This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 12 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Góðan dag
Í morgun kl. 9 lögðu af stað um 30 bílar frá Stöðinni og var ferðinni heitið í Þórsmörk. Núna rétt upp úr kl. 11 heyrði ég í Gný, en hann var þá kominn út af malbiki með sinn hóp, fremstu bílar voru komnir eitthvað lengra. Siggi Pálma er aðalfararstjóri og Baldur er eftirfari og síðan eru öryggisbílar með í ferð ásamt hópstjórum og öðrum ferðalöngum. Á leiðinni úr bænum hefur verið rigning alla leið, en Gnýr sagði að hjá honum væri sól og regnbogi og veðrið liti afskaplega vel út.
Engin vandræði hafa komið upp og allir kátir með ferðina.
Fleiri fréttir koma síðar, en ég bendi á að hægt er að sjá hvar hópurinn er á http://www.depill.is/f4x4.
Fréttaritarinn
You must be logged in to reply to this topic.