Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Fréttir RUV
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas R Jónasson 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.11.2007 at 23:41 #201091
Sænska Elgsprófið úrskurðaði Toyota Hilux stórhættuleg manndrápstæki. Fékk lakari einkunn en MMC L200. Þeim er ekki fisjað saman þarna í Svíaveldi með ESB ívafi.
KV. MG
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.11.2007 at 23:53 #601770
Guði sér lof að það eru engir elgir á Íslandi….
03.11.2007 at 00:25 #601772Íslenskar rollur og hestastóð hafa náttúrulega sömu virkni.
En menn voru eitthvað að rífast um það hérna um daginn hvaða áhrif breitingar hefðu á stöðuleika jeppa. Það væri kannski sniðugt að senda nokkur eintök til Svía og láta þá taka elgsprófið til að skera úr um þetta.
03.11.2007 at 15:07 #601774Er mjög umhverfisvænt að prófa bíla á elgum? Er ekki þá orðið eitthvað fátt um elgi í svíþjóð? Kannski þetta próf verði alltaf þýðingarminna eftir því sem þeir keyri fleiri niður… Nei maður bara spyr…
(ekki taka mig of alvarlega, í guðanna bænum)
Sjá samt þessar skurðarskífur sem eru undir þessum bílum orginal, mér þykir þetta ekkert voðalega skrítið.
kkv, Úlfr.
P.S. 4runner þótti nú á sínum tíma mjög valtur og stórhættulegur bíll hér vestanhafs.
03.11.2007 at 17:56 #601776Ég verð seint sakaður um að vera sérstakur aðdáandi eða talsmaður Toyota en ég hef ekki sérstakar áhyggjur af þessum bílum. Þeir sem að kaupa Hilux (yfirleitt mjög þolinmótt fólk!) kaupa þá líklegast ekki til hraðaksturs.
.
Þetta minnir mig á þegar neytendasamtök í USA réðust á Suzuki Samurai (Fox) með svipuðum hætti og þeir áttu að vera stórhættulegir. Vissulega gat súkkan verið hættuleg ef menn ætluðu að keyra þær eins og Ferrari en 1000 og 1300 cc vélar komu nú í veg fyrir það.
.
Þar að auki að ef menn ætla að sveigja framhjá rollunum á íslenskum þjóðvegum þá eru þeir hvort sem er komnir útaf því breidd þjóðvega hér bíður ekki uppá neina leikfimi.
.
JHG
03.11.2007 at 20:33 #601778lúxinn er svo sterkur að það þarf ekkert að beygja frá, bara keyra helv… elginn niður, þannig að þetta próf er tilgangslaust. Allavega hef ég aldrei nokkrun tíman beygt Hiluxnum mínum frá til að forðast árekstur við elg 😀
03.11.2007 at 22:17 #601780fynnst það mjög kjánalegt að vera að blanda sportbílum inní þessa umræðu þar sem prófið var gert á 57kmh það þarf engan ferrari til að komast þetta hratt
04.11.2007 at 03:08 #601782Það má ekki gleymast að svíar eru bara djöfulsins feministar og kellingar svo að það ætti ekki að hlaupa upp til handa og fóta þegar þeir eru að öryggisprófa hlutina!
04.11.2007 at 09:08 #601784Er ekki nýtt af nálinni, heldur hefur þetta test verið lengi í gangi og var byrjað löngu áður en svíum datt sú vitleysa í hug að ganga í EB. Þetta próf nýtur reyndar mikillar virðinga.
Af hverju Elg próf. Jú á hraðbrautum svíþjóðar var leyft að aka á 110 km hraða á vetrum.
