This topic contains 49 replies, has 25 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 10 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.03.2014 at 11:21 #453728
Ég heyrði í Jeep-genginu áðan og var hópurinn á Kvíslaveituvegi norðan við Versali, í bongó blíðu. Menn voru seinir á fætur í morgun og rekur hópurin lestina þessa stundina. Fremstu bílar eru lílega komnir norður fyrir Þjórsárlón.
Gunnar Ingi Ultimate er í hópnum og ætlar sér í Skagafjörðinn.
Endilega að sem flestir pósti hér inn slúðri og fréttum ;).ÓE
Viðhengi:
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.03.2014 at 16:42 #453738
Heyrði í Loga Ragnas snemma í morgun en jeep gengið svaf í Hrauneyjum í nótt og aldrei þessu vant var áætlað að þeir legðu síðastir af stað.Eins og Óskar E greinir frá er Gunnar Ingi Ultimate í hópnum en hann kom kl.5 í morgun.Fréttir herma að Fúlagengið hafi lagt af stað frá Hrauneyjum rúmlega átta með bros á vör.Þá voru Sterarnir að komast í gírin eftir að þeir fengu skammtin sinn úr bláu pikknik töskunni hans Guðmundar Sig.Það er hægt að fylgjast með ferðum Jóns Ólafs á Ford 350 á netinu en ég mæli með því á svona hálftíma fresti.
http://aprs.fi/#!mt=hybrid&z=11&call=a%2FTF3WJ-9
Það er svo spurning hvernig formaðurinn er skóaður en í Bingó-ferðinni var hann á strigaskóm og kvartaði ekki mikið yfir því að geta ekki sinnt kóara starfinu sem skyldi 😉kv Rúnar
07.03.2014 at 20:31 #453744Sælir félagar. Ég var víst beðinn um að skrifa eitthvað af fréttum af stórferð en hef ekki haft tíma til að setjast niður fyrr en núna. Er búinn að vera að reyna að hringja hópstjórana en ekkert hefur gengið að ná í þá. Náði smá samabandi við Stefán Laufdal í Eyjapeyjum en það slitnaði strax og náði hann ekki að segja mér neinar fréttir. Eini maðurinn sem ég náði í var Logi Ragnars í Jeep genginu og þeir voru komnir niður í Skagafjörð fyrstir manna. „Ultimate build“ jeppinn og tveir félagar hans komu í Hrauneyjar um sexleytið í morgun, fengu að sofa heilan einn klukkutíma áður en þeir voru ræstir. Þrettán bílar eru í jeep genginu og lögðu þeir síðastir af stað og drógu alla uppi og eru eins og áður segir fyrstir niður. Að sögn Loga er mjög þungt færi sitthvorumegin við Miðjuna en léttist þegar norðar dregur. Þetta er víst mjög erfitt fyrir þá sem ekki hafa aflið til að taka þetta á kraftinum, skel og púður, mikill lausasnjór. Skagfyriðingar, Eyfyrðingar, Húnvetningar og Austfirðingar tóku glæsilega á móti þeim í Skiftabakkaskála og kann Jeep gengið bestu þakkir fyrir. Eftir því sem ég hef heyrt eru stóru bílarnir í einhverju aðstoðarhlutverki þessa stundina þvi sumir hafa ekki einu sinni komist á miðjuna ennþá en veðrið er að því að mér skilst gott og það bjargar miklu.
Var svo rétt í þessu að heyra í Stefáni Laufdal í Eyjapeyjum og eiga þeir um 10 km. í miðjuna ennþá. Þetta er fjögurra bíla hópur, tveir eru meira og minna í spotta vegna þess að þeir drífa ekkert og sækist þeim seint. Skrifa meira þegar ég næ í einhvern af hópstjórunum. L.M.
