This topic contains 146 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.03.2004 at 00:48 #193936
Sælir lesendur!
Þessum þræði er ætlað það hlutverk að vera fréttavefur af Nýliðaferð umhverfisnefndar í Setrið. Að auki mun ég senda inn fréttir af félögum okkar í Rottugenginu sem mér berast ásamt einhverjum öðrum flækingum. VIL ÉG BIÐJA UM AÐ EKKI VERÐI BULL OG ÓSKYLD MÁL SKRIFAÐ HÉR.
Í kvöld talaði ég við Jón „Ofsa-slóðríkann“ Snæland og var hann þá ásamt Gulla „Mulann“, Kalla „Hrekkjusvíni“, Danna og Geira í góðu leti-yfirlæti í Hrauneyjum. Þar var þá einnig kominn einhver hluti af Nýliðaferðar-þátttakendum, nokkrir bílar frá Vestmannaeyjum sem voru á leið í Setrið í kvöld og síðan Sóleyjarhöfðann á morgun og síðan ef mig minnir rétt Pétur í Hvammsvík (þekki ekki haus né sporð) ásamt 3 bílum og stefna þeir á Grímsfjall.
Von er á fullu húsi í Hrauneyjum í morgunsárið og mun Nýliðaferðin t.d. leggja af stað kl. 0830 og ef Rotturnar vakna þá er svipaður brottfarartími hjá þeim.
Jón tjáði mér að jörð væri hvít og svipuð því er jól hafa litið út undanfarið hér syðra; sem sagt rétt föl.
Meira í morgunsárið,
PR: Umhverfisnefndar
Magnús Guðmundss. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.03.2004 at 18:24 #497620
Sælt veri fólkið
Þetta er dagurinn eftir daginn í gær.
Ég byrjaði að fara með bílinn til Steina Smur hjá Shell í Garðabæ frábær stöð það, hann fór yfir allt saman skipti um olíur hreynsara enn víða var vatn þar á ferð.
Síðan tók Einar Sólons við honum á skoðunarstöðinn og fór yfir kramið og virtist það vera í nokkuð góðu standi þrátt fyrir volkið, ég lét klippa mig hjá Kleó í Garðabæ á meðan frábær þjónusta þarna í Garðabænum.
Ég setti hann svo í þurrk hjá Sigga í smiðjunni takk fyrir það. Myndir munu verða af bílnum eftir sundtökin í albúminu mínu. Einnig er hægt að sjá afrekssundið hjá coaranum hans "hása" á Toy 44"
Ég tók saman hvað ég hafði keyrt enn það voru nákvæmlega 500 km frá Garðabænum í Hrauneyjar Setur Hofsjökull Garðabær. Ég lagði af stað með um 200 lítara á þremur tönkum bílsins enn kom með til baka um 60 lítrar þannig að nálin sýndi fullan tank allan tíman
Mér reiknast til að þetta séu um 28 lítrar á 100 km.
Nb. allan tíma í lága. Mikið um hægagang.Ég set myndir í kvöld af bílnum í þurki (bros)
ferða kveðja Guðmundur (gundur)
08.03.2004 at 18:24 #491038Sælt veri fólkið
Þetta er dagurinn eftir daginn í gær.
Ég byrjaði að fara með bílinn til Steina Smur hjá Shell í Garðabæ frábær stöð það, hann fór yfir allt saman skipti um olíur hreynsara enn víða var vatn þar á ferð.
Síðan tók Einar Sólons við honum á skoðunarstöðinn og fór yfir kramið og virtist það vera í nokkuð góðu standi þrátt fyrir volkið, ég lét klippa mig hjá Kleó í Garðabæ á meðan frábær þjónusta þarna í Garðabænum.
Ég setti hann svo í þurrk hjá Sigga í smiðjunni takk fyrir það. Myndir munu verða af bílnum eftir sundtökin í albúminu mínu. Einnig er hægt að sjá afrekssundið hjá coaranum hans "hása" á Toy 44"
Ég tók saman hvað ég hafði keyrt enn það voru nákvæmlega 500 km frá Garðabænum í Hrauneyjar Setur Hofsjökull Garðabær. Ég lagði af stað með um 200 lítara á þremur tönkum bílsins enn kom með til baka um 60 lítrar þannig að nálin sýndi fullan tank allan tíman
Mér reiknast til að þetta séu um 28 lítrar á 100 km.
