This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.04.2006 at 14:14 #197761
AnonymousHvernig er það er ekkert að frétta af fjallaförum þessa helgi. Ég frétti að hluti Trúðagengisins væri fyrir austan og hefði heimsótt Óþverrana og Fúlagengið upp á Skálafellsjökul, þar var Hlynur að grilla og með bauk og sagði mont sögur. Einnig frétti ég af nokkrum Flugsveitarmönnum og fylgisveinum á leið í Setrið um Kvíslaveituveg. Og Var Beggi í sinni jómfrúarferð og verður spennandi að vita hvort hann verður í förum. Einnig fóru nokkrir Illahraunsleiðina í Setrið í dag og svo havar er Gundur og hvar er Litladeildinn ?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.04.2006 at 15:12 #549596
Sæll .
Hvað er með þig ert bara grenjandi heima? áttu enga vini núna kallinn.
Ég veit ekkert um aðra en litludeildina, Hrafnhildur og Óli eru með 21 bíla hóp á Langjökli fóru upp hjá Slunka.
Þegar eg talaði við þau létu þau bara vel af sér þokkalegt færi°og bara haminga.
Þetta er þeirra fyrsta ferð með hóp og
vona eg að þetta gangi bara vel hjá þeim . Það er víst bara 2 sem hafa farið áður með deildinni þannig að það er nó að gera í að passa liðið.
Kv. Ulfurinn
15.04.2006 at 15:17 #549598Stebbi bara fjandi gott að taka eina helgarpásu frá fjallaferðum enda búið að vera bara strembið tímabilið síðustu vikur
15.04.2006 at 16:08 #549600Fjallabellir fóru í létta páskaferð og Gulli á grandara var næstum búinn að nefna nýtt svanavatn einhverstaðar við laugarfell, hringdi í mig um 13 í gær og bað mig um að græja allt fyrir björgunarmission. En einhverjar björgunarsveitir voru nær þeim svo ég var ekki fyrr búinn að græja mig að þeir stoppuðu mig af. Svo þrem tímum eftir að hann sökk þá komu út úr þokunni fjórir bílar með öllum græjum og náðu þeir honum upp með herkjum, brotið drif, millibilsstöng og laskaður kantur, dóluðuþeir svo í bæinn. Komu í hús í hádegi í dag þreyttir en glaðir.
Myndir og full saga væntanleg inn á http://www.fjallabellir.com
15.04.2006 at 18:15 #549602Fórum á 5 bílum í Setur á fimmtudag. Fórum upp Gljúfurleit en tókum fljótlega eftir Sandafell stefnuna beint á Setur, fórum yfir við Dalsárdrög. Þarna er alveg geggjað færi og hægt að keyra eins og druslan kemst. Mæli með þessari leið núna. Það var ekki fyrr en við Setursfjallið sem færið þykknaði verulega og var eiginlega bara lolo færi síðustu 5 km. Bara gaman. Verulega mikil lausasnjór í kringum Setur. Á föstudeginum ætluðum við að þvera Hofsjökul og veðurútlit var gott. Fórum leiðina upp að jökli sem farin er frá Setri via Illahraun. Færið varð alveg svakalega þungt og þegar við vorum á sléttunni við jaðar jökulsins var ákveðið að geyma þetta því færið var svo þungt og veðurútlit var orðið tvísýnt. Þannig að stefnan var tekin niður á slóðann til Kerlingarfjalla og gekk það svona lolo. Síðan var aftur alveg frábært færi beint frá Kerlingarfjöllum beint á Hveravelli meðfram girðingunni. Þar er bara harður og góður keyrslusnjór. Vorum komnir í hús á Hveravöllum tímanlega því stuttu seinna gerði snjóbyl. Fínt að njóta hans í pottinum. Í morgun var síðan keyrt á jökulinn upp Djöflasand og aftur alveg frábært færi og vélsleðafært sem dæmi. Soldið þungt upp brekkuna fyrst á jökulinn en eftir það bara fínasti snjór inn í Þursaborg. Þar fóru 2 bílar síðan niður í Skálpanes og var það létt mál. Hinir bílarnir fóru í átt að Jaka og skilst mér að færið hafi verið orðið verulega þungt ofan við Jaka.
Ferðakveðja
Agust Thor.
15.04.2006 at 18:27 #549604Jæja kallinn sprungin á limminu, allt í lagi eða þannig.
Af litla fólkinu er það að frétta að þau fóru langleiðina upp á jökulinn en þá var færið orðið þungt fyrir 38" bíl en það var bara ein svoleiðis með í för .
