á þráðinn síðast.

    Mér finnst hér vera slíkt alvörumál á ferðinni að við ættum að leggja allan skæting og persónuleg skot til hliðar.

    Nokkur atriði sem mér finnst rétt að nefna:

    Lög og reglur verða að vera orðaðar eins og á að túlka þær. Annars er voðinn vís. Við verðum því að lesa textann, skilja íslenskuna, og átta okkur á því hvað hann þýðir. Ekki láta eitthvað sem sagt er óskrifað með trufla okkur. Við blasir "ofurbann", við verðum að reyna að gera eitthvað í þessu. Þarna er ég sammála lögfræðingnum BÞV hvað varðar túlkunina á orðalagi laga og reglna.

    Gætum þó að hverju skrefi og forðumst öfgatal. Málefnið er nógu sterkt þó að það sé ekki skreytt með öfgum. Öfgar eru helsta vopn þeirra sem hafa veikan málstað að verja.
    Það er til umhugsunar hvort landið okkar eigi bara að vera aðgengilegt ofurmennum eða öllum almenningi. Ég gæti vel hugsað mér að mása mig upp allan Öræfajökul á tveim jafnfljótum, ég bara gæti það ekki. Mér dugði alveg um daginn að mása mig upp Hnúkinn frá sléttunni á toppi Öræfajökuls. Svona án gríns, þá er alveg öruggt að það verður einungis á færi örfárra Íslendinga að njóta dásemda Vatnajökuls ef umferð vélknúinna ökutækja verður bönnuð.
    Við erum ekkert að tala um neinar venjulegar víðáttur þarna.

    Hér hefur verið rætt um frelsi. Ég hef kynnst hollenskum jeppamönnum (þeim síðustu). Þeir búa í landi sem búið er að leggja 100% undir manninn, semsagt ekki jeppavænt. Þeir fara í jeppaferðir á nóttunni til að sjá ekki hvað þeir eru nálægt mannabyggð og geta villst (skipulegja næturratleiki á sveitavegum og fá sér Ertusúpu um fjögurleytið um nóttina). Þeir buðu mér með í jeppaferð til Frakkalands fyrir nokkrum árum. það var búið að hleypa úr uppistöðulóni þar, sem er bara tæmt á 100 ára fresti og þeir voru að fara að spóla i drullunni því að það er nú ekki leyfilegt hvar sem er. Því miður komst ég ekki með að sjá (ég man hvernig kálfarnir voru í sveitinni þegar þeim var sleppt út á vorin). Þeir fara nú til Rúmeníu í jeppaferðir því að þar má allt (spóla heima hjá öðrum því að það er bannað heima). LANGAR OKKUR Í ÞETTA?

    Ég sagði þeim að við ættum leikvöll sem er 300 km langur og 200 km breiður og við hefðum alveg útaf fyrir okkur 6 mánuði á ári. Ekki væri hægt að valda skemmdum á landi því snjórinn hlífir öllu. Náttúran er algerlega ósnert (fyrir utan ljótar rákir á himninum eftir háloftaþoturnar og gerfitungl sem sigla á milli stjarnanna). Við þyrftum ekki einu sinni að borga neinum þegar við færum inn á völlinn. Þetta er alveg einstakt, amk í Evrópu. Miðað við áhugann hjá þeim þá hafa há fraktgjöld hjá skipafélögunum og há flugfargjöld hreinlega bjargað okkur frá holskeflum snaróðra jeppamanna frá Evrópu (þeir halda nefnilega vel um budduna þarna). Þeir sem tíma að koma hingað á sínum fjallajeppum eru sem betur fer ekki of margir og margir þeirra eru vel og skynsamlega hugsandi menn (annars ættu þeir ekki pening til að koma).

    Við verðum að vernda þetta frelsi, og nýta þennan leikvöll skynsamlega. Hann er engum til gagns ef hann er ekki notaður. Samanber rifrildisefni Grikkja til forna um það hvort hljóð heyrist þegar tré brotnar í skógi ef enginn er til að hlusta -> Er fegurð fjallann til staðar ef enginn er til að njóta?.

