This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Kristjánsson 13 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn öll sömul.
Núna um 9 leitið fóru af stað frá Shell á Vesturlandsvegi rúmlega 40 bílar sem taka stefnu á Þingvöll og hugsanlega áfram um Kaldadal, ef farastjóra lýst á færð og veður. Veðrið hér í borginni er með besta móti, 4,5 stiga hiti og vindur um 6 m. á sec. Veðurspáin fyrir Kaldadal og nágrenni er ágæt og spáir hann smá súld seinnipartinn í dag. Hugsanlega má þó búast við snjókomu, amk þar sem Kaldikalur liggur hæðst í 750 m. Gera má ráð fyrir að menn kíki upp að Jaka og hugsanlega aðeins í jökulinn, ef tími vinnst til.
Yfirfarastjóri dagins er Kristján Kristjánsson og eftirfari er Guðmundur Kristjánsson. Þeir njóta aðstoðar amk 10 annara félagsmanna við skipulagningu ferðarinnar.
Fyrir hönd okkar allra sem komast ekki á fjöll í dag, óska ég öllum góðrar ferðar og enn betri heimkomu.
Meira síðar.
kv
Palli fréttaritari Litlu-Deildar.
You must be logged in to reply to this topic.