This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 11 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Nú er hafin smíðin á skemmunni upp í Setri en aðstaðan sem skálanefndin hefur er á Hyrjarhöfða 6 kjallara.
Stemmt er að vera tvisvar í viku til að byrja með en í fyrsta áfanga eru veggir smíðaðir og í framhaldi sperrur
gerðar klárar til samsetningar.Við gerum ráð fyrir að forvinna skemmuna eins og hægt er hér í bænum.
Fyrsta ferð skálanefndar upp í Setur verður að öllum líkingum fyrstu helgina í júlí en þá á meðal annars að
ganga frá gólfi skemmunar sem verður hellulagt.Ef allar áætlunir standast verður farið með efnið í skemmuna
upp í Setur helgina fyrir verslunarmannahelgi.Það má segja að flestar helgar í sumar verða vinnferðir farnar upp í
Setur og við í skálanefndinni vonum að félagsmenn komi og taki þátt í vinnunni með okkur.Þegar nær dregur
verður verður vinnuplan fyrir sumarið sett hér á síðuna.Kv Rúnar skálanefnd.
ps Þar sem það er ekki nokkur leið að setja hér inn myndir fara þær inná fésið á f4x4
You must be logged in to reply to this topic.