This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Fjarskiptanefndin fór á Þránd í gær og skipti um loftnet við endurvarpann. Við settum nýtt 9dB loftnet upp og skiptum um loftnetskapal, en vatn var komið gamla kapalinn. Endurvarpinn er því í fullkomnu lagi fyrir veturinn.
Við prófuðum endurvarpann á heimleiðinni og er hann að virka mjög vel í kringum Blönduós og dettur inn á blettum vestur á Hrútafjarðarháls þar sem virknin er mjög góð. Hann næst einnig mjög vel á norðanverðri Holtavörðuheiðinni.
Bíll sem var á leið áleiðis á Hveravelli prófaði fyrir okkur á Bláfellshálsi og virkaði endurvarpinn ágætlega þar. Við höfðum ekki tök á að prófa í Skagafirði og náðum ekki í nokkurn mann. Við biðjum því Skagfirðinga og aðra sem eru þar á ferð að prófa endurvarpann þar (rás 46) og láta okkur vita.Aðrar fréttir eru að við tókum niður endurvarpann á Vaðöldu í sumar, því hann var ekki að virka sem skyldi og auk þess er nýr endurvarpi á Slórfelli að dekka útbreiðslusvæði Vaðöldunnar ágætlega.
Nýtt og betra loftnet var sett á Bláfell og endurvarpinn yfirfarinn. Hann er því í góðu lagi fyrir veturinn.Á döfinni er að setja upp tvo nýja endurvarpa, annan á Skrokköldu og hinn hugsanlega á Skálafelli.
Endurvarpi á Skrokköldu tekur Vonarskarðið, vestanverðan Vatnajökul og svæðið austan Hofsjökuls, skv. útbreiðsluútreikningum.
Endurvarpi á Skálafelli tekur svæðið inn við Hlöðufell og línuveginn eitthvað austur.Fyrir hönd fjarskiptanefndar,
Kjartan
You must be logged in to reply to this topic.