    Við verðum að gera tvennt.
    1. Haga okkur þannig að við eigum skilið að njóta frelsisins áfram.
    2. Halda vöku okkar og berjast stöðugt fyrir skynsamlegum reglum og skynsamlegri nýtingu hálendisins (fyrir alla, ekki bara ofurmenni).

    Svo mörg voru þau orð.
    Sing.





    20.05.2003 at 23:33 #473496
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Mig langar að spyrja hversvegna er verið að þjóðgarðsvæða alla hugsanlega staði td. jökla?
    Hverju breytir það nema því að gera öllu venjulegu fólki erfiðara fyrir í því að ferðast og vera frjálst með allskonar reglugerðum og boðum og bönnum?
    Svo langar mig að vita af hverju göngu og skíðafólk er svona heilagt að það má ekki sjá eða heyra í bíl eða sjá för í snjó eftir eitthvert farartæki ég tala nú ekki um að ekki megi sjást för í loftinu eftir flugvélar!!!????
    Hvaða máli skiptir það fyrir skíðagöngumann að það séu einhversstaðar bílför í snjónum í nágrenninu? Það kalla ég bara hégóma,eigingirni og öfga.
    Það eru undarleg rök fyrir því að banna eigi umferð jeppa um hálendið að því að þeir eyði svo miklu eldsneyti – hvað með strætó í Reykjavík? Hann eyðir 60 ltr.á hundraðið – á að banna þá?
    Það myndi ekki skipta nein máli fyrir náttúruna þó að bílarnir eyddu 300 ltr á hundr. áhrifana myndu hvergi gæta og þó að jeppum á landinu hafi fjölgað þá er ekki nema brotabrot af þessum jeppum sem eru ekki notaðir annarsstaðar en á malbikinu. Af öllum þessum félögum í 4×4 er ekki nema brot af þeim að ferðast að einhverju ráði. Ég kalla það ekki ferðamennsku að fara í 2-3 túra á vetri og drekka sig fulla í einhverjum skála (nei þetta var nú óþarfi)auðvitað er það líka ferðamennska. Ég er ekki að gera lítið úr þeim sem fara sjaldan á fjöll ég er bara að benda á hvað umferðin er í raun lítil á fjöllum um vetur samanber þegar maður ferðast á fjöllum þá getur maður nánast ráðið hvar maður gistir skálarnir eru alltaf tómir.
    þetta á bara að vera eins og það er og menn eiga bara að sjá sóma sinn í að ganga og keyra um náttúruna af fyllstu nærgætni þá á ekki í siðuðu þjóðfélagi eins og okkar að þurfa endalaust að setja einhverjar reglur boð og bönn Það gagnast ekki fyrir okkur né börnin okkar í framtíðinni. Ég vil að börnin mín geti keyrt um hálendið á jeppum. Ef það á að banna okkur að gera það þá verður þeim aldrei leyft það heldur.
    Kveðja,

    GLANNI

    ps. hér er ein uppskrift til gamans af svokölluðum náttúrusinna sem ég hef orðið vitni af sem starfsmaður í verslun.
    Kona kemur hjólandi á ca 20-30 ára gömlu reiðhjóli með stóra grind framan á hjólinu með bók í grindinni. Hún er klædd í kápu af ömmu sinni og gamlar buxur af pabba sínum og húfu sem hún heklaði örugglega sjálf…….
    hún vill ekki taka númer í búðinni af umhverfisástæðum, segist vera að spara skógana. Síðan býð ég henni poka undir vörurnar sem hún keypti en hún afþakkar það með fyrirlitningu og segir að þetta mengi svo ógurlega. Því næst dregur hún upp grænt 6×6 cm möskvað net og setur vörurnar sínar í. Hver hefur ekki séð svona týpur??





    20.05.2003 at 23:36 #473498
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Sælir

    Ég er trúlega einn af fáum jeppamönnum sem hef verið kærður fyrir utanvegaakstur af Nátturuvernd Ríkisins og verð nú að segja að eftir það hef ég ekki mikið álit á þeim eftir að hafa reynt að rökræða við fólk á þeim bæ og fengið bara öskur og svívirðingar til baka frá flestum þar. Málið var felt niður af sýslumanni eftir að hann skoðaði það á þá sögðu snillarnir bara "við breytum bara lögunum".