Nb. allan tíma í lága. Mikið um hægagang.Ég set myndir í kvöld af bílnum í þurki (bros)
ferða kveðja Guðmundur (gundur)
08.03.2004 at 19:15 #497622
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við Jökull þökkum líka ykkur Þorgeir og Lella og öðrum ferðafélögum góða samveru. Það er kannski ekki úr vegi að bæta við frábæran fréttaflutning Magnúsar með stuttri ferðasögu frá ?insider? í túrnum.
Við semsagt hittumst í Hrauneyjum milli 8 og 8.30 á laugardagsmorgun í frábæru veðri. Þar hittum við líka glaðbeittar rottur í vígahug. Við fórum Búðarhálsinn og komumst þar fljótt í ágætan snjó sem kom nokkuð á óvart miðað við það sem maður hafði heyrt. Búðarhálsinn gekk vel, einstaka krapapyttir svona rétt til að gera lífið bjartara og skemmtilegra. Sóleyjarhöfðavaðið gekk líka ágætlega, held ég fari rétt með að 3 bílar hafi rétt dýft trýninu í Þjórsánna, þó án þess að skaðast neitt., Spilin fengu því aðeins tækifæri til að réttlæta tilvist sína, bara gaman af því. Þá tók við að krúsa inn í Setur í sólskininu í fínum snjó, þó víða væri að vísu óslétt og eitt og eitt hjól losaði jörð, jafnvel fleiri.
Eftir stutt stopp í Setri var haldið af stað á Hofsjökul. Fljótlega fór þó skyggnið þar að versna þannig að í rúmum 1400 m. var ákveðið að snúa við. Löng lest, þungt færi og erfitt að sjá för. Því var haldið til baka í skálann og grillið sett í gang og öllarar opnaðir. Þó allt með mjög skikkanlegum hætti og allir komnir í koju á þó nokkuð skikkanlegum tíma.
Vegna lægðarinnar í veðurspánum var ákveðið að vera frekar í fyrra fallinu á fótum til heimferðar. Um morguninn var hins vegar hið besta veður og virtist nokkuð bjart til suðurs. Plan sem mótað var kvöldið áður hljóðaði upp á að fara um Blautukvíslareyrar hjá Arnarfelli og yfir Þjórsá á stíflunni eða neðan við hana ef hægt væri. Þá kom mönnum þó í hug spádómur Slóðríks sem birtist hér á netinu þar sem hann kvaðst sjá fyrir sér rotturnar að leita að nýliðaferðalöngum þar sem þeir hafi horfið sporlaust í Þjórsárverin. Ekki þótti okkur það gæfulegt þar sem við höfðum af því fregnir að rotturnar væru allar meira eða minna lemstraðir, ef ekki þeir sjálfir, þá bílarnir þeirra. Því var gripið fram fyrir hendurnar á örlögunum og stefnan tekin á Klakk, enda mikið mannalegra að fara gjörólíka leið til baka. Það gekk raunar ágætlega, þetta var framan af svona hæfilega eða þæginlega krefjandi túr með fullt af skemmtilegum vandamálum, s.s. ganga á undan bílunum í þoku á hryggjunum sunnan við Kisu, spila Krúser upp úr ís, kippa hér í og þræða þar. En um miðjan dag byrjaði að rigna. Og rigna og rigna og rigna og rigna og rigna og rigna. Þetta hafði sem kunnugt er þær afleiðingar að þegar við komum að blessaðri Búðará hafði henni vaxið svo fiskur um hrygg að enginn komst yfir nema fuglinn fljúgandi. Og Vestmannaeyjingar. Og Gunni hási. Að ógleymdum auðvitað Guðmundi (Gundi)á Hiluxnum sem ók ekki yfir, heldur sigldi. Eftir að menn höfðu séð þær aðfarir og séð hversu hátt vatnið náði á 44? Krúsernum hans Gunna og mátað það við sína bíla og þá sérstaklega þá minni í hópnum, var tekin sú ákvörðun að hér væri hvorki staður né stund fyrir fífldirfsku heldur skynsemi, enda stöðugt að vaxa í ánni. Það gefur kannski ágæta mynd af vatnavöxtunum að þegar við vorum að leita að vaði nokkuð neðar (á þeim slóðum þar sem Ómar dýfði trýninu niður og þurfti drátt til baka) vorum við að ganga á grasbakkanum í vatni upp í hné, sem síðan snardýpkaði þegar við komum fram af bakkanum. Þannig að þegar birtu var tekið að halla var tekin sú ákvörðun að halda kyrru fyrir og sjá hvað morgundagurinn byði uppá. Við drógum líka sömu ályktun og Lúther gerir hér að ofan að leiðin til baka væri ekki vænleg, en vissum það frá Gunna að ef við kæmumst yfir Búðaránna væri ekkert sem væri líklegt til að verða alvarlegir farartálmar.
