This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2009 at 17:11 #208455
Svo virðist sem Slóðríkur sé haldinn þeirri skynvillu að hann sé undanfari… kannski veit hann ekki að hann sé toyota… að vísu með trooper vél… en hann þjófstartaði alla vega ferðinni og var þegar síðast fréttist að laumast yfir Hellisheiði. Eitthvað var 44″ að hlaupa útundan sér enda langt síðan hún hefur farið út fyrir 110 rvk nema þegar hann dvaldi eitt misseri í hverfi 116. Taldi hann sig vera í nokkuð öruggri forystu þar sem hópurinn ætlaði ekki að leggja af stað fyrr en kl. 18:00 frá Select Vesturlandsvegi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.11.2009 at 19:16 #667648
Hópurinn náði að drattast af stað um 18:30 leytið úr bænum og mun vera kominn austur fyrir Selfoss. Og voru menn bara nokkuð brattir eftir að hafa farið yfir fyrstu heiðina sína en það má geta þess að það er um 8% halli niður kambana ef ég man rétt… sem er nú töluvert. Þetta er um 50 manns og haugur af bílum sem búið er að skipta niður í smærri hópa ef ég skildi Palla Arnars rétt en hann og Árni Baukur eru báðir coarar í sama bíl. Enda ákveðnar kröfur sem coarar þurfa að uppfylla og sameiginlega tókst þeim það. Er ekki annars örugglega bakvakt í þessum patrolvarahlutabúðum um helgina? Kæmi ekki á óvart þó það vantaði einn eða tvo slíka bíla í varahluti um helgina. Svo er bara að bíða og sjá hvernig hópnum miðar áfram.
20.11.2009 at 21:53 #667650Eru engar fréttir ? Þeir hljóta að vera komnir í skála núna… Hvað með Setursfara ?
Benni
20.11.2009 at 22:09 #667652Nýjustu fréttir af Jökulheimaförunum eru þær að Slóðríkur var að beygja inn á styttinginn að Jökulheimum. Var talað um að haltur leiði blindann en Ofsi og Danni eru saman á Slóðríki. Það er ekki mikið fyrir snjónum að fara en þeim mun meiri þoka og bleyta. Voru hóparnir þarna allir í humátt og gekk bara vel… sérstaklega þegar þeir sjá veginn.
Hvað varðar Setursfara þá var Forustukyndin úr Knarrholti utan þjónustu svæðis fyrr í kvöld. Væri gaman ef einhver gæti fengið fréttir frá þeim.
20.11.2009 at 22:35 #667654Staðsetningin á Jökulheimahópnum er hægt að finna hér: [url:1aepwosd]http://www.depill.is[/url:1aepwosd]
Inn á forsíðunni getið þið staðsett depil með nafni, sláið inn 4×4 þar og vollah …. real time tracking í boði Sigurðar S.
Einnig hægt að skoða söguna í dag eða síðasta klst, hraðann sem þeir eru á hverju sinni osfrv. Nokkuð smart.kveðja
AB
20.11.2009 at 22:40 #667656Coari í öðruveldi sagði að hluti hópsins er búinn að fara styttinginn, yfir þröskuldinn og komnir út á sléttuna og stefna óhikað á Jökulheima. Voru í einhverjum 670m hæð. Smá snjóföl er en skyggni enn af skornum skammti nú sökum úrkomu. Kannski þeir hafi bara gleymt að taka niður sólgleraugun, kæmi mér ekki á óvart. Þetta hljómar eins og viðburðarsnauð innkaupaferð. Það er ekkert að gerast, engar festur eða bilerí. Lítur út fyrir að menn hafi undirbúið þessa ferð allt of vel. Sóðarnir hljóta að vera með einhver tromp upp í erminni til að gera þessa ferð eftirminnilega á skemmtilegan hátt.
21.11.2009 at 04:28 #667658Var að skoða depil dæmið og það virðist sem hann depill hafi lent við Jökulheimaskálann um 22:39 alla vega bárust engar upplýsingar eftir það. Virðist hafa verið ágætis yfirferð á þeim nema eftir síðasta pissustoppið sem varði í 3 mín. þá datt meðlahraðinn töluvert niður.
