FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fréttir af nefndarfundi 13. ágúst 2008

by Stefanía Guðjónsdóttir

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Fréttir af nefndarfundi 13. ágúst 2008

This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir Stefanía Guðjónsdóttir 16 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.08.2008 at 21:47 #202802
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member

    Ég mætti á síðasta nefndarfund og hér koma fréttir af honum í von um aukið upplýsingaflæði til félagsmanna.
    kv. Stefanía (ritnefnd)

    1. Formaðurinn setur fundinn 20:19.
    2. Formaðurinn segir frá því að starfsmaðurinn hafi látið af störfum en stjórn var sem slík ekkert ósátt með störf hans. Gerð verður grein fyrir þessu máli á næsta félagsfundi í september. Formaðurinn gerði grein fyrir afstöðu stjórnar í að svara ekki deilumálum á vefsíðunni sem viðleitni í að reyna að stöðva deilumál á netinu. Verið sé að vinna í að skrifa aðalfundargerð upp úr skýrslu stjórnar og verði hún birt um leið og hún sé tilbúin. Stjórnin vill ekki beita lokunum og segir að spjallið eigi að vera frjálst og nota í uppbyggilegt spjall og þeir hafi þess vegna farið þá leið að bjóða mönnum að senda spurningar beint á stjórnina. Hringt hafi verið í ákveðna aðila út af þessu máli og þeir látnir vita.
    3. Formaðurinn greindi frá því að bílavalsnefndin hafi sagt af sér störfum og að það þurfi að manna hana. Sýningi verður 10.-12. október. Kristján Kolbeinsson hefur þó áhuga á að starfa í henni áfram. Formaðurinn segir að það séu nú þegar komin 3 fyrirtæki sem eru búin að panta hátt í 400 fermetra á sýningunni, og telur slæmt að bakka frá henni. Gísli Þór Þorkelsson bauð sig fram fram í bílavalsnefndina.
    4. Formaður segir frá bílasýningunni og að fulltrúi skálanefndar mun verða í Setrinu um afmælishelgi skálans en ætlunin er að gera eitthvað flott á sýninguna í tengslum við Setrið. Formaðurinn segir að það séu tveir kostir í sambandi við sýnininguna ef fáir verði á henni þá er að keyra hana eins ódýra og hægt er kosti í kringum 6 millj. Og ef aðgangseyrir 1000 kr. þarf 6000 manns eða hafa hana stóra og þá þurfi góða þátttöku félagsmanna og fyrirtækja í hana. Talað um að um 15000 manns hafi mætt á kvartmílu eða mótor og sport sýninguna og á öðrum staðnum hafi verið seldur t.d. helgarpassi 1500 kr inn. Talað var um að reyna að byggja upp umræðu um jeppa og sýninguna vikum fyrir sýninguna. Reyna að komast í fjölmiðla og eins að fá litlu nefndina til að standa fyrir ferð og fá umfjöllun um hana og hafa sýninguna svo sem lokahnykkinn á umræðunni.
    5. Umræða um jeppa í fjölmiðlum, árekstrar og utanvega akstur. Alltaf hallar á jeppa í umfjöllunum sbr. Jeppi lenti í árekstri við fólksbíl en hið rétta var að fólksbíll ók aftan á jeppann sem kastaðist í veg fyrir rútu. Formaðurinn talar um hvað það sé erfitt að koma jákvæðri umfjöllun í fjólmiðla hann hafi t.d. talaði oftar en 3 sinnum í einu tilfelli við nokkra fjölmiðla og hafi mbl meðal annars boðið honum að kaupa pláss undir það sem hann kallaði fréttatilkynningu.
    6. Stjórnin segist ætla að reka skrifstofuna sjálfir til að byrja með eða alla vega fram að landsfundi sem á að halda 19.-20. september, helgina eftir stikuferðina, í Kerlingafjöllum. Búið að tala við deildirnar og tóku þeir vel í þessa staðsetningu. Sími skrifstofunar er stilltur á gjaldkerann og síðan á formanninn og síðan símsvara þannig að þeim sem hringja í skrifstofuna verður svarað. Félagatalið er komið í hendur Birgirs Más stjórnarmanns til úrvinnslu. Gjaldkerinn er með bókhaldið og er verið að setja upp fjárhagsáætlun til að marka einhverja stefnu. Laga á t.d. tímabilin á félagsgjöldum því þeir sem greiddu fyrir áramót eru í uppgjörinu í fyrra og sjást ekki á þessu reikningsári. Þar sem bókhaldið er frá áramótum þá verða gíróseðlar fyrir félagsgjöldum ekki sendir út fyrr en eftir áramót til að fá samræmi í yfirlitið og hægt sé að átta sig á því hve margir félagsmenn raunverulega eru í klúbbnum. Erfitt að fullyrða nokkuð um það eins og málum er háttað í dag. Sami maður getur verið talinn tvisvar sinnum. Borgar í janúar og svo aftur í nóvember en kemur ekki fram á árinu á eftir þannig að það virðst sem að X milljónir í félagsgjöld séu 2 föld að hluta til í síðasta reikningsuppgjöri, þarf alla vega að skoða. Gjaldkerinn telur nauðsynlegt að gera milliuppgjör fyrir stjórnarskipti til að koma í veg fyrir að fyrri stjórn geti stofnað reikninga sem að næsta stjórn borgi. Fyrri stjórn sýnir þá hagnað en seinni byrjar með tapi. Vefnefnd beðin um að athuga með lausnir til að hægt verði að greiða félagsgjöld með greiðslukorti á netinu.