    Það var gert og aftur var kært ári seinna en þá var það reyndar pabbi sem var fórnarlambið og fór fyrir rétt og var sýknaður af öllu eftir mikil réttarhöld og vitnaleiðslur sem mig grunar nú að hafi verið hin besta skemmtun fyrir kallinn að taka þátt í.

    Þessi dómur er til á blaði og trúlega væri ágætt að koma honum á netið hérna öðrum til ánægju og skemmtunar og ég gef lítið fyrir að við séum að tippla eins og hræddar mýs í kringum þetta stofnanalið heldur eigum við að standa á okkar málum af einurð og festu og ekki láta einhver möppudýr ákveða hvað við meigum gera og ekki gera

    Kveðja Hlynur





    21.05.2003 at 08:00 #473500
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Hér að ofan segir Björn Þorri orðrétt:

    [i:3mn7b0ro] Aðeins til umhugsunar: Í 24. gr. reglugerðarinnar er sagt að hver sem brjóti gegn ákvæðum hennar skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Sektir skuli renna í ríkissjóð og að með mál skv. greininni skuli fara skv. reglum um meðferð opinberra mála sbr. lög nr. 19/1991. Ef þú ferð á jökulinn um helgina Skúli og telur þig ekki þurfa leyfi, einhver kærir þig til lögreglu, þá leiða ofangreind ákvæði til þess að þér verður refsað skv. þessu ákvæði…[/i:3mn7b0ro]

    Hér fullyrðir hann með öðrum orðum að kæra frá einhverjum leiði skilyrðislaust til refsingar. Eins og dæmin sem Hlynur nefnir hér að ofan sýna, er langt í frá að 100% kæra leiði til sakfellingar. Ég man raunar ekki til þess að hafa heyrt dæmi um að kæra vegna utanvegaaksturs hafi leitt til sakfellingar þannig að hlutfall refsinga á móti kærum er líklega nærri 0%.

    Mér finnst það vera umhugsunarefni hvaða hvatir liggja að baki svona málflutningi, því Björn Þorri veit örugglega betur.





    21.05.2003 at 10:19 #473502
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Enn er Einar Kjartansson að halda því fram að ég sé handbendi einhvers í þessari umræðu (Landsvirkjunar) eða að ég haldi fram hlutum gegn betri vitund. Ég er búinn að reyna að hafna þessu áður og geri það hér með aftur, þrátt fyrir að sennilega hafi það enga þýðingu gagnvart viðkomandi. Bara til að útskýra þau orð sem ég viðhafði á fyrrnefndum fundi sem Einar vitnar til, þá ítrekaði ég það alveg sérstaklega að daginn sem félagið tæki opinbera afstöðu til nýtingarmála hálendisins, ALVEG SAMA HVORU MEGIN ÁHERSLAN FÉLLI (, gengi ég úr því.

    Ég vil líka ítreka það að umræða um þetta málefni er mikilvægari en svo að menn megi falla í þá gryfju að persónugera endalaust málstað sem ekki fellur að þeirra eigin.

    Ég vil hér með benda stjórn félagsins á þráðinn og sýnist ekki vanþörf á að hún komi að málinu miðað við þann málflutning sem hér hefur átt sér stað.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    21.05.2003 at 10:21 #473504
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Enn er Einar Kjartansson að halda því fram að ég sé handbendi einhvers í þessari umræðu (Landsvirkjunar) eða að ég haldi fram hlutum gegn betri vitund. Ég er búinn að reyna að hafna þessu áður og geri það hér með aftur, þrátt fyrir að sennilega hafi það enga þýðingu gagnvart viðkomandi. Bara til að útskýra þau orð sem ég viðhafði á fyrrnefndum fundi sem Einar vitnar til, þá ítrekaði ég það alveg sérstaklega að daginn sem félagið tæki opinbera afstöðu til nýtingarmála hálendisins, ALVEG SAMA HVORU MEGIN ÁHERSLAN FÉLLI (nýting eða verndun), gengi ég úr því.

