FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fréttir frá Litlunefnd í Landmannalaugum

by Guðmundur G. Kristinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Fréttir frá Litlunefnd í Landmannalaugum

This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sverrir Már Jónsson Sverrir Már Jónsson 14 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.04.2011 at 10:14 #218571
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant

    Í morgunsárið í dag laugardaginn 16. apríl lagði 45 bíla hópur frá Litlunefnd af stað frá Skeljungi á Vesturlandsvegi inn í Landmannalaugar. Hópnum var skipt upp í átta minni hópa sem hver var með hópstjóra og eftirfara. Síðan voru tveir öryggisbílar til taks með hópunum fyrir utan aðalfarastjóra Einar Berg Gunnarsson og eftirfara Ólaf Magnússon. Sumir hóparnir ætluðu að stoppa í Árnesi og aðrir í hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum.

    Það var tvísýnt á tímabili hvort farið yrði inn í Landmannalaugar, en leiðin var lokuð af Vegagerðinni þar til seinnipart föstudags. Ólafur var í sambandi við Vegagerðina og eftir að aflað hafði verið upplýsinga frá aðilum sem nýlega voru á ferðinni var leiðin frá Sigöldu niður í Landmannalaugar opnuð.

    Það er nýlunda að með í ferðinni er staðsetningardepill og með honum hægt að fylgjast með ferðahópnum. Slóðin inn á depilinn er http:/www.depill.is/f4x4. Þar er bæði hægt að sjá staðsetningu og einnig leiðina sem farin hefur verið. Þetta er komið til að vera í ferðum Litlunefndar og skapar öryggi þar sem alltaf er hægt að sjá hvernig gengur. Á sumum stöðum á hálendinu er ekki símasamband og þá er hægt að sjá á deplinu hvar hópurinn er. Staðsetningatækið sendir merki yfir GSM línu og staðsetningarmæling dettur því niður ef það næst ekki. Þá er allavega hægt að sjá síðustu staðsetningu á meðan samband var og ferðaleiðina fram að því.

    Ég mun setja inn fréttir af ferðinni eftir því sem þær berast.

    Guðmundur G. Kristinsson
    Litlunefnd

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 16.04.2011 at 12:38 #727729
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Var að heyra frá hópnum fyrir um 20 mínútum. Það var verið að leggja af stað frá Hrauneyjum og einhverjir sem voru á undan voru búnir að finna krapa og einnig hjáleið fram hjá honum. Allt gekk vel og allir bílar á ferðinni og í lagi. Minni á depilinn http://www.depill.is/f4x4 til að sjá hvar hópurinn er.

    Guðmundur G. Kristinsson





    16.04.2011 at 12:59 #727731
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Ef að Depillinn er skoðaður þá virðist hópurinn vera stopp neðan við Hrauneyjalón og vera á leið vestanmegin niður með Krókslóni. Á þessari leið er vegur nr F208, en spurning hversu mikið þeir verða á þeim vegi. Það er oftast við þessar aðstæður sem keyrt er sjónleið með hlíðum. Það er líka spurning með GSM samband á svæðinu um það hvort þeir séu stopp eða depillinn sé að bíða eftir að fá næstu skráningu. Á meðan skráist hann stopp.

    Guðmundur G. Kristinsson





    16.04.2011 at 13:07 #727733
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Var að tala við Einar berg aðalfarastjóra og stífluvegurinn var rofinn og þess vegna var snúið við og farið upp fyrir lónið og inn á sumarleiðina sem er aðeins lengri. Það gengur á með eljum og búið er að skilja eftir einn Patról sem var á of litlum dekkjum miðað við þyngd. Það er nokkur krapi og þetta sækist því nokkuð seint.

    Guðmundur G. Kristinsson
    Litlunefnd





    16.04.2011 at 13:21 #727735
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Hópurinn er að koma upp á Sigölduháls og margir eru fastir þar á svæðinu. Þetta er rétt áður en komið er inn í hraunið. Ólafur sagði veðrið flott, en smá él. Fallegt útsýni er inn á milli fjalla og gaman að ferðast við þessa aðstæður.

