FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fréttir Stöð 2

by Snorri Freyr Ásgeirsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fréttir Stöð 2

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Snæbjörnsson Jón Snæbjörnsson 19 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.07.2005 at 18:52 #196079
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member

    Hver hérna sá fréttina um hver bæri ábyrgð á því ef vélaolína svokallaða er sett á bíl??

    Ég er orðlaus og held hreinlega að notaðir díselbílar munu falla gríðarlega í verði fyrst þetta er raunin.

    Ég hvet alla til að skoða fréttina á netinu og segja sína skoðun, ég er orðlaus svo ekki sé meira sagt.

    Þannig að ég segji bara fuck dísel kaupa bensín það ætla ég að gera……

    Kv
    Snorri Freyr

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 04.07.2005 at 19:04 #524726
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Ég held að þetta sýni svo ekki sé um villst hverslags dugleysingjar það eru sem fást við lagasmíðar hjá hinu háa alþingi. Það er bara skellt einhverju í lög og ekkert gert í því að gera það almennilega. Handvömm og hálvitagangur virðast vera einkennismerki lagasmiðanna nú til dags. Skammt að minnast 50 sentímetra reglunnar sem tröllreið hér öllu fyrir skömmu sem og "gleymsku" vegna olíugjaldsins sem hefði gert það að verkum að olían hefði orðið 10 til 15 krónum dýrari en bensín.
    Reyndar er olína þegar orðin krónu dýrari hjá sjálfsafgreiðslustöðvum ESSO í dag.





    04.07.2005 at 23:12 #524728
    Profile photo of Þorvaldur Sigurðsson
    Þorvaldur Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 691

    Vill einhver viðurkenna að hann hafi kosið einhvern þessara lagasmiða? Ekki getum við viðurkennt að við veljum mestu hálfvita þjóðarinnar til að stjórna okkur, það væru ekki sérstaklega skemmtileg meðmæli með okkar eigin gáfnafari, eða hvað? Sem sé; það er margt til í hinu fornkveðna að sérhver þjóð fái þá leiðtoga sem hún velur og á skilið. Og úr því allt er í kaldakoli ætti skynsömum mönnum ekki að verða skotaskuld úr því að bjóða olíugjaldsflokkinn fram næst og kippa málum í lag. X-O
    Lifið; Þorvaldur





    04.07.2005 at 23:40 #524730
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=46942

    Ég segi bara lesið þetta.

    í næstu kotsningum segji ég bara burt með Dabba og Dóra og allt þeirra hyski.

    Kv
    Snorri Freyr





    05.07.2005 at 00:28 #524732
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Gefum okkur að ég setji vélaolíu á bílinn, keyri þar til hann er tómur, þe. engin olía eftir í tanknum. Fylli svo á hann með dýrari tegundinni. Kemur liturinn fram í eftirliti? Ef hann kemur fram við hvað loðir liturinn?

    Festist liturinn við tank, lagnir, olísíu, olíuverk… þannig að smit úr litaðri olíu litar næstu áfyllingu?

    Hvernig eru lög og reglur um þetta, þarf ekki að standa mann að verki við brotið með svipuðum hætti og um hraðakstur er að ræða til að brotið teljist sannað?

    Hvers á nýr eigandi bíls að gjalda, svo ég tali nú ekki um bílaleigurnar?

    Olíukveðjur
    Elvar





    05.07.2005 at 09:57 #524734
    Profile photo of Gústav
    Gústav
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 46

    Það er í höndum Umferðareftilits Vegagerðarinnar að taka prufur úr bensíntönkum, svo þá er um að gera að láta þá hafa eytthvað að gera og láta þá taka prufur sem oftast, og fara með bíla sem menn eru að spá í að kaupa til þeirra í olíutékk. Ekki kaupa þjófabíl.





    05.07.2005 at 12:43 #524736
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Hvernig er það þá ef maður lætur fylla bílinn á bensínstöð og afgreiðslumaðurinn dælir rangri olíu,nú hafa komið mörg dæmi þess eðlis að bensíni hafi verið dælt á dísel bíl og þá fellur að vísu uppdæling á tanki á þá stöð eða félag sem maður kaupir af,en segjum að vélarolíu hafi verið dælt á og síðan er maður stoppaður af þessum eftilitsmönnum,hvernig fer það mál þá.
    Þarf maður þá ekki að sanna með rokstuddum hætti að maður hafi ekki dælt sjálfur og í þokkabót situr þetta þá ekki í tankinum.
    Eða þarf maður þá að borga tífaldan tank???…
    Kv
    JÞJ





    05.07.2005 at 20:30 #524738
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Er þá ekki rétt í ljósi allra þessara jafnréttis mála og að "allir sitji við sama borð" að fara að bjóða litað bensín á vélsleða, krossara og báta?