    Ég vil líka ítreka það að umræða um þetta málefni er mikilvægari en svo að menn megi falla í þá gryfju að persónugera endalaust málstað sem ekki fellur að þeirra eigin.

    Ég vil hér með benda stjórn félagsins á þráðinn og sýnist ekki vanþörf á að hún komi að málinu miðað við þann málflutning sem hér hefur átt sér stað. Ég hvet menn áfram til að vera duglea við að láta skoðun sína í ljósi, því það hafa jú allir skoðun á þessu máli.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    21.05.2003 at 10:37 #473506
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Margt ágætt búið að koma fram hérna, en nokkrir punktar hérna að ofan gerðu mig aðeins hugsi.

    Er það að vera nátturuverndarsinni skammaryrði hér? Ég lít reyndar svo á að ef menn samþykkja það sem stendur í annarri grein laga 4×4 klúbbbsins þá hljóti menn að vera náttúruverndarsinnar, en þar stendur að markmið félagsins sé "Að gefa gott fordæmi um umgengni og verndun landsins með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd."

    Ég held að fordómar milli hópa fólks sé nákvæmlega það sem þarf að leggja til hliðar ef menn ætla að vinna málstað sínum virðingu. Þarna á upphafsárunum sem Snorri lýsir svo skemmtilega mættu jeppamenn nákvæmlega samskonar fordómum og hér hefur verið að glitta í. "Uppskriftin" að jeppamanni í kollinum á mönnum hefur líklega verið einhvern vegin svona:
    Feitur af hreyfingaleysi, með vindilstubb í kjaftinum, olíudullu á höndunum og í bomsum eða "moonboots". Er sama um allt sem í kringum hann er, engan áhuga á náttúrunni, spurningin bara hvað jeppinn drífur. Kjörorðið er "Sá staður sem jeppinn kemst ekki á, hann er ekki þess virði að sjá hann". Sem betur fer hafa fordómar sem þessir látið undan síga "þarna úti", hvað með í okkar hóp?

    Við ætlumst til þess að aðrir taki tillit til sjónarmiða okkar án þess að láta fordóma ráða ferðinni og þá verðum við að sjá sóma okkar í að losa okkur við slíka hluti sjálf. Ég óttast að mesta hættan sem stafar að frjálsri jeppamennsku komi frá jeppamönnum sjálfum. Frelsið krefst ábyrðgar og menn verða að sýna að þeir standi undir því.

    Kv
    Skúli H. Skúlason





    21.05.2003 at 10:57 #473508
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þetta er ágætt innlegg hjá Skúla, en einhvernveginn finnst mér að menn hafi ekki hér notað orðið "náttúruverndarsinni" sem skammaryrði og vona að við förum ekki út í svoleiðis. Hitt er svo annað mál að orðið hefur eitthvað mismunandi merkingu milli einstaklinga. Ekki orð um það meir og enn held ég að við Skúli séum sammála. Hvað varðar orðsendingu Einars K. hér að ofan til BÞV, að þrátt fyrir að mér komi deilur þeirra ekki við, langar mig að ítreka það sem ég hef áður sagt um þessi efni, en það er að svona konkret orðalag í lagatextum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, leiðir fyrr eða síðar til þess að það fær aukið gildi í hugsanlegum dómsniðurstöðum. Menn koma og menn fara og vinsamleg túlkun einhverra tiltekinna einstaklinga gildir ekki sem lagatexti og er bundinn þeim sem einstaklingum meðan þeirra nýtur við. Við höfum dæmi þess í þeim löndum sem við höfum samskipti við, að tilhneigingin hefur verið til að þrengja túlkun og framkvæmd sambærilegra laga og reglna. Ekki meir í bili
    gþg