Um morguninn þegar birti fórum við að skoða aðstæður. Það var ekki hægt að sjá að þá hefði minnkað neitt að viti í ánni, en fljótlega kom Einar auga á hugsanlegt vað rétt ofar. Því fóru tveir vaskir vöðlumenn í könnunarferð. Eftir nokkra skoðun töldu þeir þetta ekki útilokað, þó straumurinn í álnum væri of stífur til að vaða hann. Með því að nota breskt landbúnaðartæki sem tilraunadýr fannst fært vað og allir komust nokkuð klakklaust yfir. Eftirleikurinn eftir það á veginum niður að Gullfossi gekk vandræðalaust, en þó má segja að einn ferðafélaginn hafi lýst því vel með því að segja að við höfum ?drullast áfram?.
Þetta var svona ein af þeim ferðum þar sem maður fær mikið fyrir lítið. Þetta átti víst að vera "stutt" ferðasaga en er orðin eitthvað allt annað.
Kv. – Skúli H, Jökull og Breska heimsveldið
08.03.2004 at 19:15 #491040
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við Jökull þökkum líka ykkur Þorgeir og Lella og öðrum ferðafélögum góða samveru. Það er kannski ekki úr vegi að bæta við frábæran fréttaflutning Magnúsar með stuttri ferðasögu frá ?insider? í túrnum.
Við semsagt hittumst í Hrauneyjum milli 8 og 8.30 á laugardagsmorgun í frábæru veðri. Þar hittum við líka glaðbeittar rottur í vígahug. Við fórum Búðarhálsinn og komumst þar fljótt í ágætan snjó sem kom nokkuð á óvart miðað við það sem maður hafði heyrt. Búðarhálsinn gekk vel, einstaka krapapyttir svona rétt til að gera lífið bjartara og skemmtilegra. Sóleyjarhöfðavaðið gekk líka ágætlega, held ég fari rétt með að 3 bílar hafi rétt dýft trýninu í Þjórsánna, þó án þess að skaðast neitt., Spilin fengu því aðeins tækifæri til að réttlæta tilvist sína, bara gaman af því. Þá tók við að krúsa inn í Setur í sólskininu í fínum snjó, þó víða væri að vísu óslétt og eitt og eitt hjól losaði jörð, jafnvel fleiri.
Eftir stutt stopp í Setri var haldið af stað á Hofsjökul. Fljótlega fór þó skyggnið þar að versna þannig að í rúmum 1400 m. var ákveðið að snúa við. Löng lest, þungt færi og erfitt að sjá för. Því var haldið til baka í skálann og grillið sett í gang og öllarar opnaðir. Þó allt með mjög skikkanlegum hætti og allir komnir í koju á þó nokkuð skikkanlegum tíma.
