This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Sverrir Már Jónsson 13 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Í morgunsárið í dag laugardaginn 16. apríl lagði 45 bíla hópur frá Litlunefnd af stað frá Skeljungi á Vesturlandsvegi inn í Landmannalaugar. Hópnum var skipt upp í átta minni hópa sem hver var með hópstjóra og eftirfara. Síðan voru tveir öryggisbílar til taks með hópunum fyrir utan aðalfarastjóra Einar Berg Gunnarsson og eftirfara Ólaf Magnússon. Sumir hóparnir ætluðu að stoppa í Árnesi og aðrir í hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum.
Það var tvísýnt á tímabili hvort farið yrði inn í Landmannalaugar, en leiðin var lokuð af Vegagerðinni þar til seinnipart föstudags. Ólafur var í sambandi við Vegagerðina og eftir að aflað hafði verið upplýsinga frá aðilum sem nýlega voru á ferðinni var leiðin frá Sigöldu niður í Landmannalaugar opnuð.
Það er nýlunda að með í ferðinni er staðsetningardepill og með honum hægt að fylgjast með ferðahópnum. Slóðin inn á depilinn er http:/www.depill.is/f4x4. Þar er bæði hægt að sjá staðsetningu og einnig leiðina sem farin hefur verið. Þetta er komið til að vera í ferðum Litlunefndar og skapar öryggi þar sem alltaf er hægt að sjá hvernig gengur. Á sumum stöðum á hálendinu er ekki símasamband og þá er hægt að sjá á deplinu hvar hópurinn er. Staðsetningatækið sendir merki yfir GSM línu og staðsetningarmæling dettur því niður ef það næst ekki. Þá er allavega hægt að sjá síðustu staðsetningu á meðan samband var og ferðaleiðina fram að því.
Ég mun setja inn fréttir af ferðinni eftir því sem þær berast.
Guðmundur G. Kristinsson
Litlunefnd
You must be logged in to reply to this topic.