21.11.2009 at 11:43 #667660Nýjustu fréttir af þessari sóðalegu og tíðindalitlu ferð eru þær að hópurinn er nú staddur við skálann undir hamrinum (eins og svo mörg önnur hús á Íslandi) eða Sylgjufelli. Þrír úr hópnum brenndu þangað inn eftir í gærkveldi og gistu þar þar sem svo vel var pakkað í skálana í Jökulheimum að það var ekki verandi þar nema að eiga nóg af rauðum opal. Heimamenn í Sylgjufelli taka virkan þátt í kreppunni með orkusparnaði en rafstöðin var með vott af frammistöðukvíða enda langt síðan átt var við hana síðast.
Það er bongóblíða og tóku menn ekki eftir því þegar þeir renndu yfir sjálfa Sylgju. Er verið að horfa upp Sylgjujökul og spá í að kíkja á hann… alla vega sprungurnar.
Einn bíll mun hafa bilað í gær… auðvitað patrol .. auðvitað heddið… en þeir brenndu bara í bæinn eftir varabílnum sínum, slitu dekkin undan patrolnum og voru komnir aftur í hópinn áður en nokkur hafði saknað þeirra. Hver nennir hvort sem er að vera alltaf í baksýnisspeglinum að fylgjast með… patrol. En það er annar og enn merkilegri bíll með í för samkvæmt Ofsa en það er gamli patrolinn hans Hlyns Snælands… já góðar stundir þar takk fyrir. Sá bíll er nefnilega svo vanur að vera fastur og til vandræða að Ofsi óttaðist ekki beint verkefnaskort enda hefur sá bíll alltaf séð öllum öðrum fyrir nægum verkefnum þegar hann hefur verið með í för. Meira var nú ekki hægt að toga upp úr þeim halta og blinda enda komnir með fullann kjaftinn af bombum frá Nóa Síriusi og eru þær greinilega staðalbúnaður í hverri ferð með þeim ef maður vill fá þá til að… halda kjafti.
21.11.2009 at 13:58 #667662Úff ég fékk að fylgjast með Ofsa pakka í gærdag fyrir ferðina og held ég að það hafi orðið til þess að nú dauðlangar manni á fjöll ! Væri sko ekki ónýtt að vera þarna uppfrá núna ussuss… kannski næst 😉
kv. Kristján
21.11.2009 at 23:04 #667664[b:1jpuys45]EKKI FRÉTTIR[/b:1jpuys45]
Einu fréttirnar sem ég hef af ferðinni að þessu sinni er að ég fékk tölvupóst frá bitrum patroleigenda af gefnu tilefni. Veit ekki alveg hvort hann var bitur yfir að eiga patrol eða af sönnum fréttaflutningi af patrolum. Held það komi samt á sama stað niður. Að vísu var gerð óvísindaleg rannsókn í haust á því hvaða jeppi væri lang algengastur á þjóðvegi 1og þá var það einmitt… rauður patrol.En í jökulheimum munu allir vera "utan þjónustusvæðis" og er lang líklegast að það séu bara allir farnir að sofa. Hafði að vísu fengið vilyrði fyrir því að fá fréttir ef eitthvað gerðist.. og verð ég að túlka það sem svo að ekkert hafi gerst þar sem haltur og blindur hafa ekki hringt. Ég skoðaði nefnilega depill aftur … þetta tæki sem er fyrir allt sem hreyfist… og hann hefur ekki hreyfst síðan.. já kl.16:41 í dag þannig að það má leiða líkum að því að þetta hafi verið stuttur dagur á jökli. Nema að hann sé bara í viðgerðarstoppi hjá… biluðum patrol ég skoðaði það nú ekki nákvæmlega. En patról á sína kosti líka við verðum nú að hæla þeim líka. Það er einstaklega rúmgott að vera í þeim.. á meðan maður bíður eftir aðstoð.