Vegna lægðarinnar í veðurspánum var ákveðið að vera frekar í fyrra fallinu á fótum til heimferðar. Um morguninn var hins vegar hið besta veður og virtist nokkuð bjart til suðurs. Plan sem mótað var kvöldið áður hljóðaði upp á að fara um Blautukvíslareyrar hjá Arnarfelli og yfir Þjórsá á stíflunni eða neðan við hana ef hægt væri. Þá kom mönnum þó í hug spádómur Slóðríks sem birtist hér á netinu þar sem hann kvaðst sjá fyrir sér rotturnar að leita að nýliðaferðalöngum þar sem þeir hafi horfið sporlaust í Þjórsárverin. Ekki þótti okkur það gæfulegt þar sem við höfðum af því fregnir að rotturnar væru allar meira eða minna lemstraðir, ef ekki þeir sjálfir, þá bílarnir þeirra. Því var gripið fram fyrir hendurnar á örlögunum og stefnan tekin á Klakk, enda mikið mannalegra að fara gjörólíka leið til baka. Það gekk raunar ágætlega, þetta var framan af svona hæfilega eða þæginlega krefjandi túr með fullt af skemmtilegum vandamálum, s.s. ganga á undan bílunum í þoku á hryggjunum sunnan við Kisu, spila Krúser upp úr ís, kippa hér í og þræða þar. En um miðjan dag byrjaði að rigna. Og rigna og rigna og rigna og rigna og rigna og rigna. Þetta hafði sem kunnugt er þær afleiðingar að þegar við komum að blessaðri Búðará hafði henni vaxið svo fiskur um hrygg að enginn komst yfir nema fuglinn fljúgandi. Og Vestmannaeyjingar. Og Gunni hási. Að ógleymdum auðvitað Guðmundi (Gundi)á Hiluxnum sem ók ekki yfir, heldur sigldi. Eftir að menn höfðu séð þær aðfarir og séð hversu hátt vatnið náði á 44? Krúsernum hans Gunna og mátað það við sína bíla og þá sérstaklega þá minni í hópnum, var tekin sú ákvörðun að hér væri hvorki staður né stund fyrir fífldirfsku heldur skynsemi, enda stöðugt að vaxa í ánni. Það gefur kannski ágæta mynd af vatnavöxtunum að þegar við vorum að leita að vaði nokkuð neðar (á þeim slóðum þar sem Ómar dýfði trýninu niður og þurfti drátt til baka) vorum við að ganga á grasbakkanum í vatni upp í hné, sem síðan snardýpkaði þegar við komum fram af bakkanum. Þannig að þegar birtu var tekið að halla var tekin sú ákvörðun að halda kyrru fyrir og sjá hvað morgundagurinn byði uppá. Við drógum líka sömu ályktun og Lúther gerir hér að ofan að leiðin til baka væri ekki vænleg, en vissum það frá Gunna að ef við kæmumst yfir Búðaránna væri ekkert sem væri líklegt til að verða alvarlegir farartálmar.
Um morguninn þegar birti fórum við að skoða aðstæður. Það var ekki hægt að sjá að þá hefði minnkað neitt að viti í ánni, en fljótlega kom Einar auga á hugsanlegt vað rétt ofar. Því fóru tveir vaskir vöðlumenn í könnunarferð. Eftir nokkra skoðun töldu þeir þetta ekki útilokað, þó straumurinn í álnum væri of stífur til að vaða hann. Með því að nota breskt landbúnaðartæki sem tilraunadýr fannst fært vað og allir komust nokkuð klakklaust yfir. Eftirleikurinn eftir það á veginum niður að Gullfossi gekk vandræðalaust, en þó má segja að einn ferðafélaginn hafi lýst því vel með því að segja að við höfum ?drullast áfram?.
Þetta var svona ein af þeim ferðum þar sem maður fær mikið fyrir lítið. Þetta átti víst að vera "stutt" ferðasaga en er orðin eitthvað allt annað.
Kv. – Skúli H, Jökull og Breska heimsveldið
08.03.2004 at 19:36 #497624Sælir,
Jæja Græna Þruman er komin heim, þetta var í einu eða tvem orðum sagt frábær ferð og góðir ferðafélagar.
Scoutinn stóð sig með eindæmum vel þrátt fyrir að vera LANG elsti bíllinn á svæðinu, en "eina" sem bilaði var(í tímaröð)
1.Demparafesting að aftan brotnaði alveg í byrjun
2.Vélin er orðin frekar slöpp eftir læti laugardags.
3.Annað pústið fór í tvennt
4.Festingar á stýrisdælu brotnuðu
5.Stuðarinn beyglaðist all svakalega
6.Bremsubarki í afturhásingu fór í sundur og bíllinn varð með öllu bremsulaus
(held ég sé að gleyma einhverju)EN hann komst samt heim í hlaðið og með eigin vélarafli!
En gundur það var hrikalegt að sjá hvernig þú skelltir þér þarna ánna! Ég hélt bara að bíllinn ætlaði niður Gullfoss.
