FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fréttir af fjarskiptamálum

by Kjartan Gunnsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Fréttir af fjarskiptamálum

This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Kjartansson Einar Kjartansson 18 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.09.2006 at 14:55 #198512
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant

    Fjarskiptanefndin fór á Þránd í gær og skipti um loftnet við endurvarpann. Við settum nýtt 9dB loftnet upp og skiptum um loftnetskapal, en vatn var komið gamla kapalinn. Endurvarpinn er því í fullkomnu lagi fyrir veturinn.
    Við prófuðum endurvarpann á heimleiðinni og er hann að virka mjög vel í kringum Blönduós og dettur inn á blettum vestur á Hrútafjarðarháls þar sem virknin er mjög góð. Hann næst einnig mjög vel á norðanverðri Holtavörðuheiðinni.
    Bíll sem var á leið áleiðis á Hveravelli prófaði fyrir okkur á Bláfellshálsi og virkaði endurvarpinn ágætlega þar. Við höfðum ekki tök á að prófa í Skagafirði og náðum ekki í nokkurn mann. Við biðjum því Skagfirðinga og aðra sem eru þar á ferð að prófa endurvarpann þar (rás 46) og láta okkur vita.

    Aðrar fréttir eru að við tókum niður endurvarpann á Vaðöldu í sumar, því hann var ekki að virka sem skyldi og auk þess er nýr endurvarpi á Slórfelli að dekka útbreiðslusvæði Vaðöldunnar ágætlega.
    Nýtt og betra loftnet var sett á Bláfell og endurvarpinn yfirfarinn. Hann er því í góðu lagi fyrir veturinn.

    Á döfinni er að setja upp tvo nýja endurvarpa, annan á Skrokköldu og hinn hugsanlega á Skálafelli.
    Endurvarpi á Skrokköldu tekur Vonarskarðið, vestanverðan Vatnajökul og svæðið austan Hofsjökuls, skv. útbreiðsluútreikningum.
    Endurvarpi á Skálafelli tekur svæðið inn við Hlöðufell og línuveginn eitthvað austur.

    Fyrir hönd fjarskiptanefndar,
    Kjartan

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 31 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 10.09.2006 at 15:02 #559608
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Það er greinilegt að fjarskiptamálin eru í góðum höndum.
    kv:Kalli íbandi





    10.09.2006 at 19:02 #559610
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    ….úr ferðinni eru [url=http://this.is/rotta/album.php?p=2&flk=161:1htt371d][b:1htt371d]hér.[/b:1htt371d][/url:1htt371d]
    K





    18.10.2006 at 13:26 #559612
    Profile photo of Guðmundur Löve
    Guðmundur Löve
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 30

     
    Óska þeim fjarskiptanefndarmönnum til hamingju með framtakssemina í endurvarpamálum.
     
    Endurvarpanet félagsins er sífellt að verða þéttriðnara og mun væntanlegur (eða þegar kominn?) endurvarpi á SKÁLAFELLI — þar sem er rafmagn frá veitu — bæta mjög úr drægni á Suðurlandi og Hlöðufellssvæðinu.

    Næst langar mig að stinga upp á BÚRFELLI í Þjórsárdal. Þar er líka rafmagn frá veitu, og þetta stakstæða fjall nær ótrúlegri útbreiðslu, þ.m.t. inn á alla meginjökla:
     
    [img:2vkrab41]http://www.ira.is/myndir/buri.jpg[/img:2vkrab41]
    [Mynd af útbreiðslusvæði endurvarpa IRA á Búrfelli.]

     
    Fjarskiptakveðjur,
    Guðmundur





    18.10.2006 at 19:35 #559614
    Profile photo of Agnes Karen Sigurðardóttir
    Agnes Karen Sigurðardóttir
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 878

    Hlynur hefur farið á alvöru bíl…….
    kv
    Agnes





    18.10.2006 at 19:48 #559616
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er varla þörf á því að setja upp endurvarpa á Búrfell, enda er Bláfell, Reykjafjöll og Skrokkalda (þegar hún kemur í gagnið) að taka þetta svæði. Fjarskiptanefnd var að horfa á Hlöðufell, en aðgengi er bara viðbjóður á það fjall, svo ákveðið var að prufa Skálafell til að byrja með. Hugur manna stendur svo eitthvað á norðausturland með frekari uppbyggingu á kerfinu, en alltaf er verið spá og spökulera í góðum stöðum fyrir endurvarpa. Þess má þó geta að fyrst og fremst er hálendið sá staður sem við viljum dekka.

    Hlynur (fjarskiptanefnd)

    ps: Ford þýðir…

    Fyrir
    Ofboðslega
    Ríðilega
    Drengi





    18.10.2006 at 22:22 #559618
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    hvað meinarðu með að aðgengi að hlöðufelli sé viðbjóður??? meinarðu að það sé erfitt að labba á það eða ??? skil þig eiginlega ekki alveg þarf að vera hægt að keyra á fjöllin til að setja endurvarpa þar eða ??? það væri náttúrulega frábært að ná endurvarpa á hlöðufell.





