This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 14 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2010 at 10:09 #215958
Í morgun lögðu rúmlega fimmtíu bílar upp frá Select í hina geysivinsælu Litlunefndarferð. Bílarnir voru, þegar síðast fréttist, allir komnir til Þingvalla.
Ferðaáætlun gerir ráð fyrir „hringa“ Skjaldbreið, þ.e. fara línuveginn norðan Skjaldbreiðar, fara fram hjá Hlöðufellinu vestan megin og til baka til Þingvalla um gamla Eyfirðingaveginn.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.11.2010 at 11:19 #710854
Það er nýjast að frétta af ferðalöngum að allt gengur vel. Hópurinn er á leiðinni að Tjaldfelli, þar sem ætlunin er að snæða nestið.
Smá þæfingur er á leiðinni og því farið rólegar yfir. Eitthvað um smá festur og því gefist nokkur tækifæri til að nota spottann til að kippa í.
Veðrið leikur við ferðalangana, stillt og bjart og fagurt.
20.11.2010 at 13:07 #710856Var að heyra í Kristjáni eftirfara. Allur hópurinn er lagður af stað frá Tjaldafelli. Ætlunin að halda sig við upphaflega ferðaáætlun og halda áleiðis að Hlöðufelli.
Eitthvað er um smá skafla, sem minnstu bílarnir eru í vandræðum með að komast yfir. En allt gengur þetta mjög vel og engin vandræði.
20.11.2010 at 13:59 #710858Var að spjalla við Óla formann Litlunefndar. Verið var að safna saman hópnum, því nokkrir höfðu villst af leið og farið austan megin við Hlöðufellið.
Aðeins var farið að rigna á hópinn undir Hlöðufellinu, en ekkert að ráði.Enn er lítið um bilanir, í einum bílnum bilaði bremsudæla, en gert var við hana á staðnum.
Eilítið hefur fækkað í hópnum þar sem að nokkrir af stóru bílunum ákváðu að breyta um leið og fara í staðinn Kaldadalinn.
20.11.2010 at 14:39 #710860Jæja þá er Klakinn tekinn við fréttamannastarfinu og mun reyna að skrifa inn á c 2 tíma fresti og ef eitthver þarf þá er hægt að koma boðum í hópinn gegnum mig í gsm 8930555 þá er það bara velkomið.
Átti smá spjall við Einar Berg hópstjóra og lét hann vel yfir sér sma krapasull og Einar Sólon að gera slóð fyrir hópinn og eins og Ásgeir sagði var hóðurinn að koma undir Hlöðufellið og ættluðu vestan meginn inn á hraunið við Skjaldbreið og sjá svo til hvort farið verður niður á Gjábakkaveg eða inn á Eyfirðingaveg,það hefur verið lítið um festur þó svo að minnstu bílarnir séu að draga kúluna og sma bleyta í förunum.
En meira í næsta frétta tíma en eins og þá er hópurinn á leiðinlegu gsm,svæði.
Kv Klakinn
20.11.2010 at 16:52 #710862Eins og er þá er ekki hægt að ná í Litludeildina í gsm allir símar utan þjónustusvæðis, og ég er ekki með tetra,en alla vega einn eða fl eru með það kerfi líka,nú hefði verið gott að hafa nmt símann..
Kv Klakinn
20.11.2010 at 16:58 #710864Besta lausnin á þessum fjarskiptum, er að fara út í bíl. Stilla á endurvarparás 58 og kalla á þá sem eru þarna á ferð. 58 næst mjög víða í Reykjavík og að sjálfsögðu er Skjaldbreiðarsvæðið mjög vel dekkað af honum.
Það þarf ekkert Tetra, gsm eða annað aðkeypt dót. Við eigum VHFið alveg skuldlaust og um að gera að nota það.
Góðar stundir
20.11.2010 at 17:47 #710866Það náðist samband við hópinn frá Litlunefnd og hann er í erfiðum snjó sunnan við Skjaldbreið. Það tekur lengri tíma að komast til byggða en reiknað hafði verið með og áætluð koma niður á malbik er núna seint í kvöld eða kl. 22:00 til 24:00. Við látum vita um leið og nánari fréttir berast.
Guðmundur G. Kristinsson
Litlunefnd
20.11.2010 at 18:44 #710868Vildi leiðrétta áætlaðan komutíma hér að framan, en fyrstu bílar eru að koma inn á Lyngdalsveg á næsta klukkutíma. Heimkoma verður því fyrr en kom fram hér áðan.