En jæja ég vill bara koma þökkum til ferðafélaganna, þetta var asskoti gaman.
kv, Geiri Gúrka
08.03.2004 at 19:36 #491042Sælir,
Jæja Græna Þruman er komin heim, þetta var í einu eða tvem orðum sagt frábær ferð og góðir ferðafélagar.
Scoutinn stóð sig með eindæmum vel þrátt fyrir að vera LANG elsti bíllinn á svæðinu, en "eina" sem bilaði var(í tímaröð)
1.Demparafesting að aftan brotnaði alveg í byrjun
2.Vélin er orðin frekar slöpp eftir læti laugardags.
3.Annað pústið fór í tvennt
4.Festingar á stýrisdælu brotnuðu
5.Stuðarinn beyglaðist all svakalega
6.Bremsubarki í afturhásingu fór í sundur og bíllinn varð með öllu bremsulaus
(held ég sé að gleyma einhverju)EN hann komst samt heim í hlaðið og með eigin vélarafli!
En gundur það var hrikalegt að sjá hvernig þú skelltir þér þarna ánna! Ég hélt bara að bíllinn ætlaði niður Gullfoss.
En jæja ég vill bara koma þökkum til ferðafélaganna, þetta var asskoti gaman.
kv, Geiri Gúrka
08.03.2004 at 20:29 #497626Ég hef sett [url=http://www.klaki.net/~um44/setur04/04mar08.htm:2ejg4h4z]myndir[/url:2ejg4h4z] úr ferðinn á vefinn. Þar sem rafhlöður í myndavélinni tæmdust um það bil sem þeir síðustu skiluðsér í Setrið, væri það vel þegið að menn sendu mér myndir, sérstaklega frá seinnihluta laugardags, sunnudegi og mánudegi.
Takk fyrir frábærlega skemmtilega helgi.
-Einar
08.03.2004 at 20:29 #491044Ég hef sett [url=http://www.klaki.net/~um44/setur04/04mar08.htm:2ejg4h4z]myndir[/url:2ejg4h4z] úr ferðinn á vefinn. Þar sem rafhlöður í myndavélinni tæmdust um það bil sem þeir síðustu skiluðsér í Setrið, væri það vel þegið að menn sendu mér myndir, sérstaklega frá seinnihluta laugardags, sunnudegi og mánudegi.
Takk fyrir frábærlega skemmtilega helgi.
-Einar
08.03.2004 at 20:39 #491046Ég verð að segja það fyrir mig að þessi óvæntu ævintýri eftir að við komumst á "auðan" veg í gær gerðu ferðina bara skemmtilegri, alltaf gott að fá auka dag á fjöllum, hef bara ekki sofið svona lengi í einu í marga mánuði. Setti brot af þeim 208 myndum sem ég tók í ferðinni í myndaalbúmið mitt.
Takk annars fyrir frábæra ferð.
Þorsteinn & Ásgeir
08.03.2004 at 20:39 #497628Ég verð að segja það fyrir mig að þessi óvæntu ævintýri eftir að við komumst á "auðan" veg í gær gerðu ferðina bara skemmtilegri, alltaf gott að fá auka dag á fjöllum, hef bara ekki sofið svona lengi í einu í marga mánuði. Setti brot af þeim 208 myndum sem ég tók í ferðinni í myndaalbúmið mitt.
Takk annars fyrir frábæra ferð.
Þorsteinn & Ásgeir
08.03.2004 at 21:39 #491048sælir ferðafélagar
Planið var hjá mér að betri helmingurinn myndi óð og uppvæg heimta framlæsingu og lægri hlutföll eftir ferðina en í staðinn heimtar hún eftir þessa ferð sundkúta, lazy boy framsæti, dvd spilara og ísskáp í bílinn.
Ég og Kristrún þökkum kærlega fyrir frábæra ferð en hún var heldur betur EIN MEÐ ÖLLU. Ég held ég geti bara ekki beðið eftir næstu ferð á fjöll og þá vonandi með viðlíka ferðafélögum.
Bestu kveðjur
Agnar og Kristrún
08.03.2004 at 21:39 #497630sælir ferðafélagar
Planið var hjá mér að betri helmingurinn myndi óð og uppvæg heimta framlæsingu og lægri hlutföll eftir ferðina en í staðinn heimtar hún eftir þessa ferð sundkúta, lazy boy framsæti, dvd spilara og ísskáp í bílinn.