Ég á nú samt bágt með að trúa því að Ofsi og Danni hafi ekki komið sér í einhvers konar vandræði. Ekki hef ég heldur heyrt í ofurkóurunum í öðruveldi.Verð á vaktinni í nótt ef einhver skildi hafa rænu á að hringja.
En á ég að trúa því að það hafi enginn fengið fréttir frá þessum 50 manna hópi í dag til að setja á netið. Hvað með vini Sóðanna.
21.11.2009 at 23:21 #667666Ég Spjallaði við Björn Þorra á VHF í dag. þá var ég staddur uppi á Langjökli en hann á Sylgjujökli og stefnan tekin á Hamarinn. Eitthvað voru sprungur að hrella þá og ég ég taldi mig heyra að þeyr ætluðu að vera stutt uppi á jökli enda bongó blíða neðantil á og neðan við jökul en mugga ofar. Þannig að ég helda að þeir hafi átt frábæran dag á svæðinu þó svo að þeir hafi ekki farið langt upp á jökulinn.
Benni
21.11.2009 at 23:41 #667668
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mæli með nýjum fréttaritara í næstu ferð hjá nýliðum maður bara ne ne nennir ekki að lesa sko þetta rugl
22.11.2009 at 06:45 #667670Ég tek hjartanlega undir það Helgi að það hefði verið sniðugt að hafa einhvern fréttaritara fyrir þessar nýliðaferð. Ég hélt reyndar að almennum félagsmönnum eins og mér væri frjálst að skrifa á vefinn og svo bara undir hverjum einum komið hvað hann nennti að lesa. Eftir að hafa lesið kjarnyrta innlegg þitt sem og mörg önnur þá sé ég að þetta er bara algjör feill hjá mér og mun að sjálfsögðu hlífa þér við meira rugli og sleppa því að skrifa meira hérna inn enda ekki neinn sérlegur "fréttaritari".
22.11.2009 at 11:22 #667672Elsku besta, láttu Helga ekki slá þig út af laginu.
Las "ekkifréttirnar" þínar yfir og hafði bara gaman af. Vel að verki staðið hjá fjarritara nýliðaferðarinnar, og bráðgaman og nauðsynlegt að fylgjast með framvindu ferða sem þessarar. Bullið og bullyrðingar lengi lifi,
Ingi
22.11.2009 at 11:31 #667674Já ég styð fréttaritarann og frjálsa fréttamennsku eindregið. Um að gera að krydda og og lífga aðeins upp á spjallið hér, með sannlognum fréttum.
Kv. Magnús G.
Ps. Hefur eitthvað fréttst af þeim í dag eða þá af Setursförum?
22.11.2009 at 13:06 #667676Einmitt-halda áfram með sögurnar,þær eru skemmtilegar -og ekki hlusta á Helga=Brjótur,hann virðist bara vera niðurbrotin eftir þessu réttu komment af bilunum Patrolzki.-)
22.11.2009 at 13:49 #667678Svo var það til siðs hér einusinni að kridda fréttirnar pínulítið (ljúga aðeins með) svona til þess að gera þetta meira krassandi.
22.11.2009 at 15:38 #667680endilega halda áfram að segja frá ferðunum ekki hlusta á helga
22.11.2009 at 16:04 #667682
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hahahahahaha :);)
22.11.2009 at 22:58 #667684
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mikið djöfull var gaman að sjá viðbrögðin hjá þér Stef. 😉 alveg nákvæmlega eins og ég bjóst við fólk sem drullar yfir aðra með stríðni eins og þú þolir enganveginn gagnrýni sjálft eða stríðni, ef að fattarinn væri í lagi hjá þér
þá hefðirðu kanski fattað að ég var nú að stela karakter úr spaugstofunni sem heitir Ragnar Reykás ne ne nei bíddu nú góða mín vertu nú alveg róleg sko,,,,, en svona er þetta bara sumir búa í glerhúsum ;):):);) hahahaha
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.