    Guðmundur G. Kristinsson
    Litlunefnd





    16.04.2011 at 14:53 #727737
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Einar Berg aðalfarastjóri sagði stærsta hluta hópsins vera á sléttunni, en H hópur væri að verða komin niður að Frostastaðavatni. Hann sagði þegar hann leit yfir svæðið að flestir væru í einhverjum erfiðleikum og farið væri hægt yfir. Veðrið er gott og samkvæmt veðurspá á vindur að minnka og kólna með kvöldinu. Þar sem veðurspáin er góð má búast við að haldið verði áfram niður í Landmannalaugar, en gera má ráð fyrir að nokkuð verði liðið á kvöldið þegar hópurinn kemur til baka upp í Hrauneyjar.

    Guðmundur G. Kristinsson
    Litlunefnd





    16.04.2011 at 17:58 #727739
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Samkvæmt nýjustu fréttum eru allir komnir í Landmannalaugar sem þangað ákváðu að fara. Einhverjir snéru við á leiðinni og fóru því ekki alla leið inn að Landmannalaugum. Það var verið að spá í að skella sér í laugina og fara síðan að undirbúa heimferð. Á leiðnni til baka verða teknir þeir bílar sem skildir voru eftir, en þeir voru samkvæmt því sem best er vitað tveir.

    Það koma síðan í framhaldinu fréttir af bakaleiðinni, en hún ætti að vera fljótfarnari en leiðin inn í laugar.

    Guðmundur G. Kristinsson
    Litlunefnd





    16.04.2011 at 19:44 #727741
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Nýjustu fréttir eru að allir eru lagðir af stað frá Landmannalaugum, síðasti hópur er við Frostastaðavatn og fyrstu aðilar á leið til baka eru komnir á malbik. Eins og talað var um áður þá gekk betur til baka, en samt var ein affelgun sem þurfti að sinna.

    Það hefur verið gaman að fylgjast með deplinum og geta séð allt ferðalagið [url=http://www.depill.is/f4x4:3r4tky40](sjá)[/url:3r4tky40] raðast upp sem heild. Þetta öryggistæki skiptir kannski ekki miklu máli í þessari ferð, en gæti verið mikils virði til sýna ferasögu aðila sem lentu í einhverjum vandræðum og jafnvel væru ekki í sambandi. Þið getið skoðað myndir frá deplinu hér[url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=299329:3r4tky40](sjá)[/url:3r4tky40]

    Guðmundur G. Kristinsson
    Litlunefnd





    16.04.2011 at 21:04 #727743
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Einar Berg aðalfararstjóri var að hringja, en hann snéri við og er núna með síðasta hópnum á sléttunni. Hann sagði vera um klukkutíma fyrir þá að keyra upp í Hrauneyjar. Einar var mjög ánægður með ferðina og sagði þetta vera með betri ferðum Litlunefndar. Allt hefði gengið vel og næstum allir þátttakendur komist inn í Landmannalaugar. Ferðin hefði reynt á marga af þeim sem eru með minni bíla, en allir hefðu lært mikið og fengið frábæran dag á fjöllum.

    Guðmundur G. Kristinsson
    Litlunefnd





    16.04.2011 at 22:52 #727745
    Profile photo of Guðmundur G. Kristinsson
    Guðmundur G. Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 240

    Nýjustu fréttir frá Einari Berg aðalfararstjóra eru að allir eru komnir í Hrauneyjar og ferðinni er formlega slitið. Það eru eftir einhverjar dekkjaviðgerðir hjá Óla eftirfara, en hann fékk járnstykki í dekkið. Þá er bara ekkert eftir en að þakka fyrir daginn og benda þátttakendum á að setja inn myndir á vefinn fyrir alla þá sem ekki komust. Einnig bestu þakkir til allra hópstjóra og öryggisbíla í ferðinni.