07.03.2014 at 20:36 #453745Heyrði í Magna Rottu áðan og voru þeir komnir að Versölum aftur eftir að hafa breytt ferðinni inn að miðju í veiðiferð. Þeir snéru við eftir að þeir sáu hvernig færið var og fóru ekki inn að miðju. Veit ekki á hvaða leynistað þeir fóru en komu klyfjaðir af fisk tilbaka. Ætli þeir komi ekki út í plús eftir ferðina eftir að þeir fari með aflann á fiskmarkaði í Rvk
07.03.2014 at 20:55 #453747Var að heyra í Jóni Inga í Sólargenginu. Áttu eftir um 5 km. að miðju og voru með Patrol í olíuvandamálum og einnig hafði brotnað drifskaft í Ford Econoline hjá þeim og þeir urðu að skilja hann eftir. Byrjað er að skafa og skyggni ekki nema um 5 – 10 mtrar. Sækist þeim mjög hægt.
07.03.2014 at 22:37 #453754Var að heyra í Sveinbirni og Friðrik þeir eru að hjálpa „Kössunum“ margir 38″ bílar og þeir drífa sama sem ekkert, vont veður og lítið skyggni. Þeir eru núna við Ásbjarnartjörn og eiga 16 km í skiftabakkaskála.
07.03.2014 at 22:40 #453755Ætli það sé ekki Ásbjarnarvötn.
08.03.2014 at 00:08 #4537601918 hópur kominn i Skiptabakka og Skagafjörð.
08.03.2014 at 01:42 #453761Fjallagengið kom niður á bakkaflöt um 23 leytið, færið var mjög erfitt yfirferðar, allir bílar komust heilir til byggða, mikill snjór í kringum miðjuna, púður með skel ofaná
08.03.2014 at 02:47 #453763Lárus var í Stórferð á leið niður Skagafjarðarsveitina og lenti í því að það festa sig á sínum ofur-fjalla-jeppa Það var leiðinda rok og skafrenningur og þegar hann ætlaði að moka sig upp sjálfur uppgötvaði hann að samferðafélagana vantaði.
Nú voru góð ráð dýr! Lárus ákvað að ganga að næsta bæ móti veðurhamnum til að fá hjálp. Leiðin heim að bænum var nokkuð löng og hann fór að hugsa. Fyrst fór hann að velta fyrir sér hvort einhver væri heima og ef einhver væri heima hvort það væri til 15 m. teigju-spotti á bænum. Það var komið kvöld og hann hafði áhyggjur af því að hann myndi vekja heimilisfólkið og bóndinn yrði pirraður því hann þyrfti að vakna snemma um morguninn til að fara í fjósið.
Þessar hugsanir ollu því að það var orðið nokkuð þungt yfir Lárusi þarna einum og hann bjóst við slæmum viðbrögðum af bóndanum. Hann var sjálfur orðinn pirraður og neikvæður. Bankaði samt á dyrnar og í dyrunum birtist bóndinn. Áður en bóndinn náði að spyrja erindis, hreytti Lárus út úr sér: Þú getur þá bara átt þinn helv…. teigju-spotta sjálfur!
08.03.2014 at 13:19 #453776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 1
Heyrði í Jóni Inga í Sólargenginu áðan. Þeir komu í skála í Laugafelli um kl. 4 í nótt. Þeir ætla að bíða myrkurs áður en þeir leggja af stað norðuraf, því það er orðið mjög blint þarna núna.
08.03.2014 at 13:19 #453777Var að heyra í Fjallagenginu. Bílar hafa verið að skila sér niður alveg fram að þessum tíma og eru þónokkrir eftir á fjöllum ennþá og er verið að fara að ná i þá. 38″ bílar höfðu enga drifgetu og voru margir skildir eftir. Einhverjar fréttir eru af einum Econoline sem þarfnast björgunar og skilst mér að það sé nokkuð mál að ná honum þar sem hann stendur í hliðarhalla og sokkinn að aftan, verður víst talsvert mál að hjálpa honum á rólið aftur en ég hef þó ekki af þessu annað er óljósar fréttir ennþá. Eftir því sem ég get skilið verða ekki margir, ef nokkrir sem fara á Þverárfjall eins og fyrirhugað var heldur mun dagurinn meira og minna fara í björgunaraðgerðir og að ná bílum niður í byggð. Engar fréttir hef ég af Eyjapeyjum og Sólargenginu en eftir þvi sem ég kemst næst eru þeir ekki komnir til byggða. Er verið að reyna að fá fréttir af þeim en síðast þegar ég heyrði í þeim höfðu þeir ekki náð Miðjunni en mjög erfitt færi var síðustu 10 km að miðjunni og síðan hálfa leið niður í Skiftabakka. Kem með frekari fréttir þegar ég hef hlerað eitthvað nýtt.
