This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Þröstur Rögnvaldsson 14 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum
Þjórsárver hafa verið friðlýst síðan 1981. Síðan þá hafa verið uppi hugmyndir um það að stækka friðlandið. Ekki verður farið nánar út í það langa ferli. Heldur aðeins tíunduð samskipti Ferðaklúbbsins 4×4 og stjórnavalda að undanförnu.
Þann 22. nóvember 2006 skipaði umhverfisráðherra starfshóp til að fara yfir og kanna
möguleikana á stækkun friðlandsins í ÞjórsárverumÍ þessu frumvarpi á alþingi http://www.althingi.is/altext/136/s/0239.html er gert ráð fyrir stækkun friðlandsins við Þjórsárver
Í frumvarpinu er að finna þennan texta:
„Við framkvæmd náttúruverndaráætlunar 2004–2008 hefur Umhverfisstofnun lagt áherslu á að kynning og samráð fari fram eins snemma í ferlinu og hægt er og að þeir aðilar sem teljast hafa sérstakra hagsmuna að gæta verði skilgreindir eins fljótt og auðið er. Stofnunin hefur því í upphafi friðlýsingarferlis boðað til kynningarfunda með landeigendum, sveitarstjórnum, umhverfisráðuneyti og öðrum hagsmunaaðilum til þess að kynna markmið og hugmyndir um friðlýsingu viðkomandi svæðis. Með þessu móti hefur stofnunin viljað stuðla að umræðu um tillögurnar og auka líkur á að sátt náist um friðlýsingu.Árni Bragason frá Umhverfisstofnun kom í fjölmiðla og skýrði hversu „vel“ hefði gengið að fara yfir þetta með „Öllum“ hagsmunaaðilum.
Ferðaklúbburinn hafði samband við Trausta í UST og óskaði efir að koma að þessu vegna mikilla hagsmuna klúbbsins á umræddu svæði.
Ekki er mér kunnugt um að klúbburinn hafi fengið að koma með nokkrar athugsemdir um umrædda stækkun.
Hingað til í þessu ferli hefur leyndarhyggja, verið aðalsmerkið í starfinu.Veturinn 200802009 Fundur fulltrúa Ferðaklúbbsins 4×4 funda með starfsmönnum umhverfisstofnunar. Á þeim fundi kemur fram að ekkert sé að gerast í stækkunarferlinu í Þjórsárverum. En ef eitthvað gerist, þá verið haft samráð við Ferðaklúbbinn 4×4.
Þetta hefur ekki verið efnt.Sumarið 2009 kemur þessi frétt.
Stækkun friðlands í Þjórsárverum á að vera lokið snemma á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að hefja stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.
Undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefst nú þegar samkvæmt tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Stækkunin verður unnin í samræmi við ákvæði náttúruverndarlaga og undirbúningurinn verður í höndum Umhverfisstofnunar í samráði við landeigendur, viðkomandi sveitarfélög og aðra þá sem hagsmuni eiga að gæta.Veturinn 2009 er stofnaður enn einn starfshópurinn um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Vitað er að Ásahreppur, Skeiða og Gnúpverjahreppur og Hrunamannahreppur eiga fulltrúa í nefndinni. Ekki er vitað fyrir víst hverjir eru nefndarmenn frá Umhverfisráðuneytinu eða Ust.
Þessi starfshópur er byrjaður að vinna í stækkunarferlinu og hefur Ferðaklúbburinn 4×4 lagt hópnum til g.p.s gögn í gegnum Ust og Landmælingar Íslands.
Ferðaklúbburinn 4×4 hefur formlega boðið fram aðstoð sína í því að skilgreina vegi, þar sem það má segja að vegir innan væntanlegs friðlands séu heimkeyrslur f4x4 að skála félagsins (Setrinu). Auk þess er það F4x4 sem hefur hnitsett þessar leiðir, stikað þær og viðhaldið.
Þrátt fyrir sérstöðu Ferðaklúbbsins 4×4 sem hagsmunaaðila innan friðlandsins og þá staðreynd að klúbburinn er einni aðilinn sem á fasteign á svæðinu. Þá erum við jafn hunsuð nú einsog áður. Í textanum hér að er í tvígang vitnað í ólíka umhverfisráðherra sem tala um það skuli haft samráð við hagsmunaaðila. Ég spyr því Umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur að því, ef félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4 eru ekki hagsmunaaðila vegna stækkunarferlisins, hverjir eru það þá. Mér þætti því vænt um að listi yfir hagsmunaaðila væri birtur opinberlega , því einsog kom fram hjá Árna Bragasyni, þá hefur slíkur hagsmunaaðilalisti verið gerður á sínum tíma.Jón G Snæland
You must be logged in to reply to this topic.