Þannig að það var snúið við og haft bara gaman af bakaleiðini, tvær affelganir en að öðru leiti gekk þetta samkvæmt áætlun, og allir mjög ánægðir eins og alltaf þegar litlir eru á ferð.
Kv. Úlfurinn
16.04.2006 at 17:38 #549606Kæri Ofsi
Ferðin okkar á Vatnajökul var mjög vel heppnuð, eitt gatað dekk og eitt umferðskilti tekið í tvígang við Hrauneyjar.
Maður var á um 90 km hrað í lága, glampandi sólskyn og gaman að lifa.
þinn vinur gundur
16.04.2006 at 17:49 #549608þetta með umferðarskiltið ?????’ hljómar spennandi en þarf frekari útskýringar við
16.04.2006 at 18:21 #549610Jú sjáðu til, þegar beygja átti inn á stæðið í Hrauneyjum voru tveir sem voru aðeins of seinir að beygja, sá fyrri fór aðeins utan í það en sá síðari náði því.
kv. gundur
16.04.2006 at 18:29 #549612sá seinni fékk hann þá öll stigin fyrir skiltið. annarrs merkilegt að vera að drita þessum skiltum út um allt
16.04.2006 at 22:44 #549614Trúðagengið og gestir fór ferð á Vatnajökul um páskana – Reyndar komust færri Trúðar en ætlað var og því sameinuðum við okkur nokkrum Útlögum sem ætluðu á sama svæði.
Í ferðinni voru Benni, Sigrún og börn, Kjartan, Nina og barn , Valur og Dóra, Helgi, Hannes Jón, Elke og ljósmyndari. Og þrír Útlagar voru líka með okkur, Þórir, Gunnar og Jóhann.
Við lögðum af stað á miðvikudegi og héldum beint í bækistöð okkar sem var að Lækjarhúsum í Suðursveit – topp aðstaða og mótttökur þar. Menn voru svo að tínast í hús langt fram á nótt og voru Útlagar síðastir í hús um kl 4 um nótt eftir að skipt hafði verið um gírkassa hjá Þóri.
Á fimmtudeginum var svo haldið á jökul í blíðskaparveðri og var áætlun dagsins svo sem engin önnur en að skoða færið og keyra kannski í átt að Esjufjöllum. Ekki tókst það þennan daginn því færið var gríðarþungt og því ákveðið að láta nægja að kíkja ofan í Kálfafellsdal – Reyndar var færið það þungt að ég og Valur hjökkuðum okkur á leiðarenda með Gleðigand á milli bíla og þeir harðari í hópnum löbbuðu bara.
Gunnar varð fyrir því snemma dags að brjóta framdrif (LC80) og fékk annað sennt um hæl með flugvél – Ágúst á Krílinu sendi það. Dagurinn hjá Útlögum fór því í viðgerðir.
Á leið niður af jökli urðum við svo vör við Hlyn og aðra Óþverra sem höfðu farið upp að snjólínu með sleða og snjóbíl en voru á niðurleið líkt og við.
Á föstudegi var ákveðið að reyna að komast í bað í Hvergil. Ferðin yfir jökul gekk nokkuð vel enda batnaði færið eftir því sem norðar dró. Reyndar var ekkert skygni fyrr en á norðurhlutanum. Við fórum niður Brúarjökul og ókum inn að Hvegili en þegar þangað var komið var orðið það hvasst að engann langaði að klöngrast niður og í bað. Eftir þetta var haldið heim og komum við við í Jöklaseli þar sem orðið var fullmannað af Óþverrum og Fúlagegnismönnum – sá hópur hafði haldið sig í skála mestann hluta dags og þegar við komum að var grillveisla að hefjast.
Á laugardegi var haldið heim á leið í Sól og blíðu og ekið vestur jökulinn. Íbúar Jöklasels voru einnig að leggja á jökulinn og voum við samferða hluta leiðar eða þar til við tókum að beygja til vesturs en þau héldu í átt til Kverkfjalla.
Ferð okkar var tíðindalítil – ágætt færi var á jöklinum, svolítið þungt fyrst en lagaðist svo og var gott þar til við fórum að nálgast Grímsfjall. Þar þyngdist færið gríðarlega. Í þessu þunga færi ákvað nýja framdrifið hjá Gunnari að yfirgefa samkvæmið. Það leit út fyrir að erfitt yrði að koma honum niður en þó gekk það betur en maður þorði að vona, Þórir dró hann og ég ýtti með Gleðigand og þannig náðum við að halda 20 – 30 km hraða niður Tungnárjökul. Við vorum svo komin í Hraynaeyjar um kl 22.
Í heildina var þetta því frábær ferð í góðum félagsskap.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.