08.03.2014 at 15:50 #453779Econolineinn á 49″ hjá Friðrik S Halldórssyni er kominn upp og virðist að mestu óskemmdur eftir byltuna.
08.03.2014 at 16:46 #453781Björgunarlýsing af Econoline: Samtals voru 6 bílar að spila bílinn í einu 4 bílar spiluðu hann niður á hlið fest var í grindina svo hann myndi ekki fara á hlið og svo voru 2 bílar að framan sem spiluðu hann upp. Björgunaraðgerðir gengu vonum framar. Allt virtist vera í lagi eftir marineringuna í ánni í nótt.
Mynd: Snorri Ingimarsson
08.03.2014 at 16:55 #45378308.03.2014 at 19:53 #453784Ég verð nú að segja fyrir mína parta að miðað við hvað tækninni hefur farið fram í gegnum árin þá hefur aldrei verið eins ónákvæm og lítil ferðalýsing á Stórferð klúbbsins áður.
08.03.2014 at 20:20 #453785heyrði í Austlendingum og Austfirðingum það fór millikassi og naf í 60 krúser hjá þeim en þeir fengu annan á bæ rétt hjá Blönduósi og voru búnir að laga jeppan um 17,00 í dag og voru á leið á Blöndós
08.03.2014 at 20:42 #453786Heyrði í Eyjapeyjum þeir áttu eftir 10-11 km í Skiftabakka.
Veðrið leglegt skygni í dag en er orðið gott núna færið slæmt.
08.03.2014 at 22:07 #453788Ég verð nú að segja fyrir mína parta að miðað við hvað tækninni hefur farið fram í gegnum árin þá hefur aldrei verið eins ónákvæm og lítil ferðalýsing á Stórferð klúbbsins áður.
Það er líka til skammar árið 2014 að maður og oft klukkustundum saman símasambandslaus á fjöllum, ástandið var miklu betra þegar við höfðum NMT símana þó svo að þeir væru ekki með 3G eða einhverju drasli.
En í sambandi við þessa ferð þá hefur líklegast gleymst að skipa í embætti fréttastjóra stórferðar, og enginn tekið af skarið með það.
08.03.2014 at 22:32 #453789Við skulum ekki núa skipuleggjendum Stórferðar 2014 um það að hafa ekki skipað fréttastjóra. Ég var víst skipaður slíkur þar sem fyrirsjáanlegt var að ég færi ekki í ferðina. En ég hef illu heilli einfaldlega ekki haft tíma til að sinna því hlutverki að neinu viti og biðst velvirðingar á því. Svona er lífið bara stundum. Vona svo að allir Stórferðarmenn og konur hafi góða veislu í kvöld og skemmti sér hið besta.
09.03.2014 at 00:11 #453790Logi gerði nú sitt besta, símasamband við menn var ekki upp á það besta á þessu svæði sem við vorum á, Logi reyndi að ná sambandi við mig áður en ég komst í símasamband sá það á skilaboðum að ég hefði misst af símtali, ég meina menn vissu ekki hvar einstakir hópar voru í hádeginu í dag.. hvað þá einhver sem er staðsettur í Reykjavík
annars var þetta flott ferð, fyrir utan að færið hefði mátt vera aðeins betra svo að minni bílar hefðu komist hjálparlaust yfir, 44″ bílar voru í fullu fangi með sjálfa sig í þessu færi sem var, botnlaus sykur
Annars gekk ótrúlega vel að ná Econoline upp , miklu betur en maður þorði að vona, miðað við hvað þurfti lítið í viðbót til þess að hann færi á hliðina.
en ég þakka bara fyrir skemmtilega ferð þó erfið hafi verið
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.