    19.10.2006 at 09:18 #559620
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Það er mjög erfitt að þjónusta endurvarpa þar sem ekki er hægt að komast á bíl. Erfitt og kostnaðarsamt getur verið að fá þyrlu í þessi verkefni.
    Við í fjarskiptanefndinni erum ekki latir að ganga á fjöll en ég treysti mér ekki til að bera 50 – 60 kg rafgeymi langar leiðir.





    26.10.2006 at 11:05 #559622
    Profile photo of Guðmundur Löve
    Guðmundur Löve
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 30

     
    Miðað við hversu duglegir endurvarparnir okkar hafa verið við að gefa upp öndina vegna þess að:
     
    (a) Sólarsellur snjóar í kaf
    (b) Rafgeymar tæmast af notkun eða svörun við truflunum
    (c) Bilanir verða í hleðslujöfnurum eða geymar ónýtast
     
    Þá held ég að það væri ráð að nota þá staði sem eru með rafmagn frá veitu. BÚRFELL er betra en margt annað fyrir örugg samskipti á Fjallabaki og sunnan jökla og alla leið til byggða.
     
    Fjarskiptakveðjur,
    Guðmundur





    26.10.2006 at 11:23 #559624
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    er það rétt sem ég hef heyrt að radíóamatörar sem hafa leyfi fyrir allt öðruvísi stöðvum en við óbreyttir, þas stöðvar með miklu meiri sendistyrk og fídusa sem ég kann ekki að nefna, séu að skemma vhf sendana og alvenningstalstöðvar með því að senda út á alltof miklum styrk. ég hef heyrt þetta. er ekki rétt að flengja þessa menn ef rétt er? er þetta ekki brot á reglum klúbbsinns ef rétt er?





    26.10.2006 at 11:35 #559626
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Sigurður, hvernig líst þér á þetta:
    [HTML_END_DOCUMENT]————————————————————





    26.10.2006 at 11:51 #559628
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    einar fær prik fyrir að koma með smá húmor í spjallið. en svar vildi ég samt fá við spurningunni.





    26.10.2006 at 12:12 #559630
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Ég er á því að þetta sé alveg fullnægjandi svar hjá Einari.
    : )
    Guðmundur





    26.10.2006 at 12:48 #559632
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    geta amatörstöðvar skemt annan fjarskiptabúnað, með þeim mikla sendistyrk sem amatörstöðvar hafa?
    brandari um stærðfræðikennara svarar ekki þeirri spurningu.





    26.10.2006 at 13:04 #559634
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Hámarks sendiafl í VHF stöðvum sem ætlaðar eru fyrir rásir f4x4 er 25 W. Stór hluti félagsmanna 4×4, líklega hátt í helmingur, notar hinsvegar stöðvar sem ætlaðar eru fyrir raíoamatöra. Þessar stöðvar eru flestar gerðar til þess að senda 50-65 Wött á 144-146 MHz. Á 163 MHz, þar sem endurvarpar 4×4 hlusta, er styrkur þeirra mun minni, líklega undir 25 Wöttum. Því eru þessar stöðvar líklega ekki að senda með mera afli en aðrar, þar sem endurvarparnir hlusta.

    Ef mjög mikið sendiafl er notað nærri öðrum rafmagnstækjum, getur það valdið truflunum meðan á sendingu stendur, en það er afar ólíklegt að um varanlegan skaða sé að ræði. Svo dæmi sé tekið, þá hef ég leyfi til þess að nota 500 W sendiafl á VHF. Það er hugsanlegt að slík sending gæti valdið trufnum í rafmagnstækjum í næstu húsum.
    Þar sem endurvarpar 4×4 eru flestir staðsettir á óaðgengilegum stöðum, má telja útilokað að sendingar frá amaörstöðvum skaði þá.

    -Einar TF3EK





    26.10.2006 at 13:14 #559636
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    einn sendir landsbjargar á ónefndum stað greindist ónýtur, ég ætla ekki að reyna að hafa eftir hvað var ónýtt í honum, enda hef ég ekki hundsvit á því. þá heyrði ég um þetta rætt að það væri eins og of hár sendistyrkur og einhverskonar feedback og sítónn úr amatörstöð hefði skemmt hann.
    mér fynnst á svari þínu að það sé ólíklegt en mögulegt.
    þú fullyrðir líka að helmingur félagsmanna 4×4 séu með amatörstöð. það eru á þriðja þúsund manns í félaginu örugglega helmingur með vhf stöð. ég var að fletta í gegnum félagatalið hjá amatörfélaginu og þar voru ekki einu sinni hundrað á skrá og örugglega ekki allir í 4×4. hvernig getur þú þá staðhæft að einhverjar 700 amatörstöðvar séu í notkun innan félagsmanna 4×4.
    samkvæmt minni reynslu er líka bílfært að flestum vhf sendum 4×4 og landsbjargar.