    7. Formaður gerði talningu á hvað margir voru mættir úr hverri nefnd. Þegar spurt var um hvað margir hafi fengið fundarboðið sem hann sendi á stjórn og nefndir þá kom í ljós að nokkrir sem voru mættir höfðu ekki fengið það og sumir annað hvort séð það á vefsíðu klúbbsins eða á pósti sem sendur var samdægurs og þá á stjorn.nefndir.deildir. Vefnefnd er beðin um að athuga málið og fara yfir netfangalista klúbbsins.
    8. Nefndum er gefið orðið.
    Umhverfisnefndin: Gerði grein fyrir vettvangsferð sem þeir fóru í kjölfar frétta sem að komu fram í fjölmiðlum um utanvegar akstur á svæðinu í nágrenni Landmannalauga. Sýndi nefndin myndir sem að teknar voru á vettvangi. Mikill áhugi er á að auka samstarf við landverði í baráttunni við landspjöll af völdum umferða utan vega og að hylja verksumerki til að koma í veg fyrir endurtekningu. Rætt var um samstarf F4x4 og MSÍ sem eru samtök mótorhjóla og snjósleðafólks í þessum málaflokki. Verið er að koma upp gps gagnabanka sem inniheldur gps staðsetningar af landsjöllum af völdum umferðar utan vega til að halda utan um hvar séu gömul verksumerki og hvað sé nýkomið og helst af hvers völdum. Umhverfisnefndin vill leggja áherslu á að breyta orðalagi í ferðakynningum til Íslands úr „off road driving“ í „mountain trail driving“ eða eitthvað sambærilegt. Fleiri hugmyndir komu fram sem á eftir að vinna úr og verða kynntar félagsmönnum á vefsíðu eða félagsfundi.
    Tækninefndin: Gerði grein fyrir nýjungum í pústkerfum en ekki er komin reynsla á það. Nefndin hefur fundað með samgönguráðaneytinu og er tengiliðurinn þar Róbert Marshall. Skoða þarf stöðu jeppamála hjá Evrópusambandinu m.t.t. þarfa jeppamanna. Nefndin er að skoða hvort að mismunun eigi sér stað þegar kemur að útreikningi á burðargetu bíla eftir tegundum og breytingum. Nýir starfsmenn eru komnir á umferðarstofu og vonast tækninefndin eftir því að geta átt gott samstarf við þá í framtíðinni.
    Skálanefndin: Gerði grein fyrir því að búið er að fella niður afmælisferðina í Setrið en nefndarmaður verður á staðnum með heitt á könnunni. Kynnti vinnuferð sem að þessu sinni er opin félagsmönnum en enginn hefur skráð sig til þátttöku.
    Þarf m.a. að grafa fyrir sökklum og er stjórn að vinna í því að fá gröfu í það. Rætt var um talnalásinn sem á að fara í Setrið en til að komast inn þarf að hringja og fá aðgangsnúmer. Þeir sem eru með þjónustu Símans eru ekki í símasambandi í Setrinum. Skálanefndin segir þetta vera stillingaratriði hjá símanum og reiknar með að þetta komist í lag. Síðan þarf að athuga frágang á olíuleiðslum í Setrinum sér í lagi baka til.
    Ritnefnd: Ritnefnd gaf út eitt vefrit á tímabilinu. Rætt um útgáfu afmælisblaðs fyrir bílasýninguna. Ætlar stjórn að boða ritnefnd á fund fljótlega og fara yfir það mál.
    Litla nefnd: Ekki til staðar
    Ungliðanefnd: Nefndin var búin að standa fyrir einum „hitting“ sem að tókst vel til og fjölgaði félagsmönnum um 3 eftir það. Eru þeir enn að móta starfið en stefna á að koma sér meira á framfæri t.d. í fréttablaðinu.
    Fjarskiptanefnd: Talið er að bilun í endurvarpanum á Hlöðufelli stafi af völdum eldingar. Er verið að vinna að endurbótum. Endurvarpinn á Fjórðungsöldu bilaði og var farið öryggi sem að skipt var um. Farið var yfir kosti og galla gsm kerfisins og ætlar nefndin að safna göngum um hvar gsm samband er og hvar ekki.
    Vefnefnd: Nefndin vinnur að nýrri síðu klúbbsins og eins er verið að smíða GPS síðu með ferlasafni sem hægt verður að sækja úr og jafnvel skoða myndrænt. Nefndin vonast til að geta komið með sýnishorn af þessum síðum fljótlega til að sýna félagsmönnum.
    Hjálparsveit: Eitthvað lítið hefur verið um hjálparbeiðnir en þeim er þó sinnt þegar hjálparsveitin hefur tíma.