    Guðmundur G. Kristinsson
    Litlunefnd





    16.04.2011 at 23:13 #727747
    Profile photo of Sigurður Már Olafsson
    Sigurður Már Olafsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 160

    [quote="Svana":t57fon9u]Nýjustu fréttir frá Einari Berg aðalfararstjóra eru að allir eru komnir í Hrauneyjar og ferðinni er formlega slitið. Það eru eftir einhverjar dekkjaviðgerðir hjá Óla eftirfara, en hann fékk járnstykki í dekkið. Þá er bara ekkert eftir en að þakka fyrir daginn og benda þátttakendum á að setja inn myndir á vefinn fyrir alla þá sem ekki komust. Einnig bestu þakkir til allra hópstjóra og öryggisbíla í ferðinni.

    Guðmundur G. Kristinsson
    Litlunefnd[/quote:t57fon9u]

    Þetta er örugglega eitthvað járnarusl sem hefur losnað af Patrol 😉

    Annars vil ég þakka fyrir frábæran dag.

    Mbk Siggi Már hópstjóri H hópsins.





    17.04.2011 at 00:45 #727749
    Profile photo of Haukur Sigmarsson
    Haukur Sigmarsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 232

    Verð að þakka fyrir mig. Þetta er ein sú skemmtilegasta ferð sem ég hef farið og við vorum heppinn með frábæran hópstjóra í G-Hópnum. Hann Sverrir er að mínu mati maður dagsins með góðu og yfirveguðu leiðarvali!
    Takk fyrir mig





    17.04.2011 at 01:55 #727751
    Profile photo of Hjörvar Orri Arason
    Hjörvar Orri Arason
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 166

    Takk fyrir frábæra ferð, þetta var bara gaman, og gaman að kynnast nýju fólki.
    Kv.Hjörvar úr F hópnum





    17.04.2011 at 07:59 #727753
    Profile photo of Björn Bergmann Þorvaldsson
    Björn Bergmann Þorvaldsson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 6

    Takk fyrir mig. Þetta var sérstaklega vel heppnuð ferð í alla staði enda var veðrið með afbrigðum gott. Þá þakka ég Sverri vasklega fararstjórn.

    Björn – G3





    17.04.2011 at 11:04 #727755
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Ég vildi einnig þakka fyrir okkur, að fá að fljóta svona utan með en kóarinn minn var skráður í ferðina en ákvað svo að kom með mér í bíl. Ég vil óska þeim sem komust alla leið til hamingju með flottan árangur en við héldum á tímabili að það kæmust ekki þetta margir innúr.
    Við Jakinn vorum samferða og vorum komnir inn í Laugar um kl.14. Við fórum þetta í rólegheitum og nutum útsýnisins og kíktum eftir Litludeildinni annars slagið. Var svolítið um krapa og þá sérstaklega á gönguleiðinni yfir sléttuna en þá var bara slegið í hrossin og planað yfir það. Í öðrum tilvikum var farið hægar yfir til að sökkva ekki í krapan en yfirleitt var þetta ekki djúpt.
    Eftir að hafa grillað nokkrar veglegar pylsur og með því, skelltum við okkur í Laugina þar sem við lágum og nutum veðurblíðunnar (lesist sól og heiðskýrt) í rétt tæpa 4 tíma :)
    Nú situr maður heima að vinna úr ferðagögnunum sólbrenndur í framan, bara gaman :)

    kv. Bragi @trukkurinn.com

    ps. Ég er [b:16v11j0n]EKKI [/b:16v11j0n]á gulri Toyotu 😉





    17.04.2011 at 11:25 #727757
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Góðan dag

    Ekki var orka í eftirfaranum í gærkvöldi til að skrifa hér inn uppgjör vegna ferðarinnar, en við vorum komin heim um kl. 1:30 í nótt. Þetta var frábær Litlunefndarferð. Eins og fram hefur komið voru þetta um 45 bílar í 8 hópum sem lögðu af stað í Hrauneyjar frá Select. Ferðin gekk ljómandi vel, sumir stoppuðu í Árnesi til að bæta á eldsneyti, aðrir í Hrauneyjum. Við ákváðum að fara suðurfyrir Hrayneyjalónið, stíflugarðinn og gömlu Sigölduleiðina. Þar var mikið úrrensli og ekki nema á færi 38" og stærri bíla að komast þar yfir og hjáleið var lítið betri.

