Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Fréttatilkynning 4×4
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2006 at 15:37 #198647
Eins og reyndar er búið að benda á í öðrum þræði er hér birt fréttatilkynning frá klúbbnum um kærumál vegna utanvegaaksturs þar sem virðist vera að menn hafi verið teknir og kærðir fyrir akstur á slóð. Það var líka sagt frá þessu í fréttu ruv núna kl. 15 og svo veit ég að blaðamaður á Fréttablaðinu er að vinna eitthvað meira úr þessu. Alltaf erfitt að sjá fyrir hvernig fjölmiðlaumfjöllun kemur út þegar upp er staðið en við höfum þá allavega komið okkar meiningu á framfæri.
Kv – Skúli
umhverfisnefnd -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.10.2006 at 15:50 #562050
Er hægt að sjá kæruna einhversstaðar?
02.10.2006 at 15:55 #562052Það eru a.m.k. tvær kærur í gangi þar sem þyrla tók menn við akstur á slóð. Annars vegar jeppamenn við Hagavatn og hins vegar mótorhjólamenn á Mosfellsheiði.
Klúbburinn hefur kynnt sér málsatvik í báðum þessum málum og það er okkar mat að í báðum tilvikum séu menn á löglegri og þekktri slóð. En málin eru rekin fyrir héraðsdómi suðurlands.
Benni
04.10.2006 at 07:56 #562054Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort klúbburinn ætti ekki að taka enn fastar á þessum málum og láta enn frekar að sér kveða í því að ferla slóða. Við höfum innan okkar vébanda engan annan en hann Slóðrík sjálfan og marga góða menn með honum sem eru í slóðanefnd klúbbsins. Það var unnin mikil vinna og fyrir liggur mjög gott slóðasafn sem því miður virðist ekki hafa skilað sér almennilega til yfirvalda. Mér skilst að margan slóðann eigi eftir að ferla og skrá upplýsingar um. Af hverju styrkir klúbburinn ekki fjárhagslega vinnu við að útbúa slóðakort og fá það samþykkt hjá yfirvöldum? Og fara í almennilegan lobbýisma – enda hefur klúbburinn staðið sig vel í að halda tengslum við þingmenn – ekki síst fyrir tilstilli umrædds Slóðríks. Mér fyndist í sjálfu sér að fjármagn í klúbbnum ætti fyrst og fremst að vera varið í að vernda þetta áhugamál frekar enn að huga að fleiri skálabyggingum/viðhaldi. Því áður en við vitum af þá verður búið að strika út slóðana upp að skálunum og við sitjum öll heima með jeppana á hlaðinu. Kannski er búið að ræða þetta í döðlur á öðrum þræði – vonandi er mér þá fyrirgefið af vera alveg úti á túni. Finnst bara einhvern veginn að við þurfum að fá betri botn í þetta slóðamál. Er skíthrædd um að túlkun dómstóla og þá í framhaldinu yfirvalda á því hvað sé löglegur slóði og hvað ekki eigi eftir að koma jeppafólki illa.
kveðja
Soffía
04.10.2006 at 14:42 #562056Við Benni áttum í morgun ágætan fund í umhverfisráðuneytinu þar sem við m.a. lýstum óánægju okkar með það sem hefur verið að gerast í Árnessýslu og þá réttaróvissu sem þarna er í gangi. Held ég megi segja að sjónarmið okkar í því hafi mætt skilningi og ráðherra átti sig á að þessi mál þurfi að fara í einhvern gáfulegri farveg. Lögðum líka áherslu á að klúbburinn fái að vera umsagnaraðili um hluti sem snúa að slóðum og skipulagi á hálendinu.
