This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 14 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Þá er fyrsta ferð Litlunefndar á þessu hausti hafin. Rúmlega 40 bílar voru skráðir í ferðina, en af ýmsum ástæðum kvarnaðist úr þeim hóp og af stað lögðu 33 bílar, stórir og smáir.
Ekki hófst þessi ferð fullkomlega því aðalfararstjórinn var varla kominn nema 3-4 bíllengdir frá Select þegar eitthvað gaf sig í millikassa í Dúllunni og var Kristján þá settur aðalfararstjóri í ferðinni og einhver endurröðun framkvæmd á hópum.
Þegar fyrrum aðalfararstjóri skrifar þetta, var síðasti bíll á Selfossi og var heldur minni rigning þar, heldur en á Hellisheiði og í Reykjavík, svo þetta lofar góðu hjá hópnum.
Kv. Óli
You must be logged in to reply to this topic.