    26.10.2006 at 13:46 #559638
    Profile photo of Guðmundur Löve
    Guðmundur Löve
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 30

     
    Það má heita útilokað að amatörstöð geti eyðilagt endurvarpa.
     
    Dæmi 1: Venjuleg 25W stöð í 40 km fjarlægð frá endurvarpanum er "jafn sterk" á endurvarpann og 50W amatörstöð er í 56 km fjarlægð.
     
    Dæmi 2: 25W stöð í 100 m fjarlægð frá endurvarpanum er 50 sinnum "sterkari" á endurvarpann en 50W amartörstöð í 1 km fjarlægð.
     
    Dæmi 3: Ef einhver gerðist svo djarfur að prófa endurvarpa með 25W stöð í aðeins 10 m fjarlægð, þá er sá hinn sami 16 milljón sinnum sterkari á endurvarpann en amatörinn í dæmi 1(!)
     
    [Krafturinn minnkar sem sagt í öðru veldi með fjarlægð: Ef fjarlægðin tvöfaldast minnkar krafturinn fjórfalt; ef fjarlægðin tífaldast minnkar krafturinn hundraðfalt.]
     
    Fjarskiptakveðjur,
    Guðmundur





    26.10.2006 at 14:04 #559640
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Sú ályktun að allt að helmingur VHF stöðva félagsmanna, séu amatörstöðvar, byggir á því sem ég hef séð í bílum félagsmanna, m.a. þeirra sem tekið hafa þátt í ferðum á vegum umhverfisnefndar. Þetta er ekki stórt úrtak, því eru skekkjumörkin víð.

    Ég veit um c.a. 10 einstaklinga sem eru bæði í 4×4 og félagi radíóamatöra. Sennilega eru þeir ekki mikið fleiri en það. Ég er þó sá eini sem er með radíoamatör leyfi, í því "úrtaki" sem er á bakvið ofangreinda ályktun.

    -Einar





    26.10.2006 at 14:15 #559642
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    eru semsagt fullt af amatörstöðvum í umferð innan meðlima 4×4 sem eru óbreyttir talstöðvanotendur?
    get ég sem varla kann að senda sms fengið mér amatörstöð og sent út allskonar bylgjur og sítóna á mörghundruðvatta styrk, án þess að hafa hugmynd um hvað ég er að gera, og þar með kannski skemmt t.d. stöðina í bílnum sem er einn meter við hliðina á mér?





    26.10.2006 at 14:20 #559644
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Er eitthvað búið að gefa út um hvenær næstu námskeið IRA verða haldin? Ég sé ekkert um það í fljótu bragði á vefnum þeirra.
    Ég hef ekki kynnt mér þetta nógu vel en ætli "mýtan" hafi ekki farið af stað í kringum mögulegar truflanir mikils sendistyrks á annan búnað og/eða samskipti á nærliggjandi tíðnum/tónum?





    26.10.2006 at 16:54 #559646
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Ég tel útilokað að hægt sé að skemma endurvarpa með sendistyrk einum saman. Einu dæmin sem ég þekki um slíkt er í gömlu SSb stöðvunum sem sendu á 100W, Ef bílar stóðu þétt hlip við hlið, ca 2 metrar á milli loftneta og sent var frá öðrum, þá gat það brennt öryggi í stöðinni hjá hinum.

    Hins vegar er ekki hægt að útiloka tæknilega að sítónn geti valdið gangsetningu á einhverju í endurvarpa sem skemmir hann að lokum, fróðlegt væri að fá nánari útlistingu á þessu.

    Amatörstöðvar í höndunum á þeim sem ekki kann með þær að fara geta valdið miklum usla. Ég hvet alla sem hafa slíkar stöðvar undir höndum að læra allavega vel á þær. Amatörstövðar eru með fullt af tökkum og fídusum sem betra er að kunna á.

    Amatörstövar á VHF eru eins og EIK bendir réttilega á, ekki endilega heppilegar fyrir okkur í f4x4. Ég er með bæði klassíska Yaesu 4×4 stöð frá Sigga Harðar og líka ICOM IC-7000 rosaflotta amatörstöð. Yaesu stöðin er miklu betri á 4×4 tíðnunum. Í sumar var hending ef ég gat ræst endurvarpa með IC-7000 stöðinni en gat það yfirleitt með Yaseu 4×4 stöðinni.

    Annars hvet ég alla tæknisinnaða að fara á IRA námskeið næst þegar þau verða. Þetta eru ekki nema 14 skemmtileg kvöld og tvö próf.

    Snorri
    R16 og TF3IK





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 31 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.