This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 20 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Fréttir af okkur norðanmönnum.
Fimm bílar fóru frá Akureyri kl.20.30 í gærkveldi, veður var frekar leiðinlegt og skall á verulega vont veður á Víkurskarði, ferðin gekk vel og tókum við einn ferðalang á óbreyttum inn í hópinn á Fljótsheiðinni. Ferðin gekk bara vel þar til við komum í Mývatnssveitina en þá var vindhraðinn kominn í 35m/sek og gjörsamlega ekkert skyggni, fór þessi óbreytti nokkrar ferðir út fyrir veg.
Komum í hús (*** Hótel) kl.23.33 og var tekið úr töskum og „einn“ öl opnaður, staðarhaldari var búinn að setja vatn í pottinn og hita gufuna. Þeir alhörðustu sátu í pottinum í brjáluðu veðri, konur og „aumingjar“ sátu inni í gufu og sötruðu kampavín, einhverjir sátu í „chesterfield“ með kaffi og Cognac.
Morgunverður var klár kl. 09.00 og sitjum við enn yfir honum, næst á dagskrá er „Quality time“ með konum,ferðir um hálendi Mývatnssveitar hafa verið settar á ís.
Þeir sem ekki fóru í gær af stað sitja enn heima á Akureyri og öfunda okkur.Fleiri fréttir síðar, unnið með hjálp GPRS tækni frá Símanum.
Síminn hjálpar þér að láta það gerast.
Ritari Ungra.
Mundi
You must be logged in to reply to this topic.