FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Fréttaþráður helgarinnar 5.-7. mars 2004

by Magnús Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Fréttaþráður helgarinnar 5.-7. mars 2004

This topic contains 146 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Björn Þorri Viktorsson Björn Þorri Viktorsson 21 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 06.03.2004 at 00:48 #193936
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant

    Sælir lesendur!

    Þessum þræði er ætlað það hlutverk að vera fréttavefur af Nýliðaferð umhverfisnefndar í Setrið. Að auki mun ég senda inn fréttir af félögum okkar í Rottugenginu sem mér berast ásamt einhverjum öðrum flækingum. VIL ÉG BIÐJA UM AÐ EKKI VERÐI BULL OG ÓSKYLD MÁL SKRIFAÐ HÉR.

    Í kvöld talaði ég við Jón „Ofsa-slóðríkann“ Snæland og var hann þá ásamt Gulla „Mulann“, Kalla „Hrekkjusvíni“, Danna og Geira í góðu leti-yfirlæti í Hrauneyjum. Þar var þá einnig kominn einhver hluti af Nýliðaferðar-þátttakendum, nokkrir bílar frá Vestmannaeyjum sem voru á leið í Setrið í kvöld og síðan Sóleyjarhöfðann á morgun og síðan ef mig minnir rétt Pétur í Hvammsvík (þekki ekki haus né sporð) ásamt 3 bílum og stefna þeir á Grímsfjall.

    Von er á fullu húsi í Hrauneyjum í morgunsárið og mun Nýliðaferðin t.d. leggja af stað kl. 0830 og ef Rotturnar vakna þá er svipaður brottfarartími hjá þeim.

    Jón tjáði mér að jörð væri hvít og svipuð því er jól hafa litið út undanfarið hér syðra; sem sagt rétt föl.

    Meira í morgunsárið,
    PR: Umhverfisnefndar
    Magnús Guðmundss.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 146 total)
← 1 2 3 … 8 →
  • Author
    Replies
  • 06.03.2004 at 16:01 #490958
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir ! Ég var að tala við Gunna "hása" og staðfestir hann það sem Boebbi sagði. Þeir eru búnir að snúa við vegna færis og skyggnis. Einar var alveg ákveðinn að fara með nýliðanna upp á hábungu en af því verður ekki í þetta sinn. Annars allt gott.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 16:01 #497540
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir ! Ég var að tala við Gunna "hása" og staðfestir hann það sem Boebbi sagði. Þeir eru búnir að snúa við vegna færis og skyggnis. Einar var alveg ákveðinn að fara með nýliðanna upp á hábungu en af því verður ekki í þetta sinn. Annars allt gott.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 16:32 #490960
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Maður að nafni Guðmundur Guðmundsson, úr hópi C er á Hilux SR5 38", coari Gísli Ófeigsson og sonur hans, hringdi í mig og sagði að þeir væru í 1400 metra hæð og að koma niður úr þokunni. Útsýni væri alveg frábært og glimrandi gengi. Lausamjöll yfir öllu. Lenntu þeir í því að þurfa að tappa eitt dekk stax í Hrauneyjum (líklega fúið dekk) og voru að hugsa um að fara í bæinn en Einar herti þá og sjá þeir ekki eftir því. Allir hóparnir fóru upp á Hofsjökul beint upp af Setrinu og áfram upp Blautukvíslarjökul. Ekki urðu þeir varir við neinar sprungur.

    Langaði Guðmund til að koma kveðju til sonar síns 10 ára sem var ákv. að fara með en reyndist með 38° hita þegar til kom í morgun.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 16:32 #497542
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Maður að nafni Guðmundur Guðmundsson, úr hópi C er á Hilux SR5 38", coari Gísli Ófeigsson og sonur hans, hringdi í mig og sagði að þeir væru í 1400 metra hæð og að koma niður úr þokunni. Útsýni væri alveg frábært og glimrandi gengi. Lausamjöll yfir öllu. Lenntu þeir í því að þurfa að tappa eitt dekk stax í Hrauneyjum (líklega fúið dekk) og voru að hugsa um að fara í bæinn en Einar herti þá og sjá þeir ekki eftir því. Allir hóparnir fóru upp á Hofsjökul beint upp af Setrinu og áfram upp Blautukvíslarjökul. Ekki urðu þeir varir við neinar sprungur.

    Langaði Guðmund til að koma kveðju til sonar síns 10 ára sem var ákv. að fara með en reyndist með 38° hita þegar til kom í morgun.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 16:39 #490962
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    er hann þekktur undir gundur á vefnum

    kv JÞJ





    06.03.2004 at 16:39 #497544
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    er hann þekktur undir gundur á vefnum

    kv JÞJ





    06.03.2004 at 16:48 #490964
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Já það er rétt.





    06.03.2004 at 16:48 #497546
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Já það er rétt.





