Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › fréttir af hálendinu
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.09.2003 at 17:57 #192914
Já nú er allt að fara að gerast, ég var að tala við Hlyn Snæland og er hann á Kvíslaveituveginum ásamt 2 bílum þeim Grímsa og Sindra á leið í Setrið með 650 lítra af olíu á tunnum nokkrir góðir skaflar eru að þvælast fyrir en vonast þeir að vera komnir að Sóleyjarhöfðavaði eftir klst.
Þeir félagar heyrðu í bílum sem eru á leið upp Gljúfurleitin og gengur þeim afar hægt sökum snjóa.
Jón Snæland og Reynir eru í þessum töluðu orðum að leggja frá Select með 2000 lítra af olíu á tunnum og kálf og ætla þeir að reyna að brjótast upp gljúfurleitinn.
Meira af þeim félögum á eftir….
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.09.2003 at 19:14 #476986
Hvað eru þessir menn að gera með að fara með oliu í setrið er ekki löngu búið að því :)Lúddi minn að allt sé að gerast er greinilega einu orðin í þínum heila, það gerist ekkert hjá Hlyn og að snjór sé að þvælast fyrir er bara vegna þess að hann er á datsun.
Hvernig er með þig ekkert faraleyfi???
Talaði við jón áðan og sagði hann mér að hann og Gulli séu búnir að troða sér aftur inn í skálanefnd. Ég held að það sé vegna þess að þeir vilja fría gistingu í vetur.
En annars skildi þessi ferð verða til þess að flugsveitin geri annað skemmtilegt myndband, nei annars við erum hættir að vera skemmtilegir.:(:(Láttu heyra meira í þér.
26.09.2003 at 21:05 #476988
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var að tala við Hlyn og var hann kominn uppí Setur um kl 20:00 og gekk vel ekki mikill snjór en eitthvað vandamál er hjá þeim sem fóru Gljúfurleit og hélt Hlynur að það væri eitthvað Toyotu vesin og datt í hug hvort Lúter væri nokkuð að koma þá leið…………..
Matti R1625
26.09.2003 at 22:09 #476990Sorrý strákar hvað leið langt á milli pósta, ég þurfti að bregða mér á körfuboltaleik með stráknum:(
Hlynur, Grímsi og Sindri keyrðu uppúr Sóleyjarvaðinu kl 19.07 og náði pollurinn rétt upp í stigbretti hjá þeim þeir voru komnir í Setrið rétt fyrir 20 og sver Hlynur að hann hafi dregið tunnurnar alla leið án þess að tappa af þeim.
þegar ég talaði við Sindra rúmlega 21 sagði hann mér að Siggi Helga fyrrum ritstjóri okkar væri niðri á sléttu ásamt örfáum bílum og voru þeir í einhverju hjakki.
Nú af Jóni Snæland og félögum er það að frétta að þeir voru í kjötsúpu í Hrauneyjum kl 21 og voru að taka strikið sömu leið og Hlynur fór og sagði Reynir mér að þeir ætluðu að hyrða upp tunnurnar upp eftir Hlyn:)ég tala betur við Jón á eftir.
Beggi við þurfum að renna uppúr með myndavélina og taka upp sannleikann í þessu máli, það er útilokað að þetta sé allt svona einfalt hjá þeim og að sjálfsögðu förum við ekki sömu leið og þessar "kellingar" og keyrum Klakkinn eins og alvöru menn.
P.S Matti það er aldrei vesen á TOYOTU mönnum við keyrum bara ekki með réttum mönnum alltaf:)
kv.Lúther
26.09.2003 at 22:30 #476992Jón er að beygja út af kvíslaveituvegi og eru bílarnir nú orðnir 10 talsins. Og hver haldiði að dragi nú kálfinn´…..
jú auðvitað Reynir á TOYOTU D/C. þeir eiga 1/2 tíma eftir í vaðið og bíðum við spenntir eftir hvernig gengur yfir hjá hópnum.Eitthvað misskildi Krílið skálanefndina og stefndi hann í Kellingafjöll eftir hópnum og er nú einn á ferð þá leiðina í Setrið enn ætluðu menn að reyna að fylgjast með honum og koma þá á móti honum ef illa gengi. Fyrir þá sem ekki vita er "krílið" 44" LC 80.
Enn eftir hálftíma Jón á leið yfir Sóleyjarvaðið……..
Skyldi Reynir koma olíukálfinum yfir???
26.09.2003 at 23:26 #476994Jæja eru nú allir 10 bílarnir komnir yfir og fann Reynir ekki fyrir fullum olíukálfinum:)
Jón Snæland drap á í miðju fljótinu og sagði Einar Sól mér að hann hefði rétt haft hann í gang aftur.
(ekki gaman að vera vélarlaus þarna).Eithvað fór Krílið yfir á taugum yfir að vera einn á ferð undir Loðmundi og er Hlynur að reyna að lóðsa hann í kofann.
Og meira af Hlyn því eitthvað var hann að fikta við kabyssuna frammi og er nú Setrið fullt af reyk, sjálfsagt hefur verið eitthvað kalt í Datsun og honum því vantað að hlýja sér.
27.09.2003 at 20:02 #476996Blessaður Lúther.
Er eitthvað að frétta af görpunum? Maður er búinn að sitja við skjáinn og bíða frétta í allan dag. Ég trúi því ekki að þú sért aftur á körfuboltaleik í stað þess að afla okkur frétta.
Emil
27.09.2003 at 20:11 #476998Já Lúter er ekkert að frétta af Seturs mönnum.
Hvernig gekk hjá Krílinu fór hann ekki létt með að keyra í Setrið og hitta aðra jeppamenn þar.