Og aka þá margir auðvita 10-20 km hraðar. Á þeim hraða er nokkuð öruggt og reyndar nokkuð víst að þegar ekið er á Elg að það verði banaslys enda eru þeir allt að 700 kg. Skógarnir er oft þéttir í svíþjóð og eru víða girðingar meðfram vegum þar sem hætt er á því að mikil dýra umferð sé fyrir hendi. Og er of verið að færa dýraumferð til á opnari staði. Til þess að fækka megi slysum. Að bera saman búfénað hér og þar er kannski ekki alveg raunhæft, því mikill munur er t,d að aka á rollu, hest eða Elg. Á 110 km hraða er sennilega betra að aka á rollu eða dádýr frekar en að reyna að sveigja framhjá og lenda með því móti á toppnum niður í fjöru eða ofaní skurði. En á sama hraða er nauðsinlegt að sveigja framhjá Elg því nánast er öruggt að á þeim hraða drepur áreksturinn ökumann eða farþega bílsins. Það gerir hæð Elgsins og þyngd. En við höggið brota fætur Elgsins og búkurinn lendir á framrúðunni og tekur nánast af þak bílsins.
Aðeins að þessari athugasemd Gumma S, að svíar séu feministar og kerlingar. Þá er það nú samt þannig að einmitt þessi svo nefndi kerlingahópur er yfirleitt langt á undan okkur í flestri þróun. Og er þá nokk sama á hvaða þætti er tekið. Og einnig hvað varaðar tæknimál í bílum. Við höfum þó átt forskotið í jeppabransanum að einhverju leiti. En ættu þó ekki að berja okkur of mikið á brjóst. En vissir þú að kerlingarnar og feministarnir í svíþjóð áttu á síðasta áratug, heimsmeistara í kvartmílu á dragsterum og það var kvenmaður, á sama tíma áttu þeir evrópumeistara í rallycrossi, og heimsmeistara í speedway, og motocrossi, þeir hafa einnig átt heimsmeistara í ralli. Það mætti líka bæta því við að þeim hefur einnig tekist að sigra okkur í torfæru he he.
Það erum við sem erum kerlinga einsog þú orðaðir það svo skemmtilega. Við þurfum að láta salta yfir okkur göturnar og moka þannig að neistaflugið standi undan snjótönnunum, það erum við sem þolum ekki að nokkrir í klámbransanum komi hingað á fyllirí, eða falungong liðar stundi hugleiðslu á Arnarhólnum. Jam og jæja við erum þó best í einu, að hæla okkur fyrir að vera best í heimi þessu og hinu og þessu. sem við erum í raun ekki best í heldur, erum við fjandi samstíga í því að blekkja okkur sjálf. Upp… var þessi þráður ekki annars um Elg prófið.
04.11.2007 at 09:35 #601786Ofsi farðu bara aftur til svíþjóðar þú er best geimdur þar.
04.11.2007 at 09:51 #601788þetta dróg þig þó að lyklaborðinu he he
04.11.2007 at 15:15 #601790Það er örugglega rétt hjá Ofsa að það er miklu alvarlegra að keyra á elg heldur en rollu eða grasmótor en það breytir því ekki að flestir ökumenn hafa því miður ekki yfirunnið svokölluð "ósjálfráð viðbrögð" og reyna þess vegna að svegja hjá svona hindrunum þrátt fyrir að það sé ekki rökrétt viðbrögð. Það eru jafnvel til dæmi um að menn hafi velt bílum vegna þess að það hljóp mús yfir veginn.
Þess má geta fyrir þá sem ekki muna eftir því Mercedes Benz varð að endurhanna litla A-Benzinn vegna þess að hann kolféll á þessu margumrædda prófi. Þetta var mikill álitshnekkir fyrir þá þar sem þeir hafa reynt að skapa þá ímynd að bílarnir þeirra hafi sérlega góða aksturseiginleika.
Þetta próf er að mínu áliti þrælsniðugt og reynir á eitthvað sem auðveldlega getur komið upp í akstri á þjóðvegum hvar sem er í heiminum hvort sem fyrirstaðan eru elgir eða eitthvað annað.
05.11.2007 at 23:43 #601792[url=http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=45&id=1106:1pzyhhbc][b:1pzyhhbc]Linkur[/b:1pzyhhbc][/url:1pzyhhbc] Á úlfalda prófið.
þar var Platrol prófaður.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.