Ég og Kristrún þökkum kærlega fyrir frábæra ferð en hún var heldur betur EIN MEÐ ÖLLU. Ég held ég geti bara ekki beðið eftir næstu ferð á fjöll og þá vonandi með viðlíka ferðafélögum.
Bestu kveðjur
Agnar og Kristrún
08.03.2004 at 21:53 #491050Sæll Maggi, ég vil þakka þér fyrir að flytja fréttaþyrstu fólki fregnir af okkur Rottufélögunum, ásamt öðrum fréttum af nýliðaferðum, sem voru nú öllu svæsnari.
Framtak sem þetta mætti oftar sjást þegar mikið er um að vera á fjöllum, því allir vilja jú vera á fjöllum, að minnsta kosti í huganum.
Annars mun ítarleg ferðasaga af túrnum, Hrauneyjar, Vonarskarð, Laugafell, Nýjidalur, Reykjavík, líta dagsins ljós innan fárra daga á Rottusíðunni.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
08.03.2004 at 21:53 #497632Sæll Maggi, ég vil þakka þér fyrir að flytja fréttaþyrstu fólki fregnir af okkur Rottufélögunum, ásamt öðrum fréttum af nýliðaferðum, sem voru nú öllu svæsnari.
Framtak sem þetta mætti oftar sjást þegar mikið er um að vera á fjöllum, því allir vilja jú vera á fjöllum, að minnsta kosti í huganum.
Annars mun ítarleg ferðasaga af túrnum, Hrauneyjar, Vonarskarð, Laugafell, Nýjidalur, Reykjavík, líta dagsins ljós innan fárra daga á Rottusíðunni.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
08.03.2004 at 22:56 #491052Þó að það væri sjálfsagt að bera í BAKKAFULLAN LÆKINN, vil ég nota tækifærið til að þakka öllum í nýliðaferðinni fyrir frábæra ferð
Við fengum svona sýnishorn af flestu því sem á þarf að taka í jeppaferðum um hálendið.
Það var gaman að því hve andinn var góður og menn hjálplegir þegar á þurfti að halda. Einn fyrir alla og allir fyrir einn!
Ég mun setja nokkrar myndir ásamt ferðalýsingu á vefinn minn [url=http://4x4offroads.com:17fr5oo0]http://4x4offroads.com[/url:17fr5oo0] innan skamms.
Með kveðju,
Þrándur
08.03.2004 at 22:56 #497634Þó að það væri sjálfsagt að bera í BAKKAFULLAN LÆKINN, vil ég nota tækifærið til að þakka öllum í nýliðaferðinni fyrir frábæra ferð
Við fengum svona sýnishorn af flestu því sem á þarf að taka í jeppaferðum um hálendið.
Það var gaman að því hve andinn var góður og menn hjálplegir þegar á þurfti að halda. Einn fyrir alla og allir fyrir einn!
Ég mun setja nokkrar myndir ásamt ferðalýsingu á vefinn minn [url=http://4x4offroads.com:17fr5oo0]http://4x4offroads.com[/url:17fr5oo0] innan skamms.
Með kveðju,
Þrándur
09.03.2004 at 00:12 #491054
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við viljum bara þakka ferðafélögunum fyrir frábæra ferð, og ég hlakka bara til næstu ferðar!
Kv,
Jón Þór, Jóhanna og Davíð.
Range Rover Gameover!
09.03.2004 at 00:12 #497636
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við viljum bara þakka ferðafélögunum fyrir frábæra ferð, og ég hlakka bara til næstu ferðar!
Kv,
Jón Þór, Jóhanna og Davíð.
Range Rover Gameover!
09.03.2004 at 23:41 #491056Sælir félagar
Mig langaði að byðja ykkur um að senda mér
myndir af því, ef þið eigið, þegar Toyotan mín sigldi yfir
Búðaránna bara upp á minninguna og til að sína barnabörnum i ókominni framtíð sem víti til varnaðar.sundkveðjur Guðmundur (gundur)
09.03.2004 at 23:41 #497638Sælir félagar
Mig langaði að byðja ykkur um að senda mér
myndir af því, ef þið eigið, þegar Toyotan mín sigldi yfir
Búðaránna bara upp á minninguna og til að sína barnabörnum i ókominni framtíð sem víti til varnaðar.sundkveðjur Guðmundur (gundur)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.