FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fréttir af nýliðaferð

by Ólafur Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Fréttir af nýliðaferð

This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Brynjar Pétursson Brynjar Pétursson 12 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.12.2012 at 12:06 #225057
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant

    Fékk stutt skilaboð frá Pétri á Kommanum, þar sem hann sagðist vera í Setri og allt í góðu gengi. Hafa aðrir heyrt eitthvað af gangi mála?

    Kv. Óli, sem er sófariddari um þessa helgi

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 33 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 01.12.2012 at 20:23 #761193
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Þetta hef ég eftir Agnari Ben sem reyndar er ekki í nýliðaferðinni en fór upp í Setur í dag og ætlar að fylgja liðinu heim á morgun:

    Kominn í Setrið. Hér eru Toyotur bilaðar í bunkum, brotið drif í 90 krúser, brotinn öxull í 4Runner, framhásing hjá Samma færðist úr stað og örugglega margt fleira. Það er talað um að hér þyrfti að koma upp Toyota varahlutalager!
    Gott veður og þokkaleg snjóalög, sérstaklega í kring um Setrið og suður af og norðan Kerlingarfjalla. Lítill snjór við Sóleyjarhöfða.





    01.12.2012 at 21:44 #761195
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Ég gleymdi að segja Herði að það brotnaði líka loka í 60 Krúser og svo er líka Hilux sem drífur ekki neitt en líklega er það krónískur sjúkdómur og telst ekki til bilunar !





    01.12.2012 at 22:03 #761197
    Profile photo of Tryggvi Valtýr Traustason
    Tryggvi Valtýr Traustason
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 425

    ‘Eg var farin að trua Agnari en þegar hann sagði að Hilux drifi ekkert þá sá ég að þetta var spaug!
    Agnar dast þú bara ekki inní ferð hjá Toyotu félaginu hmm he he??





    01.12.2012 at 23:03 #761201
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Andskotinn, á maður virkilega að þurfa að fara að renna upp í Setur á "Skálanefndar Grána" og taka einhverjar Toyotur í tog til byggða? L.





    01.12.2012 at 23:52 #761203
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Logi minn, þú verður að drífa þig uppeftir að klára þessa viðgerðarskemmu sem átti að klára næsta sumar.





    02.12.2012 at 01:26 #761199
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Já þetta eru ótrúlegar fréttir, að toyotur geti bilað..
    Ég er búinn að liggja á bílasölum og skoða aðrar tegundir því ég þori ekki í næstu jeppaferð :/
    Annars eru það góðar fréttir að veturinn sé kominn þarna uppfrá.





    02.12.2012 at 01:50 #761205
    Profile photo of Geir Harrysson
    Geir Harrysson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 159

    Patrol





    02.12.2012 at 13:19 #761207
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Þetta er alveg kórrétt hjá þér Jón. Ég ætla því að nota tækifærið hér og biðja þá sem ætla í Setrið að bíða með að láta bílana sína bila þar til næsta vetur. Þá verður skemman væntanlega risin og menn geta farið að komast inn til að gera við í bunkum. Það er nefnilega ekkert gamanmál að gera við úti í kolbrjáluðu veðri þarna uppfrá. Komst að því um daginn þegar ég var úti við gám að skifta um drifloku í "Skálanefndar Grána", hefði gjarnan viljað vera laus við það. L.





    02.12.2012 at 16:01 #761209
    Profile photo of Hörður Bjarnason
    Hörður Bjarnason
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 438

    Kl 14 voru menn komnir á Kvíslaveituveg en ákveðið var að fara Sóleyjarhöfða, vegna bilaðra……"bíla".
    Bálhvasst var hjá þeim, en gott veður var um morguninn.
    5 bílar fóru Klakkinn en ekkert hafði heyrst frá þeim.





    02.12.2012 at 16:27 #761211
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Enn kárnar gamanið því nú hefur enn ein Tog og ýta bæst í bilanaflotann, nú er enn einn LC90 bilður og er kominn i tog út af vélarbilun og lokan í 60 krúsernum fór endanlega fyrr í dag. Allir bílar eru þó að verða komnir í Hrauneyjar líka þeir sem eru í spotta.

    Við höfum eitthvað aðeins heyrt í þeim í stöðinni á Klakknum en þeir fengu mikinn snjó í Kisubotnum en staðsetningin á þeim er óljós.

    Annar var bara dásamlegt að sveima um á Cherokee-inum í kringum bilaðar Toyotur og úrhleypibúnaðurinn er bara eintóm hamingja, sérstaklega þegar ferðafélagarnir voru úti að pumpa í 20 m/s á Kvíslaveituvegi.

    kv AB





    02.12.2012 at 17:20 #761213
    Profile photo of Tryggvi Valtýr Traustason
    Tryggvi Valtýr Traustason
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 425

    jamm ég er bara ekki viss hvort Agnar sé í þessari ferð!Talar um bilaðar Toyotur og um að hann svífi um svæðið??
    Held að þetta séu draumórar og hann svífi bara í draumaheimi hmm. Maður hefði þurft að sjá þetta með sínum eigin augum til að trúa þessu.he eh he Þessir "Sérajókar" kv TT.





