This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Hörður Bjarnason 13 years ago.
-
Topic
-
Góðan daginn,
nú sit ég heima því ég braut hjá mér Lásinn í framhásingunni í gærkveldi. Hef því ákveðið að fylgjast með fólkinu mínu eitthvað og koma hér með fréttir af þeim.Þau sem fara eru eftirfarandi …
Farastjórar
Samúel og Andrea á 44″ Four Runner
Stefán á 38″ Pajero
Pétur á 38″ Jeep CommachiNýliðar
Hörður á 38″ Hilux
Sigríður María Aðalsteinsdóttir á 35″ Sidekick
Frank Höybye á 38″ Patrol
Bergur á 41″ Four Runner
En Hjalti Sigurðsson á 44″ four Runner kemur sennilega á eftir
Og Jakob Ásmundsson á 44″ Grand Cherokee kemur á morgunVar að tala við Pétur en hann, Stefán og Hörður voru í brekkunni fyrir ofan Búrfelsvirkjun alveg að koma í Hólaskóg, engin úrkoma talsverð hálka og bara bjart og gott. En þeir lögðu af stað úr bænum um kl 17:00
Talaði einnig við hana Andreu en þau Sigríður, Frank og Bergur voru að skríða upp á Hellisheiðina engin úrkoma en einhver hálka og bjart. Lögðu þau af stað um kl 19:00
You must be logged in to reply to this topic.