    06.03.2004 at 17:20 #490966
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Var að tala við Gulla. Eiga þeir ca. 20 km eftir inn í Laugafell þar sem þeir ætla að setjast að. Ekki virðist hafa orðið neitt tjón við vökvunina hjá honum. Færið er mjög gott, pínulítill skafrenningur ekkert sem á er gerandi og nánast búið að vera Mallorka veður í allan dag.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 17:20 #497548
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Var að tala við Gulla. Eiga þeir ca. 20 km eftir inn í Laugafell þar sem þeir ætla að setjast að. Ekki virðist hafa orðið neitt tjón við vökvunina hjá honum. Færið er mjög gott, pínulítill skafrenningur ekkert sem á er gerandi og nánast búið að vera Mallorka veður í allan dag.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 18:03 #490968
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælt veri fólkið! Jón Snæland var að hringja í mig og var með slæmar fréttir. Kjartan formaður þaut fram af 1.5m hárri hengju í Hnjúkakvíslinni og lenti í hengunni hinu meginn. Var hann heppinn að vera í belti því annars hefði illa farið. Bíllinn er allur í döðlu að framan og ókeyrsluhæfur. Þeir eru búnir að ná honum upp úr ánni og eru að reyna að toga hann í sundur til að geta dregið hann til byggða. Sagði Jón að þeir myndu líklega byrja á því í kvöld þar sem veðurspáin er mjög versnandi.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 18:03 #497550
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælt veri fólkið! Jón Snæland var að hringja í mig og var með slæmar fréttir. Kjartan formaður þaut fram af 1.5m hárri hengju í Hnjúkakvíslinni og lenti í hengunni hinu meginn. Var hann heppinn að vera í belti því annars hefði illa farið. Bíllinn er allur í döðlu að framan og ókeyrsluhæfur. Þeir eru búnir að ná honum upp úr ánni og eru að reyna að toga hann í sundur til að geta dregið hann til byggða. Sagði Jón að þeir myndu líklega byrja á því í kvöld þar sem veðurspáin er mjög versnandi.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 18:16 #497552
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælt veri fólkið!

    Veðurhorfur fyrir miðhálendið til kl. 18:00 á morgun.

    Vaxandi suðlæg átt og þykknar upp, 10 – 15 m/s undir kvöld, en hægari og bjartviðri austantil. Hvessir í nótt, sunnan 20 – 25 m/s víða á morgun. Slydda eða rigning, en úrkomulítið norðan Vatnajökuls. Hlýnar smám saman, hiti 0 – 6 stig í nótt og á morgun.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 18:16 #490970
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælt veri fólkið!

    Veðurhorfur fyrir miðhálendið til kl. 18:00 á morgun.

    Vaxandi suðlæg átt og þykknar upp, 10 – 15 m/s undir kvöld, en hægari og bjartviðri austantil. Hvessir í nótt, sunnan 20 – 25 m/s víða á morgun. Slydda eða rigning, en úrkomulítið norðan Vatnajökuls. Hlýnar smám saman, hiti 0 – 6 stig í nótt og á morgun.

    Meira seinna
    Magnús G.





    06.03.2004 at 19:10 #497554
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir félagar!

    Af Nýliðaferðinni er það að frétta að allir eru komnir í hús eftir frábæran dag. Þrándur og Skúli eru báðir glaðbeittir og reyndar mannskapurinn allur. Þegar niður af jökli kom fóru sumir að reyna bílana betur, aðrir í að skemmta börnum á slöngum og einhverjir í smáviðgerðir. Stór LC80 hefur átt við hitavandamál að stríða og reyndist það vera vatnslásinn og síðan er Scout sem er með einhverjar gangtruflannir. Talsverður snjór virðist vera við Setrið. Byrjað er að kynda undir lærunum og önnur skyldustörf eru í fullum gangi svo sem vökvun ofl..

    Tal við þá aftur í kvöld, sæl að sinni
    Magnús G.





    06.03.2004 at 19:10 #490972
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir félagar!

    Af Nýliðaferðinni er það að frétta að allir eru komnir í hús eftir frábæran dag. Þrándur og Skúli eru báðir glaðbeittir og reyndar mannskapurinn allur. Þegar niður af jökli kom fóru sumir að reyna bílana betur, aðrir í að skemmta börnum á slöngum og einhverjir í smáviðgerðir. Stór LC80 hefur átt við hitavandamál að stríða og reyndist það vera vatnslásinn og síðan er Scout sem er með einhverjar gangtruflannir. Talsverður snjór virðist vera við Setrið. Byrjað er að kynda undir lærunum og önnur skyldustörf eru í fullum gangi svo sem vökvun ofl..

    Tal við þá aftur í kvöld, sæl að sinni
    Magnús G.





    07.03.2004 at 01:11 #497556
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Já nú er kátt í höllinni okkar og menn saddir og glaðir eftir frábæran dag.

    Eftir frábæra matarveislu, sé ég Nýliðafarana fyrir mér eins og dverga sem eru saddir og ánægðir, en þá viðhafa þeir sérstakt háttalag: [Þeir kveikja sér í löngum pípum og spúa reykhringjum út í loftið. Síðan hlægja þeir hátt og mikið, stundum í marga klukkutíma.] Lýsing fengin úr bókinni "Hobbit" eftir J.R.Tolkien. Allavega var mikið fjör og mikið sungið og skrafað nú um miðnættið.

