FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fréttaþráður Litlunefndar

by Ólafur Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Fréttaþráður Litlunefndar

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ólafur Magnússon Ólafur Magnússon 14 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.09.2010 at 09:53 #214763
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant

    Þá er fyrsta ferð Litlunefndar á þessu hausti hafin. Rúmlega 40 bílar voru skráðir í ferðina, en af ýmsum ástæðum kvarnaðist úr þeim hóp og af stað lögðu 33 bílar, stórir og smáir.

    Ekki hófst þessi ferð fullkomlega því aðalfararstjórinn var varla kominn nema 3-4 bíllengdir frá Select þegar eitthvað gaf sig í millikassa í Dúllunni og var Kristján þá settur aðalfararstjóri í ferðinni og einhver endurröðun framkvæmd á hópum.

    Þegar fyrrum aðalfararstjóri skrifar þetta, var síðasti bíll á Selfossi og var heldur minni rigning þar, heldur en á Hellisheiði og í Reykjavík, svo þetta lofar góðu hjá hópnum.

    Kv. Óli

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 25.09.2010 at 11:41 #704018
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Það er að frétta af Þórsmerkurförum að síðasti bíll var rétt í þessu að koma af malbiki á möl. Þar var þokkalegt veður, einhver rigning og skyggnið var þannig að það sást yfir í Fljótshlíð … en ekki mikið annað.

    Laugi sem er fremstur með sinn hóp, var kominn að þar sem vegurinn skiptist við Lónið. Að hans sögn voru lækirnir á leiðinni fremur ljótir og við einn þeirra rákust þeir á Spánverja sem voru fastir í sandbleytu. Þeir voru allslausir og kunnu ekkert til verka, en himinlifandi ánægðir að láta bjarga sér úr ógöngum sínum.

    Menn voru að taka ákvörðun um hvort ætti að fara upp að Lóninu eða neðri leiðina, en þar sem veðurspá gerir ráð fyrir heldur meiri rigningu þegar líður á daginn, reiknaði Laugi með að fara inn að Lóni núna, á leið innúr, vegna betra skyggnis.

    Meira síðar,
    Óli





    25.09.2010 at 13:01 #704020
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Kristján, aðalfararstjóri var að hringja og eftir að hafa gert atlögu að Steinholtsá, var ákveðið að snúa hópnum frá og hætta við. Nokkuð mikið vatn var í Steinholtsánni og var það að aukast, þannig að þó bílarnir hefðu kannski komist innúr, var alls óvíst að hægt væri að komast til baka aftur. Fært var yfir fyrir stærri bíla og prófuðu einhverjir þeirra að fara yfir.

    Hópurinn er því á leið til byggða aftur og koma nánari fréttir hér á eftir, þegar allir eru komnir á malbik.

    kv. Óli





    25.09.2010 at 14:28 #704022
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Þá eru allir komnir á malbik og þessari ferð hefur formlega verið slitið, mun fyrr en áætlað var. Heilbrigt er fyrir ferðalanga að reyna líka að snúa frá þegar árnar eru varasamar og hættulegar.

    Þessari ferð er semsagt lokið. Næsta ferð Litlunefndar verður 23. október n.k. og verður hún auglýst frekar þegar styttast fer í ferðina.

    Litlanefndin vill einnig minna á að um næstu helgi verður farin stórferð í Vonarskarð þar sem ferðafrelsið verður jarðað. Þar verður líklegast hægt að komast um á öllum jeppum, en nánari upplýsingar koma um það þegar nær dregur helginni.

    Kv. Óli





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.