This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Loftur Jónsson 16 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Frétt að neðan er af mbl.is og þar fyrir neðan er skýrsla um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Það sem vekur fyrst athygli er umsögn Árna Bragasona óvinur jeppamanna nr 1 á íslandi. En Árni þessi var forstjóri náttúruverndarstofnunar ust á þessum tíma.
En hann sagði í fréttum í fyrra að haft hafi verið samband við alla hagsmunaaðila á Þjórsárversvæðinu. En eins og við vitum er enginn sem hefur meiri hagsmuna að gæta á svæðinu en einmitt 4×4. Og erum við t.d eini aðilinn með manvirki á svæðinu. Einnig mætti benda á að frjálsfélagasamtök fá aðild að nýrri nefnd sem á að hafa ákvörðunarvald á svæðinu. Þessi frjálsu félagasamtök eru loftbólufélög með fáa félaga á bakvið sig og jafnvel eru nefndir til einstaklingar til sögunar sjá: Fulltrúar áhugahóps um verndun Þjórsárvera, Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur Eystra
Geldingaholti, Halla Guðmundsdóttir, bóndi í Ásum og Sigurður Steinþórsson, bóndi á Hæli. Þetta eru semsagt félöginn. Nú þarf klúbburinn að hafa hraðar hendur og senda inn stjórnsýslukæru vegna málsins. Kv Jón Snæland
.
.
.
.
sun. 7. des. 2008 09:56 mbl.is
http://www.mbl.is/mm/greinilegur/frett/1384347/
Þrettán ný svæði friðlýst
Þrettán ný svæði á Íslandi verða friðlýst á næstu fimm árum, samkvæmt þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um náttúruverndaráætlun til næstu fimm ára. Þá er stefnt að friðlýsingu á annað hundrað plantna og dýra, þeirra á meðal tröllasmiðs, tjarnarklukku og brekkubobba. Tillagan kemur til fyrri umræðu á Alþingi á morgun.
Markmið náttúruverndaráætlunar 2009-2013 er að halda áfram að byggja upp net verndarsvæða til þess að tryggja verndun tegunda, líffræðilegrar fjölbreytni, landslags og náttúru.
Samkvæmt áætluninni verður eitt svæði friðað vegna jarðfræði, en það er Langisjór og nágrenni hans. Svæðið verður hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá er lagt til að mörk friðlandsins í Þjórsárverum verði færð út til norðurs og suðurs þannig að það nái yfir allt votlendi og vistgerð veranna.
Í áætluninni er lögð áhersla á friðun svæða sem hafa að geyma sjaldgæfar plöntutegundir og tegundir í hættu. Lagt er til að 160 tegundir mosa, fléttna og háplantna verði friðlýstar, en það er mesta friðun tegunda sem ráðist hefur verið í hér á landi. Tegundir plantna hafa ekki verið friðlýstar síðan 1978.
Lagt er til að þrjár tegundir hryggleysingja verði friðaðar, en það yrði í fyrsta sinn sem dýrategundir yrðu friðaðar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Nú eru tegundir fugla og spendýra friðaðar allt árið eða hluta af árinu með lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
.
.
.
. Tillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum14. mars 20075 km Kvíslavatn-Tjarnaver-Hnífárver-Oddkelsver-Þúfuver-Sóleyjarhöfði-Eyvafen-Arnarfellsbrekka-Þjórsárkvíslaver-Arnarfellsver-Illaver-Eyvindarkofaver-Hnífá
Page 2
Formáli Þjórsárver eru meðal helstu náttúrugersema Íslands og hefur svæðið verið friðlýst síðan 1981. Svæðið hefur verið á lista yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði síðan 1990. Ífriðlýsingunni var heimilað að veita vatni til Þórisvatns úr upptakakvíslum Þjórsár á Sprengisandi og austurþverám hennar með svonefndum Kvíslaveitum. Í friðlýsingunni eru einnig ákvæði um veitumannvirki við Norðlingaöldu og hefur það mál verið til umfjöllunar um nokkurra ára skeið og endaði fyrir dómstólum.Þann 22. nóvember 2006 skipaði umhverfisráðherra starfshóp til að fara yfir og kannamöguleikana á stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og til að endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Í starfshópnum voru Árni Bragason frá Umhverfisstofnun formaður, Egill Sigurðsson, tilnefndur af Ásahreppi, Þorgils Torfi Jónsson,tilnefndur af Rangárþingi ytra og Gunnar Örn Marteinsson, tilnefndur af Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Starfshópurinn hélt fjóra vinnufundi, hitti helstu hagsmunaaðila og hefur núlokið störfum og leggur til meðfylgjandi breytingar á mörkum og friðlýsingu.Reykjavík 14. mars 2007.____________________________Árni Bragason____________________________Egill Sigurðsson____________________________Gunnar Örn Marteinsson____________________________Þorgils Torfi Jónsson
Page 3
Starfshópurinn ákvað að leggja áherslu á að ræða við hagsmunaaðila og kanna viðhorf þeirra til breytinga á friðlandinu og fara yfir fyrirliggjandi gögn um stöðu skipulags og framkvæmda.Starfshópurinn hélt fjóra vinnufundi og ræddi við eftirfarandi:Fulltrúar Landverndar: Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri og Björgúlfur Thorsteinsson,formaður.Fulltrúar áhugahóps um verndun Þjórsárvera: Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur Eystra Geldingarholti, Halla Guðmundsdóttir, bóndi í Ásum og Sigurður Steinþórsson, bóndi á Hæli.Fulltrúar Landsvirkjunar: Friðrik Sophusson, forstjóri, Helgi Bjarnason, verkefnisstjóri og Björn Stefánsson, deildarstjóri virkjanadeildar.Fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands: Borgþór Magnússon, forstöðumaður Vistfræðideildar, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fagsviðstjóri dýrafræði og Sigurður H.Magnússon, plöntuvistfræðingur.Þjórsárveranefnd: Gísli Már Gíslason, formaður, Agnar Olsen, Landsvirkjun, Jónas Jónsson,fulltrúi Ásahrepps, Sveinn Ingvarsson, fulltrúi Afréttamálafélags Flóa- og Skeiðamanna og Aðalsteinn Guðmundsson, fulltrúi Skeiða og Gnúpverjahrepps.Veiðifélag Holtamannaafréttar: Guðmundur Hauksson, Ási, Sveinn Sigurjónsson, Galtalæk.Fulltrúi Vegagerðar: Boðaður fulltrúi Eymundur Runólfsson gat ekki komið á fundinn.Landvernd og áhugahópur um verndun Þjórsárvera.Fulltrúar Landverndar og áhugahóps um verndun Þjórsárvera lögðu fram og kynntuítarleg gögn og tillögur um stækkun friðlandsins. Bergur Sigurðsson fór yfir helstunáttúrufarsþætti og Björgúlfur Thorsteinsson fjallaði um verðgildi og verðmat á náttúrunni.Væntingar Landverndar og áhugahópsins eru verulega stærra friðland sem tekur yfirlandslagsheildir og vatnasvið allt, einnig upp í jökul og niður með Þjórsá, líkt og fram kom ítillögum Umhverfisstofnunar vegna Náttúruverndaráætlunar 2004-2008, þannig að helstufossar og aðliggjandi gróðurlendi verði innan friðlands. Varðandi framtíð Þjórsárveranefndar og breytingar á reglugerð er það skoðun Landverndar og áhugahópsins að æskilegt sé að Þjórsárveranefndin starfi áfram og að frjáls félagasamtök fái aðkomu að henni . Varðandi reglugerðina þá þarf að skýra orðalag í nokkrum greinum og færa umfjöllun um lónhæð tilsamræmis við það sem ákveðið hefur verið. Fylgiskjöl I.Landsvirkjun.Fulltrúar Landsvirkjunar lögðu fram minnisblað þar sem staða mála varðandi Norðlingaölduveitu er rakin frá ágúst 2002 þegar Skipulagsstofnun féllst á framkvæmdir og fram til júní 2006 þegar Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti úrskurð ráðherra hvað varðarsetlónsveitu og telur hana sjálfstæða framkvæmd sem fara þurfi í mat á umhverfisáhrifum(Héraðsdómur Reykjavíkur frá 27. júní 2006, E-4706/2005). Landsvirkjun telur að ógildingintaki ekki til veitu neðan friðlandsins. Landsvirkjun telur að Þjórsárveranefnd eigi að starfa áfram og að lagfæra eigi orðalag reglugerðar og færa til samræmis við lónhæðir sem fyrirliggja. Fylgiskjöl II.