    Mér finnst það ekkert annað en sangjarnt að vélsleða og hjólamenn/konur sem ekki nota vegina á sínum tækjum þurfi ekki að borga vegskatt í bensíninu.





    05.07.2005 at 20:39 #524740
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Hvernig skyldi það verða meðhöndlað t.d. ef bóndi myndi afskrá gamla dísellandróverinn sinn og nota traktorsdíselolíu á hann við að rúnta um landareign sína. Sennilega 100 % löglegt. Hvað ef hann myndi seinna meir kjósa að setja hann á númer á ný og nota hann á vegum. Varla er nokkuð ólöglegt við það heldur – eða hvað ?
    Ég er viss um aðlögfræðingar fá fullt af verkefnum við að rífast um þetta á komandi árum.

    Wolf





    10.07.2005 at 03:48 #524742
    Profile photo of Helgi V. Viðarsson Bierin
    Helgi V. Viðarsson Bierin
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 155

    Ég var að spá í hvort að það sé ekki búið að setja okkur díselkallana á sama stall og 8 cyl kallanna, þ.e. einhverjir kallar sem vita ekki hvað á að gera við peningin, því setja þeyr hann í rándýrt eldsneyti,
    það er reyndar stór munur á því að það gerist helling þegar stigið er á gjöfina á 8 cyl en ekkert stórkostlegt gerist þegar stigið er á gjöfina í 2,4 hilux.
    En að öllu gamni slepptu þá mundi ég telja það að gamli 2,þreyttur hilux sé orðin algerlega verðlaus og óseljanlegur. Allavegana mundi ég ekki kaupa mér slíkan bíl í dag.
    Persónulega tel ég að með þessari óregglugerð hafi fjöldi bíla verið gerður verðlaus á einni nóttu.

    olíukveðja
    Helgi Biering, Díselkall.





    10.07.2005 at 21:32 #524744
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Helgi, ekki gleyma að reikna dæmið til enda.
    Þetta hefur verið rætt hér margoft, en ég er ekki viss um að menn geri sér grein fyrir hvað þetta munar litlu fyrir flesta "venjulega" jeppaeigendur (þá á ég við bíla sem eyða innan við 20 á hundraði og eru keyrðir vel innan við 20þús á ári.)

    Það eru til ágætis Excel-skjöl til að reikna muninn fyrir og eftir (ég get sent þér eitt slíkt ef þú vilt), og sem dæmi með 2,4 hilux sem eyðir skv. minni reynslu ekki minna en 17 l/100km. Gerum ráð fyrir að þú keyrir 15þús á ári – þá er rekstrarmunurinn á ári heilar 28þús. kr.

    En það skal svo alveg viðurkennt að ef þú keyrir mikið, þá fer að muna meiru, t.d. fyrir 25þús km á ári, munar 75 þús kr. á ári.

    Þannig að ég held að það sé töluvert ofsagt að það sé búið að gera alla díselbíla, eða alla hiluxa verðlausa – það er ekki rétt, nema þú keyrir þeim mun meira?

    Arnór





    10.07.2005 at 23:09 #524746
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Sælir

    Endar ekki bara með því að menn fara að nota minni bíla og troða ofaní þá gömlum amerískum áttagata mótorum í staðin fyrir stóra dieseljeppa.

    munurinn liggur í því hvað gerist þegar petalinn fer í gólfið





    11.07.2005 at 16:16 #524748
    Profile photo of Helgi V. Viðarsson Bierin
    Helgi V. Viðarsson Bierin
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 155

    þá skal það upplýst hér að ég er að keyra um 25000 km á ári. til þess var druslan keypt að nota hana:).





    11.07.2005 at 16:57 #524750
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    til að sjá tölfræðilegan mun er þá ekki bara að eiga 2 eða þrjá bíla

    cheers





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.