    Fundi slitið kl 22:15.

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 21 through 23 (of 23 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 19.08.2008 at 15:46 #627818
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Ég get aðeins bætt úr spurningum þarna um.
    Það var tekin ákvörðun um það í fyrravetur að hefja byggingu á "hinum" endanum á skálanum. Það hefur verið gömul hugmynd að hafa annan skála eins og þann eldri við hinn endann á tengibyggingunni. Mig minnir að það séu til teikningar að því.
    Við vissum af því í fyrra að byggingaleyfi sem til var fyrir þessari viðbyggingu myndi ekki vera til ótakmarkaðs tíma og því var ákveðið að tryggja leyfið með því að steypa sökkla og útbúa plötu í sumar en það á að tryggja leyfið.
    Kv.
    Barbara Ósk





    19.08.2008 at 16:30 #627820
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ég vil byrja á að þakka Stefaníu fyrir þessa ritgerð þar sem hún upplýsir líðinn um þau málefni sem rædd voru á þessum fundi, eitt prik fyrir hana.
    Vissulega eru málefni sem menn/konur vilja frekari upplýsingar við, en það heillast af litlu upplýsingaflæði frá stjórnendum klúbbsins það sem af er þessu ári. Ég er viss um að þegar ráðmenn klúbbsins tóku þá ákvörðun að minnka upplýsingaflæðið, þá voru þeir vissir um að það var rétt ákvörðun á þeim tíma sem hún var tekin.
    Ég ætla að vona að þeir sem halda um stjórnartaumana núna taki þetta framlag Stefaníu til eftirbreytni og upplýsi okkur hin um það sem er efst á döfinni, Því í myrkrinu verðum við hrædd og ill og búumst til orrustu en lítið ljós gerir okkur örugg og ánægð.
    Það er þetta ljós sem nú þarf að tendra.
    kv. vals.





    19.08.2008 at 19:52 #627822
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Lella
    Er þá ekki bara málið að við finnum tíma til að fara í þetta mál, að loka villuslóðum enda herma fréttir að þú sért ákaflega "hrífandi". Þú ert meira en velkominn á kantinn hjá mér en ég fer nú ekki að spreða einhverjum öryggisólum á þig eins og ég sá að menn gerðu, en hugsanlega mætti græja glasabakka fyrir aðal verðmætin ;->

    En svo að ég víki nú aftur af þessum fréttum þá er ég mjög spennt fyrir því að fá að sjá almennilega nýju vefsíðu klúbbsins t.d. á næsta félagsfundi og heyra hvaða möguleika hún kemur til með að bjóða. Það kom einmitt til tals á fundinum að það yrði alveg ný tegund af spjalli þar…. þar sem menn spjalla saman.

    kv. Stefanía





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 21 through 23 (of 23 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.