Þjórsárveranefnd Fulltrúar í Þjórsárveranefnd fóru yfir söguna og breytingar á viðhorfum og áætlunum síðan 1981. Nefndarmenn lögðu áherslu á kjarnasvæðið og stækkun til austurs. Gísli Már Gíslason formaður Þjórsárveranefndar lagði til að horft yrði til tillögu Umhverfisstofnunar í Náttúruverndaráætlun 2004-2008 og sérstaklega til þess að taka Kisubotna og Dalsá með í
Page 4
stækkunina. Rætt var um hvort ástæða væri til að stækka friðlandið austur yfir veitulónin, en nefndarmenn töldu ekki mikið við það unnið. Nefndarmenn voru hlynntir því að Þjórsárvera-nefnd starfaði áfram til umsjónar og samráðs með friðlandinu.Veiðifélag Holtamannaafréttar.Fulltrúar veiðifélagsins sáu því ekkert til fyrirstöðu að friðlandið yrði stækkað tilnorðurs með Hofsjökli. Varðandi stækkun friðlandsins austur yfir Kvíslavötn voru fulltrúarveiðifélagsins því ekki hlynntir.
Page 5
Tillögur nefndarinnar.Hvað þarf til?Nefndin telur að full samstaða geti skapast um að friðlandið verði stækkað ef nauðsynlegu fé verður veitt til uppbyggingar fræðslu og landvörslu samhliða stækkuninni.Nefndin telur nauðsynlegt að friðlandið verði gert sýnilegt með fræðslu og gestastofu í byggð í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Mörk friðlandsins.Mörk friðlandsins verði þannig að það afmarkist af vatnasviði Þjórsár á Hofsjökli.Austan Hofsjökuls verði allt gróðurlendi vestan Þjórsár innan friðlandsins. Mörkum friðlandsins verði breytt við Kvíslavötn þannig að þau fylgi vesturmörkum lóna og skurða.Vesturmörk friðlandsins fylgi vatnasviði Hnífár og að sunnan verði mörk friðlandsins óbreytt vegna réttaróvissu um virkjanaframkvæmdir (sjá mynd 1).Breytt reglugerð um friðlandið.Reglugerð friðlandsins verði breytt þannig að öll umfjöllun um lónhæð falli út og eftirfarandi reglur verði settar:1. Sérstök ráðgjafanefnd er Umhverfisstofnun til ráðuneytis um málefni friðlandsins. Hún skal þannig skipuð, að Umhverfisstofnun, Landsvirkjun, sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps,stjórn Afréttamálafélags Flóa- og Skeiðamanna, Ásahreppur og Rangárþing Ytra tilnefna einn mann hver. Frjáls félagasamtök tilnefni einn fulltrúa. Starfstímabil fulltrúa er hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna. Umhverfisstofnun skipar formannráðgjafarnefndar.2. Mannvirkjagerð, jarðrask og aðrar breytingar á landi, svo og breytingar á rennsli vatna og vatnsborðs hæð, eru óheimilar nema til komi leyfi Umhverfisstofnunar.3. Óheimilt er að skaða gróður og trufla dýralíf, svo og að hrófla við jarðmyndunum,gæsaréttum og öðrum minjum.4. Umferð ökutækja er óheimil utan merktra ökuslóða. Þó skal heimilt að nota bíla og vélsleðaá jökli og einnig á snjó og hjarni þegar gróðri stafar ekki hætta af.5. Á tímabilinu 1. maí til 10. júní er umferð um varplönd heiðargæsar bönnuð.6. Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið á hefðbundnum leiðum í samráði viðsveitarstjórn. Þjórsárveranefnd og sveitarstjórn geta takmarkað ríðandi umferð um viðkvæm svæði vegna gróðurverndar.7. Flug neðan 3.000 feta hæðar yfir friðlandinu utan jökuls er óheimilt á tímabilinu 1. maí til10. ágúst.8. Reglur þessar hagga ekki hefðbundnum rétti bænda til umferðar vegna nytja og leita ásvæðinu. Um upprekstur á svæðið fer eftir reglum, sem viðkomandi sveitarstjórn eða stjórnira fréttar mála setja að fengnum tillögum Þjórsárveranefndar.9. Notkun skotvopna er óheimil á friðlandinu nema til minka- og refaveiða og skal hún vera ísamráði við sveitarfélögin.
