This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórður Ingi Bjarnason 15 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Jæja nú er sumarhátiðin að bresta á, félagsmenn hafa steymt á Höfn í allan dag. Búið er að reisa risa uppblásið samkomuhús og hoppukastala fyrir börnin stór og smá aðallega stór. Veðrið leikur við mannskapinn. Hornfirðinar er búnir að smíða fjöldamannagrill og allt að gerast 😉 Formaðurinn fór af stað á miðvikudaginn og mun vera komin alla leið á Hvolsvöll og mun láta þar staðar numið að svo stöddu, þannig að hann verður fjarri góðu gamni. En ef einhverjir eru á villuslóðum þá mun hann að sjálfsögðu beina þeim á réttu brautin á sumarhátíðina á Höfn.
Húnakóngurinn er mættur á svæðið þrátt fyrir að hafa byrjað á því að kveikja í tjaldvagninum í upphafi ferðar, slökkvistarf gekk vel eins og á Þingvöllum þ,e,a,s,allt brann sem brunnið gat, en þá sannast nú máltækið að gott er að hafa tímann fyrir sér og mætti hann með nýja Valhöll í eftirdragi.
En nú er komin tími á að kveikja í grillinu og opna ölið,
kannski koma meiri fréttir síðar.
kveðja frá Höfn
Lella
You must be logged in to reply to this topic.