Það sem við stöndum frammi fyrir er að það er mikill þrýstingur á eitthvað skipulag í þessum málum og að ekki sé leyfilegt að keyra eftir hvaða förum sem er. Umhverfisstofnun vill vita hvenær hægt sé að kæra fyrir utanvegaakstur og hvenær ekki, hvenær megi hirða Hlyn upp og hvenær þeir verði að láta hann vera. Sveitarfélög vilja geta lokað leiðum sem skemmast eða fara illa af umferð, sérstaklega svokölluðum upprekstrarslóðum sem þeim ber að halda við. Þau vilja því geta skilgreint einhverjar leiðir sem aðeins fyrir smalamennsku. Slíkt myndi ég halda að sé óþarft um flestar slóðir en má vera að einhverjar smalaslóðir fari illa af almennri umferð ef þær liggja um þannig land og allavega er þetta sjónarmið sem er haldið á lofti. Í einhverjum tilfellum hefur utanvegaakstur eins hóps orðið til þess að slóð hefur orðið til þar sem aðrir koma á eftir og þá fara menn kannski í góðri trú eftir slóð sem ekki er leið og eru raunar óvart orðnir ólöglegir og þá ekki bara í skilningi ákveðins sýslumanns. Við fáum nokkuð örugglega yfir okkur einhverjar breytingar í þessum málum, fyrr eða síðar, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er því mikilvægt að tryggja að við fáum allavega umsagnarrétt um það sem kemur út úr þessu öllu saman, þannig að það verði ekki eitthvað vanhugsað og vitlaust.
Kv – Skúli
umhverfisnefnd
05.10.2006 at 11:34 #562058Er ekki þá málið að sýna frumkvæði og taka forystuna í þessum málum? Láta í okkur heyra frá byrjun, ef ekki fyrr, og haga þannig málum að ekki sé hægt á neinn hátt að sniðganga ferðamenn til fjalla? Það er líklega rétt að þrýstingurinn á eitthvert skipulag mun eingöngu aukast, en til að fá skynsömustu niðurstöðuna þurfum við líklega að láta enn meira í okkur heyra. Ég er alveg sammála því sem Eik nefnir í öðrum þræði að ekki sé neitt gott að njörfa ferða"frelsið" niður á ákveðna slóða samkvæmt ákveðnu korti. En grunar sterklega að ekki verði hjá því komist, allavega miðað við þrýstinginn sem er nú þegar fyrir hendi, sbr. aðfarir ónefnds sýslumanns og ummæli hans í Blaðinu í dag.
Æ, þetta er allt eitthvað svo glatað. Og stefnir bara í einhverja vitleysu finnst manni. En ég treysti á forystuna í klúbbnum og að það verði áframhaldansi aðgerðir. Gott mál að þið fóruð á fund. En eins og svo oft áður og af fenginni reynslu af svona ráðherrafundum er sagt já og amen á fundinum sjálfum en svo er bara spurning hvað gerist næst.
05.10.2006 at 11:43 #562060Ég er sammála Soffíu að það er alveg nauðsynlegt að klúbburinn taki sér frumkvæði og láti í sér heyra. Þetta er spurning um að koma sér í fjölmiðla og láta vita af sér. Það er orðið sjálfgefið að haft er samband við Runólf hjá FÍB þegar upp kemur umræða um bíla og eldsneyti. Við þurfum að koma því þannig fyrir að það sé sjálfgefið að fengin sé skoðun ferðaklúbbsins 4×4 þegar upp koma mál tengd ferðamennsku á fjöllum, utanvegaakstri og akstri á "sýslumannsslóðum".
kv. Ólafur
05.10.2006 at 14:00 #562062Nú eru eiginlega tveir þræðir í gangi hérna um nokkurn vegin sama mál, munurinn á þeim er sá að annar er undir innanfélagsmál og þar með bara opin innskráðum félagsmönnum, hinn er opinn öllum. Fínt fyrirkomulag, menn geta þá metið hvort þeir vilja tala aðeins til félagsmanna eða hvort það sem þeir hafa að segja eigi erindi til allra. Kannski er þetta komment mitt í beinna framhaldi af því sem er verið að skrifa á opna þræðinum en ég kýs samt að setja það hér, vona að það rugli ekki menn.