Page 6
Mynd 1. Tillaga að stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Núverandi friðland er 353,3 km² enverður eftir stækkun 1041,1 km².
Page 7
Aðrar hugmyndir um stækkun friðlandsins.Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir stækkun kjarnasvæðis hinna eiginlegu Þjórsárvera.Ekki náðist samstaða um þær tillögur sem helst hafa verið í umræðunni og birtust ítillögum Umhverfisstofnunar vegna Náttúruverndaráætlunar 2004-2008. Þær tillögur gera ráð fyrir að verndun alls gróðurlendis meðfram Þjórsá að Sultartangalóni. Veruleg andstaða virðist vera við slíkar hugmyndir hjá sveitarstjórnum og hagsmunaaðilum austan Þjórsár.Hugmyndir um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs þar sem Þjórsárver, Kerlingafjöll,friðlandið í Guðlaugstungum og rústasvæði norðan Hofsjökuls komu einnig til umræðu ínefndinni. Vel var tekið í að skoða slíkar hugmyndir en frekari vinna krefst aðkomusveitarstjórna í Árnessýslu og sveitarstjórna norðan jökuls.
Page 8
Núgildandi reglugerð friðlandsins Stj.tíð. B, nr.507/1987.Auglýsingum friðland í Þjórsárverum.Samkvæmt heimild í 24. gr. laga nr. 47/1971 um náttúruvernd hefur [Umhverfisstofnun] fyrir sitt leyti ákveðið að friðlýsa Þjórsárver við Hofsjökul og er svæðið friðland.Mörk hins friðlýsta svæðis eru þessi:Lína, sem hugsast dregin frá Eiríksnípu sunnan í Hofsjökli norðaustur í ónefnt jökulsker 1 250m y. s. norður af Arnarfelli hinu litla. Frá jökulskerinu hugsast dregin lína í öldu 644 m y. s.norðaustur af Þúfuveri. Þaðan suður í öldu 642 m y. s. austur af Þúfuveri, þaðan suðsuðvestur í öldu 634 m y. s. sunnan Þúfuvers, þaðan vestur í öldu 606 m y. s. vestnorðvestur yfir Þjórsá íöldu á Fjórðungssandi 622 m y. s. og þaðan aftur í Eiríksnípu. Línur milli punktanna hugsast beinar og hæðartölur eru samkvæmt uppdrætti Íslands, blöðum 65 og 66, gefnum út af Geodætisk Institut 1954.Þessar reglur gilda um svæðið:1. Sérstök nefnd er [Umhverfisstofnun] til ráðuneytis um málefni friðlandsins. Hún skal þannig skipuð, að[Umhverfisstofnun], Landsvirkjun, hreppsnefnd Gnúpverjahrepps, stjórn Afréttamálafélags Flóa- og Skeiðamanna tilnefna einn mann hver. Þá tilnefnir Ásahreppur einn fyrir sína hönd og Djúpárhrepps.Starfstímabil fulltrúa hreppanna er hið sama og kjörtímabil þeirra. [Umhverfisstofnun]skipar formannráðgjafarnefndar.2. Mannvirkjagerð, jarðrask og aðrar breytingar á landi, svo og breytingar á rennsli vatna og vatnsborðs hæð, eru óheimilar nema til komi leyfi [Umhverfisstofnunar].3. Óheimilt er að skaða gróður og trufla dýralíf, svo og að hrófla við jarðmyndunum,gæsaréttum og öðrum minjum.4. Umferð ökutækja er óheimil utan merktra ökuslóða og skal merking háð samþykkiráðgjafanefndar samkvæmt1. tölulið. Þó skal heimilt að nota snjóbíla og vélsleða á jökli og einnig á snjó og hjarni þegar gróðri stafar ekki hætta af.5. Á tímabilinu 1. maí til 10. júní er umferð um varplönd heiðargæsar bönnuð.6. Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið á hefðbundnum leiðum.7. Flug neðan 3.000 feta hæðar yfir friðlandinu utan jökuls er óheimilt á tímabilinu 10. maí til10. ágúst.