    02.12.2012 at 18:21 #761215
    Profile photo of Friðrik Hreinsson
    Friðrik Hreinsson
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 858

    Endilega að henda inn myndum af þessum herlegheitum

    kkv
    Frikki sem er ekki á tog og yta.





    02.12.2012 at 23:10 #761217
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Smá uppfærsla. Ég kom heim rétt um tíu leytið eftir átakasama ferð.
    Heyrði af Klakksförum um svipað leyti þá áttu þeir stutt eftir í Geysi og gekk vel.
    Bergur á 4Runner hybrid losaði sig við felgubolta rétt fyrir Árnes og voru Styrmir og félagar á leiðinni í bæjinn að sækja bolta.

    Heyrst hefur að varahlutaverð i Toyotur lækki umtalsvert eftir ferðina, enda framboðið af bílum til niðurnifs heldur mikið…

    Nýti hér með tækifærið til að þakka öllum þáttakendum sem ég gleymdi og/eða fékk ekki tækifæri til að þakka fyrir góða ferð.





    03.12.2012 at 00:02 #761219
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Takk fyrir mig, fín ferð og það var samhentur hópur sem kom öllum löskuðum Toyotum til byggða en það má alveg hrósa þeim fyrir það að allir komu þeir rúllandi til byggða undir eigin vélarafli þótt á köflum færu sumar hægt yfir.

    Það var bara einn Hilux í ferðinni og hann bilaði bara ekki neitt og fyrri dylgjur mínar um drifleysi hans voru byggðar á getgátum sem síðar reyndust bull og vitleysa og það leiðréttist hér með 😉

    Já og Tryggvi, eins manns draumur er annars manns martröð :)

    Kv / Agnar





    03.12.2012 at 00:22 #761221
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Greinilega frábær og eftirminnileg ferð. Það sem gefur svona ferðum gildi er tilhugsunin um heimasitjandi sófariddara, Toyotur bilaðar í bunkum, skakkar frammhásingar, farartæki með króníska sjúkdóma, bílar með viðurnefni og svo bull og vitleysa sem leiðréttist síðar.

    Ekki má svo gleima að setja myndirnar á myndaalbúmið okkar áður enn þær fara á andsk… facebook síðuna.
    Kv. SBS.





    03.12.2012 at 01:17 #761223
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    Klakks farar eru komnir í bæin, mjög þungt færi og lítið skyggni, ég þori varla að segja það
    En það bilaði ein Toyota í viðbót sem betur fer nálægt byggð og varð að skilja eftir

    Annars var þetta mjög gaman þrátt fyrir mjög þungt færi og margar festur





    03.12.2012 at 09:34 #761225
    Profile photo of Pétur Friðrik Þórðarson
    Pétur Friðrik Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 311

    Sælir félagar og takk fyrir skemmtilega helgi.
    Gamli komminn bar eiganda sinn heim snemma gærkvölds og varð ekki fyrir neinum skakkaföllum. Því miður biluðu nokkrir bílar og sumra bíða kostnaðarsamar viðgerðir. En allir komust heilir heim og það er fyrir mestu.
    Takk fyrir mig.
    Pétur





    03.12.2012 at 12:19 #761227
    Profile photo of Haukur Eggertsson
    Haukur Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 32

    Takk fyrir eðalferð!

    Hins vegar held ég að stjórn 4×4 verði að taka það upp, hvort það yfir höfuð gangi að leyfa Toyotur í svona ferðir, a.m.k. þeim sem ekki eiga að teljast til dráttar- og viðgerðaræfinga!

    Með kveðju,
    Haukur (Jimny 33")





    03.12.2012 at 12:24 #761229
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    [quote="haukureg":30livwgo]Takk fyrir eðalferð!

    Hins vegar held ég að stjórn 4×4 verði að taka það upp, hvort það yfir höfuð gangi að leyfa Toyotur í svona ferðir, a.m.k. þeim sem ekki eiga að teljast til dráttar- og viðgerðaræfinga!

    Með kveðju,
    Haukur (Jimny 33")[/quote:30livwgo]

    Ég legg frekar til að toyota opni varahlutalager þarna uppfrá…





    03.12.2012 at 13:33 #761231
    Profile photo of Kjartan Björnsson
    Kjartan Björnsson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 217

    Útibú frá Varahlutadeild toyota í nýju skemmuna takk fyrir :) svona sjálfsafgreiðslu lager , hlýtur að vera hægt að útbúa einhvern svona varahluta sjálfsala :)

    að öllu gamni slepptu samt, þá voru Toyoturnar í miklum meirihluta í ferðinni

    annars var 1 Pajero.. sem bilaði líka
    1 Patrol
    1 Diahatsu
    1 súkka
    1 commanche
    1 Land Rover
    gæti gleymt einhverjum

    En að voru ca 11 Toyotur 3stk 4runner , 3stk 80 cruiser, 2stk 90 cruiser og 1 Hilux og einn hilux/runner og einn 60 cruiser

    þannig að það er kannski ekkert skrýtið að það hafi lent á toyotu að bila





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 33 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.