Ég held að varnarstaða okkar í frelsisbaráttunni sé að veikjast, því miður. Pressan á að komið verði einhverju skipulagi á hálendið vex, mörg sveitarfélög eru orðin mjög meðvituð um ákvörðunarvald sitt yfir afréttunum (sbr. t.d. miðjumálið og vandamál sem við höfum lent í varðandi stikuferðir), opinberir aðilar vilja fá hreinni línur varðandi hvað er utanvegaakstur og hvað ekki, ferðaþjónustuaðilar vilja fá svæði sem laus eru við vélaumferð (sem er reyndar ýkt vandamál en kannski til staðar á einstaka stöðum) o.s.frv., o.s.frv. Samhliða þessu er okkur sem ferðumst á jeppum um landið að fjölga verulega sem í sjálfu sér er hið besta mál, en eykur álag á slóða og áfangastaði og gerir jeppaumferð meira áberandi. Við getum kallað þetta sjónarmið metnaðarleysi en ég held að það sé miklu frekar raunsæi og til þess að taka ákvarðanir um hvernig við vinnum úr þeirri stöðu sem við erum í þurfum við að skoða stöðuna raunsætt en ekki loka augunum fyrir því. Og þó þetta hljómi kannski eins og eitthvert svartnætti held ég að við höfum samt ágæta möguleika á góðum varnarsigrum. Það byggir á því að klúbburinn hefur sterka stöðu víða, hann nýtur allavega víða virðingar fyrir áratuga baráttu gegn utanvegaakstri og náttúruspjöllum og raunhæfa stefnu í þessum málum. Þess vegna held ég að okkar sjónarmið mæti skilnings víða, þrátt fyrir allt.
Það eru tvær leiðir sem við getum farið. Annars vegar er að taka frumkvæðið í þessum málum og fara að vinna að lausn eða millilendingu sem verndar frelsið eins vel og frekast getur verið, en leysir pressuna sem er þarna til staðar, semsagt leysir úr þessum vandamálum sem menn eru að sjá. Þetta kostar örugglega fullt af vinnu og örugglega einhverjar fórnir, en er vel framkvæmanlegt.
Hin leiðin er að pakka í massíva vörn, taka harða stefnu móti öllum þrengingum og bregðast hart við þegar breytingarnar dynja yfir. Mögulega getum við sloppið býsna lengi á því að það er flókið ferli að lögfesta breytingar á reglum og skipulagsferlið tekur örugglega talsverðan tíma, en ég óttast að ávinningurinn yrði aðeins tími en endanleg útkoma yrði verri en hún annars gæti verið ef frumkvæðið er í okkar höndum.
Kv – Skúli
05.10.2006 at 14:07 #562064Hér er fréttin úr Blaðinu í dag:
[img:2vzuz0hz]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4796/34450.jpg[/img:2vzuz0hz]
05.10.2006 at 14:10 #562066við erum með tvo þræði í gangi um sama mál, sem er mjög gott. Þ.a.s gott að geta spjalla hérna megin múrsins í skjóli f4x4.is, og sent pillur á óþekka enbættismenn á öðrum stöðum. En einsog við vitum af fenginni reynslu þá verður þráðurinn lesinn af réttum aðilum
05.10.2006 at 14:25 #562068Bara rétt að upplýsa að málin eru öll í vinnslu og munu ég og Skúli fara fyrir hönd klúbbsins og hitta Ólaf Helga og ræða þessi mál – orð eru jú til alls fyrst. Einnig höfum við þegar rætt við Forstjóra Umhverfisstofu og Umhverfisráðherra og einnig er á dagskrá að ræða við Dómsmálaráðherra.
Eins eru fleiri aðgerðir í farvatninu sem verður upplýst um síðar. En stjórn er sem sagt að vinna á fullu í þessum málum og mjög gott að fá hér umræður og ykkar álit, aðfinnslur og ráðleggingar – þetta eru jú hagsmunir okkar allra sem eru þarna að veði.
Benni
05.10.2006 at 14:33 #562070Sýslumenn fara ekki með dómstólavald, svo hann er bara að lýsa sinni hlið á málinu. Það er alveg óþarfi að missa svefn yfir þessum orðum sýslumans, ég bíð allavega eftir dómsorði og sef nokkuð rólegur fram að því.