    21.05.2003 at 11:39 #473510
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég tilheyri þeim hópi manna sem ferðast bæði á jeppum og fótgangandi um okkar fagra land. Ég rekst á öfgamenn bæði í hópi jeppamanna og göngumanna, í raun er þessi umræða orðin svona mikil um þessi mál vegna þess sístækkandi hóps fólks
    sem leytar til fjalla á vélsleðum,jeppum og fótgangandi.
    Við íslendingar erum orðnir vanir miklu frelsi í þessum málum, það hef ég séð á ferðalögum mínum um þjóðgarða víða um heim. Árekstrum milli þessara hópa fjölgar sífellt vegna þess sem ég áður nefndi. Fyrir nokkrum árum síðan var þetta einfaldlega ekki vandamál, því það var tiltölulega lítill hópur mann sem var að ferðast að einhverju ráði.

    Sem sagt við erum að horfa fram á breytta tíma að mínu mati
    þar sem við verðum að setja reglur og taka
    tillit til annara.

    Í raun eru þetta mjög afmörkuð svæði þar sem árekstrar hafa orðið á milli göngumanna og jeppa, sleðamanna. Þ.e. á
    Öræfajökli, Eyjafallajökli og Snæfellsjökli sem reyndar
    er orðin ónýtur til útiveru fyrir gönguhópa.

    Ýmsir hafa bent á varðandi T.d. Öræfajökul að þar ætti að banna vélknúna umferð mjög stuttan tíma á ári
    þ.e. þegar langtærsti hópur manna er að ganga á Hnúkinn
    og nágrenni. En það er í maí,júní og fyrripart júlí.





    21.05.2003 at 12:15 #473512
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég hef gengið þessa þrjá jökla sem Guðmundur nefnir. Ég hef ekki orðið var við að bílar eða för eftir þá hafi truflað ferðafélaga mína þá eða þegar við gegnum á Heklu og hittum hóp jeppa á tindinum.
    Ég er algerlega ósammála því að það sé þörf á að takmarka bíla umferð á Öræfajökul. Þar háttar þannig til að jeppar komast ekki að Virkisjökulsleiðinni, sem er stysta og líklega mest notaða gönguleiðin.

    Ef mönnum finnst svo leiðinlegt eða erfitt að ganga á fjöll að þeir þola ekki tilhugsunina um að það sé hægt að komast upp með minni fyrirhöfn, þá geta þeir hinir sömu einfaldlega fundið aðra staði til að labba, lang flest þeirra fjalla sem menn eru að ganga á eru þannig að þar er ekki fært fyrir bíla.

    Á Snæfellsjökli hafa orðið árekstrar m.a. vegna þrengsla. Jeppamenn hafa orðið fyrir áreitni en eftir því sem ég best veit, hefur dregið úr því, fyrir tilstuðlan þjóðgarðsvarðar.

    -Einar





    21.05.2003 at 13:55 #473514
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég held að það sé mikið til í því sem G7729 segir, þ.e. að ástæðan fyrir að þetta komi upp í umræðuna sé að nokkru leiti aukinn áhugi á útivist og meiri traffík á vissum stöðum. Eins og ég hef áður lýst hét ég mér því þegar ég gekk á sínum tíma á Snæfellsjökul að gera það ekki aftur. Í fjallgöngum er maður að sækjast eftir kyrrðinni og fílingurinn er fljótur að hverfa þegar 10 vélsleðar koma þjótandi og svo snjóbíll þegar maður er að byrja að pústa á toppnum. Allt í einu var stemningin orðin eins og á 17 júní á Lækjartorgi.

    Þessir hlutir þurfa hins vegar ekkert að vera vandmál, ef menn nálgast það af skynsemi og ég held að það sé rétt hjá eik að það að Snæfellsjökull var gerður að þjóðgarði hafi dregið úr vandamálum þar.

    Vatnajökull er gífurlegt víðerni þar sem er pláss fyrir alla, frjálsa jeppamenn, frjálsa göngumenn og ferðþjónustuaðila. Varðandi Hnjúkinn að þá koma jeppar allt aðra leið að Hjúknum heldur en göngumenn og ef menn sýna hver öðrum tillitsemi þarf þetta ekki að vera neitt áhyggjumál.

