This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 12 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.04.2012 at 06:30 #223286
Góðan dag
Þá er ferðadagurinn runninn upp. Eins og allir vita er mæting á Stoðina við Vesturlandsveg kl. 8:30, brottför í síðasta lagi kl. 9:00.
Verðum á rás 47 á VHF.
Á þessum þræði verða fréttir af framvindu ferðarinnar í dag, en einnig má fylgjast með depli eftirfarans á þessari slóð.
Litlanefndin óskar öllum gleðilegs sumars.
kv. Óli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.04.2012 at 10:06 #753395
Góðan dag og gleðilegt sumar.
Undirritaður tók að sér að fylgjast með ferðinni úr fjarlægð og koma fréttum út á netið.
Ferðin hófst að vanda við Select við Vesturlandsveg og fóru síðustu bílar af stað kl 09:00. Undanfari er Ólafur Magnússon en eftirfari er Baldur Steingrímsson er eftirfari og sér til að enginn heltist úr lestinni. Hef ekki nákvæma tölu á fjöda jeppa í feðinni en þeir eru á bilinu 55-60. Öryggisbíll er með í för og þar situr undir stýri Stefán Baldvinsson (Úlfurinn). Hér eru því valinkunnir fjallamenn á ferð og gæta þess að ekkert fari úrskeiðis.
Ólafur M tjáði mér rétt í þessu að veður sé hið fegursta en yfir fjöllum sjáist skýjaslæður. Leiðin liggur um Hellisheiði og Selfoss, áfram veg 1 uns farið er til vinstri inn á veg 30 vestan Þjórsár, ekið í Hrauneyjar og tankað eldsneyti, þ.e. þeir sem ekki tanka í Árnesi.
Frá Hrauneyjum liggur svo leiðin í Landmannalaugar. Nánari lýsing síðar.
Allt gengur vel og ég minni á depilinn sem hægt er að smella á í fyrsta pistlinum frá Ólafi fararstjóra.
Pétur Þórðarson
19.04.2012 at 11:13 #753397Kl. er 11 þegar Baldur eftirfari er að flugið í Hrauneyjar. Hitastig við frostmark í tæplega 300 metra hæð ys en snjólaust. Á sama tíma er Ólafur M kominn upp á Sigöldu (64 09.487 og 19 08.890 í besta ve ðri, 2ja gráðu hita í sólinni. Enn mjög lítill snjór einn eða tveir harðfennisskaflar á leiðinni upp. Samt kominn tími til að fara úr sandölunum segir Óli.
Allt gengur mjög vel og verður nú haldið áfram sem leið liggur suður á bóginn Fjallabaksleið nyrðri í Landmannalaugar.
Munið depilinn.
Pétur
19.04.2012 at 11:27 #753399Kl. 11:20 tjáðu mér Úlfurinn og Maggi pönnukökugerðarmeistari með meiru að þeir væru staddir einhvers staðar á hálendinu, þó trúlega ca miðja vegu milli Sigölldu og Bjallvað í Bongóblíðu og Subaru færi. Voru að rekast á fjóhjólamenn sem eru þar á ferð. Geta ekið talsvert á harðenni.
19.04.2012 at 12:05 #753401Nú þegar klukkuna hallar í 12 eru ferðalangar staddir sunnan við Bjallvað í Tungnaá (64 05.572 og 19 06.785) og stefna suður á vegi F208. Afturhjólalega gaf sig hjá Gunnari Hróðmarssyni einum hópstjóranna. Hann sneri því við og er nú staddur rétt við Hrauneyjar að komast á malbikið. Hann ætlar að halda áfram í rólegheitum eftir malbikinu.
19.04.2012 at 12:52 #753403Kl. 12:50. Hópurinn kominn í Landmannalaugar. Menn eta, drekka og eru glaðir og einhverjir lauga sig svo sem vera ber á þessum stað. Veðrið leikur við hvern sinn fingur.