Hlynur
05.10.2006 at 14:37 #562072Gott að fá þetta komment frá formanninum og gott að félagsmenn eru upplýstir um stöðu mála hér undir "Innanfélagsmál". Ég treysti stjórn klúbbsins fullkomlega til að fara með þetta mál og styð hana í sínum aðgerðum. Málið er að það má ekki bara pakka í vörn og bregðast við því sem gerist, því þá getur það verið orðið of seint. Það verður að sækja til að vera á undan vandamálunum. Ef það fylgir þessu kostnaður finnst mér ekki spurning að klúbburinn eigi að hlaupa þar undir bagga. Við verðum að gera okkur grein fyrir að stjórnarmenn eru að þessu starfi í sjálfboðavinnu….
kv. Ólafur M.
05.10.2006 at 14:42 #562074Sýslumaðurinn hefur líka leiðbeiningarskyldu gagnvart landsmönnum og það væri mjög gott ef fulltrúar klúbbsins myndu óska eftir skriflegu svari hjá honum við eftirfarandi spurningu.
"Hvar endar vegurinn inn í Þórsmörk?"
Ég get ekki betur séð en að ferðaþjónustuaðilar í Húsadal hafi margbrotið lögin hans sýsla, daglega í allt sumar með fullri vitneskju og samþykki lögreglunnar.
Kveðja, Sveinbjörn.
05.10.2006 at 15:13 #562076Það er eitt sem þarf að hugsa um hér líka að mínu mati, það er almenningur. Þegar umræðan er svona mikið einhliða í fjölmiðlum eins og hún hefur verið undanfarið og þá sérstaklega í sumar þá gerist það að almenningur myndar sér skoðanir í samræmi við það. Ég hef prófað að spjalla um þessi mál við fólk úti í bæ og fæ yfirleitt sömu viðbrögðin en það er að þetta jeppafólk og mótorhjólalið eigi bara ekki að vera í sífelldum utanvegaakstri og það sé svo mikið um þetta og svo framvegis. Sumir lýsa því yfir að þetta sé bara flott hjá sýslumanninum alræmda að taka svona á öllum utanvega akstrinum. Almenningur er svo illa upplýstur af því hann heyrir bara öfgarnar í aðra áttina. Ég held að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir líf hálendisferðafólks að fá almenning með sér og hafa hann upplýstan því stjórnmálamenn snúa sér svolítið undan vindi þegar marka á stefnur í svona málum.
Megum við ekki gera meira í því að reyna að trana okkur fram í fjölmiðlum og koma okkar sjónarhornum á framfæri?
05.10.2006 at 15:25 #562078Ef ég skil Skúla rétt hér að ofan, þá telur hann að við eigum um tvo kosti að velja, að verja óbreytt ástand eins og kostur er, eða að taka frumkvæði að takmörkunum, með þeim rökum að þær komi óhjákvæmilega, og þá sé illskárra að komum að gerð takmarkanann.
Ég er ekki sammála þessari greiningu. Ég sé t.d. ekki að þessi árátta embættismanna til að setja boð og bönn fái meiri hljómgrunn hjá löggjafarvaldinu nú en t.d. fyrir 20 eða 25 árum. Frekar hið gagnstæða.
Ég tel að við eigum að taka frumkvæði í að stuðla að því að reglur um ferðalög samrýmist bæði jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og 1. grein náttúruverndarlaga:
[b:pbmrqarq]1. gr. Markmið laganna.
Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft.
Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt.
Lögin eiga að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum og stuðla að vernd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þróunar.[/b:pbmrqarq]Akstursbannið á Skeiðarárjökli er gott dæmi um burókratískt gerræði sem ekki á sér stoð í lögum, það ætti að vera forgangsmál að fá þessu banni hnekkt, fyrir dómstólum ef ekki vill betur.
Það stangast líka á við jafnræðisregluna ef það gilda mismunandi reglur um t.d. rollusmala, hreindýraveiði leiðsögumenn, aðra skipulagða ferðaþjónustu eða þá sem ferðast á eigin vegum. Slík mismunum samrýmist ekki markmiðum Náttúruvernarlaganna og brýtur gegn jafnræðisreglunni.
