This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Var að tala við Lúther núna kl. 16:10 Allt gott að frétta af þeim Stebba í Árbúðum. Þeir eru búnir að rífa gamla kamarinn og eru að taka til og sortera timbur. Þeir fóru Lyngdalsheiðina uppúr og þar var bara snjór og fjórhjóladrifsfæri. Einhverjir útlendingar sátu fastir og fór um klukkustund í að koma þeim niður á Laugarvatn. Lúther var smá smeikur við að koma 800 kg. kerrunni uppeftir ef færið yrði þannig en frá Geysi er allt marautt og frosið. Tjáði hann vera peysublíða,stafalogn og ekki komið dropia úr lofti í allann dag. Hann var ekki viss hvort þeir ætluðu að byrja að smíða í kvöld en þá langar að skjótast upp á Hveravelli og ath. aðstæður.
Meira á morgun
Magnús Fréttastjóri
You must be logged in to reply to this topic.