    Var því öllum hópnum snúið frá og farið norður og austurfyrir lónið. Gekk það mun betur og lítið mál fyrir bílana að komast upp á ölduna … fremri Sigöldu þar sem útsýni er yfir hraunið. Þegar eftirfarinn kom þar upp mátti sjá hópa að bardúsa ut um allt hraunið sumir fastir og aðrir að nuddast áfram. Leiðin í gegnum hraunið var seinfarin og þurfti sumstaðar að leita leiða framhjá krapa en gekk þó að mestu vel.

    Þegar komið var í gegn um hraunið var þrætt með hlíðum fram hjá sléttunum og lenti enginn í vandræðum þar. Það tók svo góðan tíma að komast framhjá skiltunum norðan Frostastaðavatns, því þar þurfti að taka mikið af myndum. Haldið var áfram yfir jarðfallið sem var pakkfullt af snjó og sem leið lá í Laugar. Þangað komist allir sem vildu, en örfáir snéru við skömmu áður, vildu komast fyrr til byggða. Eftir stutt stopp í Laugum þar sem nokkrir skelltu sér í laugina var farið til baka og gekk það mjög vel, þrátt fyrir eina affelgun og komust allir heilu og höldnu til byggða.

    Það er skemmtileg nýjung að hafa depilinn í svona ferð. Vonandi hafa einhverjir af þeim sem sátu heima geta notið þess að sjá hvar við vorum, á hverjum tíma.

    Ég vill þakka hóp- og fararstjórum fyrir frábæra vinnu og fréttariturum fyrir þeirra framlag. En fyrst og fremst þáttakendunum í þessari ferð.

    Á næstunni verður myndakvöld úr þessari ferð og er það frábært tækifæri til að hitta aftur þá sem voru á ferðinni og sýna þær myndir sem teknar voru og sjá myndir annara.

    Þetta var síðasta ferð Litlunefndar á þessu starfsári. Við förum nú í sumarfrí og hefjum starfið aftur með haustinu, en líklega verður fyrsta ferðin í haust farin í september.

    Kv. Óli, Litlunefnd





    17.04.2011 at 13:32 #727759
    Profile photo of Sigurður
    Sigurður
    Participant
    • Umræður: 102
    • Svör: 373

    Þakka kærlega fyrir frábæra ferð.
    kveðja,
    Siggi Pálma í C-hóp.





    18.04.2011 at 10:30 #727761
    Profile photo of Haukur Sigmarsson
    Haukur Sigmarsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 232

    Smá video sem kóarinn hjá mér gerði.

    [youtube:2x4v8yc3]http://www.youtube.com/watch?v=lynhxE1gH9E[/youtube:2x4v8yc3]





    18.04.2011 at 10:46 #727763
    Profile photo of Bragi Þór Jónsson
    Bragi Þór Jónsson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 1030

    Skilaðu til hans: Snilldar video og flott klipping :)

    Hann kom einmitt í laugina til okkar með vélina, hvernig græju er hann með ?

    -Bragi – forvitni

    ps. tók hann einhverjar neðan-yfirborðs myndir í lauginni ?? (",)





    18.04.2011 at 10:49 #727765
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Vá þvílík fagmennska!





    18.04.2011 at 11:14 #727767
    Profile photo of Haukur Sigmarsson
    Haukur Sigmarsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 232

    Bragi, þær myndir eru ekki birtingahæfar :) Djók

    Þessi myndavél heitir Gopro og er algjör snilldargræja. Tekur upp 1080 hd og er með svona "fisheye" linsu þannig að sjónarhornið er mjög vítt. Síðan tekur hún upp á sd kort. Við vorum með fartölvum og tæmdum iðulega af kortunum. Ég held að upptekið efni var um 30 gb með canon vélinni hans :)

    Með þessum búnaði er hægt að fá smellur á allt. Það er vatnshelt box og síðan er armur sem festist í sogskál sem rígheldur. Stillingaratriðin eru fáránlega mörg eins og þegar við ókum af stað um morguninn þá stillti hann á ljósmyndatöku á 4 sec fresti og sama á heimleiðinni.

    En stillingaratriðin eru óteljandi.

    Hérna sjáið þið allt um þessar myndavél http://gopro.com/
    Kom





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.