This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Gnýr Guðmundsson 13 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Það lögðu 45 bílar af stað í morgun laugardag frá Skeljungi við Vesturlandsveg. Hópurinn er núna staddur á Hvolsvelli í rjómablíðu og frábæru veðri. Það er bjart að líta til fjalla og því örugglega skemmileg ferð framundan.
Með í ferðinni eru sjónvarpsfólk frá Íslandi í dag á Stöð 2 og við munum því fá fréttaumfjöllun í Íslandi í dag á næstunni um þessa ferð.
Depillinn er með í ferð og slóðin er http://www.depill.is/f4x4 Hann er staðsettur í bíl eftirfara og sýnir því stöðu síðasta bílsí ferðinni.
Það koma síðan reglulega fréttir hér inn eftir því sem líður á daginn.
Guðmundur G. Kristinsson
You must be logged in to reply to this topic.