Guðmundur G. Kristinsson
20.11.2010 at 19:06 #710870Sælir félagar.
Fréttir af hópnum eru þær að þau áttu um 20 km eftir í Vörðuna fyrir ofan Gjábakkaveg og sóttist ferðin seint,krapapollar og bleyta að tefja og hópurinn stór,en Óli formaður sagði alla hressa og káta og síðustu fréttir voru þær gegnum Guðmund Kristinss að fjórhjólagarpur sem lenti í að græjan bilaði náði að komast gangandi í veg fyrir hópinn og er nú í góðu yfirlæti á leið til byggða með bíl í hópnum,en verið var að ræsa af stað björgunarsveit frá Selfossi til að sækja hann,var það afturkallað.
Það gengur illa að ná gsm sambandi en ég náði glimrandi sambandi á rás 47 á vhf,eftir að hafa komið mér upp á Úlfarsfellið,rás 46 var ekki að virka en samkv Guðmundi var rás 58 að virka vel og sýnir þetta bara hversu gott starf hefur verið unnið á vegum klúbbsins við uppbygginu endurvarpana.
Sem sagt allt í góðu en gengur seint.Kv Klakinn
20.11.2010 at 19:45 #710872Jæja þá eru glóðvolgar fréttir,Hópurinn er stopp eins og er og verið að tappa dekk og eitthver hafði affelgað,viftureimar slitnað og spottinn notðaur töluvert,allt eins og það á að vera,en rétt í þessu var Óli formaður að hringja og lét vel af sér og sagði að fremsti bíll væri kominn niður undir Þjónustumiðstöð,og samkv því ættu hinir að fara að detta inn á gamla veginn og þá er nú stutt eftir í bæinn.Óli bað um að skila kveðju frá hópnum.
Áttir þú ekki að vera úti á Spáni Hlynur.
Kv Klakinn
20.11.2010 at 22:10 #710874Jæja þá er ferðinni lokið og allir komnir niður á malbik nema Kristján eftirfari,en ég náði í hann þar sem hann var að pumpa í og orðinn einn eftir,hann var mjög sáttur við daginn og sagði að hópurinn hefði fengið að spreyta sig á ýmiskonar verkefnum og leyst þau með sóma,2 dekk rifnuðu eins og komið hefur fram og annað það illa að það er sennilega ónýtt og þeim bíl er fylgt í bæinn,en því var komið í nothæft ástand og klára það sig í bæinn.
Þessi ferð er á enda kominn og fararstjórum og hópstjórum til sóma og eiga þeir þakkir skildar fyrir gott verk,ég þakka fyrir mig og kveð að sinni.
Kv Klakinn
20.11.2010 at 22:24 #710876Gott kvöld
Nú hafa líklega flestir eða allir ferðalangar skilað sér til síns heima eftir góða og viðburðarríka Litlunefndarferð. Flest af því sem markvert gerðist hefur komið fram hér að framan og litlu við það að bæta. Breytt var frá upphaflegri áætlun að fara gamla Eyfirðingaveginn og Gjábakkavegur farinn í staðinn þar sem talið var að hann væri snjóléttari. Það reyndist þó vera nokkuð mikill snjór með köflum og þar sem hlýtt var, var nokkuð um krapapolla á milli og djúp för mynduðust sem reyndust minni bílunum nokkur fyrirstaða. Til að leysa úr þessu var hópauppröðun breytt, þannig að settur var stærri bíll á undan minni bílunum svo auðveldara væri að kippa í þegar það þurfti. En til að gera langa sögu stutta var þetta hin ágætasta ferð og flestir ferðalangar sem ég heyrði í nokkuð sáttir með þennan langa ferðadag.
Ég þakka ferðalöngum fyrir daginn, Einari Sól fyrir að ryðja og finna leiðir, hópstjórum fyrir sitt frábæra framlag og fréttariturum fyrir sitt framlag, en sérstaklega Klakinn lagði mikið á sig við að ná í okkur og á hann þakkir skildar fyrir það. Það má ekki gleyma að þakka fyrir VHF endurvarpakerfi klúbbsins, en eina leið okkar að ná til Reykjavíkur reyndist vera um endurvarpann á Hlöðufelli, þar sem bæði gsm og Tetra var úti langtímum saman.
Að lokum minni ég á að á fimmtudaginn kemur verður myndakvöld, þar sem ferðalangar eru hvattir til að koma með sínar myndir úr ferðinni.
Takk fyrir góðan dag á fjöllum,
kv. Óli, Litlunefnd
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.