-Einar
05.10.2006 at 16:06 #562080Nú er mér löngu ljóst að Einar Kjartansson notar þá aðferð að vera á móti til að fá fram sem flest sjónarmið. Það er aðferð út af fyrir sig. En varðandi mat á viðbrögðum löggjafans – Alþingis – þá er það nokkuð ljóst, að þeim hættir til að láta undan þrýstingi. Þessvegna held ég að við verðum að gera okkur ljóst að það er þrýstingur í samfélaginu á takmarkanir á akstri utan alfaravega. Því held ég að við verðum að gera ráð fyrir að svo geti farið að löggjafinn fari í takmarkanir. Þá er mikið atriði fyrir okkar félag að vera einmitt ekki of þversum, slík afstaða gæti orðið til þess að ekkert yrði hlustað á okkar sjónarmið. Ég ætla ekki að endurtaka það sem Barbara segir hér að ofan, en tek undir hennar málflutning. Félagið þarf að kynna sín sjónarmið betur en gert hefur verið, vera kann að við þurfum að fá aðstoð almannatengslafyrirtækis til þess að gera það þannig að eftir verði tekið.
05.10.2006 at 16:28 #562082Það var samþykkt að mig minnir á aðalfundi þarsíðast að skoða það með fullri alvöru að ráða slíkan mann þó ekki væri nema tímabundið. En það var gert í framhaldi af framgöngu formanns Ferðafélags Íslands, Ólafs Haraldssonar og fleiri öfgamanna, þegar hann kom fram hvað eftir annað í útvarpi,sjónvarpi og blöðum með neikvæðan áróður gagnvart jeppafólki m.a með þeim orðum að jeppar á ferðalögum væri tímaskekkja, reykspúandi og tætandi upp náttúruna.
Það er ekki hægt að ætlast til að stjórnarmenn standi í því launalaust frá sinni vinnu að skrifa greinar og trana sér að í fjölmiðlum uppá hvern dag, fyrir utan það að það þarf kunnáttu til að standa í slíku svo menn séu ekki bara skotnir í kaf í fyrsta viðtalinu.Kveðja,
Glanni
05.10.2006 at 17:54 #562084Það er nokkuð ljóst að það má alls ekki láta valta yfir okkur á skítugum skónum.
Það er orðin fjári skammarlegt ef landinn fær ekki að keyra um landið og njóta þessa náttúru sem við eigum,sé ekki fyrir mér að ég né aðrir fari fótgangandi í sumarfrí á næstu árum.Nú ef okkur verði bannað að keyra þessar leiðar sem talað er um,þá held ég að Olíufélögin og Ríkið verði ekki mikið glöð yfir þessu öllu saman,þar sem að allflestir jeppar landsins verði líklega seldir og í staðinn kæmi kannski fólksbílar með lítilli dísel vél í allar innkeyrslur í staðinn.
Og hvernig endar þetta hjá þeim sem sinna jeppabransanum (breytingum og slíkum rekstri, tapa þeir þá ekki gríðarlegum fjármunum.
Kv-
Jóhannes
05.10.2006 at 18:19 #562086Það er m.a ástæðan að FIB er á móti jeppum.Sem dæmi véluðu þeir þetta ólíugjald í gegn í fyrra ásamt fleirum og notuðu hvert tækifæri til að koma því á framfæri að jeppar væru nátturspillandi fyribæri og fólk ætti að fá sér lítinn díselfólksbíl í staðinn fyrir "mengandi díseltrukka",og þar í broddi fylkingar er og var Runólfur Ólafsson framkv.st. FIB.
Kv.
Glanni
05.10.2006 at 21:50 #562088Síðastliðinn vetur var nefnd á vegum sveitarfélagsins hér að beiðni Landmælinga Íslands að vinna við að yfirfara kort og merkja við þá vegi og slóða sem ástæða þætti til að hafa opna fyrir umferð. Nefndin lagði til að hafa nokkurnveginn alla vegi og slóða opna sem notaðir hafa verið á seinni árum . Nefndinni var uppálagt að merkja sérstaklega einhverja veiðimannaslóða og eins nokkra smalaslóða sem ekki eru á almennum kortum . Nokkrir slíkir voru merktir en öðrum sleppt sem ekki þótti ástæða til að hafa inni . Mér skildist að Rangárvallasýsla hefði verið valin sem byrjun á þessu verki á landsvísu .Það getur varla verið að þessu sé lokið um allt land nema tekin hafi verið upp hraðari vinnubrögð hjá hinu opinbera . Með von um að þessi mál leysist farsællega .Kv. Olgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.