Page 9
8. Reglur þessar hagga ekki hefðbundnum rétti bænda til umferðar vegna nytja og leita ásvæðinu. Um upprekstur á svæðið fer eftir reglum, sem viðkomandi hreppsnefnd eða stjórnir afréttarmála og [Umhverfisstofnunar] setja að fengnum tillögum ráðgjafanefndar.9. Notkun skotvopna er óheimil á friðlandinu.[Umhverfisstofnun] getur veitt heimild til þessa að vikið verði frá reglum þessum í einstökum tilfellum og kveðið nánar á um vernd svæðisins. Með friðlýsingu þessari er engin afstaðatekin til þess hverjir séu eigendur þess lands sem hún tekur til eða eigi þar takmörkuð eignarréttindi.Þrátt fyrir ákvæði 2. tl. að ofan er Landsvirkjun heimilt að veita til Þórisvatns úrupptakakvíslum Þjórsár á Sprengisandi og austurþverám hennar, enda verði kappkostað aðhalda umhverfisáhrifum mannvirkja í lágmarki.Ennfremur mun [Umhverfisstofnun] fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu fráfriðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y. s.,enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati [Umhverfisstofnunar]. Rannsóknir þessar skulu gerðar ávegum ráðgjafanefndar samkvæmt 1. tl. Skal nefndin ennfremur fjalla um endanleg mörkum ræddra mannvirkja, ráðstafanir til að draga úr óæskilegum áhrifum þeirra á vistkerfi Þjórsárvera og hugsanlega endurskoðun á vatnsborðshæð miðlunarlónsins. Nefndin skal og gera tillögu til stjórnar Landvirkjunar og [Umhverfisstofnunar] um nauðsynlegar rannsóknir í þessu sambandi og skal Landsvirkjun kosta þær að svo miklu leyti sem hlutaðeigandi rannsóknaráætlun hlýtur samþykki stjórnar Landsvirkjunar og [Umhverfisstofnunar].Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.Ráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni, sem tekur gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum. Jafnframt er felld úr gildi auglýsing nr. 753/1981 um friðland í Þjórsárverum. Menntamálaráðuneytið, 10. nóvember 1987.Birgir Ísl. Gunnarsson.__________________Runólfur Þórarinsson
Page 10
Fundir starfshópsins.1. fundur starfshóps um Þjórsárver Fundur haldinn á Hellu 29. nóvember 2006 kl 13:00 -15:30.Fundarmenn:Árni Bragason, Egill Sigurðsson, Þorgils Torfi Jónsson, Gunnar Örn Marteinsson.Ofangreindir fundarmenn mynda starfshóp sem ætlað er að fara yfir og kanna möguleika ástækkun friðlands í Þjórsárverum og kanna möguleika á endurskoðun á núverandi mörkum friðlandsins og friðlýsingarskilmálum. Starfshópnum er falið að meta stöðuna og ræða viðsérfræðinga og hagsmunaaðila. Hópnum er ætlað að skila tillögum til ráðherra fyrir 1. febrúar 2007.Fulltrúar sveitarfélaganna vildu að tekið væri fram í fundargerð að óánægja væri með aðsveitarfélögin þyrftu að bera kostnað vegna fulltrúa sinna í nefndinni.ÁB sem hitt hafði sérfræðinga á Náttúrufræðistofnun Íslands lagði fram og fór yfir kort frá NÍ sem sýnir vistgerðir á Þjórsárverasvæðinu.Rætt var um stærð svæðisins og hversu langt niður með Þjórsá verin næðu. Nefndarmenn voru sammála um að hin náttúrulegu mörk veranna næðu ekki langt suður fyrir Eyvafen.Verðmætasta viðbótin við friðlandið er svæðið norðaustan Þjórsárkvíslavers á því svæði sem hugmyndir um Kvíslaveitu 6 náðu yfir.Rætt var um veiðar í vötnum og veitulónum og um stýringu á vatnshæð í veitum Landsvirkjunar.Nokkur gróðursvæði eru austan Kvíslavatns og rætt var um gildi þeirra og þess gróðurs sem er á bökkum veitanna og á svæðum undir stíflum.Farið var yfir friðlýsingarskilmálana og rætt um það sem helst þarf að breyta í reglum. Bent var á að í reglurnar þarf að setja að notkun skotvopna í friðlandinu er bönnuð nema til minka og refaveiða. Einnig var rætt um samsetningu ráðgjafanefndarinnar og hvers vegna ekki væri rætt við Þjórsárveranefnd. ÁB upplýsti að formaður Þjórsárveranefndar væri í námsleyfi erlendis.Ákveðið var að ræða við helstu hagsmunaaðila og var formanni falið að boða fund á Umhverfisstofnun 11. desember og kalla til fulltrúa umhverfisverndarsamtaka, Landsvirkjunar, Vegagerðar og Náttúrufræðistofnunar. Á fundum í janúar 2007 yrði rætt við hagsmunaaðila á Suðurlandi.