    Einstaka menn þurtu þó að dytta að farskjótum sínum m.a. Hjálmar sem var í vandræðum með vatnslás í LC80 á 44" og Ásgeir á Grænum Scout 38" þurfti að sjóða einhverja upphengju. Að sögn Guðmundar Guðmundssonar á Toyotu Hilux SR5 38" dró þá nokkuð niður í ljósmagni inni í Setri.

    Þegar þetta er skrifað um og uppúr kl 0100 voru ca. helmingur genginn til náða en Einar leiðangurstjóri var farinn undir feld að hugsa út væntanlega heimleið.

    En ég ætla að kveðja alla ferðalanga í bili, en kem með nýjar fréttir um og uppúr 0900 í fyrramálið.

    Bless í bili
    Magnús G.





    07.03.2004 at 01:11 #490974
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Já nú er kátt í höllinni okkar og menn saddir og glaðir eftir frábæran dag.

    Eftir frábæra matarveislu, sé ég Nýliðafarana fyrir mér eins og dverga sem eru saddir og ánægðir, en þá viðhafa þeir sérstakt háttalag: [Þeir kveikja sér í löngum pípum og spúa reykhringjum út í loftið. Síðan hlægja þeir hátt og mikið, stundum í marga klukkutíma.] Lýsing fengin úr bókinni "Hobbit" eftir J.R.Tolkien. Allavega var mikið fjör og mikið sungið og skrafað nú um miðnættið.

    Einstaka menn þurtu þó að dytta að farskjótum sínum m.a. Hjálmar sem var í vandræðum með vatnslás í LC80 á 44" og Ásgeir á Grænum Scout 38" þurfti að sjóða einhverja upphengju. Að sögn Guðmundar Guðmundssonar á Toyotu Hilux SR5 38" dró þá nokkuð niður í ljósmagni inni í Setri.

    Þegar þetta er skrifað um og uppúr kl 0100 voru ca. helmingur genginn til náða en Einar leiðangurstjóri var farinn undir feld að hugsa út væntanlega heimleið.

    En ég ætla að kveðja alla ferðalanga í bili, en kem með nýjar fréttir um og uppúr 0900 í fyrramálið.

    Bless í bili
    Magnús G.





    07.03.2004 at 10:30 #497558
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir lesendur!

    Nýjustu fréttir af Nýliðaferð eru þær að veerið er að leggja síðustu hönd á frágang og undirbúning brottfarar frá Setrinu. Eru þeir að spá í að fara Klakksleið heim. Ágætis veður er hjá þeim þ.e. þokubakkar á stangli smá stinningskaldi en engin ofankoma eins og Ómar lýsir þessu. Það var demparafesting að aftan sem Ásgeir þurfti að sjóða í gærköldi.

    Af Rottugenginu er það að frétta að þeir eru lagðir af stað og eru að nálgast Spengisandsleið, nánar tiltekið voru þeir nýfarnir eða að fara yfir Bergvatnskvísl Þjórsár. Stefna þeir á Nýjadal/Jökuldal á áætla 5 – 6 tíma í heimferð. Náðist að púsla Toyotu Kjartans formans saman og gengur hún nú fyrir eigin vélarafli. Eftir fregnum frá Lúther "Skemmtitrúð" í gærkvöldi þegar hann talaði við þá var, þá var vatnskassinn eitthvað laskaður. Voru hann og Reynir "rottufjölgari" í sambandi við þá upp á væntanlegann björgunarleiðangur, en Yfirrotturnar afþökkuðu allt slíkt.

    Næstu fréttir eftir kl 15:00 í dag, vegna Formúlunnar
    Pr. Magnús G.





    07.03.2004 at 10:30 #490976
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir lesendur!

    Nýjustu fréttir af Nýliðaferð eru þær að veerið er að leggja síðustu hönd á frágang og undirbúning brottfarar frá Setrinu. Eru þeir að spá í að fara Klakksleið heim. Ágætis veður er hjá þeim þ.e. þokubakkar á stangli smá stinningskaldi en engin ofankoma eins og Ómar lýsir þessu. Það var demparafesting að aftan sem Ásgeir þurfti að sjóða í gærköldi.

    Af Rottugenginu er það að frétta að þeir eru lagðir af stað og eru að nálgast Spengisandsleið, nánar tiltekið voru þeir nýfarnir eða að fara yfir Bergvatnskvísl Þjórsár. Stefna þeir á Nýjadal/Jökuldal á áætla 5 – 6 tíma í heimferð. Náðist að púsla Toyotu Kjartans formans saman og gengur hún nú fyrir eigin vélarafli. Eftir fregnum frá Lúther "Skemmtitrúð" í gærkvöldi þegar hann talaði við þá var, þá var vatnskassinn eitthvað laskaður. Voru hann og Reynir "rottufjölgari" í sambandi við þá upp á væntanlegann björgunarleiðangur, en Yfirrotturnar afþökkuðu allt slíkt.

    Næstu fréttir eftir kl 15:00 í dag, vegna Formúlunnar
    Pr. Magnús G.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 146 total)
← 1 2 3 … 8 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.