Að áningu lokinni verður haldið af stað aftur sömu leið til baka því Landmannaleið er varhugaverð á þessum tímaPétur Þórðason
19.04.2012 at 15:41 #753405Nú er klukkan orin 15:30. Síðustu bílar komu í Landmannalaugar um kl. 15 og nú er verið að leggja í hann til baka. Ýmsir minni bílar áttu í erfiðleikum með síðasta spölinn og því eru menn aðeins seinna á ferð en ætlað var. Ætlunin er að fara svolítið aðra leið en fyrirhuguð var, þ.e. fara Dyngjleið en þar eru kennileiti t.d. Áfangagil og Valagjá. Koma svo inn á Landmannaleið þar sem hún er orðin auðveld yfirferðar.
Af Gunnari Hróðmarssyni er það að frétta að hann er að nálgast Selfoss og virðist ætla að hafa það í bæinn án aðstoðar.Pétur
19.04.2012 at 15:59 #753407Sælir góðir félagar og gleðilegt sumar. Ef farin er Dyngjuleiðin er farið framhjá Valagjá ,en Áfangagil er ekki beint í leiðinni nema farið sé norðan við Valafell og þá er ekki farið framhjá Valagjá. Þetta er greinilega hin besta ferð og ég segi góða ferð heim. Kveðja Olgeir Geimstöðvarstjóri.
19.04.2012 at 18:45 #753409Kl. 18:00 voru margir bílar komnir i Áfangagil. Aðalfararstjóri snéri þá við til að aðstoða aðra sem aftar eru í hópnum en Laugi, Stebbi (Úlfurinn) og Hjörtur (Jakinn) tóku að sér að að hafa forystu fyrir bílunum niður á Landmannaveg.
Allt gengur að óskumPétur
19.04.2012 at 20:54 #753411Kl. 21:50. Allir bílar komnir heilu að höldnu niður á Landveg. Ferðinni er þar með formlega slitið og menn halda hver til síns heima reynslunni ríkari og Í skýjunum yfir frábærum degi í fögru umhverfi, ágætu ferðaveðri og í frábærum félagsskap.
Vona að einhverjir hafi haft gagn og gaman af þessum stuttu fréttapistlumPétur Þórðarson
19.04.2012 at 22:53 #753413Gott kvöld
Fyrst langar mig að þakka Pétri fyrir góða fréttapistla, þeir komu því til skila sem þurfti. Takk líka Olgeir, það er alltaf hægt að treysta á þig þegar um þetta landssvæði er rætt. Til upplýsinga hættum við við að fara að Valagjá og fórum að Áfangagili á leið okkar til byggða.
Aðalfararstjórinn er semsagt kominn til síns heima og himinlifandi eftir frábæran dag í frábæru vorfæri og frábæru veðri. Á leiðinni inn í Landmannalaugar var færið enn hart og gott og var fljótekið þangað fyrir þá sem voru á 35" og stærri dekkjum. Minni bílarnir fóru hægar yfir og lentu síðan í sólbráð á leið innúr, en þá fór færið aðeins að þyngjast. Bakaleiðin sóttist vel, en færi var orðið nokkuð mikið þyngra vegna sólbráðar og áttu minnstu bílarnir í nokkrum erfiðleikum í snjónum. Öllu því var þó bjargað með góðum spottum og allir komust heilir heim.
Engar bilanir eða óhöpp urðu fyrir utan legumál sem Pétur minntist á hér að ofan.
Ég þakka hópstjórum og öryggisbílum, eða öllu heldur heiðursfararstjórunum (fyrrum litlunefndarmönnum) fyrir þeirra framlag og þátttakendum öllum fyrir góðan dag.
Nánari frásögn af ferðinni verður birt hér á vefnum áður en langt um líður og bráðlega verður auglýst myndakvöld vegna þessarar ferðar.
Kv. Óli, Litlunenfd
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.