This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Páll Halldór Halldórsson 15 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Heyrði í Gumma gjaldkera klúbbsins sem og Guðjóni Haraldssyni sem ferðast í sama hóp, voru brattir enda ekki ástæða til annars. Gærdagurinn byrjaði mjög vel veðurfarslega séð,,,fóru af Steingrímsfjarðarheiði áleiðis inn að jökli, gekk vel í brakandi blíðu en eins og hendi væri veifað versnaði veðrið til muna sem þýddi tækjakeyrslu til baka með döpru útsýni, menn létu það ekkert á sig fá enda alltaf til í einhver ævintýri – Davíð Sig var reyndar eitthvað að spæla þá í brekkunum, augljóst að SRT8 mótorinn er að skila bílnum vel áfram, mörg hestöfl og fá kíló er spennandi blanda eins og allir bílaáhugamenn þekkja. Gærkvöldið fór í langan dinner með grobbsögum og því sem fylgir. Verðrið í dag ekki eins og best er á kosið og ákvað fararstjórnin að best væri að hópurinn keyrði þjóðveginn inn á Ísafjörð í stað þess að reyna að fara fjöllin. Skynsamlegt í því ljósi að vel lítur út með veðrið á morgun og er áætlað að taka daginn snemma og fara á Glámuna og aðra þá staði sem tími gefst til..svo tekur social lífið við….
You must be logged in to reply to this topic.