27.09.2003 at 20:44 #477000Við fórum allir í bæinn í dag svo það gerist nú varla mikið meir úr þessu. Annars lítur vel út með snjóalög í byrjun vetrar og er td kominn góður þæfingur á Kerlingafjallaleið í Setrið. Maður gíraðist allur upp við það að sjá smá snjó og núna er bara að bíða og vona.
Hlynur
27.09.2003 at 21:18 #477002Kæri Hlynur. (eða einhver annar úr ferðinni.)
Villtu nú vera svo vænn og segja okkur sem heima sátum, syndandi í sýrunum, pínulítið frá eigin brjósti um ferðina. Er snjórinn upp í hné, eða er hann bara fjúk á framrúðunni? Er kominn klaki og skarir? Sumir okkar munum ekki geta sofið fyrr en við fáum meira að heyra.
Emil
27.09.2003 at 21:45 #477004Smá fréttir af snjó. Það eru nokkrir skaflar á stangli hér og þar, annars er frekar lítið af snjó komið ennþá. Eitthvað af snjó Kerlingarfjöllum – Setur – Sóleyjarhöfði en síðan var minna af snjó t.d. í Nautöldu og þar í kring og norður. Við keyrðum nokkrir í norður Arnarfellsmúlan og yfir á Kvíslaveituveginn.
Bara fínasta ferð en finn aðeins fyrir svefnleysi vegna hrotuhljóða, en þegar ég sagði konunni það í kvöld, þá sagði hún, gott á þig, þá veistu hvað ég þarf að þola.Kveðja
Ágúst Þór.
27.09.2003 at 22:24 #477006Ég þakka greinargóða lýsingu. Eitthvað af snjó hér, og minna þar. Þetta segir allt sem segja þarf. Ekki satt?
Emil
28.09.2003 at 19:10 #477008Núna sér maður hvað vantar mikið að fá myndaalbúmið í lag aftur. Það eru allir að spá í snjóalög og hvernig færið er.
Nokkrar myndir segja manni allt um færið og snjóalög, enda er sama hvað maður skrifar, myndirnar toppa allt.Hlynur
28.09.2003 at 19:57 #477010ég fór nú ásamt 6 öðrum bílum inn að klakk og í kringum kellingarfjöllin og þegar við komum inn í setur var þar einn bíll á 31" dekkjum svo að ekki var nú mikill snjór á leiðinni en við fundum nokkra skafla til að leika okkur í og það var sko gaman svo að þetta lofar nú góðu
29.09.2003 at 09:58 #477012
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir. Já það er gaman að sjá þetta hvíta svona snemma og vonandi boðar það snjóþungan vetur. Eg fór um helgina með hóp fyrir Utivist inn í Jökulheima og um Breiðbak og sáum slatta af hvítu. Við fundum að vísu ekki mikið af sköflum, kannski einstaka stað í lægðum sem gat verið einhver þæfingur, en þetta var sjálfsagt ca 20-30 cm jafnfallið. Tróðst vel þannig að þegar voru komin för voru minni bílar ekki í neinum vandræðum. Síðan keyrðum við úr þessu niðri við Eldgjá og var minni snjór eftir það.
Fyrir ykkur sem þyrstir í að rifja upp hvernig snjór lítur út, þá eru hér tvö sýnishorn, ein mynd úr [url=http://www.mountainfriends.com/images/DSCF0003.jpg:2tnxdm1z]Jökulheimum[/url:2tnxdm1z] og ein [url=http://www.mountainfriends.com/images/DSCF0005.jpg:2tnxdm1z]við Tungnaá hjá Gnapavaði[/url:2tnxdm1z]. Ain var lítið mál og hefur greinilega rýrnað mikið síðustu vikur.
Kv – Skúli
29.09.2003 at 10:04 #477014
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eru þetta myndir frá því um helgina Skúli??
bv
29.09.2003 at 13:31 #477016
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já, hljómar ótrúlega þegar maður horfir út um gluggan hér í bænum. Eg fór þennan sama túr sömu helgi í fyrra og það var bara klassísk sumarferð, ekki svo mikið sem lykt af snjó. En núna er s.s. alhvít jörð þarna uppfrá.
Eg fékk þær upplýsingar frá "ráðskonunni í Sveinstindi" (hópur sem er að í tilraunaborunum fyrir Landsvirkjun á svæðinu heldur til í skálanum í Sveinstindi) að það hafi byrjað að snjóa á þriðjudag og hefði orðið töluvert djúpur snjór sem væri búinn að síga og sjatna.
Kv – Skúli
29.09.2003 at 15:25 #477018Var í Nýliðaprófi hjá Björgunarsveitinni um helgina. gekk frá Hungurfitum að skyggnisvatni-laufafell. Það var komin smá snjór, um 10-30 cm. + skaflar í skurðum.
29.09.2003 at 15:43 #477020Hvernig var seinni dagurinn?
(var í 33" Terranóinum sem fór heim snemma á sunnudeginum)
-Haffi
29.09.2003 at 16:05 #477022
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Haffi, takk fyrir síðast.
Seinni dagurinn var fínn, veðrið mjög svipað og fyrri daginn og gekk ágætlega. Við vorum þó ekki komin í byggð fyrr en um sjöleitið. Það var aðeins snjór á leiðinni hjá Alftavatnakrókum en eftir að við komum á sjálfa Fjallabaksleið var lítið af honum og minna eftir því sem vestar dró. Leiðin inn að Hungurfitjum seinfarin, enda frekar röff slóðar, giljótt og brattar brekkur.Hvernig hefur Terrano það, varð honum eitthvað meint af volkinu?
Kv – Skúli
29.09.2003 at 21:55 #477024Jú takk fyrir síðast,
Terrano stendur berassaður inni í heitum skúr,
verður sennilega ekki meint af baðinu, enda
seigur eins og sást í ferðinni.-Haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.