This topic contains 146 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir lesendur!
Þessum þræði er ætlað það hlutverk að vera fréttavefur af Nýliðaferð umhverfisnefndar í Setrið. Að auki mun ég senda inn fréttir af félögum okkar í Rottugenginu sem mér berast ásamt einhverjum öðrum flækingum. VIL ÉG BIÐJA UM AÐ EKKI VERÐI BULL OG ÓSKYLD MÁL SKRIFAÐ HÉR.
Í kvöld talaði ég við Jón „Ofsa-slóðríkann“ Snæland og var hann þá ásamt Gulla „Mulann“, Kalla „Hrekkjusvíni“, Danna og Geira í góðu leti-yfirlæti í Hrauneyjum. Þar var þá einnig kominn einhver hluti af Nýliðaferðar-þátttakendum, nokkrir bílar frá Vestmannaeyjum sem voru á leið í Setrið í kvöld og síðan Sóleyjarhöfðann á morgun og síðan ef mig minnir rétt Pétur í Hvammsvík (þekki ekki haus né sporð) ásamt 3 bílum og stefna þeir á Grímsfjall.
Von er á fullu húsi í Hrauneyjum í morgunsárið og mun Nýliðaferðin t.d. leggja af stað kl. 0830 og ef Rotturnar vakna þá er svipaður brottfarartími hjá þeim.
Jón tjáði mér að jörð væri hvít og svipuð því er jól hafa litið út undanfarið hér syðra; sem sagt rétt föl.
Meira í morgunsárið,
PR: Umhverfisnefndar
Magnús Guðmundss.
You must be logged in to reply to this topic.