    Annars hefur mér sýnst á því sem ég hef séð um þennan Vatnajökulsþjóðgarð að þar sé fyrst og fremst verið að horfa til ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingar, koma upp skipulagðri starfsemi kringum ferðamennsku á jöklinum.

    Kv – Skúli

    P.s. Þetta er orðinn langur þráður og ég sekur um marga langlokuna hér, en fyrir þá sem áhuga hafa og nenna að lesa þá langar mig að koma með smá innlegg í það hvernig málum er háttað annars staðar.
    Einhver nefndi hér fyrir ofan að í þjóðgörðum í Afríku sé frelsið meira en hér og benti á þeir væru fjármagnaðir með veiðileyfum. Þetta er reyndar ekki alveg svo einfalt, ég ferðaðist um Afríku fyrir tveimur árum og kynntist þessu aðeins. Það eru vissir garðar sem eru ætlaðir til veiða og þar eru seld veiðileyfi og menn fá að veiðar undir ströngu eftirliti. Annars eru veiðar á villtum dýrum stranglega bannaðar og þung viðurlög við brotum. Í öðrum görðum þarf að borga háan aðgangseyrir og aðeins leyfilegt að fara með leiðsögumanni sem er ýmist ríkisstarfsmaður eða starfsmaður innlends leiðsögufyrirtækis (menn vilja að peningarnir verði eftir í landinu). Við fórum t.d. í þjóðgarð í Rúanda (Rwanda) til að skoða górillur og þar var skilyrðið ekki bara leiðsögumaður heldur heilt herfylki með alvæpni, en það var að vísu til að vernda okkur fyrir skæruliðum. Þarna var leyfilegt að taka myndir til einkaafnota, en ekki til opinberrar birtinga og alls ekki af hermönnunum. Þeir garðar sem eru hugsaðir til að skoða hin villtu dýr sléttunnar í náttúrulegu umhverfi eru margir með bíla sem flytja fólk um garðinn (og stranglega bannað að fara úr bílunum), en sumstaðar var leyfilegt að fara um garðinn á eigin bílum. Þannig að það er allur gangur á þessu, en frelsið svosem ekkert útgangsatriði þarna og víðast hvar sem þarf að fylgja ströngum reglum.

    Svo er fræg fréttamyndin sem Ómar sýndi okkur fyrir einhverju síðan sem sýndi norsku lögregluna elta uppi vélsleðamenn á þyrlu af því þeir höfðu farið út fyrir það svæði sem leyfilegt var að aka vélsleða á. Þar er allavega allt bannað sem ekki hefur sérstaklega verið leyft!





    21.05.2003 at 14:53 #473516
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Ég segi nú eins og ólsarinn, að ég er sammála mörgu (lang flestu) af því sem Skúli segir og reyndar sýnist mér aðeins tvennt sem máli skiptir bera þar í milli:

    1) Skilningurinn á núgildandi reglugerð um Snæfellsjökulsþjóðgarð.

    2) Mismunandi niðurstaða við brotum á þeirri reglugerð.

    Reyndar svarar þú því Skúli í lok síðasta pistils þíns, hvernig menn eru hundeltir, þar sem allt er bannað sem ekki er leyft, þannig að þar er þó einhver samhljómur í okkar málflutningi…

    Ferðakveðja,

    BÞV

    Ps. Auðvitað er það ekki skammaryrði að vera "náttúruverndarsinni". Ég ætla rétt að vona að allir séu það, þótt misjafnar markalínur séu dregnar í áherslum manna, milli friðunar og nýtingar.





    23.05.2003 at 14:06 #473518
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Hvernig er þetta, ætla menn bara að láta hér staðar numið. Eru engar hugsjónir í gangi lengur!!!

    Ég sem hélt að hér yrðu alvöru skoðanaskipti fram eftir sumri, en nú er allt orðið steindautt…

    Og Einar vinur minn Kjartansson búinn að fá sér VHF, þannig að ekki er lengur hægt að þrasa um það…

    Góða helgi félagar og passið ykkur á Eurovision…

    Ferðakveðja,

    BÞV





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 60 total)
← 1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.