Page 11
2. fundur starfshóps um Þjórsárver Fundur haldinn á Umhverfisstofnun 11. desember 2006 kl 10:00-13:00Fundarmenn:Árni Bragason, Egill Sigurðsson, Þorgils Torfi Jónsson, Gunnar Örn Marteinsson. Trausti Baldursson starfsmaður UST.Gestir fundarins:Fulltrúar Landverndar: Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri og Björgúlfur Thorsteinsson,formaður.Fulltrúar áhugahóps um verndun Þjórsárvera: Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur Eystra Geldingaholti, Halla Guðmundsdóttir, bóndi í Ásum og Sigurður Steinþórsson, bóndi á Hæli.Fulltrúar Landsvirkjunar: Friðrik Sophusson, forstjóri, Helgi Bjarnason, verkefnisstjóri og Björn Stefánsson, deildarstjóri virkjanadeildar.Fulltrúi Vegagerðar: Boðaður fulltrúi gat ekki komið á fundinn.Fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands: Borgþór Magnússon, forstöðumaður Vistfræði deildar, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fagsviðstjóri dýrafræði og Sigurður H.Magnússon, plöntuvistfræðingur.Fulltrúar Landverndar og áhugahóps um verndun Þjórsárvera lögðu fram og kynntuítarleg gögn og tillögur um stækkun friðlandsins eins og fram kemur í bréfi. Bergur fór yfirhelstu náttúrufarsþætti, Björgúlfur fjallaði um verðgildi og verðmat á náttúrunni og síðan voru umræður um stækkun friðlandsins og væntingar áhugahópsins sem er verulega stærra friðland sem tekur yfir landslagheildir og vatnasvið allt einnig upp í jökul og niður með Þjórsá þannig að helstu fossar og aðliggjandi gróðurlendi verði með.Fulltrúar Landsvirkjunar lögðu fram minnisblað þar sem staða mála varðandi Norðlingaölduveitu er rakin frá ágúst 2002 þegar Skipulagsstofnun féllst á framkvæmdir og fram til júní 2006 þegar Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti úrskurð ráðherra hvað varðarsetlónsveitu og telur hana sjálfstæða framkvæmd sem fara þurfi í mat á umhverfisáhrifum.Umræður um framtíð Þjórsárveranefndar og breytingar á reglugerð. Bæði fulltrúar Landverndar og áhugahópsins og fulltrúar Landsvirkjunar telja æskilegt að Þjórsárveranefndin starfi áfram. Varðandi reglugerðina þá þarf að skýra orðalag í nokkrum greinum og færaumfjöllun um lónhæð til samræmis við það sem ákveðið hefur verið.Fulltrúi Vegagerðarinnar átti ekki tök á að koma til fundar við nefndina en kvaðst að spurður telja að framtíðarvegur um Sprengisand yrði nokkuð örugglega um friðlandið einsog verið hefur og að austari leiðin yrði fremur aukavegur.Fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands fóru yfir gróður- og vistgerðarkort sem stofnunin hefur unnið á undanförnum árum. Vistkerfið Þjórsárver nær nokkuð út fyrirfriðlandsmörkin. Verðmætasta gróðurlendið utan friðlandsmarka er austan þess og nærnorðaustur með Hofsjökli, þar er gróður í hraðri framvindu og stækkun friðlandsins í þá áttina er mikilvægasta skrefið. Gróðurlendi niður með Þjórsá eru sjálfstæð vistkerfi ótengd Þjórsárverum. Gróðurlendi austan Kvíslavatna hafa eitthvað gildi sem beitilönd fyrir gæsir en virðast ekki skipta miklu máli sem varplönd.
Page 12
3. fundur starfshóps um Þjórsárver15. janúar 2007, haldinn í Árnesi.Fundarmenn:Árni Bragason, Egill Sigurðsson, Þorgils Torfi Jónsson, Gunnar Örn Marteinsson og Trausti Baldursson starfsmaður UST.Gestir fundarins:Þjórsárveranefnd: Gísli Már Gíslason, Agnar Olsen, Jónas Jónsson, Sveinn Ingvarsson,Aðalsteinn Guðmundsson Veiðifélag Holtamannafréttar: Guðmundur Hauksson, Ási, Sveinn Sigurjónsson, Galtalæk.Árni: Fór yfir nefndaskipan og tilgang og nefndi að til stendur að styrkja stíflur í Kvíslarveitum samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun.Gísli Már Gíslason rakti sögu fyrir og eftir 1981-mörk friðlands dregin eftir kennileitum ekki akkúrat allt sem hefði þurft að friðlýsa.Gerir ráð fyrir að ráðgjafanefndin starfi áfram. Upphaflegt markmið að ráðleggja umrannsóknir.Fjallaðu um Kvíslarveitu 6, mótvægisaðgerð, dóminn og telur forsendur brostnar fyrir Norðlingaöldulóni.Ráðleggur að stækka eins og hefur verið lagt til af m.a. UST, engar efnahagslegar forsendur fyrir að halda inni Norðlingaölduveitu.Gísli lagði áherslu á að Kisubotnar og Dalsá verði með í stækkun.Jónas Jónsson spurði hver er eiginlega tilgangur friðlýsingar, hvað ógnar? (ÁB, GMG, TBsvara). Ekkert verið gert t.d. fyrir ferðamenn – landgræðsla – Sveitarfélögum vantreyst- ekki stækka austan megin. Jónas telur að lón hefti sandfok. Hvað telst til Þjórsárvera. Engar ástæður til að friðlýsa Hnöttóttuöldu / Sokköldu / Ferðamannaöldu, ekkert ógnar þeim.Fulltrúar Veiðifélagsins: Aðgengi að veiðistöðum þarf að vera gott- jafnvel fá að veiða gæs og rjúpu inn í friðlandinu (kom fram seinna hjá Gunnari að það stæði ekki til boða).Agnar: LV gerir ekki athugasemd við friðlýsingu, ef fara á í Kvíslarveitu 6 / Setlónið þá þarf að fara með það í mat á umhverfisáhrifum. Kvísla 6. er úti eins og er og Norðlingaölduveita áís. Norðlingaalda er ekki komin út af borðinu en þarf framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu.Egill: Alfarið gegn (Ásahreppur) stækkun niður gljúfrin-tilgangslaust að leggja það til.Sveinn: Lagði áherslu á kjarnasvæðið.Niðurstaða nefndarinnar.Stækkun kjarnafriðlandsins, segja frá öðrum tillögum, fjármagn til uppbyggingarfræðslu og landvörslu. Laga nokkrar greinar um umferð, veiðar á ref og mink og hestaferðir.Ekki var rætt um lagfæringar á kaflanum um tilgang og markmið í drögum að reglugerð. Slíku er vísað til Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytis.
Page 13
4. fundur starfshóps um Þjórsárver Föstudaginn 9. mars 2007, haldinn á Umhverfisstofnun.Fundarmenn:Árni Bragason, Egill Sigurðsson, Þorgils Torfi Jónsson, Gunnar Örn Marteinsson.Fundur á Umhverfisstofnun þar sem farið var yfir drög að skýrslu og drög að nýjum mörkum friðlandsins. Nefndarmenn leggja þunga áherslu á að fé verði veitt til að koma upp og reka fræðslu-og gestastofu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samhliða stækkun friðlandsins.Nefndarmenn óska eindregið eftir að umhverfisráðuneyti greiði kostnað sveitarstjórnavið nefndarstarfið.Nefndin óskar eftir fundi með ráðuneyti þann 14. mars til að skila af sér skýrslu.
You must be logged in to reply to this topic.